Morgunblaðið - 24.03.1984, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
Sigurður Finnbogi
Þorsteinsson - Minning
Sigurður F. Þorsteinsson er lát-
inn.
Hann fæddist í Reykjavík 10.
apríl 1913 og lést á heimili sínu,
Strandgötu 17a, Patreksfirði, 16.
mars 1984.
Foreldrar hans, þau Guðrún
Finnbogadóttir ljósmóðir og
Þorsteinn Ólafsson, bjuggu með
foreldrum Þorsteins í fyrstu í
Mið-HIíð á Barðaströnd, þar ólst
Sigurður upp með þeim og í skjóli
afa og ömmu. Síðar flytur fjöl-
skyldan í Litlu-Hlíð. Sigurður var
elsta barnið og vann búi foreldra
sinna dyggilega. Enn þann dag í
dag blasa við burstir útihúsanna,
sem hann byggði í Litlu-Hlíð.
Árið 1945 liggja leiðir þeirra
saman, Margrétar Sigríðar Frið-
riksdóttur frá Látrum í Aðalvík
og Sigurðar, og var það lán beggja.
Hún hafði misst mann sinn,
Theodór Jónsson matsvein á línu-
veiðaranum Pétursey, árið 1941.
Þá stóð hún ein uppi með mörg
lítil börn og eitt ófætt.
Það var ekki mulið undir ein-
stæðar mæður í þá daga.
Þau settu saman bú á Strand-
götu 17a, Patreksfirði, og bjuggu
þar ætíð síðan. Þau áttu saman
góð ár og hefðu mátt vera fleiri,
því róðurinn var farinn að léttast,
börnin að mestu leyti uppkomin.
Þá barði sorgin að dyrum Sigurð-
ar. Kona hans Margrét veiktist og
lést árið 1968, langt um aldur
fram. Sigurður reyndist henni vel
í veikindunum, sem og endranær,
hann bar ávallt umhyggju fyrir
henni og börnum hennar öllum.
Börn þeirra Margrétar og Sigurð-
ar voru á unglingsárum er hún
lést, það yngsta 15 ára. En þau eru
þessi: Þorsteinn, ókvæntur, bjó
með föður sínum á Patreksfirði;
Unnur, gift Steindóri ögmunds-
syni, býr á Tálknafirði; Óli Rafn,
óvæntur, bjó lengst með föður sín-
um.
Börn Margrétar og stjúpbörn
+
Eiginkona mín,
AÐALHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR,
Stigahlíö 12,
andaöist á Reykjalundi 23. mars. Fyrir hönd vandamanna, Arnór Sigurösson.
t
Faðir okkar,
SIGURDUR HANNESSON,
Eylandi, Garöabœ,
lést i Landakotsspítala aö morgni 22. mars.
Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna, barnabarnabarna og
annarra vandamanna,
Stella Sigurðardóttir,
Pálmi Sigurösson.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
móöur okkar,
STEINÞÓRU EINARSDÓTTUR
trá Siglufiröi.
Fyrir hönd ættingja,
Börnin.
t
Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúö og vlnar-
hug vegna andláts eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og
afa,
KRISTINS MARTEINSSONAR.
fyrrv. skipstjóra,
Dagsbrún, Neskaupstaö.
Rósa Eiríksdóttir,
Elísabet Kristinsdóttir, Geir H. Þorsteinsson,
Þordís Kristinsdóttir, Kristján Karlsson,
Kristinn Pétursson, Rósa Benónýsdóttir,
Rósa Geirsdóttir, Þorsteinn Geirsson,
Gunnar Ellert Geirsson, Auöur Edda Geirsdóttir,
Katla Kristjánsdóttir.
Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
foreldra okkar,
GÍSLA E. JÓHANNESSONAR
og
SIGURBORGAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Skáleyjum.
Guö blessi ykkur öll.
Ólína J. Gísladóttir,
Eysteinn G. Gíslason,
María S. Gísladóttir,
Ásta S. Gísladóttir,
Jóhannea G. Gíslason,
Ólafur A. Gíslason,
Kristín J. Gísladóttir,
barnabörn og
Kristófer Þorgeirsson,
Leifur Kr. Jóhannesson,
Sverrir B. Guðmundsson,
Henný Einarsdóttir,
Árni Traustason,
barnabarnabörn.
Sigurðar eru þessi: Kristbjörn,
kvæntur undirritaðri, býr á ísa-
firði; Erling, kvæntur Lollu
Hjálmtýsdóttur, býr í Bandaríkj-
unum; Sjöfn, gift Bruce Brown,
býr einnig í Bandaríkjunum;
Theodór Richard, kvæntur Her-
manníu Halldórsdóttur, býr á Isa-
firði; Bára, (kjördóttir Pálmeyjar
Kristjánsdóttur og Hannesar
Jónssonar) gift Gunnari Jakobs-
syni, býr í Kópavogi; Friðrik, lát-
inn, ókvæntur. Sigurður hélt
heimili með börnum sínum áfram
og Friðrik, syni Margrétar.
En sami vágestur kvaddi dyra í
„Króknum". Friðrik lést árið 1970
úr sama sjúkdómi og móðir hans.
Hann var mikill efnispiltur aðeins
25 ára að aldri. Þeir mátu hvorn
annan að verðieikum og syrgði
Sigurður hann sem eigin son. Á
sjötugsafmæli Sigurðar var hon-
um sómi sýndur á margan hátt.
Mesta ánægju hafði hann þó af því
að Sjöfn stjúpdóttir hans kom
vestan af Kyrrahafsströnd honum
til heiðurs. Þau voru mjög sam-
rýnd, þótt höf skildu heimsálfurn-
ar að.
Hann heimsótti þau Sjöfn og
Erling tvisvar sinnum og kunni
vel að meta, hann hafði opin aug-
un í þeim ferðum og hafði frá
mörgu að segja og bar jafnan
saman lífsmáta þeirra þar og
okkar hér heima.
Sigurður var verklaginn og
samviskusamur í hvívetna. Hann
starfaði lengst af hjá Patreks-
hreppi, en síðustu árin var hann
umsjónarmaður Grunnskóla Pat-
reksfjarðar.
Hann var hæglátur og hógvær
maður, en bjó yfir góðlátlegri
glettni, hann var sérlega frænd-
rækinn, trygglyndur og trúr.
Fyrir um það bil tveimur árum
kenndi Sigurður þess sama meins
og kona hans og stjúpsonur og
hlaut að lúta í lægra haldi að lok-
um, þótt hetjulega væri barist og
lítt kvartað.
Honum varð að ósk sinni, að
ljúka þessu lífi á heimili sínu,
Þorsteinn sonur hans annaðist
hann af stakri nærfærni þar til
yfir lauk. Hann naut og annarra
barna sinna og stjúpsonar og
læknar léttu honum stríðið, þeim
er hér með þökkuð aðstoðin. Dótt-
ursynirnir á Tálknafirði sakna
hans, þeir voru honum líka einkar
kærir. Við stjúpbörnin, tengda-
börnin og afabörnin söknum hans.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
Steinunn M. Guðmundsdóttir
Guðríður Vilhjálms-
dóttir — Minning
Fædd 22. febrúar 1900.
Dáin 3. mars 1984.
Guðríður eða Gauja eins og hún
var kölluð af vinum og vanda-
mönnum var fædd á Skeggjastöð-
um í Mosfellssveit og var elst af 11
systkinum. Foreldrar hennar voru
hjónin Hólmfríður Snorradóttir,
Læk í Hraungerðishreppi, og
Vilhjálmur Ásmundsson, Vatns-
holti II, Mosfellssókn. Ung að ár-
um fluttist Gauja með fjölskyldu
sinni að Vogsósum í Selvogi og þar
ólst hún upp, en á unglingsárum
flutti hún til Reykjavíkur. Hún
giftist svo Kristjáni Einarssyni,
múrarameistara, og eignuðust þau
tvær dætur, Hólmfríði og Erlu.
Skömmu eftir giftinguna fluttu
þau Gauja og Kristján á bújörð
sína Vonarland í Sogamýri, en þar
ráku þau myndarbú, en iðn sína
stundaði Kristján jöfnum hönd-
um.
Minningar mínar úr æsku um
Gauju og Kristján á Vonarlandi
eru einhverjar þær sælustu frá
æskuárunum. Systur mínar og ég
áttum mörg sporin þangað heim
og þar var okkur ætíð vel tekið
með rausnarlegum veitingum og
umhyggju i hvívetna. Heimili
þeirra Gauju og Kristjáns bar
vitneskju um það hve þau hjón
voru samhent. Fyrir framan húsið
var fallegur skrúðgarður, smekk-
vísi og snyrtimennska á öllum
sviðum. Vor- og sumardagarnir á
Vonarlandi voru ævintýraheimur
barnsins. Sauðburður á vorin,
hænsnin og ungarnir og alltaf
fylgdu hænsnunum dúfur. Allt
fékk að vera og aldrei var stuggað
við neinum. Ár eftir ár átti maríu-
erla hreiður í loftgati í heyhlöðu-
mæninum. Allt var þetta samofið
lífi Gauju og Kristjáns. Og þau
höfðu mikla ánægju af því að lofa
okkur systrunum að njóta þessa
og allt urðu þetta ógleymanlegar
stundir. Bæði voru þau í Hesta-
mannafélaginu Fáki og tóku þátt í
mörgum ferðum inn i óbyggðir
landsins að hinum mörgu ferðum í
nágrenni Reykjavíkur ógleymd-
um. Vonarland var áningarstaður
hestamanna ef svo bar undir. Man
ég að hestamenn nutu þá gestrisni
þeirra hjóna.
Gauja varð ekkja á miðjum
aldri. Þá flutti hún ásamt dóttur
sinni Fríðu og fjölskyldu hennar
að Vesturbrún 8 í Reykjavík. Þar
átti Gauja heima uns yfir lauk.
Hún var þekkt fyrir sína miklu
gestrisni og velvild f garð annarra.
Samferðafólk sitt umvafði hún
tryggð og vináttu. Á siðari árum
ævi sinnar gerðist Gauja starfs-
maður hjá Sláturfélagi Suður-
lands og vann þar meðan heilsa
leyfði.
Gauja var amma í þess orðs
besta skilningi. Sat tíðum með
eitthvert barnabarnanna og sagði
því sögur eða las og ef svo bar
undir söng hún ljóð. Hún hafði
fyrir barnabörnin sín eigin barna-
tíma. Barnabarnabörnin eru nú
tíu talsins.
Með fráfalli Gauju myndaðist
tómleiki í ættarhópinn stóra. Allir
munu sakna hennar. Drottins vilji
kallar menn á braut, en minn-
ingarnar munu lifa og aldrei
hverfa.
Ég votta öllum nánustu ættingj-
um Gauju samúð sína. Megi Guð
blessa þá alla og styrkja. Okkar
bestu kveðjur úr fjarlægð.
Systurnar Didda, Elsa, Hulda
og Edda.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Finn ég Guð
í fíknilyfjum?
Fyrir nokkru fylgdist ég með viðtali í sjónvarpinu. Gesturinn
sagði, að við gætum komist í samband við Guð með því að nota
fíknilyf eins og hass. Hvernig líst yður á?
Ég er ósamþykkur þessu og lít fremur svo á, að slíkir
hlutir haldi okkur í burtu frá Guði, enda er mikil hætta
á því, að þessi efni komi í staðinn fyrir Guð.
Tvennt er það, sem mig langar sérstaklega að benda á
í sambandi við þetta mál. Annað er það, að Biblían
kennir greinilega, að það sé eitt, sem skilur okkur frá
Guði, og það er syndin. Guð er heilagur Guð, fullkom-
lega hreinn og án syndar. En við höfum syndgað með því
að snúa baki við honum og ákveða að fara okkar eigin
ferða.
Afleiðingin er sú, að við höfum orðið viðskila við guð
og erum sek frammi fyrir honum. Við eigum ekkert
annað skilið en dóm hans. Og takið nú vel eftir: Engin
svokölluð andleg reynsla — þar með talin sú, sem fæst
af notkun fíkniefna — getur tekið syndir okkar í burtu.
Slík reynsla blekkir okkur einmitt, ef við teljum okkur
trú um, að við séum með henni að sameinast Guði.
t
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR.
Eyþór J. Hallsson,
Karólína Hallgrímsdóttir. Haraldur Árnason,
Ólöf Þórey Haraldsdóttir,
Helga Haraldsdóttir,
Ragnheióur Haraldsdóttir,
Árni Haraldsson,
Eyþór Haraldsson
og barnabarnabörn.
Erlingur Björnsson,