Morgunblaðið - 24.03.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1984
45
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . . .
Hver hefur fjár-
þörf forsetaem-
bættisins verið?
Guðmundur Gíslason hringdi:
— Þriðjudaginn 20. mars voru
umræður í sjónvarpinu um svo-
kaltað fjárlagagat. Athyglisvert
var að heyra fulltrúa kvenna, hina
hagsýnu húsmóður, hirta yfirhús-
móður iandsins fyrir fjáraustur og
bruðl, sem öllum landslýð ofbýður.
Vill nú ekki háttvirtur þingmaður
(og hin hagsýna húsmóðir) upp-
lýsa þjóðina hér í Velvakanda um
hver hefur verið fjárþörf forseta-
embættisins á ári hverju síðustu
fimm árin?
Hver varðveitti
Maríustyttuna?
Kona hringdi:
— Ég var að lesa frétt sem birt-
ist í Morgunblaðinu hinn 21. marz
með fyrirsögninni „Kirkjunni á
Reykhólum gefin Maríustytta."
Kirkjunni á Reykhól-
um gefin Maríustytta
iAUur, Skó«um I Þorakaflrði
Sjóðurinn krltir .Minnin«nr.jó*
jr brriðfirnkrn mvðrn*
Kinkunnarorð þraaa ajðða aru
m«ar RrykhAiakjrkju
Nyla«a hafur Raykhólakirkju
honit «j*f. aa það ar atjrtta afj
Marlu mrð barnið af ar hún garðj
aftir ityttu fri 13 aAa 14. AM ogj
akorin af Svaini ölafaaynil
uAu að aftirgarð atyttunar ikulúl
farAar þakkír, an þair ani BjArrl
Th RjAmaaon. liatfrsAincur. hr ]
biakup H Frahan. UþAlika aafn I
aAanrm á lalandi. og Torfa ötafi ]
■ym. formanni laikmanna ka-j
Þar stendur m.a. eftirfarandi:
„Upprunalega styttan var eitt
sinn eign Reykhólakirkju, en þeg-
ar Matthías Þórðarson, þjóð-
minjavörður, skrásetti muni
Reykhólakirkju 1913—1915 var
upprunalega styttan horfin úr
kirkjunni. En árið 1926 var hún
færð Landakotskirkju að gjöf og
prýðir þá kirkju nú.“ Mig langar
mikið til að fá skýringu á því
hvers vegna styttán var horfin úr
Reykhólakirkju þegar Matthías
skráði munina þar. Eins langar
mig til að vita hver gaf Landa-
kotskirkju styttuna og í hvers
vörslu hún var þá er hún var gefin.
Rífið Fjalaköttinn
- leggjum niður út-
flutningsbæturnar
Anna hringdi:
— Töluverð umræða hefur ver-
ið um Fjalaköttinn að undanförnu
og vil ég taka undir ósk þeirra
fjölmörgu sem vilja láta rífa þetta
forljóta hús. Mér finnst mikil
óprýði að því og myndi það áreið-
anlega lítið skána þótt eitthvað
væri púkkað uppá það, því bygg-
ingarstíllinn er enginn á því. Ekki
skil ég í því að landsmenn séu al-
mennt svo vel í álnum að þeir hafi
efni á að gera upp svona hjall
fyrir rúmar 100 milljónir, en ef
einhverjir vilja halda í þetta hús
ættu þeir bara að gera það á eigin
kostnað.
Þá langar mig til að taka undir
þetta sem var verið að skrifa um
útflutningsbæturnar. Hvers vegna
er verið að ausa peningum svona í
óarðbærar atvinnugreinar í stað
þess að fjárfesta í einhverju af
viti?
Áfram meö Dallas
Tvær í Breiðholtinu höfðu sam-
band við Velvakanda út af sjón-
varpsþættinum Dallas. Hvöttu
þær sjónvarpið eindregið til að fá
meira af þessum framhaldsþætti
sem náð hefði svo miklum vin-
sældum hér á landi.
RODDIN
— eftir Matthew Arnold
Lýst var eftir Ijóðinu „Röddin" eftir Matthew Arn-
old í þýðingu Matthíasar Jochumssonar, hér á dögun-
um. I’étur Pétursson þulur átti ljóðið í fórum sínum og
sendi okkur það.
Er það að finna í II. bindi Ljóðmæla Matthíasar
Jochumssonar, er út kom á Seyðisfirði árið 1903.
Þess má geta að ísólfur Pálsson samdi lag við
þýðingu Matthíasar og Árnesingakórinn söng það
inn á plötu. Margrét Eggertsdóttir syngur þar ein-
söng en Þuríður Pálsdóttir stjórnar. Ljóðið er 9
erindi og birtist hér allt.
Ég stóð um nótt við stjórn á völtu fleyi,
er stjörnur lýstu svala vetrardröfn,
og var að harma þessa víðu vegi,
sem vekja þrá, en sýna hvergi höfn.
Svo lengi hef ég hrakist um og hjarað,
og hug minn dreymt um föðurlandið ríkt,
svo lengi horft og hungurmorða starað,
og hjartað sjúkt á náðarmola sníkt.
Þó aðrir gæti, gat ég aldrei ratað
þau grunnu sund, sem horfin kendi þjóð,
og — satt að segja — liggur gleymt og glatað
hið gamla farbréf yfir þessa slóð.
Ó, leiðarstjarna, ljá mér enn sem forðum
þá lýsu, sem mér gefi stundarfró!
þú dýrðarher, sem skín í föstum skorðum,
ó, skift þú með mér þinni djúpu ró! —
Þá heyrði’ ég eins og hvíslað lofts frá sölum
og hljótt og rótt varð alt um loft og ver:
„Ef viltu ró i þínum djúpu dölum,
þú dauðans barn, þá lifðu eins og vér. •
„Sú blíðukyrð, sem býr í sálum vorum
hún bendir þér og kennir sannan frið;
vér stöndum fast í björtum brautarsporum,
og biðjum ekki’ um stærra skyldusvið!
„Jafnvægi fyrst! Og þar næst þarf að skilja
að þungamiðjan heitir e i 1 í f lög.
Þú átt, sem vér, að skilja veg þins vilja;
en veg þann kennir alnáttúran hög.
Guðsríki’ er stórt. En girnstu aldrei annað
en átt’ og mátt’, og herra ver þín sjálfs,
og lær að sjá, hvað leyft þér er og bannað,
því lögum móti verður enginn frjáls." —
Hver var sú rödd? Ég hygg mér innst í hjarta
ég heyri þetta sama guðamál:
„Þú hættir ei um harma lífs að kvarta,
unz hærra lögmál stillir þína sál.“
Nýja hljómplatan Heyr þú minn söng er til sölu í
kaffistofunni Hverfisgötu 42 alla virka daga kl.
13—17.
Tekiö er á móti póstpöntunum í síma 11000 og
10477 virka daga kl. 9—17. Samhjálp.
Húseigendur —
Húsbyggjendur
Smíöum innveggi, einangrun, kiæöum úti-
veggi og setjum timburloft.
Seljum í miklu úrvali grindarefni, viðarþiljur
og spónaplötur á afar hagstæðu veröi. Góöir
greiösluskilmálar.
Ath.: Viö erum viö símann alla helgina. Leit-
iö tilboöa og upplýsinga ykkur aö kostnaö-
arlausu.
VERKVAL SF
Simar 41529
RAFfÆKJADElLD
0MEKLA HF
: fLGAVEGI 170 172 SÍMAR 11687 • 21240
l'Acier massif signé
Chabanne
Frönsk stálhnífapör
með nylonskafti
Verd frá kr. 490.- settid
(hnilur galfall súpuskcið og teshcið)