Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
73. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Lögreglumenn leiða verkfallsvörð burt í Yorkshire f Englandi í gær, en þá kom þar til harðra átaka milli
verkfallsvarða og lögreglu.
Cagney veitt frelsisorðan
Frú Nancy Reagan gefur leikaranum víðkunna, James Cagney, remb-
ingskoss, en Reagan Bandaríkjaforseti horfir á. Gerðist þetta, er Cagney
var veitt svonefnd frelsisorða við athöfn í Hvíta húsinu í Washington.
Cagney, sem orðinn er heilsutæpur, situr í hjólastól.
Bretland:
Harkan vex í verk-
falli kolanámumanna
London, 27. marz. AP.
HARKAN jókst enn í verkfalli kolanámumanna í Bretlandi í dag. Eru
kolabirgðir teknar að minnka í sumum hlutum landsins, en verkfallið hcfur
nú staðið í 16 daga. í dag stöðvuðu verkfallsverðir kolaflutningalest í Nott-
inghamshire og lokuðu vegum í norðurhluta Englands. Rúmlega 20% af
kolanámum landsins eru þó enn starfræktar þrátt fyrir verkfallið.
Um 7000 lögreglumenn reyna að
halda verkfallsvörðum í skefjum.
Hafa þeir fyrst og fremst beint
kröftum sínum að Nottingham-
shire, en þar eru 25 af þeim 38
kolanámum, sem enn eru í gangi í
landinu.
I Miðlöndunum greiddi meiri
hluti námumanna atkvæði gegn
verkfalli í síðustu viku, en nú hef-
ur verkalýðssambandið lagt hart
að þeim að leggja niður vinnu. Þar
fóru fjórir námumenn 300 metra
niður í námu sína í dag og hétu því
að verða þar um kyrrt, unz námu-
verkasambandið (NUM) sam-
þykkti að láta fara fram atkvæða-
greiðslu um verkfallið. Arthur
Scargill, forseti NUM, hefur neit-
að að verða við tilmælum um að
efna til slikrar atkvæðagreiðslu.
Ovíst um
úrslit í E1
Salvador
Stn Salvador, 27. marz. AP.
ALLT virtist benda til þess í dag, að
úrslitaumferð yrði að fara fram í for-
setakosningunum í El Salvador.
Samkvæmt fyrstu tölum var nær
enginn munur á fylgi þeirra Jose
Napoleon Duartes, frambjóðanda
kristilegra demókrata, og Roberto
D’Aubuissons, frambjóðanda íhalds-
manna. Komu þessar tölur frá þrem-
ur litlum borgum í héraðinu San
Vincente og fékk Duarte þar 34,3%
atkvæða en D’Aubuisson 33,6%.
Talning var samt enn mjög
skammt á veg komin og sagði Rob-
erto Meza Delgado, varaforseti
yfirkjörstjórnarinnar í dag, að
þess væri ekki að vænta, að úrslit
lægju fyrir fyrr en eftir fjóra sól-
arhringa. Deilur milli stjórnmála-
flokkanna höfðu það í för með sér,
að talning atkvæða hófst ekki fyrr
en tveimur sólarhringum síðar en
áformað hafði verið.
Kristilegir demókratar eru enn
mjög sigurvissir og spá því, að
Duarte, frambjóðandi þeirra, fái
45% atkvæða, D’Aubuisson 29,4%
en afgangurinn skiptist á milli
hinna frambjóðendanna sex.
írakar beita nýjum
Pólland:
Harðnandi staða
í krossastríðinu
(•arwolin, 27. marz. AP.
PÓLSKUR biskup, Jan Mazur að
nafni, hóf í dag að fasta til að mót-
mæla harðnandi afstöðu pólskra
stjórnvalda í svonefndu krossastríði.
Jafnframt yfirgáfu nemendur í
mörgum framhaldsskólum í vestur-
hluta landsins skóla sína í sama
skyni. Mazur biskup tilkynnti
ákvörðun sína við messu í bænum
Garwolin í dag og er Ijóst, að hún
hefur vakið mikinn hljómgrunn á
meðal prestastéttarinnar í landinu
og þá ekki síður á meðal náms-
manna.
Atburðirnir í Garwolin eru þeir
áhrifaríkustu, sem orðið hafa í
krossastríðinu, síðan 400 stúdent-
ar í landbúnaðarháskólanum í
Mietne gerðu 12 klukkustunda
setuverkfall 7. marz sl. og kröfðust
þess, að krossum með Jesú Kristi
yrði að nýju komið fyrir í fyrir-
lestrasölum skólans. Þegar
kennsla átti að hefjast þar í morg-
un, voru aðeins fáir nemendur
Hagstæður
viðskipta-
jofnuður í
Bretlandi
London, 27. marz. AP.
VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR BreU varð
hagstæðari í febrúar en í nokkrum
mánuði öðrum í meira en heilt ár.
Varð hann jákvæður um 819 millj.
pund og því mjög á annan veg en
janúarmánuður, en þá var viðskipta-
jöfnuðurinn neikvæður um 89 millj.
pund.
Útflutningurinn í febrúar varð
meiri en nokkru sinni áður og nam
nú 6.033 millj. punda. í janúar
nam útflutningurinn 5.224 millj.
punda.
mættir. Hugðust flestir nemend-
urnir hætta í skólanum og héldu
margir þeirra burt síðdegis í dag
og höfðu með sér föggur sínar.
Vopnað
rán í
fangaklefa!
Pompano Beach, Florída. 27. mars. AP.
TVEIR dæmdir ræningjar í ríkis-
fangclsi Florída á Pompano
Beach urðu fyrir þeirri sérkenni-
legu lífsreynslu í dag, að grímu-
klæddur maður gekk inn í klefa
þeirra, otaði byssunni ófriðlega
að þeim og hirti allar eigur
þeirra. Síðan hvarf hann á brott
og hefur ekki sést síðan.
Fangelsi þetta geymir ekki
ýkja hættulega bófa að mati
réttvísinnar og því hafa fang-
arnir dálítið frjálsræði. Eigi að
síður eru. allir fangarnir
felmtri slegnir og annar þeirra
sem rændur var sagði: „Þetta
er kaldhæðnislegt, ef maður er
ekki óhultur fyrir vopnuðum
ræningjum í fangelsi, hvar
þá?. Ræninginn hafði meðal
annars á brott með sér hljóm-
flutningstæki, útvarpstæki, lit-
ið sjónvarpstæki, gullúr og 30
dollara í reiðufé. Þótti
mönnum bófinn duglegur mjög
að rogast með allt út úr húsinu
í einni ferð. Talið er að hann
hafi þó unnið verkið við annan
mann, hinn hafi beðið utan-
dyra í flóttabifreið.
Þó ræninginn hafi verið
grímuklæddur, grunaði hina
rændu þegar í stað hver þar
væri á ferðinni. Þóttust þeir
þekkja vaxtarlag, rödd og
ýmsa takta fyrrum fanga í
fangelsinu, sem strauk þaðan
eigi alls fyrir löngu.
sprengjuflugyélum
Níkósíu, 27. marz. AP.
HERÞOTUR frá írak sökktu í dag
tveimur stórum skipum suðvestur af
Kharg-eyju í Persafióa. Skýrði út-
varpið í írak frá þessu í dag. Þá
gerðu herþotur fraka einnig mikla
ioftárás á olíustöð írana við
Khorramabad og var hún eyðilögð.
Beittu írakar nýjum sprengjuþotum
af gerðinni Super Etendard í þessum
loftárásum, en þær hafa þeir fengið
frá Frakklandi.
Þetta var í fyrsta sinn, sem ír-
akar beita þessum sprengjuflug-
vélum í styrjöldinni við íran, svo
að vitað sé, en vélarnar fengu þeir
í nóvember sl. í tilkynningu her-
stjórnarinnar í írak sagði, að loft-
árásirnar nú væru í samræmi við
fyrri áform fraka um að hindra
erlend skip í að halda til hafnar
við Kharg-eyju eða annars staðar
í íran.
Aðgerðir íraka nú koma á óvart,
því að INA, hina opinbera frétta-
stofa fraks, hafði áður skýrt frá
því í fréttum frá Nýju-Delhi í
Indlandi, að stjórnvöld þar hygð-
ust í samvinnu við stjórnir nokk-
urra annarra hlutlausra ríkja
beita sér ákaft fyrir því á næstu
dögum að koma á friði milli frans
og fraks.
Þá skýrðu blöð í Kuwait frá því
í dag, að Alsírstjórn væri i þann
veginn að koma fram með nýjar
friðartillögur, sem fælu f sér fé-
greiðslur til írans og íraks, er
næmu milljörðum dollara. Ættu
olíuauðug Arabaríki að leggja
þetta fé fram til þess að gera frið-
arsamninga auðveldari.