Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Dagskrá Listahátíðar óðum að skýrast: Tvennir tónleikar með Lundúnafílharmóníunni Þegar gengið frá 35 atriðum hátíðardaganna 17 DAGSKRÁ Li.stahátídar er nú óúum að skýrast. I>egar hefur verið gengið frá hálfum fjórða tug atriða, sem boðið verður upp á hátíðardag- ana, 1.—17. júní, og von er á fjölda góðra gesta. Listahátíð fer nú fram í áttunda sinn. Hátíðinni verður hleypt af stokkunum föstudaginn 1. júní með veglegri hátíðardagskrá í Laugardalshöll. Á meðal atriða það kvöld má nefna Sinfóníu- hljómsveit íslands og íslenska dansflokkinn auk ávarps menntamálaráðherra. Sinfóníu- hljómsveitin efnir einnig til sjálfstæðra tónleika með söng- konunni Lucia Valentini Terrani. Lokaatriði hátíðarinnar verður rokktónleikar með íslenskum hljómsveitum. Er ætlunin að þeir tónleikar tengist hátíðahöldun- um í tilefni 40 ára afmælis lýð- veldisins. Af tónlistarviðburðum á hátíð- inni ber vafalítið hæst heimsókn Fílharmóníuhljómsveitarinnar frá Lundúnum, sem heldur tvenna tónleika undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Þá munu Vladimir og sonur hans Stefán leika einleik á píanó á þessum tónleikum. Af öðru tónlistar- fólki, sem kemur fram á hátíð- inni, má nefna Christu Ludwig og Eric Werba, Arja Saijonmaa, Bob Kerr’s Whoopee Band og The Chieftains auk þess sem ís- lenskir tónlistarmenn koma fram á 10 sérstökum tónleikum. Þá er von á þekktri erlendri rokksveit, auk þess sem efnt verður til norrænnar rokkhátíð- ar. Ennfremur verða a.m.k. tvennir tónleikar fyrir jazzunn- endur á Listahátíð. Á myndlistarsviðinu má nefna yfirlitssýningu á verkum ís- lenskra myndlistarmanna bú- settra erlendis, sýningu á verk- um Karel Appel og félagsmanna í Gallerí Langbrók, auk yfirlits- sýningar á vegum Leirlistarfé- lags Islands og sýningar á ís- lenskum listvefnaði. Þá verða verk félagsmanna í FÍM kynnt í þáttaröð í sjónvarpi á meðan á hátíðinni stendur. Einnig verða verk Finnans Juhani Linnovaara sýnd svo og verk þeirra Jóns Gunnars Árnasonar og Magnús- ar Pálssonar. Þjóðleikhúsið mun frumsýna leikrit Ólafs Hauks Símonarson- ar, Milli skinns og hörunds, í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Borgarleikhúsið í Stokkhólmi flytur gestaleikinn „Nár man har kánslor" og Adam Darius sýnir látbragðsleik. írski leikarinn Nile Toibin bregður sér í gervi Brendan Behan og Borgar Garð- arsson flytur Sögusagnir eftir Árna Björnsson. Ennfremur er von á þekktum „gjörningahópi" frá Finnlandi, Jack Helen Brut, auk þess sem Morse-látbragðs- hópurinn frá New York verður með ýmsar uppákomur. Krítarkorta- fundur í dag ÁKVEÐIÐ var á stjórnarfundum krítarkortafyrirtækjanna Kredit- kort sf. og VISA fsland síðdegis í gær, að taka boði kaupmanna um fund vegna beiðni þeirra um lægri þóknun. Fundurinn hefst kl. 11 í dag. Mbrgunhanar Philips morgunhani er sjálfsagt húsdýr hjá öllum, sem þurfa aö vakna á ákveönum tíma. Morgun- haninn er nánar tiltekiö tæki, sem sameinar útvarp og vekjara- klukku. í Philips morgunhönunum eru lang-, mið- og FM-bylgjur, þeir eru fáanlegir meö rafhlöðum og jafnvel tvöföldu vekjarakerfi. Morgunhaninn kostar frá 2.729,- krónum. Heimilistækí hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 Minnum á verölaunaafhend- inguna í Lava Loppet-mara- þonskíðakeppninni á vegum Úrvals 7. apríl nk. Brunoise. , ""sVKurbrV Rohertsósu iEDIt-'-.,,, s^ó°a'hrvg9U' way trá 3.272 kronurr nWAy Gunnar *^Tölk „ié.rausru Aðgöngumiðaverð eftir kl. 23 er kr. 150. Guöbergur Siguröur Rúnar Sigurdór Þorsteinn Stebbi Einar Astrid Garöar nKKSÝNING— Tr oqKKLOGGW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.