Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 28.03.1984, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 43 Stafhaltstungnamenii spurdir spjörunum úr. Þeir htfi löngum verid seigir í spurningakeppnum sem þessum, enda komust þeir f úrslit. Talið frá vinstri: Sveinn Jóhannsson Flóðatanga, Oddur Kristjánsson Steinum og sr. Brynjólfur Gíslason Stafholti. Stjórnendur eru Elías Jóhannesson og Þórólfur Sveinsson i Ferjubakka. Hvað heitir aftur kauptúnið við Borgarfjörð eystri? Álfthreppingarnir, Steinunn Guðjónsdóttir Álftanesi og Skúli Jónsson Lambastöðum, spreyta sig. Þverhlíðingarnir þungt hugsi: F.v.: Pétur Diðriksson Helgavatni, Skúli Hikonarson Norðtungu og Þórarinn Jónsson Hamri. Spurningakeppni UMSB: Hreppsnefndar- menn brjóta heilann Borgaroevi, 22. mars. Ungmennasamband Borgarfjarð- ar stendur þessar vikurnar fyrir spurningakeppni i milli sveitar- stjórna héraðsins. Aðal- og vara- menn í hreppsnefndum eru þar kall- aðir til ibyrgðar í hinum aðskiljan- legustu milum. Meðal spurninga sem þeir eru látnir klóra sér í hausnum yfir má nefna: Hverjir deildu um Löngu- mýrar-Skjónu forðum daga? Hver auglýsir á kili simaskrárinnar? Hvaða dag er kyndilmessa? Hvernig á að skrifa 1984 með rómverskum tölum? Hvað er ein dagslátta stór í hekturum? og svo framvegis. Undanrásir spum- ingakeppninnar voru haldnar í samkomuhúsum vfðsvegar um héraðið. Keppnin er með útslátt- arfyrirkomulagi og komast þau lið áfram í undanrásir sem flest- um spurningum svara rétt i und- anrásum. Sömuleiðis komast þau lið í úrslit sem sigra i undanrás- unum. Spurningakeppnin er, auk þess að vera góð viðbót við skemmtanalff héraðsins, fjáröfl- un fyrir UMSB og er selt inn á skemmtanirnar. Hafa þær tekist vel, og þykja hin ágætasta skemmtun, a.m.k. flykkist fólk f samkomuhúsin til að horfa á hreppsnefndarmennina sína klóra sér i skallanum og vandræðast, kannski yfir spurningum sem það hefur sjálft svör við á reiðum höndum og hefur hvfslað að næsta manni. Þórólfur Sveinsson á Ferju- bakka hefur umsjón með spurn- ingakeppninnr fyrir hönd UMSB og er hann jafnframt spyrill. Hann fékk til liðs við sig valin- kunna menn til að útbúa spurn- ingarnar. Áætlað er að úrslit' spurningakeppninnar verði föstu- dagskvöldið 6. aprfl nk. f Loga- landi f Reykholtsdal. Fyrri und- anúrslit fóru fram f félagsheimil- inu Þinghamri f Stafholtstungum og tók Þórhallur Bjarnason þá meðfylgjandi myndir er Staf- holtstungnamenn, Álfthrepp- ingar, Lunddælir og Þverhlfð- ingar leiddu saman hesta sfna. Hreppsnefndarmenn Stafholts- tungna og Lundarreykjadals reyndust fróðastir og komast því áfram í úrslitin ásamt sigurveg- urunum úr seinni hluta undanrás- anna sem ekki hafa farið fram þegar þetta er skrifað. — HBj. Spurningakeppnirnar þykja hin besta skemmtun og kemur fólk um lang- an veg til að fylgjast með. Halldóra Eyjólfs- dóttir — Fædd 6. igúst 1905 Diin 17. mars 1984 Halldóra fæddist í Stóradal undir Eyjafjöllum. Þegar hún var þriggja ára, drukknaði faðir henn- ar, Eyjólfur Halldórsson, í Jökulsá á Sólheimasandi. Fimm ára flutt- ist hún í Mýrdalinn. Ingveldur Eiríksdóttir hét móðir hennar. Eyjólfur var seinni maður Ing- veldar. Hún átti áður eina dóttur, sem hún missti, og þrjá syni. Þeir eru nú allir dánir. Alsystkini Hall- dóru voru Svanbjörg og Einar. Þau eru einnig látin. Halldóra var með móður sinni þar til Ingveldur lést. Þá fór hún um fermingarald- ur í Suðurvík. Þegar Halldóra var 20 ára giftist hún Þórarni Helga- syni frá Þykkvabæ í Landbroti. Þá var hann 25 ára og hafði búið í Þykkvabæ einhver ár. Þau bjuggu þar áfram æði lengi. Tvö börn eignuðust þau, Ingu, sem er gift Bjarna Bjarnasyni, þau búa, ásamt sonum sínum, að Þykkva- bæ, og Helga, sem býr í Svíþjóð. Kona hans er Kristín Ólafsdóttir. Árið 1947 brugðu þau Halldóra og Þórarinn búi í Þykkvabæ og fluttu til Reykjavíkur vegna heilsubilunar Þórarins. Keyptu þau lítil býli í Fossvogi og höfðu þar smávegis búskap. Gerðist Þór- arinn þá um skeið prófarkalesari hjá bókaútgáfunni Helgafelli, en auk þess vann hann hjá Skógrækt- inni í Fossvogi. Eftir nokkur ár flytja þau aftur austur, og búskap- ur hefst að nýju í Þykkvabæ en nú í smáum stíl. Halldóra var þá orð- Minning in heilsulítil, og ekki bætti úr fyrir henni, að íbúðarhúsið var erfitt fyrir hana. Heilsu Þórarins hrak- aði þá einnig mjög, og fór svo, að þau urðu að flytja aftur til Reykjavíkur og bjuggu þá að Laugarnesvegi 64. Eftir lát Þórar- ins eða sama daginn og hann lést, varð Halldóra fyrir því slysi að lærbrotna og náði sér aldrei eftir það. Var hún flutt í Hafnarbúðir og dvaldi þar síðan. Hún naut þar ágætrar aðhlynningar og leið, eft- ir ástæðum, vel. Þegar þau Halldóra og Þórarinn bjuggu í Fossvoginum á nr. 9, sem var um tíu ára skeið, bjuggum við hjónin á nr. 7, svo að stutt var á milli. Góð vinátta tókst með þeim og okkur og voru ánægjulegar heimsóknir á víxl. Margt var þá merkilegt rætt en ekki síst andleg mál. Við keyptum mjólk af þeim á Fossvogsbletti 9 og sendum drengi okkar eftir henni. Þeir voru þá ungir en muna alltaf eftir því, hve Halldóra tók þeim alltaf vel i þessum sendiferðum. Við heimsóttum þau oft á Laug- arnesveg 64, en þá voru þau bæði mjög farin að heilsu, en tóku þó öllu með æðruleysi og þolinmæði. Þegar við komum síðar til Hall- dóru í Hafnarbúðum og spurðum hana hvernig henni liði, svaraði hún alltaf: „Mér líður vel.“ Þannig var hún. Nú hefur hún Halldóra lokið vegferð sinni hér í skóla þessa lífs og flust yfir á annað tilverusvið. Blessuð sé hún fyrir allt það góða, sem hún gaf okkur samferðafólk- inu: mildi, blíðu og hjálpsemi. Það fylgdi henni hlýr andblær, enginn asi eða hávaði, en friðsemd og rólegur vingjarnleiki. Slíka skap- gerð eiga of fáir. Við þökkum henni samfylgdina. Guð blessi hana á óförnum leiðum. Innilegar samúðarkveðjur send- um við börnum hennar og öðrum ættingjum. Guðbjörg og Marinó ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. IFPS/Personal fyrlr IBM/PC OPNAR NÝJAR VÍDDIR IFPS, .Interactive Financial Planning System’ er eitt öllugasta áœtlanagerðarkerfi sem í boði er. Nú er þetta keríi einníg fáanlegt fyrir míkrótölvur. IFPS/PERSONAL gerir stjórnandanum kleiít að taka markvissari og skynsamlegri ákvarð- anir en áður, á mun skemmri tíma, 1 stuttu máli sagt nýtir IFPS Personal sér alla kosti IBM/PC - .EINKATÖLVUNNAR". NOKKRIR MOGULEIKAR IFPS/ PERSONAL: Tökum nokkur dœmi um þá eiginleika sem gera IFPS/Personal að fyrirmynd þeirra kerfa sem eru borin saman við það. • .What if og .Goal seeking" • Allar venjulegar fjárhagslegar reikni- aðgerðir • Skýrslugerð (.Report Generator') • Gagna- og skipana- skrár • Hringvalmyndir, í • báðar áttir • Bein tenging við stœrri tölvur • Samkeyrsla upplýsinga frá morgum deildum • Auðveld uppbygging reiknilík- ana, á íslensku • Mjög miklir innbyggðir hjálpar- _____ möguleikar • Lausn líkinga með allt að 6 óþekktum Það er engin tilviljun. að IFPS hefur orðið íyiir valinu hjá þeim fyrirtœkjum sem leggja áherslu á áœtlanagerð og mikilvoegi skynsamlegrar ákvörðunartöku. 1 þessu sambandi má nelna, að notkun IFPS er orðin sjálfsögð við lausn ýmissa verkefna í háskólum. Kerfið er t.d. í notkun við alla háskóla á Norðurlöndum. IFPS/Personal Með tilkomu IFPS/Personal er komið kerfi sem býður upp á möguleika sem hingað til hafa aðeins verið fyrir hendi á stœrri tölvum. IFPS PERSONAL gerir hinum almenna stjórnanda kleift að leysa flókin verkefni á tölvuna án nokkurrar undirstöðuþekkingar á tölvumálum, þ.e.a.s. kerfið brúar það bil sem hingað til hefur verið milli tölvunnar og notandans. IFPS/Personal býður þér upp á: • Vandaðri vinnubrögð • Stœkkunarmöguleika • Hvatningu • Hjálpartœki sem er auðvelt í notkun • Þróunarmöguleika • Hraðvirka Urvinnslu upplýsinga • Markvissari ákvörðunartöku • Sveigjanleika ÞUsundir notenda vita, að einu takmörkin við notkun IFPS felast í ímyndunarafli þeirra sjálfra. í IFPS/PERSONAL er að sjálfsögðu innbyggð lita- grafík. Með því að styðja á einn takka getur notandinn fengið upplýsingar og/eða niðurstöður fram á skjáinn í myndrœnu formi, og síðan breytt þeim á afar einíaldan hátt. Einnig er möguleiki á að nota litagrafíkina við samanburð á áhrifum mismunandi forsendna. (.What if'). Einkaumboð á Islandi: HAGVANGUR HF. Grensásvegi 13 108 Reykjavik Sími (91)-83666 VANDAÐU VALIÐ - ÞAÐ MUN BORGA SIG. IFPS/PERSONAL - Hjálpartœki stjórnandans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.