Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 einn greiðir allan veiðar og vinnslu Neytandinn kostnað við — gerum við honum ekki til geðs, hættir hann að kaupa eða greiðir ekki nægilegt verð, segir Pálmi Ingv- arsson, ráðgjafi í sjávarútvegi og markaðsmálum ÞAÐ hefur verið löng leiðin hans Pálma Ingvarssonar og viðburöarík síðan hann fæddist á Norðfirði. Mann er sonur Ingvars Pálmasonar, skipstjóra, og byrjaði á sjó 11 ára gamall og var orðinn háseti 13 ára. Síðan hefur leið hans legið um flest- ar heimsálfurnar við störf tengd sjávarútvegi. Hann hefur sérhaeft sig í ráðgjöf á því sviði og hefur því frá mörgu að segja. Morgunblaðið hitti hann fyrir skömrau og ræddi við hann um feril hans, núverandi starf og skoðun á stöðu sjávarútvegsins hér og markaðsmálum í heiminum. Fannst sjómennskan ekki uppfylla vonir mínar „Ég stundaði sjóinn framan af og með skólanámi. Mér fannst sjó- mennskan ekki uppfylla vonir mínar, vildi læra meira, svo ég fór til náms í fiskiðnaðarfræði í Uni- versity of Washington og lauk bachelorsprófi í greininni þaðan. Að námi loknu treysti ég mér ekki til að loka mig inni á tilraunastofu og fór því til Harvard og lauk meistaraprófi í viðskiptafræðum þaðan. Að því loknu var ég eitt ár framleiðslustjóri hjá frystihúsum Sambandsins og síðan sölustjóri hjá Iceland Products, sem stofnað var í Bandaríkjunum 1954. Upp úr því kom Thor Thors til mín og bað mig að fara til Brazilíu, en þá voru seldar þangað um 4.000 lestir af saltfiski árlega, en illa gekk að kaupa nægilega mikið af vörum þaðan til að nota upp söluféð. Þangað fór ég og hafði bæði um- sjón með innflutningnum þar og hjálpaði innflytjendum við að finna þar vörur til að kaupa og flytja heim. Ég var þarna í þrjú ár, en leiddist aðgerðarleysið þar sem árlega komu aðeins tvö til „Stjórnvöld verða að taka þátt í bar- áttunni fyrir auknum fiskgæðum." Sýnishorn af framlagi sjávarútvegs- ráðuneytisins í þeirri baráttu. þrjú skip. Þá tók ég tilboði frá Jóni Gunnarssyni um að koma til Coldwater sem söslustjóri og ábyrgur fyrir framleiðslunni, sem þá var í Maryland, en þar var ég í þrjú ár,“ sagði Pálmi Ingvarsson. Komutn kraftblökkinni inn á markaðinn „Ég kom síðan heim og stofnaði fyrirtækið I. Pálmason með föður mínum, en við komum kraftblökk- inni meðal annars inn á markað- inn hér árið 1961. Seinna var ég beðinn að koma til EAO til að starfa að framleiðslu- og mark- aðsmálum. Ég vann því í Malaysíu og á Ceylon í tvö ár og síðar sem ráðgjafi stjórnar Mexíkó. Að því loknu fékk ég tilboð frá banda- ríska fyrirtækinu The Gorton Corporation í Claushester í Massachusetts, sem er eitt elzta og þekktasta fisksölufyrirtæki Bandaríkjanna. Þar sá ég um inn- kaup á fiski. Þá liggur leiðin heim að nýju 1973 og gerði ég þá athug- un á frystihúsum fyrir Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Meðan á því stóð spurði ég einhvern hvern- ig stæði á því að ekki væri flogið með ferskan fisk til Boston. Mér var sagt að það væri ekki hægt, en það reyndist nóg fyrir mig. Ég byrjaði á þessum flutningum, „flugfiskinum", til Boston og Chic- ago. í þeim flutningum stóð ég i nokkur ár, eða þar til veiðar juk- ust út af Massachusetts í kjölfar útfærslunnar í 200 mílur, en þá fór verðið að verða óöruggara. Þá bauðst mér vinna H.B. Nickerson and Sons í Nova Scotia. Þar var ég um tíma og sá um framleiðslu og sölu á afurðum úr botnfiski. Mér leizt hins vegar ekkert á hvert stefndi í kanadískum fiskiðnaði og auk þess fóru þeir fram á að ég yrði kanadískur ríkisborgari, en það kærði ég mig ekkert um. Ég stofnaði því eigið ráðgjafarfyrir- tæki í Seattle í Washington og síð- astliðin þrjú og hálft ár hef ég starfað sem ráðgjafi fyrir fiski- ðnaðinn, sem er að myndast í Al- aska, bæði fyrir fylkisstjórnina og einkafyrirtæki. Alaska á eftir að verða stórt á Bandaríkjamarkaði Það er geysimikill fiskur í Ber- ingshafinu og upp með Aleutaeyj- um. Árlega mega þeir fiska þar um 150.000 til 200.000 lestir af þorski, mikið af flatfiski, grálúðu og karfa en auk þess ógrynni af svokölluðum Alaska Pollock, sem mætti líkja við spærling. Árleg veiði af honum er um 1,1 milljón lesta og er hann mest veiddur af Japönum og Rússum, en þessum fiski hefur enn ekki verið komið inn á Bandaríkjamarkað. Ég held að Alaska eigi eftir að verða mjög sterkt á fiskmörkuðum í Banda- ríkjunum, bæði í þorski og flat- fiski. Þeir framleiða nú þegar tals- vert af þorskflökum um borð í frystitogurum, sem seljast á verði mitt á milli íslenzku og kanadísku flakanna eða á um 1,50 til 1,55 dollara. Það háir þeim hins vegar enn, að þeir eiga eftir að leysa ým- is tæknileg mál svo og rekstrar- grundvöllinn. Á leið til Sao Tome Auk þess hef ég unnið talsvert fyrir kanadísku stjórnina, aðal- lega vegna gerðar hinnar marg- umtöluðu Kirby-skýrslu. Þá rann- sakaði ég samkeppnisaðstöðu kanadískra þorskflaka á Banda- ríkjamarkaðnum og ýmislegt fleira. Éinnig hef ég unnið að lausn ýmissa vandamála víða um heim, svo sem í Brazilíu, og nú er ég á leið til eyjarinnar Sao Tome í Nígeríuflóanum til að kanna möguleika á úrbótum í sjávarút- vegi. Markaöurinn segir til um veiðar og meðferð físksins Það, sem ég hef mest unnið að, er sambandið milli markaða, framleiðslu og veiða og að laga vöruna eftir þörfum og óskum markaðsins. Það munar öllu að vita um þörf markaðsins og laga vöruna eftir henni, en ekki gera eins og oftast er hér: Að veiða vör- una og spyrja síðan: Viljið þið kaupa? Markaðurinn segir alltaf til um hvað er veitt og hvernig fiskurinn skuli meðhöndlaður, annars skeður það að markaður er ekki til fyrir fiskinn sem hefur verið veiddur, eða verðið, sem fæst fyrir hann, dugir ekki fyrir kostn- aði við veiðar og vinnslu. Þorskneyzla Bandaríkja- manna hefur aukizt um 200% á mann síðustu 10 ár í starfi mínu felst það að reyna að finna út líklega þróun í fisk- sölumálum og það væri gaman að lifa ef maður gæti með vissu spáð fyrir um markaðsþróunina. Ef við tökum bandaríska markaðinn, kemur margt til, sérstaklega skammtímaáhrif svo sem þróun efnahagsmála, framboð á fiski og framboð á kjúklingum og nauta- kjöti. Hinn hefðbundni markaður, sem íslendingar eru nú á, er það mettaður að þenslumöguleikar utan eðlilegrar neyzluaukningar eru mjög takmarkaðir. Það er helzt von aukningar í smásölu og Pilmi Ingvarsson þá jafnt í ferskum sem frystum fiski. Ef litið er á þorskneyzlu Bandaríkjamanna síðastliðin 20 ár eða frá 1960, kemur í ljós að hún hefur aukizt um 200% eða 10% á ári að meðaltali á mann. Á sama tíma hefur neyzla flatfisks aukizt um 100%. Neyzla á ýsu hef- ur hins vegar minnkað um 35% og á karfa um 25 til 26% á sama tíma. Það er eftirtektarvert að neyzla á fiskstautum og skömmt- um hefur minnkað allmikið síðan 1979 og þar með innflutningur á blokkum. Stærsti liðurinn í frosn- um flökum er þorskurinn eða um helmingur alls flakamagnsins og hefur verið mjög mikill þrýstingur á að auka það magn, aðallega frá Kanadamönnum vegna stöðugrar aukningar á veiðum þeirra síðan þeir færðu út í 200 mílurnar 1976. Þá veiddu þeir um 250.000 lestir af þorski, á síðasta ári um 600.000 lestir og búast við að 1986 verði komið jafnvægi í veiðina með um 720.000 lesta ársafla. Þetta er nærri þreföldun á aðeins 10 árum. Þessu magni hafa þeir orðið að koma á markað einhvers staðar og hefur aðalsóknin verið á Banda- ríkjamarkað og saltfiskmarkað í Portúgal. Kanadamenn hafa sam- ið við Portúgala um sölu á salt- fiski þangað og leyft einhverjar veiðar í landhelgi sinni og einnig leyft fiskiskipum sínum að selja afla um borð í portúgölsk skip, sem hafa saltað um borð. Kanadískur sjávarútvegur tekinn upp í skuldir Ástandið í kanadískum fiskiðn- aði hefur verið slæmt og taprekst- ur mikill. Stjórnin hefur veitt honum svo mikinn fjárhagslegan stuðning, að segja má að hann hafi verið tekinn upp í skuldir. Ástæður þess eru margar, aðal- lega þjóðfélagslegar og pólitískar. Þetta hefur meðal annars komið fram í lélegu andrúmslofti um borð í hinum stóra flota þeirra og afleiðingin er auðvitað léleg með- ferð aflans og lélegt hráefni til vinnslu í frystihúsunum. Það hef- ur aftur í för með sér lélegt and- rúmsloft í frystihúsunum. Þegar starfsfólk þar fær lélegt hráefni til að vinna úr, verður það kæru- laust og framleiðslan því léleg. Það hefur aftur í för með sér lágt verð fyrir framleiðsluna. Því fæst aldrei nóg fyrir framleiðsluna til að greiða fyrir kostnaðinn við veiðar og vinnslu. Falli gæðin er voöinn vís Þess vegna hefur íslenzki fisk- urinn haft yfirburði í gæðum, ekki vegna þess að hann sé óaðfinnan- legur heldur vegna þess hve fiskur samkeppnisaðilanna er lélegur. Það er sama hvar í heiminum ég hef kannað markaðsmálin. Stöð- una í þeim má alltaf rekja til þess Pálmi og faðir hans beittu sér manna mest fyrir því að innleiða notkun kraftblakkarinnar hér á landi. Hér sést hún í notkun á nóta- bátnum Kap II VE. Búið er að þurrka að loðnunni og dæling að hefjast. hvernig farið er með fiskinn frá veiðum til vinnslu. Gæði verða ekki bætt í vinnslunni nema hrá- efnið sé fyrsta flokks. Þess vegna bregður mér við þegar ég kem hingað heim og heyri að enn séu sömu mótbárur við lýði og líkt ástand í baráttunni fyrir auknum gæðum og bættu fiskmati og þeg- ar ég vann hér við fiskvinnsluna fyrir um 30 árum. Það er nærri þvi eins og maður sé að ganga inn í sama heiminn aftur, 30 ár aftur í tímann. Vestra hef ég alloft sam- band við Guðjón B. ólafsson og Óttar Hansson og báðir leggja „Flugfiskur“ á leið til Bandaríkjanna, en það var Pálrai Ingvarsson, sem fyrstur manna hóf þá flutninga héðan. LEGGJUM GÆÐIN TIL GRUNDVALLAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.