Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984
35
Það eru markaðurinn og neytandinn, sem borga fyrir allan kostnað af veiðum og vinnslu. Því er það í raun
neytandinn, sem hefur mest um það að segja hvað skuli veitt og hvernig fiskurinn skuli meðhöndlaður. Hér er verið
að pakka ýsu í fiskréttaverksmiðju Icelandic í Grimsby.
Alyktun aðalfundar Kaupmannasamlaka Islands:
Sömu reglur gildi um
skattálagningu sam-
vinnu- og einkafyrirtækja
„AÐALFUNDIIR Kaupmannasam-
taka íslands 1984 fagnar því að á
síðustu mánuðum hefur náðst mikill
árangur í stjórnun á efnahagsmálum
þjóðarinnar. Verði þeim áfangasigr-
um fylgt eftir með skynsamlcgri
stjórnun, hlýtur að leiða til umskipta
hvarvetna í þjóðfélaginu, atvinnu-
rekstri og afkomu landsmanna allra
til heilla." Svo hljóðar upphaf álykt-
unar sem samþykkt var á aðalfundi
Kaupmannasamtakanna þann 15.
mars sl.
í ályktuninni segir enfremur að
fundurinn fagni þeirri ákvörðun
að leggja niður fasta prósentu-
álagningu í verslun og gera það að
verkefni innflytjenda og dreif-
ingaraðila að gera hagkvæm inn-
kaup til hagsbóta fyrir lands-
menn. Þá harmar aðalfundurinn
að sérstakur skattur á skrifstofu-
og verslunarhúsnæði hafi ekki
verið felldur niður. Ennfremur
skorar fundurinn á stjórnvöld að
taka til greina ábendingar Kaup-
mannasamtakanna varðandi krít-
arkort og setja um það löggjöf
þannig að notendur kortanna beri
kostnað af þeim. Þá krefjast sam-
tökin þess að sömu reglur verði
látnar gilda um skattálagningu
verslunarfyrirtækja, hvort sem
um einkafyrirtæki eða samvinnu-
fyrirtæki sé að ræða. Þá er þeirri
áskorun beint til sveitarstjórn-
armanna að þeir taki tillit til sjón-
armiða kaupmanna á hverjum
stað þegar ákvarðanir séu teknar í
skipulagsmálum. I lok ályktunar-
innar eru allir kaupmenn hvattir
til að treysta Kaupmannasamtök-
in.
þeir áherzlu á að vörugæðin séu
sterkasta vopn þeirra í baráttunni
við að halda mörkuðum og verði.
Falli gæðin er voðinn vís. Sá eini,
sem greiðir fyrir allan kostnað við
veiðar og vinnslu, er neytandinn.
Ef við gerum honum til geðs, verð-
ur hann okkur vinveittur og held-
ur áfram að kaupa af okkur
fiskinn og greiða gott verð. Ef ekki
hættir hann að kaupa eða fæst
ekki til að greiða nægilegt verð.
Honum er andskotans sama hvaða
vandamál við eigum við að stríða
hér heima. Hann vill bara fá góð-
an fisk. Gæti fólk fengizt til að
skilja þetta og færi eftir því, færi
allt betur.
Gæöamál vinnast ekki með
tilskipunum heldur fræðslu
Ég skil ekki í því, að íslendingar
vilji láta stjórna sér of mikið og
mín skoðun er sú, að það gefi betri
raun að líta jákvætt á hlutina.
Gæðamálin verða að vinnast með
aukinni fræðslu og upplýsingum,
ekki með tilskipunum, þannig að
fólk á öllum stigum frá veiðum til
sölu skilji mikilvægi þess að fara
rétt með hráefnið. Ég held að
þáttur stjórnvalda geti aðeins ver-
ið að koma á skýrri verðlagningu
fyrir ferskan fisk þar sem gerður
er eins mikill verðmunur eftir
gæðum og unnt er og framfylgi
þeirri verðlagningu síðan. Ég álít
þær nýju matsreglur, sem nú er
verið að koma á, miklu mikilvæg-
ari en fólk hér virðist skilja. Þá
gerir hið opinbera hér ekkert til
að afla upplýsinga um markaði
eða þær vörur, sem seldar eru á
hinum ýmsu mörkuðum. Það er
alltaf sagt að útflytjendur eigi að
gera þetta, en þeir hafa ekki meiri
mannskap en svo, að þeir geta rétt
gert það, sem þarf í venjulegum
sölustörfum.
Stórfé í markaðsathuganir
Kanadíska ríkisstjórnin hefur
undanfarin 6 til 7 ár eytt stórfé í
markaðsathuganir í algjörri sam-
vinnu og með þátttöku fiskiðnað-
arins, allt frá fiskimönnum til
seljenda. Að minnsta kosti tvisvar
hafa sendinefndir frá þeim farið
til hvers markaðslands til að at-
huga þróun, sölumöguleika og
vöruframboð. Þá fara þeir einnig
til samkeppnislandanna til að
leggja mat á aflahorfur, fram-
leiðsluna og markaðsstefnu
þeirra. Þarna leggjast allir á eitt,
allt frá sjómönnum til stjórn-
valda, við stefnumörkunina. Þetta
hefur skapað kanadískum fiskiðn-
aði stefnu í veiðum, vinnslu og
markaðsmálum og líklegt er að
hún verði stór liður í því að vinna
bug á erfiðleikunum, þó það muni
að sjálfsögðu taka einhvern tíma.
Það má líka geta þess, að bæði
Danir og Norðmenn hafa haft
Gæta verdur vandlega að meðferð fisksins um borð í veiðiskipum. Lélegt
hráefni verður ekki bætt í vinnslunni.
fiskmarkaðsfulltrúa, sem tekinn
er úr fiskiðnaðinum, í sendiráðum
helztu markaðslandanna.
íslenzka rfkið verður að
leggja til fólk og fjármagn
Nú er ísland á vegamótum
vegna minnkandi fiskafla og þá er
Jákvætt hugarfar og vandvirkni í
vinnslunni ásamt þekkingu á stærst-
an þátt í því að halda gæðum fisks-
ins.
nauðsynlegt að móta þá stefnu,
sem þarf til að gera sem mest
verðmæti úr hinum hefðbundnu
vöruflokkum, sem nú eru fluttir
út, og finna markaði fyrir þá vöru,
sem er úr van- eða ónýttum fisk-
tegundum vegna markaðsleysis.
Það er mikil vinna að finna mark-
aði, ákveða vöruform, framleiðslu-
aðferðir og leggja arðsemismat á
veiðar og vinnslu, en það verður að
gera. Við lifum á breyttum tímum
varðandi sölumál og framleiðslu,
samgöngur og fleira, en það breyt-
ist ekki, að þar sem íslendingar
leggja sig alla fram, skara þeir
framúr. Þar má nefna frammi-
stöðuna í Bandaríkjunum og Bret-
landi. En í þessu augnamiði verð-
ur íslenzka ríkið að leggja til gott
fólk og fjármagn til að koma á
framfæri upplýsingum um mark-
aðsmáiin, sem nauðsynlegar eru
til úrbóta, og ná forystu eins og
við höfum haft í Bandaríkjunum.
Að þekkja styrkleika sinn
Það er oft, sem menn þekkja
ekki styrkleika sinn og notfæra
sér hann því ekki. í því efni dettur
mér í hug lítið atriði. Ég var fyrir
nokkru f heimsókn hjá dóttur
minni. Hún og maður hennar eiga
tvo hunda, pínulítinn rottuhund
og stóran og stæðilegan Labrador-
hund. Meðan ég stanzaði hjá henni
sá ég mér til mikillar undrunar, að
sá litli réð alveg yfir þeim stóra og
hrakti hann jafnvel á braut. Það
var ekki fyrr en eftir dálitla stund,
sem ég áttaði mig á því hvernig á
þessu stóð. Sá stóri vissi ekki hvað
hann var sterkur! Það sama má
segja um stöðu okkar íslendinga á
fiskmörkuðunum erlendis. Við vit-
um ekki hvað við erum sterkir og
notfærum okkur því ekki kraft
okkar til að halda yfirráðunum og
forystunni.
Eg hef alltaf sagt það erlendis,
að menn eigi að vinna að þessum
málum eins og íslendingar, standa
saman og halda uppi magni og
gæðum. Nú er ég kem heim sé ég
að þetta er allt í hættu hjá okkur.
Við höfum ekki lengur ótæmandi
fiskiauðlindir lengur og við verð-
um að skapa úr því sem við höfum
eins mikil verðmæti og hægt er, en
það verður ekki gert nema með
verulegum hugarfarsbreytingum
og samstöðu allra aðilja, allra sem
að veiðum, vinnslu og markaðs-
málum vinna auk stjórnvalda. Við
erum að tala um hag allrar þjóð-
arinnar og því dugar ekki annað
en að taka á málunum af festu og
skynsemi," sagði Pálmi Ingvars-
son.
HG
[ffgmiÞIjtfeifr
£
Gódcm daginn!
"W \M IV nnPA. - OFURKRAFTUR -
▼ I ~ ÓTRÚLEG ENDING
FRAMLEIÐENDUR
BETRI BÍLA í EVRÓPU
VELJA
VARTA RAFGEYMA
í BÍLA SÍNA
Það segir meira en mörg orð.
Framleiöendur Mercedes Benz, BMW, Volkswagen
og fleiri, velja VARTA rafgeyma,
enda hefur reynslan sýnt að VARTA rafgeymum
má treysta. Þeir bjóða upp á meira kaldræsiþol,
eru viðhaldsfríir og einnig ódýrir.
60 AMP-stundir kr. 1.494.00.
70 AMP-stundir kr. 1.788.00.
Hentar flestum gerðum bifreiða.
Á OLÍS stöðvum færðu VARTA rafgeymi,
og ísetningu á staðnum.