Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 „Uppskar árangur erf- iðisins með sigrinum" Jón Páll Sigmarsson fagnar sigri, en hann varð sigurvegari í þyngsta flokki og íslandsmeistari yflr heildina í karlaflokki. „ÉG HEF aldrei átt skemmti- legra kvöld eða liðið eins vel,“ sagði Hrafnhildur Valbjörns í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa hlotið íslandsmeistara- titil kvenna í vaxtarrækt í Broadway á sunnudaginn. Fór íslandsmót vaxtarræktarmanna fram fyrir fullu húsi áhorfenda. „Þetta var meiriháttar mót og það var skemmtileg stemmning meðal áhorfenda. Keppnin í kvennaflokki var mun jafnari núna en í fyrra og þetta var geysilega spenn- andi,“ sagði Hrafnhildur, en hún háði harða keppni við þær Aldísi Arnardóttur og Elínu Viðarsdóttur í þyngri flokk kvenna. Aldís var þeirra vöðvamest, en Hrafn- hildur hafði betri vöxt og lið- legri hreyfingar í „posum" og það tryggði henni sigur annað árið í röð. „Undanfarnar vik- ur hafa verið algjör hrylling- ur. Ég var nær hætt að kaupa inn í matinn til að losna við alla aukafitu. Ég var því orð- in frekar slöpp fyrir keppn- Jón Páll Sigmars- son og Hrafnhild- urValbjörns íslandsmeistarar í vaxtarrækt ina, maður hékk eiginlega á bláþræði, en eftir sigurinn finnst mér þetta í góðu lagi. Þetta hefði mátt vera ennþá erfiðara," sagði hin geðþekka Hrafnhildur Valbjörns. Hún tryggði sér jafnframt ís- landsmeistaratitil yfir heild- ina í kvennaflokki, en keppt var í tveim flokkum. í þeim léttari sigraði Rósa Ólafs- dóttir, en varð síðan að lúta í lægra haldi fyrir Hrafnhildi í baráttunni um íslandsmeist- aratitilinn. Jón Páll Sig- marsson varð íslandsmeistari yfir heildina í karlaflokki, en hann sigraði einnig þyngsta flokkinn nokkuð örugglega. „Þetta var skemmtileg keppni og maður uppskar árangur erfiðisins," sagði Jón Páll í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef æft mjög stíft undan- farnar vikur, stundum í sex klukkutíma á dag. Síðan hef- ur maður borðað lítið, aðal- lega eggjahvítu, keypt fisk fyrir tvö hundruð krónur á dag... Ég varð því orðinn dá- lítið slappur nokkrum dögum fyrir keppni, en þannig á þetta víst að vera. En þó þetta hafi verið erfitt þá er ég í góðu líkamlegu forrni," sagði Jón Páll. Hann þótti bera af í íslandsmótinu, kom geysilega vel fyrir, og mörgum fannst jafnvel meira til hans koma en Egyptans Muhamed Makk- awy, sem sýndi í lokin. Að- spurður um hvort hann ætl- aði að leggja vaxtarrækt fyrir sig, sagði Jón Páll, að hann hefði ekki ákveðið neitt enn- þá. „Það getur verið að ég fari út í það að keppa á „sterkra manna mótum" eins og ég hef tvívegis gert áður. En hvað verður er alveg óákveðið." í flokki karla undir 75 kg sigraði Gísli Rafnsson, en í flokki karla yfir 75 kg hreppti Sigurður Gestsson hnossið. Magnús Óskarsson vann í flokki skipuðum mönnum undir 90 kg, en hann sigraði einnig í fyrra. Nánar verður sagt frá vaxtarræktarkeppn- inni síðar. G.R. Hrafnhildur Valbjörns hafði fallegan limaburð og sýndi skemmtilegar stellingar, sem tryggðu henni íslandsmeistaratitil kvenna í vaxtarrækt. Hercules yrði stoltur af þeim vöðvum er Gísli Lipurð í hreyfingum skiptir miklu máli í vaxtarræktarkeppni. Hér Rafnsson spennir hér. Hann sigraði sinn þyngd- sést Rósa Ólafsdóttir, sigurvegari í léttari flokki kvenna, teygja úr arflokk. kroppnum. Ljósmyndir Mbl. Gunnlaupir R. SIAL1984 Hin árlega alþjóölega matvælasýning — SIAL — veröur haldin á Porte de Versailles sýningasvæð- inu í París dagana 18. til 22. júní 1984. Sýning þessi er ætluö kaupendum, framleiöend- um, matreiöslumönnum og öllum þeim, sem starfa viö matvælaiðnað. Sýndar veröa vörur frá 62 löndum á 70.000 fm2 svæði. Haldnar veröa ráðstefnur og fyrirlestrar á hverjum degi í 5 daga. Á sama tíma veröur haldin sýning á kjötvinnsluvél- um og kynntar helstu nýjungar á því sviöi. Nánari upplýsingar fást hjá franska verzlunar- fulltrúanum í Austurstræti 6, 4. hæð, eöa í síma 19833 og 19834. Heba heldur vió heilsunni Nýtt námskeiö að hefjast. Dag- og kvöldtímar tvisvar eða íjórum sinnumíviku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leikíimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kaífi - Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auöbrekku 14, Kópavogi. Lágt fersk- fiskverð í Þýzkalandi MARKAÐSVERÐ á ferskum flski er nú lágt í Þýzkalandi og stafar það að- allega af miklu framboði þar. I*au skip, sem seldu afla sinn þar í síðustu viku, fengu öll lágt verð fyrir hann og losnuðu jafnvel ekki við hann allan nema í úrkast, þó gæðum væri ekki ábótavant. Karlsefni RE seldi 238,1 lest í Ouxhaven á föstudag. Heildarverð var 3.797.800 krónur, meðalverð 15,95. 19,1 lest seldist ekki nema í úrkast vegna mikiis framboðs. Fyrirhugað er að þrjú skip selji afla sinn í Þýzkalandi í þessari viku, en ekkert er nú um að islenzk skip selji afla sinn í Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.