Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Nútíma Kíkóti Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Graham Greene: Monsjör Kíkóti. Áslaug Ragnars íslenzkaði. Almenna bókafélagið 1982. Það bregst ekki að þegar árleg úthlutun Nóbelsverðlauna er framundan búast margir við að þau hljóti Englendingurinn Gra- ham Greene. En það er í rauninni auðvelt að skilja hvers vegna Greene hefur verið sniðgenginn. Hann hefur að vísu samið margar góðar skáldsögur. En í seinni tíð hefur honum farið aftur svo að fátt kemur frá honum annað en miðlungsskáldsögur. Skýrt dæmi er sagan af Doktor Fischer. Og nú er enn eitt dæmið orðið ljóst: Monsjör Kíkóti. Léttur Bókmenntir Erlendur Jónsson Olafur H. Torfason: Árbók Akureyr- ar 1982. 3. árg. 224 bls. Bókaforl. Odds Björnssonar. Akureyri, 1983. Ólafur H. Torfason skrifar stuttan formála fyrir þessari ár- bók og drepur þar meðal annars á hversu erfitt sé fyrir sagnaritara að rýna inn í framtíðina og geta sér til um hvaða menn og málefni muni teljast minnisverð lengur en á líðandi stund. »Samtímamaðurinn á oft erfitt með að átta sig á því, hvað hæst mun bera í augum framtíðarfólks, hvaða óbjörgulegir frjóangar gefa fyrirheit um framtíðarþróun og hverjir fyrirferðarmiklir belgir eru innantómir, að því komnir að springa og einskis verðir. Það er því ætíð með hálfum huga sem valið er og hafnað í safnrit af þessu tagi.« Athyglisverð eru orð þessi, með- al annars fyrir þá sök að hér kem- ur fram það góða gamla róman- tíska viðhorf að því lengur sem Enginn skyldi þó halda að Monsjör Kíkóti sé ómerkileg bók. Hún er lipurlega sett saman og í henni góðir sprettir. Eins og heitið gefur til kynna er skírskotað til Don Kíkóta Cervantes. Presturinn Kíkóti og fyrrverandi bæjarstjóri sem vitanlega nefnist Sansjó leggja af stað í langt ferðalag um Spán á bílnum Rósínant. Þeir lenda í ævintýrum, meðal annars í útistöðum við þjóðvarðliða og fleira fólk. En mestur tími fer í að ræða guðfræði og pólitík og þeir fá sér óspart í staupinu til að hressa andann. Presturinn er fulltrúi kaþólsku kirkjunnar, bæjarstjór- inn er kommúnisti, gamall stalín- isti í þokkabót. Fyrir Greene virð- ist vaka að sýna fram á skyldleika trúarbragða og stjórnmálaskoð- ana. Það er engin hyldýpisgjá milli hins kaþólska prests og kommúníska bæjarstjórans, rétt- lætishneigð hafa þeir báðir til að bera og eru hinir bestu náungar. annáll atburður geymist í minni því merkilegri hljóti hann að teljast. Söguáhugi okkar nú er fyrst og fremst arfur frá 19. öld. Því miður höfum við enga tryggingu fyrir að sá áhugi haldist um aldur og ævi, að framtíðin muni yfir höfuð láta sig sögu nokkru varða. Minnumst þess að ýmsir halda því fram nú að ótækt sé að eyða skólatíma í samfellda sögukennslu því nem- endurnir gleymi svo fljótt! En af þvílíkum vangaveltum slepptum er gaman að lesa þessa árbók Ak- ureyrar, hvert svo sem framtíð- argildi hennar kann að verða. Ólafur H. Torfason er gamansam- ur annálaritari og ástundar að koma fólki í gott skap með lífleg- um textum, en þó einkum með sér- stæðum fyrirsögnum. Meginhluti ritsins er eins konar blaðaútdrátt- ur þar sem dagatalinu er fylgt. Lesandinn getur því — í réttri tímaröð — fylgst með atburðum þeim sem gerðust á Akureyri á því herrans ári 1982. Margir koma við sögu. Sem dæmi má taka að snemma á árinu segir frá átökum í Einingu — verkalýðsfélaginu þar nyrðra. Og Graham Greene Ekki síst kemur þeim vél saman þegar þeir eru fullir. Eins og ýmsir höfundar á seinni árum gerir Graham Greene Sansjó að allt öðru en flóni. Sansjó Greenes er oftast skarp- skyggnari en presturinn. Oft er minnt á það sem Marx sagði að trúin væri ópíum fyrir fólki. Að þessu víkur presturinn í skömmu síðar gefur að líta þessa fyrirsögn »Guðmundur Sæmunds- son ódrengilegur?* I myndartexta segir meðal annars að »óeiningar hefur gætt í Einingu«. En um Guðmund Sæmundsson er það annars að segja að hann olli verkalýðsleiðtogum um þetta leyti stríðari andvöku en þeir höfðu lengi mátt þola af völdum nokk- urrar annarrar uppákomu. Snjóþungt hefur löngum þótt við Eyjafjörð, enda er hér getið um »fannfergi« og »dýran snjó«. Slíkt telst ekki nýtt fyrir norðan. Hins vegar bar það til nýlundu á árinu að ríkisútvarpið setti sig niður á Akureyri. Fjölmiðlun er mjög til umræðu þessi árin. Nokkru áður en útvarpið hóf starfsemi á Akureyri hafði annar gestur knúið dyra hjá bæjarbúum — sem sé vídeó. Akureyringar eru menn hófsamir og gætnir sam- anber þessi orð annálaritarans: »Hugmyndin er að sýna eingöngu myndir sem fjölskyldan getur horft á öll saman. Hins vegar eru sýndar „góðar glæpamyndir" eftir sjónvarp um helgar og á fimmtu- dagskvöldum. Það var ákveðið í upphafi að sýna ekki klámmyndir og „sem allra minnst ofbeldi.«“ Löngum hefur þótt nokkuð heitt í pólitíkinni á Akureyri. Seint í maí umrætt ár fóru fram bæjar- umræðum þeirra Sansjós og þá eiga sér stað eftirfarandi orða- skipti: „Já, en það var á nítjándu öld sem hann skrifaði þetta. Þá var ópíum ekki talið vera af hinu illa. Þá var ópíum ekki annað en ró- andi lyf. Hreint ekki slæmt. Ró- andi lyf fyrir efnað fólk, lyf sem fátæklingarnir höfðu ekki ráð á að kaupa. Trúin er valíum fyrir fá- tæklingana — það var það sem hann átti við. Það er skárra að taka það en fara á bar. Kannski meira að segja skárra en að drekka þetta vín. Maðurinn getur ekki lifað án róandi lyfja." „Svo við ættum þá kannski að skella í okkur einni enn?“ „Segjum hálfri svo við komumst heilu og höldnu til Madrid. Of mikið ópíum gæti reynzt hættu- legt.“ „Þú verður orðinn marxisti áður en yfir lýkur, monsjör." Með þessum hætti ræða þeir saman Monsjör Kíkóti og Sansjó um trú og pólitík, Spán fyrr og nú og heiminn eins og hann kemur hugsandi mönnum fyrir sjónir. að fjölhyggja þýði, að allar skoðanir séu jafn réttháar. Það er beinlínis rangt. Sumar skoðanir eru skynsamlegri en aðrar. Það er afskaplega sérkennilegt að skoða þessar ólíku tegundir mannskilnings, sem virðast lítið annað en rangar skoðanir um eðli manna. Einhvers staðar hefur höfundinum fatazt við að semja þann texta. Bæði hinn félagslegi skilningur og hinn natúralíski eru dæmi um smættarhyggju, þar sem reynt er að sýna fram á að maður- inn sé ekki annað en samsafn af frumum eða félagslegum tengsl- um. Báðar skoðanirnar þarfnast ítarlegs rökstuðnings, ef þær eiga að verða sennilegar, hvað þá meira. Hann er ekki að finna hér. Það er kannski talandi dæmi um viðfangsefni höfundarins, að það er eins og hann komi ekki auga á augljósar mótsagnir. Hann hefur orðrétt eftir tvær efnis- greinar úr námskrá sænska grunnskólans og kemur hvor í framhaldi af annarri. í þeirri fyrri stendur: „Allir foreldrar eiga að geta sent börn sín í skólann í fullu trausti þess að hann hafi ekki áhrif á þau einni eða annarri skoð- un eða viðhorfi til framdráttar." í þeirri seinni: „Skólinn á ekki að vera hlutlaus að því er varðar grundvallarsjónarmið lýðræðis- ins.“ (Bls. 57.) Það virðist engum ofsögum sagt af skólamálum Svía. En það ber að virða höfundi þessa kvers til lofs, að hann telur þetta hlutleysissjónarmið rangt, eins og sumt annað í nútíma uppeldis- fræði. Ólafur H. Torfason stjórnarkosningar. Úrslitin eru rifjuð hér upp undir fyrirsögninni »Konur sigruðu*. Sigur kvenn- anna var fólginn í að þær komu tveim af ellefu í bæjarstjórn. Nokkru síðar er sagt frá nýjum meirihluta: Framsóknarflokki, Al- þýðubandalagi og Kvennafram- boði — þannig að konurnar höfðu Iag á að fylgja eftir sigri sínum. I nóvember kemur enn frétt úr heimi fjölmiðlunar: öllum starfs- mönnum Nýja bíós sagt upp. »Bíógestum hefur fækkað mikið á undanförnum mánuðum,« segir þar. Umhverfislýsingar eru oft skemmtilegar hjá Greene og bera vitni þekkingu hans á Spáni. En heldur eru dapurleg endalok prestsins þegar hann fer að berj- ast gegn vindmyllum samtímans, hræsni og gróðahyggju. Málstaður bæjarstjórans verður eiginlega ofan á í sögulok. Monsjör Kíkóti er þægileg lesn- ing í prýðilegri þýðingu Áslaugar Ragnars. En annað og meira en smellin gamansaga verður bókin naumast kölluð. Nils Lofgren og Undralandiö Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Nils Lofgren Wonderland Backstrett Rec./ Skffan Sökum þess að kunningi minn reyndi flest til að selja mér gamla Nils Lofgren-plötu, sem ekki tókst, vakti nýjasta plata hans athygli mína. Vinurinn hafði fullyrt, að á þeirri gömlu væri tónlist mér mjög kær. Um drenginn fóru tvennar sögur, annað hvort var hann talinn með afbrigðum lélegur eða afbragðs rokkari. Þrátt fyrir góðan vilja vakti „Wonderland" enga hrifningu. Tónlistin var slétt og fellt amer- ískt rokk. Lagið „Across the Tracks" vann samt fljótt á. Upp- bygging þess og flutningur minnir mig nokkuð á Bruce „The Boss“ Springsteen. Söngurinn er ekkert líkur tæknilega, en sungið er af sömu tilfinningu og gítar- leikurinn hljómar mun sárar hjá Nils. Vegna „ATT“ fór platan að hljóma mun áhugaverðari og ekki leið á löngu þar til titillag plötunnar skipaði sama sess og „ATT“. Um leið kom einnig í ljós, að platan er mun poppaðri en virtist við fyrstu hlustun og ekki spillir það. Tónlistin er ein- læg, dálítið þjáningarfull, en full persónuleika. Seinna frétti ég að Undraland- ið væri talið með betri plötum piltsins og ekki þætti mér ólfk- legt að rétt væri. En það verður að einangra sig við hana og gefa henni góðan tíma, hún á það skilið. FM/AM Að loknu yfirliti þessu koma þættir undir heitinu Samfélagið: Er þar fjailað um hvert málefni út af fyrir sig. Meðal annars eru til- greind þar söfn á Akureyri sem eru býsna mörg ef allt er talið. Þar er til að mynda Jónasarhús, sem er náttúrugripasafn en kennt við Jónas Hallgrímsson, Nonnahús, Sigurhæðir og Davíðshús — auk minjasafnsins. Þannig heiðra Ak- ureyringar minningu skálda sinna. Ekki treystist ég til, fremur en höfundur annálsins, að greina lífvæna frjóanga í riti þessu frá innantómum belgjum. En gaman hafði ég af að lesa yfirlit þetta. Það færir manni heim sanninn um, hafi maður ekki vitað það áð- ur, að íslenskt mannlíf dafnar víð- ar en við Faxaflóa — þrátt fyrir allt! Um hlutlægni, eða réttara sagt hlutleysi höfundar, treystist ég ekki að dæma, brestur til þess kunnugleika. Frá hendi útgefanda er rit þetta vel úr garði gert, papp- ír góður og myndir margar. Einn- ig eru þarna auglýsingar allmarg- ar. Og þær gefa að sínu leyti nokkra hugmynd um hræringar mannlífsins á Akureyri umrætt ár, þarfir fólks og langanir; sem og hvernig hyggilegast þótti að höfða til hins almenna borgara. Það er líka framlag til sagnfræði. Mannskilningur? Bókmenntír Guömundur Heiöar Frímannsson Sigurður Pálsson: MANNSKILNINGUR OG MARKMIÐ UPPELDIS Smárit Kennaraháskóla íslands og Iðunnar, 1983 Skilningur á eðli mannskepn- unnar er ekki fyrirhafnarlaus. Menn telja sig yfirleitt ekki finna hann fyrr en eftir langar og erfið- ar rannsóknir. En sá skilningur er mjög mikilvægur, vegna þess að hann mótar viðhorf til svo ótrú- lega margra annarra hluta. í þessu litla kveri er gerð tilraun til að greina ferns konar skilning á manninum og hvaða áhrif ólíkur skilningur hefur á þau markmið, sem sett eru uppeldi. Það er eðlilegt, að fyrsta spurn- ingin, sem maður vill fá svar við, sé, hvað er mannskilningur. Það fyrsta, sem lesendum gæti dottið í hug, þegar þeir heyra orðið, er mannþekking, en hennar afla menn sér af reynslu í mannlífinu. í þessu kveri er ekki fjallað um mannskilning í þessari merkingu. Það er miklu fremur, að hér sé fjallað um lífsskoðun. En það orð segir okkur litlu meira en hið fyrra. Það, sem hér er fjallað um, er mannskilningur í merkingunni kenning um mannlegt eðli. Þegar menn smíða sér slíkar kenningar, leitast þeir við að svara því til að mynda, hvað skilur mennina frá dýrunum, hvers eðlis er sálin, eru menn frjálsir að því, sem þeir gera. Spurningar á borð við þessar eru hefðbundnar heimspekilegar spurningar, og heimspekingar hafa leitazt við að svara þeim frá Platóni og fram á okkar daga. Þessar fjórar kenningar um mannlegt eðli, sem gerð er grein fyrir í þessu kveri, eru, svo að not- uð séu orð höfundar, natúralísk, félagsleg, húmanísk og hebresk- kristin. Natúralíska kenningin kveður á um, að mennirnir séu samsafn af frumum, sem bregðast við umhverfinu og annað ekki. Sú félagslega, að mennirnir séu fé- lagsverur, sem séu ofurseldar um- hverfi sínu. Húmaníska kenningin „setur manninn í öndvegi og allt miðast við hann. Maðurinn er markmið alls.“ (Bls. 33.) Hebresk- kristna kenningin segir manninn vera skapaðan „til samfélags við skapara sinn og til ábyrgðar gagn- vart honum". (Bls. 41.) í síðustu tveimur köflum bókarinnar eru þessar kenningar bornar saman og reynt að draga af þeim ályktan- ir fyrir uppeldi. Höfundur tekur það fram, að sjálfur aðhyllist hann hina kristnu-hebresku kenningu. Og það verður að segjast eins og er, að kaflinn um hana er eini kafl- inn, sem er boðlegur í riti, sem á að taka alvarlega. Allar hinar kenningarnar þrjár eru þannig settar fram, að auðvelt er að sýna fram á mótsagnir í þeim eða af- leiðingar, sem enginn viti borinn maður getur fallizt á. En höfund- urinn hefur ekki fyrir því að hrekja þær kenningar, sem hann aðhyllist ekki. Það stafar senni- lega af því, sem hann kallar fjöl- hyggju eða þá staðreynd, að menn á Vesturlöndum aðhyllast fleiri en eina lífsskoðun og greinir stund- um á um grundvallaratriði. Hann segir: „Lífsviðhorf manna og skilningur þeirra á manninum ræðst af persónulegu mati ein- staklingsins og vali hans á því sem hann álítur betra eða réttara en annað, án þess að það sé grund- vallað á óyggjandi sönnunum." (Bls. 11.) Þótt ekki liggi óyggjandi sannanir til skoðunar eða kenn- ingar eins og er um flestar skoð- anir og kenningar, þá geta legið skynsamlegar ástæður til þeirra og um þær er hægt að rökræða og komast að niðurstöðu. Slík niður- staða er ekki val. Hér er ekki gerð- ur greinarmunur á vildarefnum og þeim, sem hægt er að mynda sér skynsamlegar skoðanir um. Af því leiðir sá útbreiddi misskilningur,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.