Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Með Guðs hjálp og góðra manna að sunnan — eftir Tómas I. Œrich Nú eru erfiðir tímar. Síðastliðið haust uppgötvuðu fjölmiðlar kjarnorkusprengjuna og ógnar- jafnvægið, sem hvort tveggja hef- ur verið daglegt braut þessa hrjáða heims í mannsaldur. Er eðlilegt að almenningur bregðist illa við tíðindunum. Bygginga- krani hrynur í grunni Seðlabank- ans, og hefur sá minnisvarði þó ekki verið talinn reistur á sandi. Og hvar kemur kraninn niður, nema á sjálfri launadeild fjármálaráðuneytisins, en þeirri stofnun var ekki íþyngjandi. Fall- valtleiki lífsins var nógur fyrir, því að nú er ótalið það, sem mestu skiptir. Það hefur komið í ljós, að ls- lendingar hafa gengið helst til freklega á tvær helstu auðlindir sínar, íslenska fiskstofna og er- lenda banka. Standa því ríkis- stjórnin, Alþingi að einhverju leyti og — að því er virðist — tals- verður hluti þjóðarinnar í nokkr- um vanda. Vísustu menn eru í óða önn að finna blóraböggla, og ber- ast þá böndin fljótt, sem vonlegt er, að landsbyggðarstefnu síðast- liðins áratugar að þeim erlendu lánum og of mörgu fiskum, sem þjóðin hefur dregið sér til að halda uppi byggð í útgerðarpláss- um og afdölum, hvort sem þau pláss heita Flateyri, Vestmanna- eyjar, Djúpivogur eða Akureyri. Og þá skildi leiöir Sennilega verður sá maður vandfundinn á íslandi, sem telur að þjóðin hefði betur lotið forsjá Dana, eins og hún gerði í 600 ár, en að öðlast sjálfstæði. Hefur það dæmi þó aldrei verið gert upp. Á svipaðan hátt hefði sá 18. aldar maður danskur seint fundist, sem hefði haldið því fram í alvöru að íslendingar hefðu efni á að skilja við Dani. Nú neitar því enginn að Danir sáu um siglingar og verslun fyrir mörlandann, þeir veittu nokkrum íslendingum aðgang að skólum sínum, stjórnuðu þeim að svo miklu leyti sem fátækt og arð- rán sáu ekki um það sjálfkrafa, refsuðu mönnum með vendi og gálga, eftir því sem við átti, gættu sumra bóka okkar og brenndu aðr- ar, sem við fengum ekki að éta fyrir Árna. En öll þessi þjónusta var prísuð og það hátt, þótt um endanlegt uppgjör megi deila. Þeir íslandshöndlarar, sem stóðu fyrir uppbyggingu og fjárfestingu í Kaupinhöfn, efuðust ekki um að þeir hefðu efni á því sem þeir voru að gera. Þeir byggðu með góðri samvisku og gengu fram í þeim dreissugheitum, sem einatt fylgja of góðum málstað. Þeir töldu sig jafnvel vinna líknarverk á þessum lúsuga lýð, sem hér þraukaði sínar sex aldir, að því er sumir töldu, mest fyrir guðs hjálp og góðra manna að sunnan. Og mörg var sú bænarförin, sem bestu menn þjóð- arinnar fóru yfir íslandsála áður en henni var veittur réttur til að standa upprétt í eigin landi, eins og góður maður orðaði það. Senni- lega er nýlendukúgun Dana fyrsta tegund „byggðastefnu", sem ís- lendingar hafa orðið að þola. Fyrir þá byggðastefnu held ég að sé óhætt að fullyrða að þjóðin hafi greitt fullhátt verð. Hörmangarar voru ekki gratís. Sú tíð kom að þeir, sem borguðu, áttu ekki leng- ur samleið með hinum þrátt fyrir alla þjónustuna. Og þá skildi leið- ir. Ég hef kynnst ungum reykvísk- um mönnum á uppleið, sem hafa aldrei til Akureyrar komið, hvað þá lengra út í óbyggðina. Þeir hafa gert víðreist erlendis, einkum um sólarstrendur, lifa við líkamsrækt og diskó, lesa DV, eru til í að flytja inn landbúnaðarvörur í stað þess að kaupa þær allt of dýru verði af dreifbýlinu, og álíta að þjóðarauð- urinn verði til í Seðlabankanum undir verkstjórn Jóhannesar Nordal. Ég hef einnig kynnst greindu og samviskusömu fólki, hvort sem það vinnur í launadeild fjármálaráðuneytisins eða í ein- hverju öðru atvinnubótafyrirtæki ríkisins, sem stynur undan því oki, sem landsbyggðin er á Reykjavík, þessi landsþyggð með öllum sínum brúm, vegum, skólum og annarri eymd. Allt upp í efstu launaflokk- um og mestu greindarvísitölu virðast vera til menn, sem álíta, að í grunni Seðlabankans hafi fundist gullæð. Mig minnir að seðlabankastóri hafi lýst því yfir í sjónvarpinu, að bankinn ætti nóg eigið fé til að byggja yfir sig, þyrfti því ekki að slá lán þeirra framkvæmda vegna. Þennan vís- dóm tók fréttamaður sjónvarps sem góða og gilda vöru, enda er kansellístíll hinn nýi sérstakt mál, sem Hörmangarar einir skilja. Hvaö kosta Hörmangarar? Það er brýnt fyrir þann, sem borgar, að vita hve mikið hann greiðir og hvað hann fær. Það er líka mikils virði fyrir mörlandann, jafnt á Þórshöfn og á Akureyri, að vita hvers hann aflar og hvers hann má sín. Ef hagfræðingar eru að því spurðir, hvar uppsprettu þjóðarauðs íslendinga sé að finna, svara þeir með nokkrum semingi, að það muni vera í sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaði, sem sagt að- allega í strjálbýlinu. Hvað er þá í Reykjavík? er spurt. Fyrst og fremst þjónusta, er svarið. Hvað kosta Hörmangarar? spyrjum við. Það vitum við ekki, segja þeir, dæmið er of flókið. Hitt er nokk- urn veginn víst að verði ráðnir fleiri starfskraftar til Fiskveiða- sjóðs, bankanna, Framkvæmda- stofnunar, ráðuneytanna og líf- eyrissjóðanna við að snyrta á sér neglurnar, lesa blöðin og horfa út um gluggann, þá eykst þjóðar- framleiðslan sem því nemur. Það er von að það bögglist fyrir höfuð- staðarbúanum, hvaðan þjóðarauð- urinn sprettur. Mér er ofarlega í minni sú þjón- usta, sem okkur dreifbýlingum hefur oft verið gert að þiggja á síðastliðnum áratug, og þó af mestum rausnarskap 1973—1974 og 1982. Þá gengust ríkisstjórnir, sem kenndu sig við verkalýð, bændur og landsbyggðarstefnu, fyrir útsölu á erlendum gjaldeyri til hagsbóta fyrir alþýðuna. Fisk- veiðar og iðnaður börðust í bökk- um, en innflutningsverslun blómstraði. Árið 1982 var slfkur hvalreki fyrir Hörmangara við Sundin blá, að höfuðborgarbúar eru ekki enn farnir að átta sig fyllilega á því að fyrirvinna þeirra, landsbyggðin, á í fjár- hagslegum erfiðleikum. Enn í dag er byggt í Reykjavík fyrir þann auð, sem fluttur var frá lands- byggðinni til suðvesturhornsins þetta blessaða ár. Annað slíkt happaár hefði sennilega riðið okkur að fullu. AtvinnubótaliÖ ríkisbáknsins Það er ekki nema eðlilegt og réttlátt að atvinnubótalið ríkis- báknsins, umboðsmenn og versl- unaraðall, að ógleymdum hjálp- ræðishernum, sem við köllum Al- Tómas I. Olrich „Þetta hringsól fjárins, sem kallaö hefur verið byggöastefna, skilar sér illa. LandsbyggÖin þarf ekki á því aö halda. Hún þarf ekki styrk. Hún þarfnast jafnvægis í efnahagslífi, réttrar skráningar gengis og eölilegrar eiginfjár- myndunar.“ þingi, hafi þungar áhyggjur af offjárfestingu á landsþyggðinni, hvort sem hún er fólgin í illa rekn- um togara eða vonlausri steinull- arverksmiðju. Það er líka skiljan- legt að lýðræðissinnaðir menn í Reykjavík krefjist atkvæðisréttar á við búandkalla og fiskimenn. Það á að vera löngu liðin tíð að ómagar og lausagangslýður hafi ekki atkvæði á við gilda bændur. Allt eru þetta eðlilegar áhyggjur og réttmætar kröfur. Dreifbýl- ingar hafa líka áhyggjur af offjárfestingu, og skertur kosn- ingaréttur höfuðborgarbúa heldur fyrir þeim vöku. En það er fleira, sem angrar þá. Sá grunur læðist oft að bændum og fiskimönnum að Hörmangarar séu of dýrir; að mikið af þeirri þjónustu, sem þeim er gert að þiggja, sé þeim lítils virði, sumt of dýrt, annað þeim með öllu óviðkomandi. Mikill hluti þeirrar fjárfestingar í steypu og mannafla, sem fylgt hefur út- þenslu ríkisumsvifa, aukinni skattheimtu og innflutnings- ævintýrum síðasta áratugar, er ekki minna fjárfestingarvanda- mál en illa rejfinn togari og von- laus verksmiðja. Margt bendir til þess að landsbyggðin borgi æ meira fyrir þjónustu og búi auk þess við minnkandi skilning á því hlutverki, sem hún gegnir í þjóð- arbúskap íslendinga. Ef til vill er kominn tími til þess að velta því fyrir sér, í gamni og alvöru, hvort ekki sé ráðlegra að leiðir skilji og höndlað verði endanlega: fullur at- kvæðisréttur gegn rétti lands- byggðarinnar til að sjá um eigin mál, aðföng, framleiðslu, birgðir, útflutning, innflutning, ásamt eig- in skattlagningu og þá þjónustu, sem við kjósum. Smákóngar Víst eru menn misvitrir, hvar svo sem þeir búa á landinu. Þó virðist sem þeim daprist vit ekki síður en sýn með vaxandi fjarlægð við vandamálin. Eftir því sem stjórnsemi og fyrirhyggja vex, eykst þörfin fyrir stjórnsama og fyrirhyggjusama milliliði. í kerf- inu hefjast upp smákóngar með vald án ábyrgðar, en kóngarmr sitja uppi með ábyrgð án valds, sem er aðeins önnur tegund ábyrgðarleysis. Stjórnleysi verður fljótt fylgifiskur ofstjórnar. Þegar þannig er komið, er ekki nem'a eðlilegt að offramleiðslu- og fjár- festingarvandi landbúnaðarins líti öðru vísi út frá kansellíinu séð en á vettvangi. Ný mjólkurstöð í Reykjavík er, eins og öll offjár- festing, reist neytendum til höfuðs jafnt sem framleiðendum. Sú framkvæmd á sér fáa formælend- ur meðal bænda í Eyjafirði, og ekki stuðlar hún að betri nýtingu á fjárfestingu Flóamanna né skapar atvinnu þar. Eyfirskum bændum finnst það kynleg bú- hyggindi að vera til þess neyddir að láta 5 bása standa auða í 40 kúa fjósum sínum á sama tíma og fyrirgreiðsla er veitt til að byggja 25 kúa vísitölufjós á útkjálka. Margir þeirra flokka það undir óstjórn að reka mjólkurstöð á Norðausturlandi, sem tekur á móti álíka mjólkurmagni á ári og nemur ársframleiðslu eins stór- bónda í Eyjafirði. Þeir henda gaman að þeim búhyggindum að takmarka stærð sauðfjárbúa í Norður-Þingeyjarsýslu, þar sem beitilönd eru yfrin, en vernda sauðfjárbúskap í Eyjafirði, þar sem hagar eru naumir og gróður fer rýrnandi til fjalla. Útgerðarmenn víðs vegar um landið vita, að gróði í útgerð hefur myndast með tvennum hætti; ann- ars vegar með góðum rekstri og er þá tekinn í opinbera sjóði og færð- ur vondum rekstri; hins vegar með endurnýjun skipastólsins, auknum fyrningarstuðli og skattfrjálsum ráðstöfunartekjum, sem þar af hljótast. Leikreglurnar og sjóðirn- ir eru frá Alþingi, allt í bestu meiningu gert. En útgerðin kemst af án hvors tveggja. Iðnrekendur á Tveir íslensk- ir fjölmiðlar „Útvarp Reykjavík" heyrist oft á dag. Aðeins tvö orð. Þau tákna samt heilan heim. Himin og jörð. Hæð og dýpt. Og sumir bæta við: Sjálfan skuggadalinn og kvalastaðinn svonefnda. Helju haturs og grimmdar. En allt er þetta auðvitað í orð- um og hugsunum. Þau eru tákn um undratæki nútímans. Já, vissulega kemur margt til greina, sem verður að minnast á. Margt, sem telja má ljótt og hryllilegt. Okkar „fagra veröld" á svo margar hliðar. Ekki sízt þegar ófriður og stríð eyðileggur sambúð og samskipti bæði smá- þjóða og stórvelda. Og öllu þessu verður að lýsa. Öll þurfum við að kynnast sannleika og staðreyndum. Dæma síðan um með rökréttri hugsun frá hásæti kærleikans. Érfitt er að skilja þá hlustend- ur, sem vanþakka allt og úthúða öllu, án þess að benda á neitt, sem þeir eða þær gætu betur gjört. Oft heyrist talað um saman- burð við það, sem áður á tímum var boðið fram til fræðslu og menningar af forða bókmennta og skáldskapar, andlegt og ver- aldlegt efni, svo sem það oft var nefnt. Þar með talið húslestrar, rím- ur, sögur og ljóð kvöldvökunnar í gamla daga, sem meira að segja errnú nefnt sem háskóli alþýð- unnar íslenzku, sem er vissulega ekki út í bláinn talað, þótt ótrú- legt sé. En ekki var allt þetta efni fágað og fagurt, þótt mik- ilsvert mætti teljast. íslendingasögur, Norður- landasögur, víkingaþættir, já, sjálf þjóðarsaga og þjóðsögur okkar eiga hemjulausar frásagn- ir hryllings og grimmdar. Það er því ekkert nýtt fyrirbæri. Sama má segja og skki síður um sjálfa biblíuna, sem með allri sinni snilli, speki og fegurð lýsir samt ógeðslegum grimmdarat- höfnum, fjöldamorðum, fangels- unum og pyntingum, sem jafnvel Guð sjálfur á að hafa fyrirskip- að, með eyðingu heilla þjóða og borga, þar sem ekkert kvikt skyldi eftir skilið, allt drepið, bæði öldungar og börn. Og allt átti þetta að heita Guðs orð. Það er meira að segja ennþá til fólk, sem ekki vill láta heilbrigða hugsun og skilning komast þarna nærri. Telur allt ritað „fingri Guðs á þau blöð!“ Það er því vandi að segja fyrir um, hvað birta ber á öldum ljósvakans. Predikanir úr hinni frægu Vídalínspostillu, sem lesin var um aldir hér á íslandi, eða þá sjálfir Passíusálmarnir, söngvar um frægasta hermdar- verk heimsins, er nú ekkert barnaglingur, ef flutt er án hugsunar og skýringa frá skóla- stofu sannleikans og dómstóli kærleikans. Útvarpinu íslenzka er því vandi á höndum. Þótt ekki sé nú minnst á öll stjórnmál og vís- indi. Og svo allir hinir fjölbrotnu hópar hlustenda til móttöku. Æðst og mest er þó í raun, undur tækninnar, það að nú get- ur allur heimur orðið einn fund- arsalur, ein höll, ein kirkja, allt mannkyn hirðin eða söfnuður- inn. Það ætti að meta slíka aðstöðu til að boða líf og frið, senda geisla sannleikans og sólveldi kærleikans með anda og krafti orða og hugsunar eins og sólris um veröld víða. Ein hjörð, einn hirðir, ein þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa og ganga á gæfuvegum guðs- ríkis: Mannréttinda, gleði og bræðralags. Þar verður „Útvarp Reykja- vík“ að vita sitt hlutverk, þrátt fyrir smæð sína og fæð, fjarlægð og fátækt. Líklega er rétt að spyrja, hvernig þar er að verki staðið. Hvað erum við? Aðeins tæp- lega hálft þriðja hundrað þús- und. Til starfa ekki margir, að frádregnum börnum og öðrum óvirkum á einhvern hátt. Samanburður verður eins og dropi í hafi, ein gata í borg á mælikvarða milljónaþjóða. En við eigum samt þann metn- að að vera frjáls og fullvalda þjóð, og eiga að takmarki fyrir- myndir örsmárra fornþjóða, sem enn eru samt ljós, já, björt ljós á vegi aldanna hjá öllu mannkyni jarðar: Aþeningar, Spartverjar, Egyptar, ísrael, svo eitthvað sé nefnt. Tveir helztu áhrifavaldar hversdagsins eiginlega vegarvit- ar þeir, sem vaknað er til að vissu leyti hvern dag á íslandi, hvort sem okkur líkar betur eða verr eru: Útvarpið og Morgunblaðið. f allri minni smæð, sem „past- or emeritus", gerði ég undanfar- in vor erlendis ofurlitla könnun og samanburð þessara vegvita hversdagsins og menningar- stofnana minnar liclu þjóðar við samstæð menningartæki ná- grannalanda. Auðvitað ekki vísindalega, en þó svo að vel mættu þeir, sem þar standa eða staðið gætu vel að verki, bætt um betur. Gerði þó samanburð á dagskrárefni og greinum. Ég tók hálfsmánaðartíma um hvítasunnuleytið í Kaupmanna- höfn. Hér er aðeins hægt að vekja athygli á mínum aðalniðurstöð- um í örfáum orðum. Séu þær rangar, er sjálfsagt að hafa það, sem sannara reynist og finna það út sem allra fyrst. Hátíðarblað Morgunblaðsins bar þar langt af að fjölbreytni og efni á sviði lista, menningarlegs efnis, svo sem samfélags og sjón-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.