Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 31 „Gott er að hafa barn til blóra“ — eftir Þórð Jónsson, Látrum í DV laugardaginn 28. janúar síðastliðinn er spurt á forsíðu þess ágæta blaðs, hvort megi rekja minnkandi fiskafla til selsins. Sjálfsagt er tilefnið grein í sama blaði eftir hinn mæta mann Hafliða Eyjólfsson í Svefneyjum, rituð fyrir sléttum 100 árum, þar sem greinarhöfundur segir meðal annars um selinn, sem hann þekkti mjög vel: „Selur er eitt hið mesta og versta rándýr við allar fiskitegundir." Þegar ég hafði les- ið þessa 100 ára gömlu grein eftir þennan mæta mann, þá datt mér í hug annar mjög mætur maður, séra Oddur V. Gíslason, sem ritar í blað sitt „Sæbjörg", fyrsta sjó- mannablað okkar á landi þessu, 1892, eða fyrir 92 árum, grein um skaðsemi selsins.í hrognkelsaveið- inni og fleiri tegundum, lokaorð séra Odds eru þessi: „Selur skyldi allstaðar með lögum ófriðhelgur, og ég efast ekki um, að víða yrði sérlega arðsöm hrognkjelsa veiði, þar sem nú er ekki, ef sel væri eytt, og er vonandi og óskandi að sjómenn vindi að því sem fyrst, að fá lög til gjöreyðslu „sel“ við ís- land.“ En þetta var því miður ekki í síðasta skipti, sem hinum ágæt- ustu mönnum dettur í hug, að láta eyða heilum líftegundum úr lífríki okkar ágæta lands, af því nokkrir einstaklingar telja þær vera sér og öðrum til baga, og það án þess að nokkur rannsókn fari fram á því hvaða áhrif eyðing einnar lífteg- undar gæti haft á hinar sem eftir eiga að lifa. „Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur henn- ar.' Það á allstaðar við, og einnig hér. Ef við kippum út einhverjum hlekk úr lífkeðjunni, þá er hætt við að við gerum einhvern annan hlekk veikari, þar með heildarlíf- keðjuna veikari, alveg sérstaklega ef við þekkjum ekki til þess sem við erum að gera, en svo virðist stundum vera, og þá fer alltaf illa. Við vitum eftir nokkuð góðum sögulegu heimildum, að allt gat þetta lifað í besta gengi þegar mannvist hífst á landi voru, en þá kom inni lífkeðjuna umhverfis landið eitt hættulegt rándýr, hættulegri lífkeðjunni en allir sel- ir, og hefir reynst svo, semsé mað- urinn. Og það er hann, „Maður- inn“, en ekki selurinn, sem kemur nú öllu lífríki jarðarinnar til að skjálfa af ótta við gjöreyðingu. Fræðimenn, leikmenn og lífríkið Höldum okkur við lífríki sjávar- ins umhverfis okkar litla hólma á jarðkringlunni. Þjóðin almennt vissi ekki mikið um það lífríki sjávar, fræðilega séð, þegar fyrr- nefndir öndvegismenn rituðu sín- ar fyrrnefndu greinar, blessuð sé minning þeirra. En hversu miklu meira vitum við nú um þetta líf- ríki sjávarins umhverfis landið okkar og í nærliggjandi höfum, 100 árum síðar? Jú, verulega mik- ið meira fræðilega séð, þó ekki nóg. Við eigum vel lærða fiski- fræðinga sem hafa getið sér gott orð á heimsmælikvarða hvar sem þeir koma. Sama er að segja um haffræðinga okkar. Varðandi líf- fræðingana þekki ég minna til, en finnst þó að í þá grein vanti okkur stórlega fólk, eins og raunar í all- ar þessar þrjár fræðigreinar, af því við vitum svo lítið um þetta mikla og viðkvæma lífríki sjávar- ins. Það finna þeir sem vinna við þessar fræðigreinar, og best þeir sem lengst eru komnir í þekking- unni. Loðnubröndurnar, sem nú er verið að ausa upp við suðaust- urströnd landsins í stórum stíl, eru eitt dæmið um það, að við vit- um mikið, en þó alltof lítið. En það er ekki selnum að kenna því litlum tíma hefir verið eytt til rannsókn- ar á honum enn sem komið er. Þannig er þetta, þetta gerist ekki allt í einu. Fiskifræðingar okkar eru opinberir starfsmenn, og leið- arljós fiskveiðiþjóðarinnar í fisk- veiðum, og hafa viljað vera heilir í því starfi en því miður hafa ráða- menn þjóðarinnar stundum ekki viljað fara að ráðum þeirra, en hallast frekar að því sem sjómenn segja, ef það fer nær óskhyggju ráðamannanna um að ná sem mestri veiði, það er þeirra veik- leiki. Móti því er vísindamaðurinn, í þessu tilviki fiskifræðingurinn varnarlaus, og verður að taka því vantrausti sem ekkert sé, en láta það ekki hafa áhrif á vísindagrein sína frá eða til. Það er og hefir verið þeirra mikli styrkur, sem gerir vísindagrein þeirra traust- vekjandi. En í þessari fræðigrein eru, og verða trúlega alltaf, mörg óvissu- atriði sem þekkingu vantar til að taka inní dæmið. Á það einkum við í umhverfismálum sjávarlífs- ins. Þar skilst mér að við almennt stöndum sem næst á gati, eða mætti ætla það, varla að við reikn- um með að þorskurinn þurfi fæðu, hvað þá að hann vilji hafa ákveðið hitastig í kringum sig, ákveðna seltu o.fl. Séu þessi frumskilyrði „þess gula“ ekki fyrir hendi á hans uppvaxtarslóðum þegar hann vitj- ar þeirra, þá leitar hann á aðrar slóðir, þar til eðlisávísun hans gef- ur honum ábendingu um að skil- yrði séu á hans heimaslóðum til sællífis, og þá kemur hann. Svo einfalt er þetta. Svo langt sem sögur greina, hafa alltaf komið fiskleysisár og tímabil, sem ekki hafa fengist vís- indalegar skýringar á, en menn skýrt hver frá sínum bæjardyrum séð og því sjaldan samhljóða út- koma. Umgengnin við lífríkið Á henni þarf að verða mikil breyting, svo við séum ekki svo til blindandi að göslast í þessu við- kvæma lífríki, þvi þá fer áfram fyrir okkur eins og farið hefir, að við óvart eyðum hverjum fiski- stofninum eftir annan, og reynum Þórður Jónsson „En því lofaði þjóðin heiminum, að þegar bú- ið væri að stugga er- lendu veiðiskipunum útí hafsauga skyldi hún sjá um verndun fiskistofn- anna við landið öllum heiminum til hagsbóta.“ svo að hengja framferði okkar á einhverja aðra. Einu sinni voru það útlendingar, en nú slóðdraga þeir ekki lengur uppeldisstöðvar fiskistofnanna ailt uppí „kál- garða“. En því lofaði þjóðin heim- inum, að þegar búið væri að stugga erlendu veiðiskipunum útí hafsauga skyldi hún sjá um vernd- un fiskistofnanna við landið, öll- um heiminum til hagsbóta. Þessi sami heimur veit hvernig okkur hefir tekist að standa við það stóra loforð. Þá uppgötvuðum við, að það mundi vera svartfuglinn við landið, sem væri mestur skað- valdur í þorskstofninum, svo veru- legt átak þyrfti að gera til að eyða honum, en þó ekki hafnir tilburðir til gjöreyðingar sem betur fer, því þá hefðum við misst svo mikið áburðarmagn frá lífríki sjávarins á viðkvæmum stöðum og tíma, að óbætanlegt hefði verið. En nú er „blórabarnið" selurinn. Ekki nóg með það, að hann éti fiskinn, heldur útbíar hann með ormi allt sem hann á enn eftir óét- ið af fiskistofnunum og fiskvinnsl- an þarf að borga blessuðum kon- unum í frystihúsunum ótaldar milljónir fyrir ormatínslu í atvinnuleysinu, meðan „kobbi“ hagræðir sér makindalega á klöppinni fyrir framan frystihús- ið. Svo byrjað var á að eyða seln- um, og farið rösklega af stað, með verðlaunum og dauðasveitum, en i bægslaganginum við að skapa verðmæti úr selskrokkunum, sem útaf fyrir sig er þakkarvert, þá eru þeir settir í hakkavél eins og þeir koma fyrir, og framleitt refa- fóður. Við þá fóðurframleiðslu er ég svolítið hræddur, ég held að þetta fóður með svo miklu spiki henti refum ekki eða feldum þeirra. Hef ég þar ekkert fyrir mér nema ref- inn sjálfan. Þegar hann gengur frjáls um í náttúrunni, snertir hann ekki við selspiki þótt svang- ur sé. En ef það fer samt ofan í hann, þá þrífst hann ekki vel af því, fær skitu og feldurinn verður óræktarlegur, en honum verður gott af selkjötinu. Skiptamál Nú er svo komið okkar sjávar- útvegsmálum, að öll útgerð kvað vera á hausnum, svo hæstvirtur sjávarútvegsráðherra með allt sitt lið er nú í þann mund að koma á nokkurs konar „kastaskiptum" að fornum sið milli skipaflokka og manna, á þeim fisktittum sem veiðast kunna á þessu herrans ári 1984. Allir segjast óánægðir með skiptin, en allir telja það eina framkvæmanlega kostinn, þar á meðal hæstvirtur ráðherra, sem er að mínu mati mjög vel gerður maður, og ég er þeim í þessu alveg sammála. En „krummanum" úr þessum skiptum mun ráðherra ætla að kasta í sundur síðar, en kjarni hans virðist vera sá, eftir þeim orðum hæstvirts sjávarút- vegsráðherra, að hann sjái ekkert athugavert við að leyfa fleirum og stærri skipum veiðar með „drag- nót“, þá sennilega á fjörðum og flóum þar sem lífríki flestra okkar fiskistofna er viðkvæmast, svo sem verið hefir með slík leyfi. Ég heiti því á allar góðar vættir, að forða hæstvirtum ráðherra frá því að Ijúka þessum að mínu mati nauðsynlegum skiptum með svo ógæfusamlegu „pennastriki”. Þórður Jónsson er bóndi og hrepp- stjóri »ð Lítrum í Rauðasands- hreppi. Þessir ungu drengir efndu nýlega til hlutaveltu til ágóða fyrir byggingu íþróttahúss fatlaðra við Hátún. Þeir heita Elías E. Elíasson, Brautarlandi 22 og Magnús Magnússon, Búlandi 15. Hagnaðinn, kr. 585, hafa þeir afhent byggingarnefnd hússins. Mjólkurbúin utan Suðvesturlands: Rekin með miklu tapi MJÓLKURBÚIN utan Suðvesturlands voru rekin með miklu tapi á síðasta ári. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, hafa reikn- ingar ekki borist frá öllum mjólkurbúunum en þó orðið Ijóst að tapið er mun meira en á árinu 1982 er samtals vantaði 36 milljónir uppá að endar næðu saman hjá 13 mjólkurfélögum. Ástæðu vandans sagði Gunn- ar vera litla hækkun landbúnað- arvara í haust, sem komið hefði sér illa fyrir vinnslubúin sem eru með miklar birgðir vinnslu- vara á haustin. Oft hefðu birgðahækkanir á haustin orðið til að rétta hag búanna en nú hefði hækkunin orðið það lítil að hún hefði ekki náð að vega upp fjármagnskostnað vegna birgð- anna. Gunnar sagði að Fram- leiðsluráð hefði samþykkt að reyna að leysa vanda búanna með lántökum sem reynt yfði að greiða með auknum tekjum verðmiðlunarsjóðs síðari hluta ársins, þannig að búin gætu greitt fullt afurðaverð til bænda. Varðandi uppgjör mjólkursamlaganna á 1. verð- lagssvæði (Suður- og Vestur- landi) sagði Gunnar að Fram- leiðsluráð hefði samþykkt að heimila þeim að víkja frá því að reikna sér verðbreytinga gjald- færslu samkvæmt skattalögum til að liðka fyrir að þau geti greitt fullt verð til bænda. MetsötuHaðá hvcrjutn degi! Opíotilkl.19 mánudaga þriöjudaga miðvikudaga fimmtudaga ITA^ITATTP Skeifunni 15 llAVJllAU 1 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.