Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 29 Kvikmyndasýningar Alliance Francaise: Vincent, Franc- ois, Paul og hin Kvikmyndin Vincent, Francois, Paul og hin (Vinc- ent, Francois, Paul et les autres) verður sýnd í E-sal Regnbogans miðvikudaginn 28. mars, fimmtudaginn 29. mars, miðvikudaginn 4. apríl og fimmtudaginn 5. apríl. Leikstjóri myndarinnar er Claude Sautet og var hún frum- sýnd í París í október 1974. Hand- rit gerðu Jean-Loup Dabadie, Claude Neron og Claude Sautet eftir skáldsögu Claude Neron „Le grande Marrade". Jean Boffety sá um kviKmyndatöku, en tónlist er eftir Philippe Sarde. Aðalhlutverk leika Yves Mont- and, Michel Piccoli, Serge Reggi- ani og Gerard Depardieu. Þetta er dramatísk gamanmynd sem fjallar um daglegt líf lítils vinahóps. Vincent er forstjóri fyrirtækis, Francois læknir, Paul rithöfundur og Armand vélvirki sem lærir hnefaleika. Um helgar og í fríum koma þeir saman ásamt konum sínum í sumarhúsi ein- hvers staðar úti í guðsgrænni náttúrunni. { miðri viku hittast þau einnig í bænum og láta sem þau heyri til einhverjum sérstök- um þjóðflokki hvar sem þau koma. Gerard Depardieu og Yves Montand I Vincent, Francois, Paul og hin. San Francisco Blues Band, sem skemmtir í Sigtúni nk. sunnudagskvöld. Frá vinstri: Larry James, Craig Horton, Gene „Birdlegs" Pittman, Robert Denegals og Warren Cushenberry. San Francisco Blues- hljómsveitin í Sigtúni SAN Francisco Blues Band heldur hljómleika í Sigtúni í Reykjavík nk. sunnudag, 1. apr- fl. Verður þá rúmt ár liðið síðan Mississippi Delta Blues Band hélt síðast hressilega blústón- leika á íslandi. Hljómleikarnir á sunnudaginn verða haldnir af Jazzvakningu. Tveir félaganna úr San Franc- isco-blúsbandinu hafa komið hingað áður með Mississippi- hljómsveitinni, gítarleikarinn og söngvarinn Craig Horton og bassaleikarinn Larry James. Horton á djúpar rætur í hefð- bundnum blús, að því er segir í fréttatilkynningu frá Jazzvakn- ingu. Hann byrjaði að leika aðeins níu ára gamall. Undanfarin ár hefur hann verið búsettur í San Francisco og var einn af stofnend- um hljómsveitarinnar. Hann var höfundur lagsins „Icelandic Wom- an“ á fyrstu plötu sveitarinnar. Annar söngvari og gítarleikari er Warren Cushenberry, ættaður frá Louisiana, þar sem telja verð- ur höfuðstöðvar blúsins í Banda- ríkjunum. Hann hefur m.a. leikið og hljóðritað með mönnum á borð við Slim Harpo og Guitar Slim. Munnhörpuleikari sveitarinnar er Gene „Birdlegs" Pittmann, þraut- reyndur spilari í anda Sonny Boy Williamson og Sonny Terry. Trommuleikari sveitarinnar er Robert Denegals, sem nú fer í fyrsta skipti út fyrir landsteina Bandaríkjanna. Jazzvakningarmenn halda því fram, að Sigtún henti mjög vel fyrir jafn kröftugt blúsband og San Francisco-bandið sé. Verð að- göngumiða verður um helmingur þess, sem verið hefur áður, eða 250 krónur. Jazzkvöld á Hótel Sögu SEX jazzhljómsveitir úr tónlistar- skóla Félags íslenskra hljómlistar- manna efna í kvöld til jazzkvölds í Átthagasal Hótel Sögu. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Mik- il gróska hefur verið í starfi skól- ans í vetur. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar ymislegt Fuglarækt Hetur þú áhuga á fuglum og fuglarækt?? Norskur fuglafræö- ingur og áhugamaöur um fugla- rækt óskar eftlr aö komast i bréfasamband viö fuglavini á Is- landi. Skrifiö á norsku, dönsku eöa ensku til: Jonny Granli, 2145 Galterud, Norge. Húsaviðgeröir Múrverk — Flísalögn. Simi 19672. VERÐBRÉFAMARKAÐUR HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 6877 70 SlMATllVUVR KL 10-12 OÖ 15-17 KAUPOGSALA VEGSKULDABRÉFA innheímtansf (nnHeimtuþjonusta Veróbréfasala Suóurlandsbraut 10 o 31567 OPIO OAOLCQA Kl 10-12 OO 13.JO-17 Veröbréf og víxlar i umboössölu. Fyrirgreiðslustofan, fast- eigna- og veröbréfasala. Vesturgötu 17, s. 16223. Atvinna óskast Vanur kjötafgreiöslumaöur óskar eftir framtíöarstarfi. Getur byrjaö um mitt sumar. Tilb legg- ist inn á augld. Mbl. merkt: „R — 1147“. I.O.O.F. 7 = 16503288'/! = S.P. I.O.O.F. 9 = 16503288% = Sp.kv. □ Glitnir 59843287 — 1 Frl. □ Gimli 59843297 — 1. □ HELGAFELL 59843287 VI-2 I.O.G.T. St. Veröandi nr. 9 og Frón nr. 227, fundur í kvöld, miövikudag, kl. 20.30. ÆT. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, miövikudag, kl. 8. Systrafélag Fíladelfíu Systrafundur verður i kvöld kl. 20.30 aö Hátúnl 2. Guömunda Siguröardóttir sér um fundinn. Kaffiveitingar. Allar konur hjart- anlega velkomnar. Stjórnin. UTIVISTARFERÐIR Myndakvöld Útivistar fimmtud. 29. mars kl. 20.30 aó Borgartuni 18 (Sparisj. vélstj.) Leifur Jónsson sýnir áhugaverö- ar myndir úr vetrarferöum inn á hálendiö. Jón Júlíus Eliasson sýnir myndir af Flmmvöröuhálsi og viöar. Páskaferöir veröa kynntar: 1. Snæfellsnes (Lýsu- hóll), 2. Öræfi — Vatnajökull (snjóbilaferö). 3. Þórsmörk 4. Mýrdalur (Reynisbrekka). 5. Fimmvöröuháis, skíöaf. Alllr velkomnir, jafnt félagar sem aör- ir. Kaffiveitingar. Árshátíð Utivistar veröur 7. april i Garöaholti. Utivistarfélag- ar og Utivistarfarþegar eru hvattir til aö fjölmenna. Miöar á skrifst. Sjáumstl Útivist. UTIVISTARFERÐIR Utivistarferöir Helgarferð 30. mars— 1. apríl Húsafell. Gönguskiöaferö á Ok, gönguferöir, toglyfta, sauna og sundlaug, gist i húsum. Farm. á skrifst. Lækjarg. 6a. s. 14606. Sjáumst. Útivist. LITGREINING ME CROSFIELD 5 40 LASER MYNDAMÓT HF. raöauglýsingar — radauglýsingar — raöauglýsingar tilboö —- útboö Útboö Tilboö óskast í að mála sambygginguna Hjaröarhaga 24—32, aö utan, á komandi sumri. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Sigurösson Hjarðarhaga 28 í síma 10007 eftir kl. 17. Tilboöin veröa opnuö á sama stað laugard. 21. apríl 1984 kl. 14. Útboð — raflagnir Sveitarstjón Ölfushrepps óskar eftir tilboðum í rafmagnsrörlagnir fyrir 3. áfanga grunn- skólans í Þorlákshöfn, fokhelt hús. Utboös- gögn veröa afhent á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn, og hjá Tækni- felli co. Siguröur Sigurösson tæknifr., Fellsási 7, Mosfellssveit, sími 66110, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboöin verða opnuð á skrifstofu Ölfus- hrepps þriðjudaginn 17. apríl nr. kl. 13.30. Sveitarstjóri. Útboö Sveitarstjórn Ölfushrepps óskar eftir tilboð- um í aö gera fokheldan 3. áfanga Grunnskól- ans í Þorlákshöfn. Samtals um 600 fm. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu Ölfus- hrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn og hjá Tæknifelli c/o Sigurður Sigurösson tæknifr., Fellási 7, Mosfellssveit. S. 66110 gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á skrifstofu Ölfus- hrepps, þriðjudaginn 17. apríl nk. kl. 14.00. Sveitarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.