Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 + Móöir okkar og tengdamóöir, ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Köldukinn, lést á Elliheimilinu Grund, þann 26. mars. María Eyþóradóttir, Hulda Ágúatadóttir, Rögnvaldur Gunnlaugaaon. Guðmundur Guðmunds- son fyrrv. kaupmaður + Elskuleg systir okkar, HANNA MARINÓSDÓTTIR, lést í Landspítalanum aö kvöldi 26. mars. Dóra, Erna, Marý og Unnur Marinóadœtur. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, SVAVAR HREINN ANNELSSON, Faxabraut 26, Kaflavfk, lést á heimili sínu 22. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 31. mars kl. 14.00. Björk Lárusdóttir, Sandra Svavarsdóttir, Rfkharöur Jósafatsson og barnabörn. + Faöir minn og tengdafaðir, WILLY BLACK NIELSEN, hárskerameistari. veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu miövikudaginn 28. mars kl. 15.00. Susan Black, Hafsteinn Linnet. Fæddur 5. júní 1930 Dáinn 21. mars 1984 Okkur langar í örfáum orðum að minnast föður okkar, Guð- mundar Guðmundssonar, sem verður jarðsunginn frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði f dag. Þrátt fyrir að við höfum lært þá lífs- speki af honum, að lífið væri talsvert áhættuspil, þá er erfitt að sætta sig við, að hann sé ekki leng- ur á meðal okkar. Hver á nú að gefa ráð, hvetja til dáða eða benda á mistök okkar? Á þessum og ótal- mörgum öðrum sviðum mun eng- inn geta fullkomlega komið í stað pabba. Þrátt fyrir að talsverðar fjarlægðir hafi oft skilið sum okk- ar að hefur það aldrei komið í veg fyrir, að hann væri trúnaðarvinur okkar og ráðgjafi. Á skilnaðarstund streyma minningar fram í hugann, minn- ingar sem fylla okkur þakklæti og söknuði. Við erum fyrst og fremst þakklátar fyrir hvernig pabbi lagði sig allan fram við að stuðla að því, að þroskuðum með okkur eiginleika og sérkenni, sem við búum yfir hver og ein. Það hefur aldrei farið neitt á milli mála, að hann vildi allt á sig leggja til að okkur mætti farnast vel í stóru sem smáu. Við erum fullar þakk- lætis yfir sérlega einlægum áhuga hans á námsferli okkar og þátt- töku hans í þraut og sigrum á þeirri braut. Það hefur ævinlega verið okkur ómissandi stuðningur í hvert sinn sem við gengum að prófborði, hvort sem var um lítinn eða stóran áfanga að ræða, að þeg- ar lagt var af stað væru hvatn- ingarorð og velgengnisóskir pabba kveðjuorðin. Hin einlæga gleði hans þegar vel gekk var sterkasta hvatningin til að reyna að gera enn betur næst. Hvatning pabba, bæði varðandi nám okkar og starf, hafði alltaf að aðalmarkmiði, að okkur mætti takast að nýta sem best það sem í okkur býr — „gerið þið það sem þið getið og meira er ekki hægt að ætlast til“, hafði hann oft á orði við okkur. Framkoma pabba í lífi og starfi, geðprýði hans og þolinmæði, er besta fordæmi, sem foreldri getur gefið börnum sínum í veganesti. Þrátt fyrir að við hefðum að sjálfsögðu allra helst kosið að fá að njóta samvista við hann miklu lengur getum við litið á okkur sem lánsmanneskjur að hafa átt slíkan föður. Um leið og við kveðjum pabba með sárum söknuði og þökkum honum fyrir allt, vonumst við til að okkur megi auðnast að ganga áfram lífsleiðina í fótspor hans. Helga, Nína Rós og Hanna Petra. Kveðja frá ÍBH í dag verður til moldar borinn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fyrrv. kaupmaður Guðmundur + Maöurinn minn, GUÐJÓN EINARSSON, Framnesvegi 63, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 29. mars kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en bent er á líknar- eöa minn- + ingarsjóöi. Hjördís Hjörleifsdóttir. ANNA JÓNSDÓTTIR, 1 Eskihlíö 16A, T veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 29. mars kl. l 13.30. Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför Þöra Guöjónsdóttir, mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, Björn Guöjónsson, ÞORVARÐS ÞORVAROSSONAR, Guömundur Guöjónsson. fyrrverandi aöalféhiröis. + Kveöjuathöfn um móöur okkar, GÍSLÍNU JÓNSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, veröur í Hábæjarkirkju, Þykkvabæ, fimmtudaginn 29. marz kl. 15.00. Jarösett veröur frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 31. mars kl. 14.00. Börn hinnar látnu. Guörún Guömundsdóttir, Guörún Þorvaröardóttir, Hermann Pálsson, Þóröur Þorvarösson, Halla Nikulásdóttir og barnabörn. + Faöir okkar, SIGUROUR HANNESSON, Eylandi, Garöabas, veröur jarösunginn frá Garöaklrkju, fimmtudaginn 29. mars kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Stella Siguróardóttir, Pálmi Sigurösson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUOMUNDAR SIGURVINS SIGUROSSONAR, vörubifraiöastjóra, Bólstaöarhlíö 35. Elín Jónsdóttir, Helga Guómundsdóttir, Magnús Magnússon, Siguróur Guömundsson, Helga Ragnarsdóttir, Guöríöur Guömundsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Utför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Þórufelli 4, áöur Hólmgaröi 10, veröur gerö fimmtudaginn 29. mars kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Ólína Jónsdóttir, Guömundur Jónsson, Jóna Guömundsdóttir, Magnús Óttar Magússon, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, OddurMagnússon, Hrafnhildur Guömundsdóttir, Birgir Bjarnason, Gísli Guömundsson, Stefanía Garöarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, SESSELJU EIRÍKSDÓTTUR, Bjarkargötu 12. María Hafliöadóttir, Áslaug Haflíöadóttir. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÞÓRDÍSAR JÓHÖNNU HANSDÓTTUR, Safamýri 57. Hjálmar G. Stefánsson, María H. Hjálmarsdóttir, Ágúst Þorsteinsson, Ingibjörg U. Hjálmarsdóttir, Edda E. Hjálmarsdóttir, Sigmar Sigurösson og barnabörn. Guðmundsson, Móabarði 24 hér í bæ. Með Muggi, en svo var hann nefndur af vinum og kunningjum, er fallinn, langt um aldur fram, drengur góður. Við, sem þessar línur skrifum, vissum nú fyrir stuttu að Muggur gengi ekki heill til skógar, en að kallið bæri svo skjótt að, grunaði ekki neinn okkar. Eitt af áhugamálum Muggs var skotfimi. Hann var aðaldriffjöður- in í Skotfélagi Hafnarfjarðar um langt tímabil. Muggur vann vel og ötullega fyrir félag sitt og með honum hefur sú aðstaða skapast, sem fyrir hendi er í Hafnarfirði til skotæfinga. Muggur sat í stjórn íþróttabandalags Hafnarfjarðar óslitið frá 1968 sem fulltrúi Skot- félagsins allt til dauðadags, síð- asta kjörtímabil sem gjaldkeri bandalagsins. Við, sem sæti eigum í stjórn ÍBH, höfum alla tíð borið mikið traust til Muggs. Hann var vel yf- irvegaður, ráðagóður og nákvæm- ur í afstöðu sinni til hinna ýmsu málefna sem upp komu. Hann var sú manngerð sem skoða vildi hlut- ina frá öllum sjónarhornum og taka ekki afstöðu fyrr en öll mál voru vandlega íhuguð. Það var gott að leita til hans með hin ýmsu erfiðu mál, en Muggur hafði mikla reynslu með langri setu sinni í ÍBH gegnum árin. Með þessum fátæklegu línum viljum við f stjórn ÍBH þakka Muggi fyrir hans góðu og óeigin- gjörnu störf í þágu íþróttaupp- byggingar í Hafnarfirði. Honum verður seint fullþakkað. Stjórn ÍBH vill votta eftirlif- andi konu hans, dætrum og öðrum ættingjum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. F.h. ÍBH, Kjartan Guðjónsson. Það var hljóður og hnípinn hóp- ur vinnufélaga, sem hóf störf mið- vikudaginn 21. mars sl., er fréttin um lát Muggs, eins og hann var ævinlega kallaður barst. Þó að fregnin kæmi okkur ekki alveg á óvart, eftir elnandi veik- indi undanfarna viku, vorum við samt einhvern veginn óviðbúin henni. Hann Muggur dáinn. Þessi hrókur alls fagnaðar og meistari kíminna tilsvara og græsku- lausrar kæti. Það var alveg sama hvort það var á föstudagskvöldi þegar allir voru dauðþreyttir eftir erfiðan dag, eða að morgni þegar fólk mætti úthvílt til vinnu, alltaf var viðmótið sama, fyndni, strfðni og kæti fyrst og síðast. Og svo þessi smitandi hlátur. Þessum eiginleikum hélt hann fram undir það síðasta. Og þrátt fyrir tveggja mánaða stranga legu hvarf ekki glampinn úr augunum og brosið var hið sama, þó varla mætti hann mæla. Muggur hafði unnið með okkur í fjögur ár og aldrei hafði borið skugga á, aldrei var orðinu hallað. Hann mætti með þeim fyrstu á morgnana og var með þeim síð- ustu út að kvöldi. Góðum félaga og vini þakkar samstarfsfólk liðnar stundir. Eiginkonu og dætrum vottum við okkar dýpstu samúð, þeirra er missirinn mestur. Minning um mætan dreng mun lifa í hugum okkar allra, sem vor- um svo lánsöm að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja Guð- mund Guðmundsson. Kveója frá vinnufélögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.