Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1984 Qpinn fundur í MH um stöðu öldungadeilda í framtíðinni: Öldungar vilja lagaákvæði um tilhögun öldungadeilda í framhaldsskólakerfinu ÖLDUNGARÁÐ og Hagsmunaráð Mcnntaskólans við Hamrahlíð geng- ust fyrir opnum fundi um stöðu og framtíð öldungadcilda í landinu í há- tíðarsal skólans síðastliðið miðviku- dagskvöld. Gestir fundarins voru Ragnhild- ur Helgadóttir menntamálaráð- herra, Guðmundur Magnússon Háskólarektor, Örnólfur Thorlaci- us rektor MH og Guðmundur Arn- Iaugsson fyrrv. rektor MH. Fluttu þau öll framsöguerindi á fundin- um sem sóttur var af um 200 manns, nemendum og kennurum öldungadeiidar MH, fulltrúum öldungadeilda við sex aðra skóla og fleirum. Við upphaf fundarins fluttu formenn Öldungaráðs og Hags- munaráðs framsöguerindi. Fyrst talaði formaður Öldungaráðs, Sig- urrós Þorgrímsdóttir. Rakti hún þróun fullorðinsfræðslu í heim- inum og greindi frá samþykkt UNESCO um þessi mál frá 1976, sem ísland er er aðili að. Síðan vék hún að ástandi þessara mála á ís- landi. Formaður Hagsmunaráðs, Elísabet Óskarsdóttir, skýrði með- ai annars frá tilhögun fullorðins- fræðslu á Norðurlöndum. Frá fundinum sem haldinn var í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð síðastliðið miðvikudagskvöld. Öldungadeildir mikilvægar í sambandi við menntun kvenna Ragnhiidur Helgadóttir menntamálaráðherra sagði meðal annars i framsöguerindi sínu að starfræksla öldungadeilda hefði verið mjög mikilvæg í sambandi við menntun kvenna hin síðari ár og það bæri að stefna að eflingu öldungadeilda í framtfðinni. Einnig kvaðst hún reiðubúin að beita sér fyrir því að lagaákvæði sem staðfesti tilvist öldungadeilda yrði sett. Guðmundur Magnússon rektor Háskóla íslands greindi frá því að nú væri unnið að þvf að kanna möguleika á breyttri starfsemi Háskólans, meðal annars með þvi að opna hann meira, það er að segja að nám gæti til dæmis átt sér stað í gegnum útvarp og sjón- varp. Guðmundur Arnlaugsson fyrrv. rektor MH sagði meðal annars frá stofnun öldungadeildarinnar við MH og að upphaflega hefði deild- inni verið ætlað að aðstoða fólk við sjálfsmenntun, en hún hefði þróast upp í það að verða raun- verulegur skóli. Örnólfur Thorlacius rektor MH greindi meðai annars frá þvf að nú væru um 600—700 skráðir nem- endur í öldungadeild skólans. Alls hefðu 602 stúdentar verið brautskráðir frá öldungadeildinni á þeim áratug sem hún hefði verið starfrækt. Að loknum framsöguerindum Byggingaþjónustan 25 ára á þessu ári: Veitum fjölda fólks ráðgjöf og upplýsingar allan ársins hring BYGGINGAÞJÓNUSTAN í Reykjavík verður tuttugu og fimm ára nú á þessu ári, en hún var stofnuð árið 1959 að frumkvæði Arkitektafélags Islands. Skyldi verkefni hennar vera að safna saman á einn stað sem allra mestum hagnýtum upplýsingum um byggingaiðnaðinn hér á landi, standa að og stuðla að rannsóknum í þágu byggingaiðnaðarins og miðla gagnlegum upplýsingum um þessi efni til húsbyggjenda, iðnaðarmanna, opinberra stofn- anna og annarra þeirra, er láta húsbyggingar sig einhverju varða. Blaðamaður hitti fyrir nokkru Ólaf Jensson, framkvæmdastjóra Bygginga- þjónustunnar, og spurði hann um starfsemi þá, sem hún nú rekur. Fleiri aðilar nú með í myndinni „Hlutverk og starfssvið Bygg- ingaþjónustunnar er enn hið sama og var í upphafi," sagði ólafur, „þótt vissulega hafi margt breyst á þeim tfma, sem liðinn er frá stofnun hennar. Við vinnum hér að margvíslegri upplýsingasöfnun, göngumst fyrir ráðstefnum um byggingaiðnaðinn, öflum frétta af nýjungum erlendis, miðlum þekk- ingu áfram hér á landi, og svo framvegis. Arkitektafélagið er enn einn þeirra aðila, sem að Bygginga- þjónustunni standa, en ýmsir aðil- ar hafa þar bæst við, og nú er Byggingaþjónustan sjálfseign- arstofnun í eigu nokkurra sam- taka og stofnana, Arkitektafélags íslands, Akureyrarbærjar, Rann- sóknastofnunar byggingaiðnaðar- ins, Iðntæknistofnunar, Félags ís- lenskra iðnrekenda og Landssam- bands iðnaðarmanna og Reykja- víkurborgar. Með þátttöku þessara aðila hef- ur starfsemin aukist verulega, ekki sist sú upplýsinga- og ráð- gjafastarfsemi, sem hér er veitt, án endurgjalds fyrir allan al- menning. Byggingameistarar hafa til dæmis verið hér með ráðgjafa- starf, einnig arkitektar og fleiri aðilar, og hefur slíkt hlotið mjög góðar undirtektir og verið gagn- legt.“ Vörukynningar á 650 m2 sýningarfleti — Geturðu gefið dæmi um daglega þjónustustarfsemi hér í húsnæði Byggingaþjónustunnar við Hallveigarstíg? „Já, hér stendur fólki margvís- leg þjónusta til boða alla virka dag. Við erum hér með stóran sýn- ingarsal, 650 fermetra að gólffleti, þar sem hin margvíslegustu fyrir- tæki í byggingaiðnaðinum kynna vöru sína og framleiðslu, og er þetta bæði hugsað til hjálpar hin- um almenna húsbyggjanda, sem og fagmönnum, sem vilja fylgjast með nýjungum í sínu fagi. Ásamt kynningarbásum frá hinum ýmsu fyrirtækjum eru svo hér einnig kynningardeildir frá ýmsum rannsóknaaðilum, Rannsókna- stofnun byggingaiðnaðarins og fleirum. Þar er leitast við að gera grein fyrir tilraunum og rann- sóknum, sem geta verið fólki gagnlegar. Sýningarsalurinn hér er opinn alla virka daga milli klukkan 10 og 18, og starfsfólk Byggingaþjónust- unnar er hér reiðubúið til að leysa úr þeim spurningum, sem kunna að vakna. Einnig getum við leitað svara við spurningum annars staðar, og þá komið þeim áleiðis Rætt við Ólaf Jens- son framkvæmda- stjóra Bygginga- þjónustunnar til fólks ef því er að skipta. Enn- fremur höfum við hér all gott safn blaða og tímarita um bygginga- iðnaðinn, sem fólki stendur opið, og við erum hér með ýmsar fróð- legar videomyndir um þessi mál, sem fólk getur horft á þegar það kemur hingað." Mikill fjöldi fólks leitar upplýsinga — Er mikið um að fólk komi hingað til að leita upplýsinga, er þetta nægilega vel þekkt stofnun, til dæmis meðal húsbyggjenda? „Um það má sjálfsagt deila, hvort við höfum auglýst þessa starfsemi nægileg, og ég er ekki í vafa um að betur mætti gera í þeim efnum. En mér er þó ánægja af, að geta sagt, að hingað leitar mikill fjöldi fólks allan ársins hring. Hingað koma iðnaðarmenn og verktakar, foreldrar með börn í byggingahugleiðingum, ungt fólk að kaupa í fyrsta skipti, framleið- endur og sölumenn og fleiri og fleiri. Alla daga ársins erum við að veita þessu fólki svör við hinum margbreytilegustu spurningum. Það er erfitt að vera dómari í eigin málum, en ég held þó að al- mennt telji fólk sig fá hér eitthvað fyrir sinn snúð, og hingað kemur fólk aftur og aftur. Nú fyrir skömmu kom til dæmis hingað inn kona, sem var að koma vegna íbúðakaupa í fjórða sinn. Fyrst kom hún hingað fyrir tæpum 25 árum vegna íbúðakaupa, síðan aft- ur er hún stækkaði við sig og í þriðja sinn er hún og maður henn- ar byrjuðu að byggja. Nú var er- indið að afla upplýsinga ásamt syninum og tengdadóttur, sem hyggja á íbúðakaup. Betri með- mæli get ég varla hugsað mér að nokkur fái.“ — Og öll þjónusta er veitt án endurgjalds, er það rikið, sem stendur undir kostnaðnum? Engir styrkir eða opinber aðstoð „Nei, Byggingaþjónustan er rek- in alveg án allra opinberra styrkja eða framlaga. Fyrst og fremst er hún rekin fyrir það fé, sem kemur inn frá fyrirtækjum sem sýna hér framleiðslu sína, þá höfum við tekjur af ráðstefnuhaldi og fleira mætti nefna, og þeir aðilar, sem standa að Byggingaþjónustunni, eru bakhjarlar hennar og fela henni ýmis verkefni. En um 95% allra útgjalda aflar Byggingaþjón- ustan sjálf tekna til að standa straum af.“ — Hvers kyns ráðstefnur takið þið að ykkur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.