Morgunblaðið - 07.04.1984, Page 1

Morgunblaðið - 07.04.1984, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 82. tbl. 71. árg._____________________________________LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Undirbýr megin- her Irana innrás? Bagdari, 6. aprfl. Al’. ÍRAKAR gerðu í dag að eigin sögn miklar árásir á „gífur- legan liðssafnað“ írana á suðurvígstöðvunum og beittu jafnt stórskotaliði sem orrustuflugvélum. íraska fréttastofan flutti þá frétt í dag, aö háttsettur íranskur erkiklerkur hefði flúið á náð- ir Iraka. f tilkynningum íraska her- ráðsins kemur fram, að íranir hafi safnað saman þremur fjórðu alls síns hers syðst við Valdarán í Kamerún? Abidjan, KílabeinNNtröndinni, 6. aprfl. AP. HERMENN úr lífverði forsetans í Kamerún reyndu í dag að ná völdunum í sínar hendur en talið er, að þeir hafi ekki haft erindi sem erfiði. Fréttir eru þó enn mjög óljósar og sögöu vestrænir sendimenn, að allnokkur skothríð hefði verið í dag í höfuðborginni, Yaounde. Flugvellirnir í Yaounde og Doula, annarri helstu borg í Kamerún, voru lokaðir og út- varpssendingum var hætt á miðj- um morgni en teknar upp aftur undir kvöld. Paul Biya, forseti landsins, sem kom til valda í nóv- ember árið 1982, er sagður fjar- Paul Biya, forseti Kamerún. staddur en franska blaðið Le Monde sagði í dag, að herinn, sem er skipaður 8000 mönnum, væri honum enn trúr. Fyrir skömmu fóru fram rétt- arhöld í Kamerún þar sem fyrr- um forseti landsins, Ahmadou Ahidjo, var fjarstaddur dæmdur til lífláts fyrir samsæri gegn stjórnvöldum en síðar var dómin- um breytt í fangelsisdóm. Ahidjo, sem var forseti landsins í 22 ár eða þar til hann afhenti Biya völdin í hendur, býr nú í Suður- Frakklandi og vill ekkert um það segja hvort hann átti hlut að byltingartilrauninni. Heimildir herma, að hluti for- setalífvarðarins hafi gert upp- reisn þegar skipað var svo fyrir, að þeir lífvarðanna, sem væru frá norðurhluta landsins, skyldu settir í önnur störf. I Norður- Kamerún eru flestir múhameðs- trúar en kristnir þeir, sem í suð- urhlutanum búa og er Biya for- seti þaðan. Kamerúnbúar eru tvítyngdir og tala frönsku auk sinnar eigin tungu. víglínuna og stefni að meiri- háttar innrás í írak. Segjast fr- akar hafa gert harða atlögu að þessum liðssafnaði í dag með áköfum loftárásum og stór- skotahríð og unnið óvininum óbætanlegt tjón. Að þeirra sögn unnu íranir nokkurt tjón í borg- inni Basra með fallbyssuskot- hríð og hefðu fimm manns fall- ið. INA, hin opinbera fréttastofa í írak, sagði í dag, að í gær hefði Sayed Ali Tehrani, háttsettur erkiklerkur í íran, flúið til íraks og að „innan stundar" myndi hann koma fram í sjónvarpinu í Bagdad og greina þar frá „hroðalegum grimmdarverkum Khomeinis gegn íröskum borg- ururn". Við þennan flótta vilja íranir hins vegar ekkert kann- ast. i>að lá vel á geimforunum þegar þeir fóru um borð í Challenger, sem skömmu seinna var komin heilu og höldnu á braut um jörðu. ]>ar eiga þeir að vinna ýmis erfið verk, koma fyrir hnetti og gera við annan bilaðan. Fremstur á myndinni er leiðangursstjórinn, Kobert Crippen, og er þetta hans þriðja ferjuferð. ,\P. Geimferjan Challenger komin á braut: Reyna að gera við bilaðan gervihnött Kanaveralhöfóa, 6. apríl. AP. GEIMFERJUNNI Challenger var skot- ið á loft í dag og gekk allt að óskum þegar síðast fréttist. Að þessu sinni mun ferjan fara á fjarlægari braut en fyrr, en meiri tíðindum sætir, að nú á í fyrsta sinn að reyna að ná í og gera við bilaðan gervihnött. Fimm menn eru um borð í geim- ferjunni og er leiðangursstjórinn, Robert Crippen, í sinni þriðju ferð. Farmurinn er sá mesti til þessa, veg- ur rúmlega 11 tonn, og er þar aðal- lega um að ræða gervihnött, sem settur verður á braut. Með í ferðinni eru einnig 3.300 býflugur og 13 millj- ónir tómatplöntufræja. Leikur mönnum forvitni á að vita hvaða áhrif þyngdarleysið hefur á flugurn- ar en fræin verða látin vera á braut um jörðu og safnað aftur saman að ári. Mikilvægasta verkefnið verður að ná tangarhaldi á gervihnetti, sem notaður hefur verið við rannsóknir á sólinni, en hann reikar ráðalaus um himingeiminn eftir að stjórntækin biluðu fyrir þremur árum. Mun einn skipverjanna, George Nelson, yfir- gefa skipið einn og óbundinn og koma böndum á hnöttinn, sem síðan verður dreginn um borð. Verður Nelson með eldflaugar á bakinu, sem knýja hann áfram. Á morgun verður hnettinum komið fyrir á braut en með honum á að gera 57 einstakar vísindatilraunir. Eftir tíu mánuði verður hnötturinn sóttur og fluttur til jarðar. Þetta er í ellefta sinn sem geim- ferju er skotið á braut og fimmta ferð Challenger. Lýkur ferðinni nk. fimmtudag. Finnland: Læknaverkfall llelsinki, 6. apríl. AP. FJÓRTÁN hundruð sjúkrahús- læknar í fjórum borgum í Finn- Líbanon: Gemayel vongóður þrátt fyrir bardaga Beirút, 6. aprfl AP. BARDAGAR í Beirút voru í dag ákaf- ari en þeir hafa verið síðustu tíu daga. 2.000 manna lögregluliði á vegum stjórnarinnar hefur verið skipað að stía sundur stríðsmönnunum og taka sér stöðu á milli fylkinganna. Þrátt fyrir átökin sagði í fréttum útvarpsstöðva í Beirút, að Gemayel, forseti, væri vongóður um að fyrir- hugaðar viðræður hans við Assad, Sýrlandsforseta, gætu stuðlað að vopnahléi og myndun nýrrar stjórn- ar í landinu. Yrði það verkefni hennar að koma á þjóðarsátt og pólitískum umbótum. Síðustu tíu daga hefur verið bar- ist látlaust við grænu Ifnuna svo- kölluðu, sem skilur borgarhluta í Beirút og hafa margir fallið og enn fleiri særst. Hefur stjórnin skipað 2.000 manna lögregluliði að ganga á milli og taka sér stöðu milli borg- arhlutanna. Haft er eftir heimild- um, að stjórnvöld hafi einnig í hyggju að biðja Frakka um fleiri eftirlitsmenn en 40 franskir her- menn eru enn í Beirút til aðstoðar við vopnahlésgæslu. Amin Gemayel landi hófu í gær fyrsta verkfall sinnar tcgundar í landinu. I»eir fara fram á að laun þeirra hækki um 2.700 til 7.000 finnsk mörk en það samsvarar um 13.500 til 35.000 ísl. kr. Verkfallslæknarnir starfa á há- skólasjúkrahúsum í Helsinki, Turku, Tampere og Oulu. Ekki er talið að hættuástand skapist við verkfallið þar sem neyðarþjónustu verður áfram sinnt. Miklar .tafir verða hins vegar á almennri heil- brigðisþjónustu á sjúkrahúsum og heilsuverndarstöðvum. Finnskir læknar telja sig hafa dregist verulega aftur úr í launa- breytingum undanfarinna ára og þeir hafa gefið í skyn að fleiri læknar, sem alls eru um tiu þús- und í landinu, muni bætast í hóp verkfallsmanna ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.