Morgunblaðið - 07.04.1984, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
Vid lokum vegna orlofs starfs-
manna dagana 16., 17. og 18. apríl
Til að forðast óþægindi fyrir viðskiptavini okkar bendum
við þeim á að hafa samband fyrir þann tíma.
Árvik sf.
Ármúla 1, sími 687222.
Umboðsmenn fyrir:
3 m Formica Yale
Harris Borden Thomas-lndustries
Otis Unifos Kemi Bega
AÐEINS 3 DAGA
5., 6. og 7. apríl
20% staðgreiðsluafsláttur.
10% afsláttur ef keypt er með afborgunum
á öllum vörum verslunarinnar.
Ath.: Hvergi ódýrari húsgögn i markaðinum
í sambærilegum gæðaflokki.
Opið laugardag 7. aprfl til kl. 4.
4
K.M. húsgögn
Langholtsvegi 111, Keykjavík.
Sími 37010 og 37144.
SAMSTÆJA
KJÖLUR SF.
Hverfisgötu 37, 105 Reykjavík, símar 21490 — 21846.
Víkurbraut 13. 230 Keflavík, simi 92-2121_
Thermor
ELDAVÉLA-
Aðeins kr. 14.220 m. sölusk.
Thermor-blástursofninn og hellan eru valin af þeim
er vilja vönduö og góö tæki, ódýrt. En þaö eru bara
ekki allir sem átta sig á því, hversu hagkvæm þessi
kaup eru. Lítiö viö og skoðið Thermor-tækin. Þaö
borgar sig.
Hverfisgötu 37, 105 Reykjavík, símar 21490 — 21846.
Víkurbraut 13, 230 Keflavík, sími 92-2121.
Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 1984
SJÖUNDI aprfl, alþjóðaheilbrigöis-
dagurinn, er að þessu sinni helgaður
heilbrigði barna. Heilsuvernd og góð
heilbrigðisþjónusta er forsenda fé-
lagslegrar þróunar og bættra lífs-
gæða. Grundvallaratriði er að mæö-
ur og börn fái notið þess sérstak-
lega.
Umhyggja fyrir heilbrigði
barna hefst þegar á fósturskeiði
með mæðravernd og eftirliti með-
an á þungun stendur. Hér á landi
hefur gífurlegur árangur náðst í
heilsuvernd mæðra og barna, og er
dauði af barnsförum nánast úr
sögunni á íslandi og ungbarnaduði
með því lægsta sem gerist í heim-
inum.
Smitsjúkdómar eru sérstakt
vandamál í barnæsku, en hægt er
að ná miklum árangri í baráttunni
gegn þeim með bólusetningu. Al-
mennar bólusetningar og ónæmis-
aðgerðir eru nú sjálfsagður hlutur
meðal efnaðri þjóða heims, en
jafnvel þótt slíkar aðgerðir séu til-
tölulega auðveldar í framkvæmd
og ódýrar, vantar mjög á að
markvissri bólusetningu sé komið
við í þróunarlöndunum.
í þróunarlöndunum eru sjúk-
dómar í meltingarfærum út-
breiddir vegna mengaðs vatns og
lélegrar aðstöðu til geymslu og
meðferðar matvæla. Tilgangslaust
er að mæla með notkun hreins
vatns, þar sem það er ekki til, eða
leiðbeina fólki að sjóða vatn þar
sem hvorki er rafmagn né elds-
neyti.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin,
WHO, hefur tekið höndum saman
við Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna, UNICEF, og Alþjóðabank-
ann um stórátak til að bæta að-
stöðu til framleiðslu, geymslu og
dreifingar bóluefna og næringar-
saltblöndu í þróunarlöndunum.
Menntun, heilbrigði og góð fé-
lagsleg aðstaða fjölskyldna og
þjóðfélagsheildar er grundvöllur
þroska barna. Meðal þróaðra ríkja
eru vimugjafar nú þeir vágestir
sem bægja þarf frá börnum og
æskufólki. í þróunarlöndunum
stendur baráttan enn um að lifa af
hungur og sjúkdóma, og í þeirri
baráttu er leitast við að koma á
lágmarks heilsuvernd, afla viðun-
andi neysluvatns og nauðsynlegs
fæðis.
íslendingar hafa brugðist mjög
vel við hjálparbeiðnum frá þróun-
arlöndunum, og má þar minnast
mikilla framlaga einstaklinga og
féiaga til safnana Rauða kross ís-
lands í Hjálparsjóð sinn og Hjálp-
arstofnun kirkjunnar — Brauð
handa hungruðum heimi. Þá ber
að geta við þetta tækifæri aðstoð-
ar íslands vi Grænhöfðaeyjar á
sviði fiskveiða og heilsugæslu.
(Frá heilbrigöis og
lryggingamálaráöum7linu.)
íslenska óperan:
20 þúsundasti gest-
urinn á þessum vetri
„HILDA Guðmundsdóttir og dóttir
hennar, Harpa Gunnarsdóttir, fengu
góðar móttökur á 25. sýningu á La
Traviata fyrir skörnmu," segir í frétt
frá íslensku óperunni.
„Þær hrepptu 20 þúsundasta að-
göngumiða vetrarins og voru
heiðraðar með blómvendi og
áskriftarkortum að næsta starfs-
ári.
Á myndinni eru þær mæðgur að
tjaldabaki ásamt ólöfu K. Harð-
ardóttur og Garðari Cortes."
Skipadeild Sambandsins
kaupir 3800 tonna skip
SKIPADKILD Sambandsins hefur
fest kaup á þýzka gámaflutninga-
skipinu „Lucy Borchard". Kaupverð-
ið er 78 milljónir króna. Hið nýja
skip er 3.850 tonn að burðargetu,
smíðað í Þýzkalandi 1976. Mesta
lengd er 93,5 metrar. Á skipinu er 13
manna áhöfn. Það verður afhent
skipadeildinni um miðjan maí.
í fréttatilkynningu frá skipa-
deild SÍS segir svo m.a.:
„Flutningar skipadeildarinnar
hafa farið sívaxandi á undanförn-
um árum og hafa sífellt kallað á
stærri og fullkomnari skip.
Til að mæta þessum kröfum og
til að reyna nýja tækni var sams
konar skip tekið á leigu fyrir
nokkrum mánuðum. Miðað við þá
reynslu sem af því skipi hlaust,
var ákveðið að kaupa skip af sam-
svarandi gerð.
Hið nýja skip deildarinnar mun
því leysa af hólmi erlent leiguskip
og bætast við innlendan skipastól
Sambandsins.
Skipið mun verða notað í áætl-
unarsiglingar á milli íslands og
Evrópu. Það er fyrsta íslenska
kaupskipið útbúið sérstökum
gámagrindum í lestum, sem auð-
velda allan sjóbúnað og auka ör-
yggi í vörumeðferð.
Að auki verður skipið útbúið til
flutninga á verulegum fjölda
frystigáma til að mæta síaukinni
eftirspurn."
Hárgreiðslu-
sýning í
Broadway
Hárgreiðslusýning verður ha-
Idin í veitingahúsinu Broadway
á sunnudagskvöld, en á sunnu-
dag hefst námskeið fyrir hár-
greiöslufólk þar sem Karl Hii-
bner leiðbeinir og verður hann
meðal þátttakenda á sýning-
unni.
Karl.Húbner er hárgreiðslu-
meistari og hefur hann unnið
til verðlauna í faginu á alþjóð-
legum vettvangi. Námskeiðið
sem hann leiðbeinir á er hald-
ið af þýska hársnyrtifyrir-
tækinu Kadus og H. Helgason
hf.
Á sýningunni í Broadway
verða einnig sýnd dansatriði á
vegum Jassballettskólans og
líkamsræktarinnar Jasssport,
en allur ágóði rennur til
tækjakaupa fyrir Barnaspít-
ala Hringsins.
(tlr rréttatilkynninxu.)
Orgeltón-
leikar í Akur-
eyrarkirkju
HÖRÐUR Áskclsson orgelleikari
heldur orgeltónleika í Akureyrar-
kirkju á morgun, sunnudaginn 8.
aprfl, kl. 20.30.
Á efnisskránni eru verk eftir
Bach, Bruhns, Rheinberger, Reg-
er, Guilain og Böéllmann. sum
verkanna eru vel þekkt, svo sem
Gotneska svítan eftir Boellmann
og föstuforleikir Bachs.
Hörður Áskelsson fæddist á Ak-
ureyri 1953 og nam þar fyrst
orgelleik hjá Gígju Kjartansdótt-
ur og Jakobi Tryggvasyni. Hann
lauk B-prófi í orgelleik við Tón-
listarskólann í Reykjavík hjá
Marteini H. Friðrikssyni árið 1976
og A-prófi í kirkjutónlist við Tón-
listarháskóla Rínarlanda í Dúss-
eldorf árið 1981, þar sem hann
m.a. naut leiðsagnar Almut Röszl-
er, eins kunnasta organista kven-
þjóðarinnar. Hann er nú organisti
Hallgrímskirkju í Reykjavík.
Athugasemd
í sambandi
vid franska daga
í BLAÐINU í gær var sagt frá
tískusýningu á sumarfatnaði frá
Leonard sem haldin er í tilefni
franskra daga í Þórskaffi. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
blaðið fékk, ætluðu félagar í sam-
tökunum Haute Coiffure að sjá
um hárgreiðsluna, en það breytt-
ist á síðustu stundu og sjá þau
Rannveig Guðlaugsdóttir og Jan
Evan um þá hlið málsins.