Morgunblaðið - 07.04.1984, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984
PítrgtM Útgefandi nMuM$> hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö.
Innlendur sparnaður —
samkeppni í bankakerfinu
Sparifjáreigendur voru
hornrekur hér á landi á
liðnum áratug. Stjórnvöld
héldu vöxtum langt innan við
hækkanir verðlags. Fé, sem
lagt var til hliðar í þeirri trú,
að bankakerfið ávaxtaði það,
skrapp saman. Þetta varð ti!
þess að uppspretta lausafjár
þvarr og lánastofnanir urðu að
skömmtunarskrifstofum.
Niðurgreiðsla lánsfjár leiddi
og til vafasamra fjárfestinga.
Erlend lán á gengistryggðum
kjörum komu í stað innlends
sparifjár og skuldastaðan við
útlönd óx svo, að efnahagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar var
hætta búin.
Enn eru það stjórnvöld sem
ákveða í megindráttum, hvaða
kjör bankar og sparisjóðir
mega hafa á inn- og útlánum.
En stefnan hefur verið sveigð
allnokkuð til réttrar áttar.
Nokkurt svigrúm hefur verið
veitt til þess að bankar geti
sjálfir ákveðið vaxtakjör. í
fyrsta lagi geta lánastofnanir
ákveðið vaxtakjör á lánum,
sem þær veita sín á milli. í
annan stað geta þær ákveðið
vexti fyrir innlán sem bundin
eru í a.m.k. sex mánuði. Þess-
ara heimilda sér þegar stað í
nokkurri samkeppni banka um
sparifé fólks.
Samtímis hefur ríkissjóður
seilst með fjölbreyttari hætti
inn á lánsfjármarkaðinn, m.a.
með framboði gengistryggðra
spariskírteina og ríkisvíxla. Þá
hefur ríkissjóður hækkað vexti
á nýjum flokkum vísitölubund-
inna spariskírteina. Þessi á-
sókn ríkissjóðs á takmarkaðan
lánsfjármarkað er umdeilan-
leg. En meginmáli skiptir, að
þróunin leiði til verulega auk-
ins innlends sparnaðar. Þróun-
in, sem orðið hefur sl. ár er
sparifjáreigendum ótvírætt til
hagsbóta.
Stöðugleiki í þjóðarbú-
skapnum og breytt stefna í
vaxtamálum eflir hvata til
innlends sparnaðar, sem skipt-
ir miklu máli eins og skulda-
staða þjóðarbúsins er í dag.
Þess vegna er nauðsynlegt að
þau skref til samkeppni í
bankakerfinu, sem stigin hafa
verið, leiði til áframhaldandi
þróunar í frjálsræðisátt.
Tryggvi Pálsson, forstöðu-
maður hagfræði- og áætlana-
deildar Landsbanka íslands,
lýkur grein um þetta efni í
Morgunblaðinu sl. miðvikudag
með þessum orðum:
„Mikilvægast er, að áfram sé
haldið á braut frjálsræðis í
viðskipta- og vaxtamálum.
Bankar og sparisjóðir verða
ætíð að geta boðið kjör, sem
hvetja til sparnaðar. Að lokum
má ekki gleymast, að ef vel á
að vera, þarf bein fjárfesting í
atvinnurekstri, sem vissulega
er áhættumeiri en inneign hjá
ríkissjóði eða lánastofnun, að
gefa beztu ávöxtunina."
Eimskip —
hvati til átaka
Eyland, miðsvegar milli
hins gamla og nýja heims,
er háðara samgöngum en meg-
inlandsríki. Fáar þjóðir, ef
nokkur, er jafn háð milliríkja-
verzlun og íslendingar, þ.e.
flytur út jafn hátt hlutfall
þjóðarframleiðslu — eða inn
jafn mikið af nauðsynjum. ís-
landssagan hefur fært okkur
heim sanninn um það, að eigin
stjórn á samgöngum til og frá
landinu er mikilsverð forsenda
sjálfsstjórnar þjóðarinnar yfir
höfuð.
Eimskipafélag íslands hélt
70. aðalfund sinn í vikunni.
Það hefur gegnt forystuhlut-
verki í millilandasiglingum
okkar lungann úr öldinni. Skin
og skúrir hafa skipzt á í
rekstri þess, en á sl. ári skilaði
félagið umtalsverðum hagnaði,
eða tæplega 100 m.kr. Þessa
góðu afkomu má rekja til
ýmissa þátta, innan fyrirtækis
og utan, s.s. betri nýtingar
skipastóls, hagræðingar í
rekstri, aukinna fjármuna-
tekna og efnahagsaðgerða
stjórnvalda, sem vissulega
hafa komið öllum atvinnu-
rekstri í landinu til góða.
Engin trygging er þó fyrir
áframhaldandi góðæri í sjó-
flutningum. Veður skipast-
skjótt í þeirri atvinnugrein
sem öðrum. Aldin og úrelt ein-
okunarákvæði í bandarískum
lögum, sem varðað geta flutn-
ing fyrir varnarliðið, eru
hættuboði, sem stangast á við
efni og anda varnarsamnings-
ins frá 1951. Stöðugleikinn í
verðlags-, gengis- og vaxta-
þróun, sem sett hefur svip sinn
á efnahagslíf okkar í eitt ár,
eftir áratugs ringulreið, er
mikils virði, en oft er erfiðara
að gæta fengins fjár en afla.
Fyrirtæki verða að skila
hagnaði, mynda eiginfjármagn
til að geta byggt sig upp,
tæknivæðst og staðizt sam-
keppniskröfur.
Framtíðaratvinnuöryggi,
framtíðarlífskjör og efna-
hagslegt sjálfstæði okkar hvíla
á afkomu atvinnulífsins — því
að þjóðartekjur aukizt. Þannig
er hagnaður Eimskips 1983
.,hvati nýrra átaka", eins og
stjórnarformaður félagsins
komst að orði á aðalfundinum.
Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, kannar hér hve þægilegt er að sitja í Lincoln bfl, sem smíðaður var fyrir
sýninguna. Er innréttingin í bflnum búin plussklæddum sætum, myndbandi og sjónvarpi, fullkomnum hljóm-
flutningstækjum, bflasíma og barborði. Mbi./Gunniaugur.
Bflasýningin form
lega opnuð í gær
Meðal sýningargripa er þessi Audi Quattro, sem kostar hingað kominn
2,5 milljónir miðað við að kaupa hann af bflasölu í V-Þýskalandi. Bfllinn
mun þó vera mun ódýrari gegnum umboðið hérlendis, sem kynnir bflinn.
ÞRIÐJA alþjóðlega bflasýningin,
sem haldin er í Reykjavík, var
opnuð í gær í Húsgagnahöllinni á
Bfldshöfða. Lýsti Sverrir Her-
mannsson, iðnaðarráðherra, sýn-
inguna opna í fjarveru Matthíasar
Bjarnasonar, samgönguráðherra,
sem er erlendis, en hann er vernd-
ari bflasýningarinnar.
Átján bílaumboð eru á sýning-
unni auk fyrirtækja sem sér-
hæfa sig í vörum og þjónustu
fyrir bíleigendur. Auk þess er
Fornbílaklúbbur íslands með
sýningu á fornbílum í húsnæði
ÁG, sem er í næsta húsi við Hús-
gagnahöllina. Er sú sýning hald-
in í tilefni af 80 ára afmæli bíls-
ins hér á landi, en fyrsti bíleig-
andinn hérlendis var Ditlev
Thomsen, kaupmaður.
Glæsivagnarnir nýju sem
sýndir eru á sýningunni eiga fátt
skylt við frumburðinn, og fjöl-
margir bílar eru á sýningunni,
sem ekki hafa sést hérlendis áð-
ur. Ódýrasti bíllinn mun kosta
rúmar 100 þúsund krónur, en sá
dýrasti tæpar 5 milljónir.
„Undirbúningur sýningarinn-
ar hófst á sl. ári og var Haf-
steinn Hauksson ráðinn fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar, en
hann lést af slysförum á miðju
undirbúningstímabilinu, en svo
vel var undirbúningsstarf Haf-
steins á veg komið, á þeim
skamma tíma að ekki þurfti frá
þeirri stefnu að hverfa," sagði
formaður Bílgreinasambandsins,
Þórir Jónsson, m.a. í ávarpi er
hann flutti við opnun sýningar-
innar. „Ég vil þakka sýningar-
stjórn góð störf og ekki síst Jón-
asi Þór Steinarssyni, fram-
kvæmdastjóra sýningarinnar,
fyrir umsjón með uppsetning-
unni síðustu vikurnar," sagði
Þórir.
Bílasýninginn verður opin í
dag frá kl. 14.00—22.00, á morg-
unn frá kl. 10.00—22.00, en virka
daga frá kl. 16.00—22.00. Sýn-
ingin stendur til 15. apríl.
Gífurlegur áhugi á utanferðum:
Útsýn fékk 298 ferða-
pantanir á einum degi
FERHASKRIFSTOFAN Útsýn fékk sl. miðvikudag 298 pantanir í utanlands-
ferðir og er þetta metdagur í sögu Útsýnar, að sögn Ingólfs Guðbrandssonar
forstjóra. Langflestar pantanir voru í sólarlandaferðir eða 198, en einnig var
mikið pantað í aðrar ferðir.
Að sögn Ingólfs Guðbrandsson-
ar virðist vera mjög almennur
áhugi á utanlahdsferðum meðal
landsmanna í vor og sumar og eft-
irspurnin t.d. margfalt meiri en í
fyrra. Ingólfur nefndi sem dæmi
að páskaferð Útsýnar til Spánar,
130 sæti, hefði selst upp fyrir
löngu og nú væri fullbókað í Spán-
arferðir fram í júlt. Þá verða 150
manns á vegum Útsýnar í London
um páskana. „Það hafa að meðal-
tali borist um 100 pantanir á dag
undanfarnar vikur og með sama
áframhaldi verða allar okkar ferð-
ir uppseldar eftir 5—6 vikur,"
sagði Ingólfur.
Aberandi er, að sögn Ingólfs,
hve fólk ákveður ferðalög sín fyrr
nú í ár en undanfarin ár og væri
það eflaust því að þakka að tekist
hefði að ráða niðurlögum verð-
bólgunnar og því væri ekki sama
óvissa í efnahagsmálum og t.d.
hefði ríkt árið 1983. „Verð á utan-
iandsferðum og þá einkum sólar-
ferðum er mjög hagstætt núna og
það ásamt því að fólk hefur gefist
upp á veðurfarinu á Islandi á að
mínu mati stærstan þátt í hinum
mikla áhuga íslendinga á utan-
ferðum í vor og sumar," sagði Ing-
ólfur Guðbrandsson að lokum.