Morgunblaðið - 07.04.1984, Side 27

Morgunblaðið - 07.04.1984, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984 27 Anna Cronin London — sextug Ungt fólk með hlutverk: Hlutavelta og flóamarkaður SAMTÖKIN Ungt fólk með hlutverk halda í dag kl. 14.00 hlutaveltu og flóamarkað í starfsmiðstöð sinni að Stakkholti 3, þar sem áður var Heyrn- leysingjaskólinn í Reykjavík. Ágóði af sölunni rennur síðan til starfsmiðstöðvar samtakanna á Eyjólfs- stöðum, sem sést á meðfylgjandi mynd. Rauði krossinn þingar um friðarmál Fyrir 60 árum geisaði berkla- veikin á íslandi. Fjöldi manns fór á Vífilsstaði og önnur sjúkrahús. Svarti sjúkrabíllinn kom í hverja götu og sótti pabba eða mömmu, bróður eða systur. Sumir komu aftur, aðrir fóru í svarta bílnum vestur í kirkjugarð. Með miklum dugnaði og ósérhlífni margra tókst að vinna sigur á berklaveik- inni, ekki síst lækna og hjúkrun- arfólks. Þegar einhver af heimil- inu fór á sjúkrahús kom hjúkrun- arkonan frá Líkn í heimsókn, gaf börnunum lýsi og fylgdist með heilsufari þeirra. Mér er minnis- stæður einn vetrardagur með norðan kalda og frosti að ég var sendur niður í Líkn eftir lýsi. Líkn hafði aðsetur í litlu herbergi í Sambandshúsinu. Þegar ég bank- aði á dyrnar sagði hlýleg rödd „kom inn“. Við skrifborð sat ung og falleg hjúkrunarkona og bauð mér sæti meðan hún lauk skýrslu- gerð. Svo sagði hún „nú skulum við ná í lýsið". Lýsið var geymt í tunnu austan við húsið. Það var þykkt og stirt í frostinu og við vor- um bæði orðin blá af kuida þegar við höfðum náð flöskufylli af tunnunni. Þessi Líknarkona, Sig- ríður Eiríksdóttir, er síðar í huga mér tákn þeirrar elju og ósérhlífni sem einkennir svo marga er starfa við hjúkrun. Hálfri öld síðar kynntist ég annarri ágætis konu, sem ber þessi aðalsmerki með engu minni sóma í baráttunni við annað mikið mein sem herjar nú á þjóðina. Hafa fjölmargir íslendingar leitað til London og gengist þar undir uppskurð við hjarta- og æðasjúk- dómum. Þessi kona er Anna Cron- in, sem heldur í dag upp á sextugs- afmæli sitt. Hún er gift ágætis- manni og á með honum 7 börn. Ævintýrið hennar Önnu hófst þannig að sonur hennar bar út dagblað og kom meðal annars á Hammersmith-sjúkrahúsið. Þegar hann eitt sinn kom inn á sjúkra- stofu sá hann súkkulaðipakka með íslenskri áletrun á borði eins sjúklingsins. Hann sagði móður sinni frá þessu. Anna lauk við uppþvottinn og fór því næst á spít- alann til að huga að þessum ís- lenska sjúklingi. Þar með rann boltinn af stað. Frá þessum degi hefur Anna Cronin veitt hundruð- um íslendinga, sem hafa leitað Safnaðarheim- ili Áskirkju tekið í notkun Salur í kjallara Áskirkju verður tek- inn í notkun sunnudaginn 8. apríl kl 14.30. Salurinn rúmar á annað hund- rað manns í sæti og verður hann safn- aðarheimili kirkjunnar fyrst um sinn, eða þar til byggingu aðalsafnaðar- heimilisins lýkur. Við opnunina syngur Kirkjukór Áskirkju sálm, sóknarprestur ann- ast bænargjörð og frú Helga Sig- mundsdóttir flytur ávarp. Veislu- kaffi verður reitt fram og verður það selt til ágóða fyrir kirkjubygg- inguna. Að kaffisamsætinu loknu heldur safnaðarfélagið aðalfund sinn, en um þessar mundir er það 20 ára. lækninga í London, aðstoð sfna og hjálp. Vinnutími hennar hefur oft verið langur, stundum meiri hluti sólarhringsins svo nærri má geta að þetta hefur komið niður á heimilinu. En þetta var Önnu hug- sjónastarf sem hún vann af festu og alvöru. Nú er svo komið að Anna getur aðeins hægt á sér. En hún er eng- an veginn hætt að sinna sjúkling- um í London og allar vonir standa til að við fáum að njóta krafta hennar enn um sinn. Ég og fjöldi annarra íslendinga sendum þér, Anna, og fjölskyldu þinni bestu árnaðaróskir í tilefni dagsins. Lifðu heil í mörg ár enn. Reynir Eyjólfsson Heimilisfang hennar er: Anna Cronin, 4 Badhurst house, White City, London W 12, England. Norrænu Rauðakrossfélögin hafa ákveðið að boða til ráðstefnu um friðarmál dagana 6. til 8. aprfl næstkomandi. Hún verður haldin í Sundvollen scm er í námunda við Ósló. Á ráðstefnunni verður reynt að samræma aðgerðir norrænna Rauða- krossfélaga í friðarmálum. Gert er ráð fyrir því að 9 félagar RKÍ sæki ráðstefnuna. Enda þótt Rauði krossinn hafi fyrst og fremst leitast við að draga úr þjáningum vegna styrj- alda hefur megintakmark hans frá öndverðu verið að koma í veg fyrir ófrið með því að hvetja til að friðsamlegra úrlausna sé leitað í öllum deilumálum. Nú hefur verið ákveðið að efna til alþjóðlegrar friðarráðstefnu sem verður haldin á Álandseyjum 2. til 6. september. Ráðstefnan verður haldin í boði Rauðakrossfé- laga Finnlands og Svíþjóðar. Gert er ráð fyrir að hún verði sótt af fulltrúum um 100 landsfélaga. Aðalskrifstofu RKÍ hafa nýlega borist frá Genf bæklingar og ann- að kynningarefni um friðarmál. Þar er að finna upplýsingar sem geta verið nytsamar til hugleið- ingar um friðarmál fyrir nemend- ur í skólum, eða aðra hópa sem vilja efna til kynningar á friðar- stefnu Rauða krossins og um- ræðna um hann. Fyrirlestrar um velferðar- ríkið Island „ÍSLAND: Velferðarríki fyrir hvern?“ er yfirskrifl ráðstefnu sem hópur einstaklinga hefur boðað til í Gerðubergi, menningarmiðstöðinni í Breiðholti í dag, laugardag, og hefst hún klukkan 13.00. Dagskrá ráðstefnunnar hefst með fjórum framsöguerindum. Stefán Ólafsson flytur erindi sem heitir „Er ísland velferðar- ríki?“, því næst talar Árni Gunn- arsson undir yfirskriftinni „Er velferðarríkið á undanhaldi?", þá flytur Svanur Kristjánsson tölu sem nefnist „Atvinnurekendur, velferðarríki og íslensk þjóðar- vitund", og að síðustu heldur Guðrún Jónsdóttir framsöguer- indi sem kallast „Hugmynda- fræði velferðarþjónustunnar — tæki til undirokunar eða frelsis?" Umræðuhópar um efni fram- söguerindanna taka til starfa kl. 15.00. Umræðustjórar fyrsta er- indis verða Ingibjörg Hafstað og Jón Sæmundur Sigurjónsson, annars erindis Birgir Björn Sig- urjónsson og Margrét S. Björns- dóttir, þríðja erindis Geir Gunn- laugsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fjórða erindis Guðmundur Ólafsson og Jónína Leósdóttir. Umræðuhópar skila greinar- gerð kl. 16.30, en síðan verður áframhaldandi skipulag starfs- ins rætt. Ráðstefnunni lýkur kl. 18.00. HÓTELBOB Höfum endurvakið rómað andrúmsloft liðinna ára Vistlegur veitingastaður við allra hæfi Nýr sérréttamatseðíll Gisting í stórum og skemmtilegum herbergjum s: 11440. KOMIÐ — SJÁIÐ — SANNFÆRIST Opiöídagkl.9-16 £ TT A fí Tf ITTp Skeifunni 15 nAVJiiAU r Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.