Morgunblaðið - 07.04.1984, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 07.04.1984, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1984 fclk í fréttum o 39 __________________i_________ Gömlu dansarnir í kvöld í Tónabæ kl. 21.00. Tíglar leika fyrir dansi. Danssýning í hléi. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Richard Burton í einvígi upp á líf og dauða + Leikarinn Richard Burton er maður vinsæli og vinmargur þótt hann geti stundum átt dá- lítið bágt með skapsmunina eins og kunnugt er. Burton á samt sem áður tvo óvini, sem hann segir sitja um líf sitt og nota hvert tækifæri til að bregða fyrir sig fæti. Þeir heita sígarettur og áfengi. Lengi hef- ur hann reynt að snúa þessa fjandmenn sína af sér en þeir hafa alltaf séð við honum. Hafa kannski sleppt af honum takinu stundarkorn en þjarmað síðan að honum þannig, að hann hefur legið óvígur eftir. Nú finnst Burton hins vegar komið nóg og hefur skorað illþýðinu hólm. Vopnið, sem hann ætlar að beita gegn því, heitir „aikido" en það er austræn hugleiðsluaðferð, sem margir hafa notað með góð- um árangri. Segir Burton, að nú sé annaðhvort að duga eða drep- ast. Ef hann bíði ósigur í þessu einvígi sé hann búinn að vera. „Alltaf jafn fegin þegar ég fer frá Hollywood“ — segir bandaríska leikkonan Meryl Streep + Bandaríska leikkonan Meryl Streep nýtur mikilla vinsælda nú um stundir og hefur enda þegar hlotið tvenn óskarsverð- laun og er tilnefnd til þeirra þriðju fyrir leik sinn í myndinni „Silkwood". Meryl hefur þó ekki látið frægðina stíga sér til höf- uðs. f leikarasamfélaginu vestra Eru feitlagnar konur ástheitari en grannar? + „Feitlagnar konur eru miklu ástleitnari og þurftafrekari í kynferðislegum efnum en þær grannvöxnu," segja höfundar bókar, sem er nýkomin út í Eng- landi. Höfundarnir, Caroline Buch- anan og Sandra Sedgebeer, segj- ast hafa komist að þessari niður- stöðu eftir viðtöl við og aðrar at- huganir á mörgum hundruðum kvenna. „Við komumst að raun um, að feitlagnar konur hafa svo mikla kynferðislega þörf, að hún veldur þeim sálrænum erfiðleik- um. Og eins og oft vill verða þeg- ar haldið er aftur af einni ástríð- unni, þá er huggunar leitað í annarri — í því að borða." þykir enginn maður með mönnum nema hann búi í Holly- wood en á það má Meryl ekki heyra minnst. Hún vill ekki eiga heima annars staðar en í New York og býr þar ásamt manni sínum, myndhöggvaranum Don Gummer, og tveimur börnum þeirra, Henry sex ára og Mary sex mánaða. „Ég hef að sjálfsögðu oft verið í Hollywood og ég er alltaf jafn fegin þegar ég fer þaðan. Þar keppast allir við að troða á náunganum og ég skil ekki þann hugsunarhátt," segir Meryl Streep. Meryl, sem er 34 ára gömul, ólst upp í New Jersey og fékk sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir leik í myndinni „Kramer vs Kram- er“. Önnur verðlaunin voru fyrir myndina „Sophie’s Choice" og nú er að bíða og sjá hvort þau þriðju eru á næsta leiti. + Gott er að hafa barn til blóra segir máltækið og það á svo sannarlega vel við um FBI og CIA, bandarísku alríkis- lögregluna og leyniþjónust- una. Eins og kunnugt er, þá er þeim jafnan kennt um allar vammir og skammir, sannar eða lognar, og nú hefur Yoko Ono, ekkja John Lennons, bæst í hópinn. { nýútkominni bók heldur hún því fram, að FBI hafi fyrirskipað morðið á manni sínum af því að hann var á móti kjarnorkuvopnum. aö kaupa húsgögn og fá þau afhent samdægurs, — fá uppl. um verö og gæöi og fá sendan myndalista á meöan Auto '84 stendur yfir í Húsgagnahöllinni. Hringdu í þjónustusíma okkar Afgreiðsla og afhending húsgagnanna fer fram sam dægurs, greíðsla ýmist við afhendingu eða í pósti. HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA BDS6AGNAB0LLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.