Morgunblaðið - 05.05.1984, Síða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
tratisiMfiMfe
STOFNAÐ 1913
101. tbl. 71. árg.
LAUGARDAGUR 5. MAI 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Lech Walesa leiðtogi óháðu verkalýðssamtakanna í Póllandi:
Næst verður ofbeldi
lögreglunnar svarað
Moskvu og Varsjá, 4. maí. AP.
„MÉR ÞYKIR leitt að þurfa að segja
það, en þetta eru líklcga sfðustu mót-
mælaaðgerðirnar þar sem lögreglan
er látin komast upp með að beita fólk
ofbeldi án þess aö það svari fyrir
sig,“ sagði pólski verkalýðsleiðtoginn
Lech Walesa í dag í viðtali við vest-
ræna fréttamenn um óeiröirnar í
nokkrum stórborgum Póllands á
þriðjudag og fimmtudag.
Walesa kvaðst hafa hvatt til
friðsamlegra mótmæla, en gæti
ekki lengur haldið aftur af fólki
sem vildi verja hendur sínar. Sjálf-
ur sagðist hann ætla að svara i
sömu mynt ef á hann yrði ráðist.
Pólsk yfirvöld hafa viðurkennt
að 686 manns hafi verið handteknir
er lögregla réðst á mótmælagöngur
óháðu verkalýðssamtakanna 1. maí
og leysti þær upp. Til óeirða kom
einnig 3. maí, en þann dag minnast
Pólverjar stjórnarskrárinnar frá
1791 er færði þeim aukin lýðrétt-
indi. Ekki er vitað hve margir voru
þá handteknir, en yfirvöld segja að
þeir hafi verið „mun færri" en 1.
maí.
Wojciech Jaruzelski leiðtogi
Pólverja er nú staddur í Moskvu til
viðræðna við Konstantin Chern-
enko forseta Sovétríkjanna. í dag
undirrituðu þeir samning sem ríkin
hafa gert með sér um samvinnu á
sviði efnahagsmála og tækni og
vísinda. Talið er fullvíst að óeirð-
irnar í Póllandi að undanförnu og
almennt stjórnmálaástand í land-
inu hafi einnig borið á góma í við-
ræðum leiðtoganna og það þykir til
marks um mikilvægi þeirra að auk
Chernenkos tóku þátt í þeim for-
sætisráðherra, utanríkisráðherra
og varnarmálaráðherra Sovétríkj-
anna.
Jaruzelski sagði í hádegisverð-
arboði í Kreml að ekki kæmi til
greina að víkja frá stefnu komm-
únistaflokka í Póllandi. Chernenko
sagðist trúa því að Pólverjar gætu
komist yfir erfiðleika sína og lagði
áherslu á að kommúnistar styrktu
stöðu sína í Austur-Evrópu.
Forkosningar bandarískra demókrata í dag:
Framtíð Harts
ræðst í Texas
Wa-shington, 4. maí. AP.
DEMÓKRATAR í Texas munu á morgun, laugardag, leggja sitt lóð á vogar-
skálarnar í forkosningabaráttunni innan flokksins. Eru þeir Mondale og llart
báðir sigurvissir og fyrir þann síðarnefnda er um „líf eða dauða“ að tefla. Ef
hann sigrar ekki nú getur hann tekið pokann sinn. Um það eru flestir sam-
mála.
Flokksvélin og flestir frammá- Bentsen, öldungadeildarþingmað-
Kosið í E1 Salvador
á morgun:
Duarte sigur-
stranglegur
San Salvador. 4. maí. AP.
NAPOLEON DUARTE úr Kristi-
lega demókrataflokknum er talinn
sigurstranglegur í úrslitaumferð
forsetakosninganna í El Salvador,
sem fram fer á sunnudag milli
hans og Roberto D’Aubuissons,
forsetaefnis hægri manna. Duarte
hlaut 43% atkvæða í fyrri umferð
kosninganna 25. marz sl., en D’Au-
buisson fékk þá 29%.
Talið er að Duarte fái mikið af
fylgi þeirra frambjóðenda, sem
tóku þátt í fyrri umferð kosn-
inganna.
Sjá: „Sigurlíkur Duarte hafa far-
ið vaxandi", bls. 16—17.
Þrjú þúsund manna herlið stjórnar El Salvador er nú í (’abanas-héraði í norðausturhluta landsins og sækir þar
fram gegn skæruliðum vinstri manna. Er markmiðið að hindra að skæruliðar komi í veg fyrir þátttöku kjósenda
í forsetakosningunum á morgun. A þessari símamynd frá AP sést hluti herliðsins.
menn demókrata í Texas styðja
Mondale, en stuðningsmenn Harts
eru þó bjartsýnir á að sigra. Lloyd
Grænland:
Mokveiði
á rækjunni
Kaupmannahöfn. 4. maí. Krá NJ. Hruun,
GrænlandsfrétUiriUra Mlil.
ÁTTA af níu togurum dönsku
Grænlandsverslunarinnar eru nú
hættir þorskveiðum og teknir til
við rækjuna með góðum árangri.
Fyrstu þrjá mánuði ársins fengu
þeir 1.687 tonn af rækju við vest-
urströndina, en á sama tíma f
fyrra fengust þar aöeins 500
tonn.
Rækjuveiðarnar ganga sér-
staklega vel á svokölluðum
Banan-banka vestur af Nuuk,
þar sem löngum hafa verið góð
þorskmið, og allt norður til
Disko-eyjar. Hvað þorskveið-
arnar snertir er hins vegar um
algert hrun að ræða. Eini tog-
ari Grænlandsverslunarinnar,
sem þær stundar, fékk 260
tonn á fyrstu þremur mánuð-
um ársins.
ur, kom fram með Mondale á fundi
í Austin og sagði, að demókratar
þyrftu á að halda leiðtoga, sem
gæfist ekki upp, þótt á móti blési.
Atti hann þá við, að Mondale hefði
tvíeflst við ósigrana fyrir Hart
snemma í forkosningunum.
Texas sendir 169 fulltrúa á
landsfundinn í júlí og það er nú eða
aldrei fyrir Hart að sýna að hann
eigi einhverja möguleika. Um helg-
ina, frá laugardegi til þriðjudags,
munu demókratar velja samtals
600 fulltrúa í forkosningum og svo
getur farið, að úrslit á landsfundin-
um verði raunverulega kunn strax
á miðvikudag.
Bæjar- og sveitarstjórnakosningar í Bretlandi:
íhaldsflokkurinn
galt mikið afhroð
London, 4. maí, AP.
ÍHALDSFLOKKUR Margrétar
Thatchers forsætisráðherra beið mik-
inn ósigur í bæjar- og sveitarstjórna-
kosningum sem fram fóru í Bretlandi
Hermdaryerkasveitir
gyðinga afhjúpaðar
Tel Aviv, 4. mȒ. AP.
ÚTVARPIÐ í Tel Aviv greindi frá því í dag að ísraelska öryggislögreglan hefði
afhjúpað nokkur leynileg samtök öfgasinnaðra gyðinga sem höfðu á prjónun-
um hermdarverk gegn Palestínumönnum.
Samkvæmt frétt útvarpsins hafa
margir verið handteknir og búist er
við frekari handtökum. Samtökin
munu hafa haft í bígerð að ráðast á
palestínska stúdenta á hernáms-
svæði ísraela á Vesturbakkanum.
M.a. höfðu verið lögð drög að árás á
Bir Zeit-háskólann, en þar eiga
þjóðernissinnaðir Palestínumenn
miklu fylgi að fagna.
Fyrir nokkrum dögum voru 35
öfgasinnaðir gyðingar handteknir
eftir að sprengjur sprungu í fimm
strætisvögnum í eigu Palestínu-
manna með þeim afleiðingum að 33
óbreyttir borgarar slösuðust.
í gær. Verkamannaflokkurinn og
Bandalag jafnaðarmanna og frjáls-
lyndra juku hins vegar fylgi sitt.
íhaldsflokkurinn tapaði einnig fylgi í
aukakosningum til þingsins í þremur
kjördæmum, en hélt þó þeim tveimur
þingsætum sem hann hafði þar fyrir.
íhaldsmenn töpuðu meirihluta
sínum í 14 bæjum og borgum, þar á
meðal í iðnaðarborginni Birming-
ham, hafnarborgunum Liverpool
og Southampton, Cheltenham, og
Edinborg, höfuðstað Skotlands. A
þessum stöðum er Verkamanna-
flokkurinn nú í meirihluta.
Frambjóðendur íhaldsflokksins í
kjördæmunum South-West Surrey
og Stafford náðu endurkjöri, en
misstu mikið fylgi til Bandalags
frjálslyndra og jafnaðarmanna.
Frambjóðandi Verkamannaflokks-
ins vann á ný öruggan sigur í kjör-
dæminu Cynon Valley í Suður-
Wales.
Ef tekið er mið af úrslitum síð-
ustu þingkosninga í Bretlandi þýða
þessi úrslit 9 prósent fylgisaukn-
ingu Verkamannaflokksins. Neil
Kinnock, formaður flokksins, sagði
á fundi verkalýðsfélags í Llan-
dudno í Welsh, er úrslit voru kunn:
„Ef þetta hefðu verið þingkosn-
ingar væri ég ekki staddur hér
núna. Ég væri að flytja inn í for-
sætisráðherrabústaðinn við Down-
ing Street."
Diana Dors
lést í gær
Windsor. 4. maí. AP.
BRKSKA leikkonan Diana Dors
lést í kvöld eftir langvinna baráttu
viö krabbamein. Hún var 52 ára aö
aldri.