Morgunblaðið - 05.05.1984, Síða 12

Morgunblaðið - 05.05.1984, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ1984 ársins drottningar verða ir hússi íslahds 1984 ' hliðs§pi(d§ þ föstuda Hér ngu Reykjavíkur 198T. ~Dómnefnd keppninnar ardrottningarnar verða valdar og krýndar við yerður ^ah kynnir MorgunhlaðédkMp^^^Íknanna, sem taka þátt í úrslitakeppnin m verða kynntar Magðalena Ósk Einarsdóttir: Ætla að verða læknaritari MAGÐALENA ÓSK EINARSDÓTTIR er Breiðhyltingur í húð og hár, þar hefur hún búið síðan hún var kornabarn. Hún verður 18 ára 15. júlí í sumar, fædd 1966. „Ég stunda nám á læknaritarabraut í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og hef hugsað mér að reyna að fá vinnu sem læknaritari þegar ég lýk námi um tvítugt," sagði hún. „Mér líst vel á að taka þátt í þessari keppni þótt ég hafi ekki mikinn tíma til að hugsa um hana vegna prófanna, sem eru búin hjá okkur 10. maí. Það hefur verið gaman að kynnast fólkinu og öllu, sem er að gerast í kringum keppnina." Magðalena lagði stund á dansnám áður fyrr en nú tekúr skólinn allan hennar tíma — það er rétt svo, að hún gefur sér tíma tvö eða þrjú kvöld í viku til að fara út að hlaupa. Tek öldungadeildina í kvöidskóia í haust GUÐRÚN Reynisdóttir er fædd og uppalin í Keflavík og vill heist ekki annars staðar vera. Hún verður 18 ára 9. ágúst í sumar og starfar nú sem stendur í tískuversluninni Coda í heimabæ sínum. Framtíðaráform- in eru enn nokkuð óljós en hún er þó ákveðin í að fara í öldungadeild Fjölbrautaskólans á hausti komanda og sækja kvöldskóla. „Keppnin leggst bara vel í mig,“ sagði hún, „en ég neita því ekki að ég er svolítið óstyrk í aðra röndina. Annars er erfitt að segja nokkuð um keppnina fyrr en hún er yfirstaðin — en mér finnst mjög gaman að taka þátt í þessu." Helstu áhugamál Guðrúnar eru ferðalög og skíðaiðkun. „Flínk?" endurtók hún. „Ja, ég get að minnsta kosti staðið!"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.