Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984 19 Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: J.S. Bach — Forlcikur í g-moll Áskell Másson — Konsert fyrir lág- fiðlu Dvorák — Sinfónía nýja heimsins Einleikari: Unnur Sveinbjarnardótt- ir Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Fyrsta verkið á efnisskránni er svíta nr. 5 og sögð eftir J.S. Bach. Svíturnar kallaði Bach forspil (Overture) og eru til fjögur slík verk eftir hann. Fimmta verk sömu gerðar er til með rithendi Bachs, en ekki talið eftir hann, þó það beri merkið 1070 í tón- verkaskránni, sem eins konar af- gangsnúmer. Gárungar segja að verkið sé eftir strákana hans en aðrir, að gamli maðurinn hafi af- ritað verkið, sem nú sé glatað í upprunalegri gerð. Hvað sem því líður er gerð verksins ólík því sem heyra má hjá Bach, endalausar hljómeltur, einfaldar endurtekn- Unnur Sveinbjarnardóttir ingar steffryma og mjög einfaldur hljómrænn ritháttur, sem meira að segja minnir á fyrstu píanó- sónötur Haydns. Svona lagað hefði gamli Bach ekki gert, enda er verkið skráð í listanum aftast og með athugasemdinni óekta — falsað — rangfeðrað. Aðalvið- Askell Másson burður kvöldsins var frumflutn- ingur lágfiðlukonserts eftir Áskel Másson. Verkið er einþáttungur, sem rofinn er með kadensu og endar á kadensu. Samleikur hljómsveitar og einleikshljóðfær- is er skýr og hljómfallegur en öll átök mjög skammæ. Kadensurnar og þó einkum sú seinni eru ekta kadensur með sterkum „impró- vístorískum" blæ. Unnur Svein- bajrnardóttir er frábær fiðluleik- ari og lék hún konsertinn með glæsibrag. Síðasta verkið var svo Sinfónía nýja heimsins eftir Dvorák. Þetta glæsiverk var á köflum mjög vel leikið, þrátt fyrir óþarfa ónákvæmni í samspili sem víða mátti heyra. Enska sólóin í Largo-þættinum var mjög vel leikin af Daða Kolbeinssyni og eitt og annað var einnig vel leikið, svo að í heild var flutningurinn ánægjulegur undir stjórn Jean- Pierre Jacquillat. Jón Ásgeirsson P.s. Smáleiðrétting: 1 umsögninni um Pierre Laniau breyttist e_in setning lítillega en þar segir: „Pierre Laniau ræður yfir ótrú- lega mikilli tækni" en átti að vera samkvæmt handriti „ræður trú- lega yfir mikilli tækni“. Eitt lítið „ó“ getur breytt miklu. Önnur mistök er rétt að nefna og það var í umsögn um tónleika Mótettu- kórs Hallgrímskirkju en þar eru raddsetningar sagðar eftir söng- stjórann, Hörð Áskelsson, en rétt er að þær eru gerðar af bróður hans, Jóni Hlöðver Áskelssyni, sem áður hefur sýnt að hann á erindi við nótnablaðið. J.Á. Þriöja útboð ríkisvíxla: Lágmark víxlafjölda nú fímm Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt þriðja útboð ríkisvíxla, að upphæð 30 milljónir kr. Sú breyting er á orðin frá fyrri útboðum, að nú er lágmark víxlafjölda sem tilboð þarf að gera í 5 víxlar í stað 10 áður. Hver víxill er að fjárhæð 50 þúsund kr. og lág- marksupphæð því 250 þús. kr. í stað 500 þús. kr. f öðru útboði ríkisvíxlanna sem var í síðasta mánuði seldust 57 víxlasett, hvert þeirra að nafn- verði kr. 500 þús. kr., eða samtals 28,5 millj. kr. Söluverðið nam 26,9 millj. kr., sem jafngilti 25,97% ársávöxtun að meðaltali. í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneyti segir, að fækkun lágmarksfjölda víxla sé nú ákveð- in í þeim tilgangi að gefa fleirum kost á að gera tilboð í ríkisvíxla. Skilafrestur tilboða rennur út kl. 14 hinn 9. maí nk. w öiiuni huð^gi^um. & týrl. rafdr 1 laesiua3/: jepp' a ' réttlHð' ,álfvirkur ] itýri oð sJafdrifnar )asti"ir' lngar oð rúöur. [f ks0Pnari- r .kottioksoi' u ÞORA DAL AUGL YSINGASTOFA LUXUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.