Morgunblaðið - 05.05.1984, Síða 26
T'O
26
^ » 1Í - rr»Tr-\ f rTíT • r»TT * t nrn » rrrisrTrwrovil
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984
Þessi mynd er tekin á Flóamarkaði sem Fimleikahópur Stjörnunnar gekkst
fyrir á Lækjartorgi sl. sumar. Kristjana Kristjánsdóttir mátar jakka á Hall-
dór Snorrason.
Fimleikahópur kvenna í Stjörnunni Garðabæ:
Gengst fyrir flóamarkaði
og kökubasar um helgina
Ráðherrar Framsókn
ar sátu fyrir svörum
Rangur tími
í ÞÆTTINUM „Hvað er að gerast
urr. helgina" í Mbl. í gær var sagt
frá máíverkauppboði sem haldið
verður í Gyllta salnum á Hótel
Borg nk. sunnudag. Rangt var far-
ið með tímasetningu, en uppboðið
verður frá kl. 15.00—17.00. Mál-
verkin verða hins vegar til sýnis á
staðnum frá kl. 13.00. Morgun-
blaðið biðst velvirðingar á þessum
mistðkum.
Kristján Elís Jónasson.
Söngtónleikar í
Norræna húsinu
KRISTJÁN Elís Jónasson, barítón-
söngvari, heldur tónleika í Norræna
húsinu í dag, laugardag, klukkan 16.
Undirleikari er Vilhelmína Ólafs-
dóttir.
Kristján Elís Jónasson er frá
Helgastöðum í Reykjadal. Hann
hefur verið búsettur á Akranesi
undanfarin fimm ár og stundað
söngnám þar, fyrst hjá Guðmundu
Elíasdóttur en síðan hjá Unni
Jensdóttur.
Fimleikahópur kvenna úr Stjörn-
unni í Garðabæ fer til Noregs í
sumar til að taka þátt I norrænni
fimleikahátíð. Til að standa straum
af kostnaði við ferðina standa kon-
urnar fyrir flóamarkaði og kökusölu
í Garðaskóla við Vífilsstaðaveg laug-
ardag og sunnudag, 5. og 6. maí.
SIGRÚN Eldjárn opnar sýningu í
dag, laugardaginn 5. maí, í húsi Jóns
Sigurðssonar við 0ster Voldgade 12
í Kaupmannahöfn. Sigrún dvelur um
þessar mundir ásamt fjölskyldu
sinni í fræðimannsíbúðinni þar í
húsi. Á sýningunni verða grafík-
myndir og teikningar gerðar
1983—’84.
Opið er báða dagana frá kl. 14—19.
Fimleikahópurinn tekur þátt í
norrænni fimleikahátíð í Sande-
fjord í Noregi 24,—30. júní nk.
Hópurinn sýnir á hátíðinni og tek-
ur einnig þátt í námskeiðum. Lov-
ísa Einarsdóttir er þjálfari hóps-
ins.
Þetta er fjórða einkasýning Sig-
rúnar, en hún hefur einnig tekið
þátt í fjölmörgum sýningum
heima og erlendis. Sýningin í
Jónshúsi er opin virka daga frá
17—22, laugardaga 14—22 og
sunnudaga 14—20, en er lokuð á
þriðjudögum. Sýningin stendur til
27. maí.
VEGNA mistaka við vinnslu féll
niður eftirfarandi frétt, sem birtast
átti í Mbl. 1. maí undir fyrirsögninni
„Ráðherrar Framsóknar sátu fyrir
svörum á Akureyri: Landbúnaðar-
málin valda deilum innan flokks-
ins.“:
Akureyri, 30. apríl.
„AÐ ÁLITI okkar framsóknar-
manna eru forgangsverkefni í
stóriðjumálum þrjú og í þessari röð:
í fyrsta lagi kísilmálmverksmiðjan á
Reyðarfirði, sýni útreikningar að
hún sé arðbær, í öðru lagi orkufrekt
fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu og í
tiriðja lagi að stækka verksmiðju
SAL við Hafnarfjörð,” sagði Stein-
grímur Hermannsson, forsætisráð-
herra, á fundi hér á Akureyri í gær,
þar sem ráðherrar Framsóknar-
flokksins sátu fyrir svörum fund-
armanna.
Ekki sýndu Akureyringar þess-
um gestum mikinn áhuga, þvi fátt
var fremur um fundargesti lengst
af. í ljós kom í fyrirspurnum og
svörum ráðherra, að framsókn-
armenn eiga nú í hinum mestu
erfiðleikum með að sætta fylgis-
menn sína innan bændastéttar og
í þéttbýlinu um nýjar leiðir í
framleiðslumálum landbúnaðar-
ins. Ráðherrarnir tóku fram, að
hjá breytingum yrði vart komist,
en tryggja yrði að þeim sem yrðu
fyrir framleiðslutapi af þeim völd-
um yrði að tryggja afkomu í ein-
hverri hinna nýju hliðarbúgreina,
svo sem í loðdýrarækt eða fiskeldi.
Töldu þeir að ná mætti á fimm
árum því markmiði, að útflutning-
ur á dilkakjöti yrði aðeins óveru-
legur.
Nokkuð var rætt á fundinum
um Nútímann og sýndist þeim
sem til máls tóku að ýmislegt væri
við þær breytingar sem gerðar
hafa verið á blaðinu aö athuga.
Steingrímur Hermannsson taldi
að yfirráðaréttur flokksins á blað-
inu væri ekki lengur fyrir hendi,
og gat þess sérstaklega, að hann
hefði lagt fram tvær tillögur varð-
andi útgáfuna og í báðum tilfell-
um hefði verið farið þveröfugt að,
þannig að ljóst væri að hans áhrif
á þeim bæ væru ekki mikil.
Ýmislegt fleira bar að sjálf-
sögðu á góma á fundi þessum, en
hér er ekki ráðrúm til að rekja
það. G. Berg.
Kaffisala í
Landakotsskóla
Á SUNNUDAGINN, 6. maí, halda
foreldrar nemenda í Landakotsskóla
kaffisölu í skólanum. Allur ágóói
rennur til styrktar starfsemi skól-
ans. A boóstólum verða smurt brauð,
tertur og kökur.
Þessi kaffisala er að verða ár-
legur viðburður, þar sem fyrrver-
andi og núverandi nemendum
gefst kostur á að heimsækja skóla
sinn með fjölskyldu og kunningj-
um.
Sérstaklega er gömlum nemend-
um boðið að koma. Skólinn verður
opnaður kl. 15.00.
Sigrún Eldjárn sýnir í Jónshúsi
_ <;séúðundraheimkaWl,^nn
pesbd nilum Utum,
kaktusum-
pr.stk.kr.69.