Morgunblaðið - 05.05.1984, Side 34

Morgunblaðið - 05.05.1984, Side 34
ao 34 MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ1984 + Móðir okkar og systir, BRYNDÍS G. SIGURDARDÓTTIR, áður Norðurstíg 5, lést á heimili dóttur sinnar i Philadelphiu, Bandaríkjunum, 24. apríl. Kveðjuathöfn fer fram 7. maí kl. 3 e.h. í Nýju Fossvogskapellunni. Blóm og kransar afbeðnir. Dætur og systkini hinnar látnu. t ÞURÍÐUR KRISTJANA JENSDÓTTIR, Lokastíg 8, Reykjavík lést á Borgarspítalanum, 27. april. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Karl Halldórsson. + Útför bræðranna, ARNODDARJÓHANNESSONAR, Vesturgötu 25, Keflavík, og JÓNSJÓHANNESSONAR, Ásbraut 9, Keflavík, veröur gerð frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. maí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og systkini hinna látnu. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR LILJU JÓNSDÓTTUR. Tómas Sigurþórsson, Guðjón Tómasson, Kristin Ísleifsdóttír, Sigurþór Tómasson, Ruth Ragnarsdóttir, Tómas Tómasson, Guörún Elín Kaaber og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður, fósturfööur, tengdaföður og afa, EIRÍKS ÁGÚSTSSONAR, kaupmanns, Bólstaðarhlíö 12. Ágúst G. Eiríksson, Ingveldur Valdimarsdóttir, Grétar N. Eiríksson, Þorgeröur Arnórsdóttir, Guðmundur I. Eiríksson, Kristín Eggertsdóttir, Reynir A. Eiríksson, Unnur Jörundsdóttir og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar systur okkar og fóstursystur, ÁSRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, hjúkrunarkonu, Víöimel 19, Reykjavík. Unnur Sigurjónsdóttir, Áskell Sigurjónsson, Fríöur Sigurjónsdóttir, Sígurbjörg Sigurjónsdóttir, Halldóra Sigurjónsdóttir, Bragi Sigurjónsson, Gíslí T. Guömundsson. + Þökkum innilega vináttu og samúö vegna andláts og útfarar SÆMUNDAR PÁLSSONAR, múrara, Byggöarenda 16. Guörún Anna Oddsdóttir, Oddur Sæmundsson, Unnur Jóna Sigurjónsdóttir, Páll Sæmundsson, Ingi Sæmundsson, Steinunn Bjarnadóttir og barnabörn. Minning: Halldór Gunnlaugsson hreppstjóri Kiðjabergi Fæddur 20. september 1892 Dáinn 24. aprfl 1984 í dag kveðjum við Grímsnes- ingar aldinn heiðursmann, Hall- dór Gunnlaugsson í Kiðjabergi. Hann var fæddur 20. september 1892, sonur hjónanna Soffíu Skúladóttur og Gunnlaugs Þor- steinssonar bónda og hreppstjóra í Kiðjabergi. Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1913 og guðfræðiprófi frá Háskóla Islands 1917. Hann gerðist bóndi í Kiðjabergi 1924 og var það til dauðadags og var þá elsti bóndi í Árnessýsiu og sá sem lengst hefur búið eða tæp 60 ár. Soffía móðir Halldórs stóð fyrir búi hans til dauðadags 1954 og hafði þá verið húsmóðir í Kiðjabergi í 68 ár. Heimilið í Kiðjabergi var þekkt fyrir myndarskap og velvild, eink- um margvíslega aðstoð við heimili í sveitinni, þar sem fátækt og veikindi voru, sem títt var fyrr á árum. Grímsnesingar heiðruðu minn- ingu foreldra Halldórs með því að stofna minningarsjóð á áttræðis- afmæli frú Soffíu í Kiðjabergi. Sjóðurinn heitir Sveitarprýði og beitir sér m.a. fyrir hverskonar fegrun umhverfis býli sveitarinn- ar og við kirkjur, eftir því sem efni sjóðsins leyfa. Halldór var hreppstjóri frá 1932 til 1976 og í hreppsnefnd Gríms- neshrepps frá 1924 til 1958. Sátta- nefndarmaður og umboðsmaður skattstjóra og úttektarmaður, jafnframt hreppstjórastörfum. Búnaðarfélag Grímsneshrepps gerði hann að heiðursfélaga átt- ræðan og hreppsnefnd að heið- ursborgara Grímsneshrepps á 90 ára afmælisdegi hans, 20. sept- ember 1982. Ég man fyrst eftir Halldóri sem prófdómara í barnaskóla, hann gekk á milli borða, leit á verkefnin og með sérlega ljúfmannlegu fasi og framkomu fundum við börnin, að þar fór vinur okkar, sem gjarn- an vildi hjálpa okkur við úrlausn- ir. Seinna stundaði ég umferðar- vinnu og var þá í tvígang í Kiðja- bergi og kynntist þá eldamennsku Halldórs, sem var einstök og verð- ur ekki annað séð en að hann hafi verið langt á undan sinni samtíð, en hann hafði aðstoðað móður sína, þegar aldurinn færðist yfir hana og lært af henni. Ekki var síður skemmtilegt að eiga samræður við Halldór um menn og málefni. Hnittin tilsvör manna kunni Halldór og sagði ein- staklega vel frá löngu liðnurn at- burðum. Þá langar mig að geta þess að Halldór var oftlega beðinn um að flytja líkræður yfir moldum sveit- unga sinna og þóttu þær ræður áhrifamiklar og vel fluttar. Prestastétt landins hefði eignast góðan kennimann ef Halldór hefði stigið skrefið til fulls og orðið prestur, eins og menntun hans gaf tilefni til, en við Grímsnesingar erum ánægðir með það hlutskipti að hafa átt bóndann Halldór í Kiðjabergi að samferðamanni. í Kiðjabergi var löngum rekið stórt og gott bú. Þar naut Halldór Hjonaminning: Rannveig Jönsdóttir og Jbn Jbhannesson Kannveig Fædd 17. október 1910 Dáin 19. ágúst 1978 Jón Fæddur 20. desember 1911 Dáinn 30. apríl 1984 Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu Frelsarinn góður gaf. Ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrlegum Ijósum löndum þar lífsins tré gróa á fögrum ströndum, við sumaryl og sólardýrð. (Úr söngbók Hjálpræðishersins.) Það eru margar og góðar minn- ingar sem koma upp í hugann er við hugsum til afa og ömmu. En efst í huga er þakklætið fyrir þá ást og umhyggju sem þau sýndu okkur. Það eru ekki allir þeim kostum búnir að hafa alltaf nógan tíma handa öðrum, en þannig voru afi og amma. Alltaf var tími til að rétta öðr- um hjálparhönd og enginn fór er- indisleysu til þeirra. Þær voru ófáar ferðirnar þegar skroppið var með afa í bíltúr og þá þurfti alltaf að koma við í sjoppu, enda var það aldrei svo að eitt- hvað væri ekki í vasanum hans afa. Og amma lumaði alltaf á ein- hverjum sögum í pokahorninu þegar komið var við hjá henni. Alltaf var þolinmæðin sú sama þó hún þyrfti að endurtaka sömu sög- una aftur og aftur. Það er tómlegt að hugsa til þess að nú séu þau bæði farin, en öll leggjum við í hinstu för og þar hittumst við öll að nýju. En afi er ekki einn á ferð þegar hann Ieggur í sína hinstu för. Við viljum minnast bróður hans, Arn- oddar Jóhannessonar, sem lést laugardaginn 28. apríl. Þeir verða jarðsungnir saman frá Keflavíkurkirkju í dag klukk- an tvö. Við færum þeim þakkir fyrir samfylgdina og óskum þeim góðrar ferðar til hinna nýju heim- kynna. Lát akkeri falla! Ég er í höfn. Ég er með Frelsara mínum. Far vel, þú æðandi dimma dröfn, vor drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akkeri í Ægi falla ég alla vinina heyri kalla, sem fjrrri urðu hingað heim.“ (Úr söngbók Hjálpræðishersins.) Blessuð sé minning afa og ömmu okkar. góðra manna og vil ég geta tveggja, Þorsteins Stefánssonar, sem var hans hægri hönd á meðan líf og heilsa entust, og Þorláks Jónssonar, sem nú í seinni tíð gerði Halldóri kleift að stunda bú- skap og vera heima á sinni ættar- jörð, jörðinni og staðnum, sem honum var kærastur hér í heimi. Hafi Halldór þökk fyrir allt og Böðvar Pálsson. Halldór Gísli Gunnlaugsson hét hann fullu nafni og var fæddur á Kiðjabergi í Grímsnesi 20. sept- ember árið 1892, sonur sæmdar- hjónanna Gunnlaugs Þorsteins- sonar hreppstjóra og Soffíu Skúla- dóttur. Halldór var næstyngstur af sex börnum þeirra hjóna. Þau eru nú öll Iátin, allt þekktir og vel metnir borgarar um sína daga. Öll voru þau Kiðjabergssystkinin sett til mennta, þegar aldur leyfði. Halldór gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúd- entsprófi 1913, en las síðan guð- fræði við Háskóla Islands og varð cand. theol. 13 febr. 1917 með hárri einkunn, enda var hann mik- ill námsmaður og kappsamur. Tengslin við heimabyggðina rofn- uðu samt aldrei á langri skóla- göngu, því Halldór snéri heim að Kiðjabergi með háskólaprófið upp á vasann. Örlagadísirnar höfðu spunnið sinn vef. Hann hafnaði embættisframa en kaus heldur að gerast bóndi á föðurleifð sinni og erja jörðina. Halldór tók um þess- ar mundir við búi foreldra sinna og var stórbóndi á Kiðjabergi í meira en hálfa öld og jafnframt leiðtogi Grímsnesinga í mörgum málum, hreppstjóri þeirra í 40 ár, hollvinur, ráðgjafi og mannasætt- ir, sem jafnan sá færa leið í vanda. En Halldór stóð ekki einni, þótt hann væri ókvæntur, því Soffía móðir hans stóð í áratugi fyrir búi með honum af mikilli rausn og dugnaði. Ennfremur vinur hans og uppeldisbróðir, Þorsteinn Stef- ánsson, sem var óvenjulegur dugn- aðar- og þrekmaður, vann heimii- inu til dauðadags. Mörg fleiri nöfn eru í minningunni, þó ekki verði hér upp talin, svo tæmandi verði. Ekki má þó láta hjá líða að þakka Þorláki Jónssyni hans miklu tryggð við Halldór til hinstu stundar. Frændgarðurinn frá Kiðjabergi er orðinn fjölmennur. Allir eiga þar Halldóri frænda mikið að þakka, því að hann var stór í snið- um og hafði mikið að miðla öðrum. Við systkinabörnin og okkar fólk nutum ríkulega hjálpsemi hans og vináttu. Þar var aldrei spurt um endurgjald. Gleðin yfir að geta orðið öðrum að liði nægði honum. Halldór var víðlesinn, fróður um menn og málefni og stálminn- ugur þrátt fyrir háan aldur. Þótt heilsa hans væri tekin að bila hin síðustu misseri var andinn heill. Halldór á Kiðjabergi var í engu meðalmaður á sinni löngu æfi. Það reyndu þeir, sem nutu vináttu hans og leituðu til hans í sorg eða vanda. Vegna vitsmuna sinna og mælsku hefði Halldór á Kiðja- bergi notið sín vel í klerkastétt og orðið góður kennimaður. Hjá hon- um fór saman á fagran hátt þjón- usta við guð og menn og þá ætt- armold er hann unni. Að leiðarlokum er mörgum söknuður í huga, þegar við kveðj- um frænda og vin. Blessuð sé minning hans. Sigurður Ingason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.