Morgunblaðið - 05.05.1984, Side 36

Morgunblaðið - 05.05.1984, Side 36
ro ¥ » %r - * /^fT ) r\TT • ▼ f-fT. • TrrTfTTo 36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1984 Minning: Anna Kristjana Kristinsdbttir Fædd 7. apríl 1927 Dáin 27. apríl 1984 í dag verður jarðsett frá Garða- kirkju föðursystir mín, Anna Kr. Kristinsdóttir. Vegna kynna minna og tengsla vil ég skrifa nokkur orð í minningu um þessa einstöku konu. Ekki ætla ég að rekja lífsferil hennar, en þegar ég sit hér með penna í hendi og rifja upp minn- ingarnar um hana Onnu frænku, kemur margt upp, svo margt já- kvætt að ég geri mér grein fyrir því að ekki er hægt að lýsa þeim tilfinningum með nokkrum orð- um, né finn nein lýsingarorð sem henni eru sæmandi. Ég minnist hennar sem ungur drengur, þegar ég með föður mín- um kom til afa og ömmu á Vestur- götu 46a, þar setti hún svip sinn á fjölskylduboð og heimsóknir með glaðværð sinni og innileika. Ég minnist hennar frá þeim skiptum sem ég kom í afgreiðslu- sal Landsbankans, þar sem hún var gjaldkeri um árabil, hversu vel hún tók á móti mér, þótt erind- ið væri oft lítið annað en að fá að finnast meiri maður að þekkja Önnu frænku, sem vann í svona stóru húsi. Síðan liðu nokkur ár þar til Anna gerðist samstarfsmaður minn í nýstofnuðu fyrirtæki föður míns 1972. Eins og vant er við nýstofnuð fyrirtæki, þá gekk á ýmsu og var hún alltaf boðin og búin að leggja sitt af mörkum. Vinskapur þeirra systkina, föður míns og Önnu, var alltaf mikill og leitaði hann oft ráða hennar og álits vegna hennar einstöku rétt- sýni. Ekki brást hún heldur móður minni og systkinum þegar faðir minn féll frá 1975. Hennar viðmót allt, ástúð og hjálpsemi verða aidrei þökkuð. Sérstaklega veit ég um tilfinn- ingar móður minnar í hennar garð, sem átti um sárt að binda, henni var hún ómetanleg. Mér, sem tók við ungu fyrirtæki í örum uppvexti og með ótal vandamálum, var hún alltaf stoð sem mátti treysta. Það skarð, sem höggvið hefur verið, verður ekki uppfyllt. Starfsandi hennar og áhugi, hlýlegt viðmót og vinátta, verður ekki bætt. Hún átti hug okkar allra, samstarfsfólks og viðskiptavina sem henni kynntust. Það er erfitt þegar ástkær ætt- ingi og vinur fellur frá, en við skulum hafa hugfast að dauðinn er oft líkn og minnast þeirra orða Krists á krossinum, þegar hann segir við bandingjann sem iðrað- ist: „Sannarlega segi ég þér, að í dag munt þú verða með mér í Paradís." Anna frænka þurfti einskis að iðrast, hún hafði hrein- an skjöld. Hlið Paradísar standa henni opin. Ég og kona mín biðjum Guð að blessa hana og veita börnum hennar styrk í þeirra miklu sorg. Anton Bjarnason Nú þegar mín góða mágkona hefur lokið lífshlaupi sínu hér á jörðu langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Við höfum hitzt daglega í langan tíma, og við, sem ungengumst hana, höf- um undrast og dáðst að hugrekki hennar og styrkleika. Hversu sjúk sem hún var, alltaf kom hún fram með reisn og hlýju og aldrei kvart- aði hún. Anna vann fram á síðasta dag, er hún varð að leggjast inn á sjúkrahús. Anna Kristjana Kristinsdóttir fæddist 7. apríl 1927 og var yngsta barn Guðrúnar Ottadóttur og Kristins Péturssonar, blikksmíða- meistara. Anna var öll sín ung- dómsár á Vesturgötunni, en flutti síðan í Garðabæ og bjó lengst af á Tjarnarflöt 7 með manni sínum, Björgvini Emil Gíslasyni, sem lát- inn er fyrir tæpum 2 árum. Anna eignaðist 4 mannvænleg börn, þar af eru 3 enn í heimahúsum. Nú kveðja þessi ungu börn hennar sína góðu móður. Megi Guð al- máttugur halda verndarhendi yfir framtíð þeirra. Ég vil þakka Önnu allt, sem hún var mér og fjölskyldu minni og ég veit að hún mun eiga góða heim- komu til æðri heima. Megi hún loksins vera laus við allar sínar þjáningar. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Erna Árnadóttir Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarkveöjur viö andlát og úttör systur minnar og mágkonu, GUDRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR. Fyrir hönd vandamanna, Jóhanna Björnsdóttir, Valdimar Helgason. Við þökkum af alhug öllum þeim er vottuöu okkur samúö viö andlát og útför systur okkar og mágkonu, GUÐBJARGAR (STELLU) STEFÁNSDÓTTUR frá Hvalskeri. Þórir Stefánsson, Sigurbjörg Sigurbergsdóttir, Pálína Stefánsdóttir, Höröur Kristófersson, Pétur Stefánsson, Þórhalla Björgvinsdóttir, Arnfríður Stefánsdóttir, Ari Ivarsson og börn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför HALLDÓRSPÁLSSONAR, fyrrverandi búnaöarmálastjóra. Sigríöur Klemenzdóttir og systkini hins látna. Nú er hún Anna frænka mín dá- in. Það er erfitt að trúa því að hún sé farin frá okkur. Mig langar til að þakka fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum saman. Anna frænka var ein af uppá- haldsfrænkum mínum. Hún var góð kona. Það var alltaf gott að heimsækja Önnu frænku og fá hjá henni kaffisopa, hún gat alltaf sagt mér fréttir og rætt við mig. Ég sakna, að fá ekki að sjá hana meir. Megi góður Guð geyma hana, ég veit að hann gerir það. Gunna frænka. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á ættingja og vin skilja við lífið hér á jörð. Síðasta reynsla mín var þessi, er ein besta frænka mín, Anna Kr. Kristinsdóttir, lést þ. 27. apríl sl. á Landspítalanum, eftir að hafa barist, vægt sagt, hetjulega á hálft sjöunda ár við einn mesta bölvald mannlegs lífs. Bölvald, sem læknavísindi okkar tíma hafa ekki sigrast á. Þar situr dauðinn enn einn við völd. Anna var fædd 7. apríl 1927 á Vesturgötu 46A í Reykjavík. For- eldrar hennar voru heiðurshjónin Guðrún Ottadóttir, Guðmunds- sonar frá Engey, og Kristinn Pét- ursson, blikksmiður, þau eru bæði látin. Kristinn átti og rak blikksmiðju J.B. Péturssonar við Ægisgötu í Reykjavík ásamt bróð- ur sínum, Jóni Bjarna, sem ætíð notaði Bjarna-nafnið. Pétur Jónsson, blikksmiður, faðir þeirra bræðra, og Sigríður Jónsdóttir, föður-langamma mín voru syst- kini. Þau voru frá Skógarkoti í Þingvallasveit. Pétur fluttist til Reykjavíkur og giftist Önnu Bjarnadóttur og bjuggu þau lengi á Vesturgötu 22. Sigríður giftist Bjarna Steingrímssyni, Gestshús- um í Bessastaðahreppi. Þeir bræður, Kristinn og Bjarni, ráku ekki aðeins sitt fyrirtæki undir sama þaki alla tíð, heldur byggðu þeir sameiginlega hús yfir fjölskyldur sínar, að Vesturgötu 46A, og þar bjuggu þessar tvær fjölskyldur æ síðan í sátt og sam- lyndi. Það er óhætt að segja, að það sem annar bróðirinn gerði, það gerði hinn. Skyldleikinn varð því valdandi, að faðir minn bjó á heimili Guð- rúnar og Kristins á meðan hann stundaði nám í Stýrimannaskól- anum við Öldugötu fyrir u.þ.b. 65 árum. í þá daga hleyptu gjarnan heimdraganum ungar meyjar ut- an af landsbyggðinni til Reykja- víkur í leit að atvinnu. Ein var sú, er kom frá Hnífsdal og réðst á heimili Guðrúnar og Kristins. Ör- lögin höguðu því til, að skipstjór- inn og vinnukonan urðu hjón og byggðu þau sitt heimili við Tún- götu í Rvík. Þessi hjón eru foreldr- ar mínir. Það var því ekki löng leið á milli þessara heimila, enda náið samband alla tíð. Við Anna höfum oft rifjað upp gamla daga frá æskustöðvunum. M.a. gönguferða á sunnudags- morgnum með feðrum okkar, niður að höfn eða út í Örfirisey og þá var oft með í ferð Þórarinn heitinn Guðmundsson, tónskáld og fiðluleikari, en hann bjó á Vestur- götunni. Þá minntumst við oft jólaboðanna og afmælanna hjá fjölskyldunum, sem voru stórhá- tíðir í huga okkar. Að okkar dómi var ekki hægt að hugsa sér betri æskudaga en á okkar slóðum í Vesturbænum. Höfum alla tíð tal- ið okkur Vesturbæinga í húð og hár, enda fæddar þar, uppaldar og bjuggum þar fyrstu hjúskaparár- in. Það sannast oft á orði kveðnu, að margt er líkt með skyldum. En ef til vill er allt tilviljun. Eigin- menn okkar Önnu voru báðir tré- smíðameistarar og báðir byggðu þeir húsin okkar í Garðabæ og flutt var í þau um svipað ,leyti. Fyrst byggðu þau við Marargrund og síðar við Tjarnarflöt. Er þau fluttu á Tjarnarflöt, keyptu for- eldrar mínir hús þeirra á Mar- argrund. Eiginmaður Önnu var Björgvin Gíslason frá Breiðdal. Hann lést í ágúst 1982. Þau eign- uðust 3 börn: Unni, sem stundar nám við Háskóla íslands; Kristin, sem nú les undir stúdentspróf i MR og Jóhann, sem er að ljúka 5. bekk í MR. Eina dóttur eignaðist Anna fyrir hjónaband, Guðrúnu Helgu Agnarsdóttur, sem ólst upp hjá móður sinni og afa og ömmu á Vesturgötunni. Guðrún Helga er gift Jóni Kristjánssyni, G. Gísla- sonar, stórkaupmanns, og eiga þau tvær ungar dætur. Þau hjón eiga sitt heimili við Túngötu í Reykja- vík. Foreldrar Önnu eignuðust 6 börn og var hún yngst þeirra og þriðja úr systkinahópnum sem kveður þessa jarðvist. Áður eru farnir tveir bræður, Otti, sem lést ungur maður, og Bjarni, sem stofnsetti fyrirtækið Glerborg h/f og var forstjóri þess til dauðadags. Eftirlifandi eru: Pétur, blikksmið- ur í Reykjavík, sem nú dvelur sjúkur á Landspítalanum: Helga, húsmóðir í Reykjavík, og Guð- mundur, arkitekt, búsettur í Bessastaðahreppi. Var gott og ná- ið samband milli þessara systkina, og þá einkum systranna. Ér Anna hafði lokið barnaskóla- námi hóf hún nám í Kvennaskól- anum í Rvík og lauk því. Eftir það hóf hún störf hjá Landsbanka ís- lands og var þar gjaldkeri þar til hún gekk í hjónaband. Undanfarin ár vann hún skrifstofustörf hjá Glerborg h/f. Þeir eru margir ættingjarnir og vinirnir, sem kveðja Önnu með sárum trega. Margir vinir hér í Garðabæ, þá einkum konur, sem kynnst hafa henni í félagsstarfi Kvenfélags Garðabæjar. Þar hef- ur hún lagt fram ómælda vinnu, meira af vilja en mætti nú síðustu ár. Hún sat í stjórn þess félags um árabil. Hún hafði það oft á orði við mig, að starfið í Glerborg og í kvenfélaginu væri henni mikils virði og þakklát var hún fyrir, að henni var gert kleift að stunda það. Anna var hrókur alls fagnaðar í vinahópi, öllum sem henni kynnt- ust þótti vænt um hana. Lundar- far hennar var einstakt, og ef svo hefði ekki verið, þá hefði hún ekki staðið af sér þá storma, sem hún hefur þurft að brjótast gegn. Ákveðin í að standa meðan stætt var, var hennar ásetningur. Heimilið, börnin hennar og barnabörnin voru henni mikils virði, að ógleymdri systur hennar, Helgu, sem þrátt fyrir sín veikindi gerði allt til að létta af henni oki veikinda undanfarinna ára. Eigi skal gleyma góðum vinkonum hennar og nágrönnum, sem ætíð réttu hjálparhönd í veikindum þeirra hjónanna. Mætti hún mæla, yrði það sennilega á þá leið: að slíkt er aldrei fullþakkað. Ég vil þakka Önnu alla vinátt- una, frændsemina og samverust- undirnar. Ég þakka henni þá tryggð, sem hún hélt ætíð við aldr- aða foreldra mína. Svo hugþekk og kær, sem hún var okkur, þá hafa börnin hennar meira misst. Þau ganga nú þung spor að hinstu hvílu hennar. En samt má huggast við þá trú, sem vorið veitir, að eins og skammdegisskuggar breytast í bjartar vornætur, eins víkja skuggar harmanna fyrr eða síðar fyrir veldi ljóss og vona. Ég bið öllum ástvinum hennar styrks og huggunar. Megi sólgeisl- ar sumardaga, vinátta og ástúð, von og trú gefa þeim týnda gleði á ný, en leiða anda hennar til sælu- sala æðri heima. Drottinn gaf og Drottinn tók að dæma er líka hans., Blessun Guðs fylgi minningu um góða konu. Guðfinna Snæbjörnsdóttir Þegar ég kveð elskulega vin- konu, Önnu Kristinsdóttur, hrannast fram í hugann minn- ingarnar frá 50 ára kynnum og vináttu. Við vorum aðeins áhyggjulausaj- stelpuhnátur, 6—7 ára að aldri, þegar kynnin hófust á Vesturgötunni í Reykjavík. Síð- ar tóku unglingsárin við, skóli og nám og seinna búskapur og börn. Ávallt hélst vináttan, sem stofnað var til í barnæsku. Þar bar aldrei skugga á. Slík var tryggð hennar að þótt á stundum væri vík milli vina um lengri eða skemmri tíma gátum við ávailt tekið upp þráðinn eins og við hefðum aldrei verið fjarverandi. Þegar mér var tilkynnt lát hennar til London, var ég að ferð- búast heim til að vera við jarðar- för móður minnar. Einhvern veg- inn varð það svo, að þótt mátt hefði búast við láti hennar komu tíðindin mér í opna skjöldu. Hún var búin að berjast við banvænan sjúkdóm, sem fáir komast heilir frá. En þrek hennar æðruleysi og lífsgleði var svo mikil bæði til lík- ama og sálar, að ekkert virtist geta bugað hana. Stundum hélt maður og stöðugt vonaði að hún mundi sigra. Slíkur var styrkur hennar, að þegar svo virtist að ekki væri hægt að leggja meira á eina manneskju, þá stóð hún keik. Það var eins og ekkert gæti bugað hana. Verandi fársjúk oftast síð- ustu árin og við þær raunir, sem hún gekk í gegnum í sambandi við veikindi og lát eiginmannsins, Björgvins Gíslasonar, gat hún þó ávallt miðlað öðrum með glaðværð sinni og hlýju. Um hana mátti sannarlega segja eins og skáldið Stephan G. Stephansson kvað: „Bognar aldrei, brotnar í, bylnum stóra seinast." Anna hafði þann hæfileika að láta öllum líða vel í návist sinni. Hún hafði ávallt meiri áhuga á líðan annarra en sjálfrar sín. Oft var ráðgert að Anna kæmi út til mín í heimsókn, en veikindi hennar komu í veg fyrir það. Það sýnir bjartsýni okkar að ákveðið var í febrúar sl., að sumarið væri ekki látið líða án þess að hún kæmi í fyrirhugaða heimsókn til Englands. En öðruvísi fór en ætl- að var. Ég minnist hennar ávallt með innilegu þakklæti fyrir samfylgd- ina, fyrir vináttu og tryggð. Ég votta börnum hennar, Guð- rúnu Helgu, Unni, Kristni og Jó- hanni, og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. Þau hafa öll mikið misst. Blessuð sé minning Önnu Krist- insdóttur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Margrét Guðmundsdóttir í dag er til moldar borin sann- kölluð hetja og mikill persónu- leiki. Kona sem var einstaklega vel af Guði gerð. Það var Anna frænka. Hún stóð lengur en stætt var, og barðist æðrulaust til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.