Morgunblaðið - 10.05.1984, Page 17

Morgunblaðið - 10.05.1984, Page 17
65 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 skrárefni starfsemi fjölda svæðis- sjónvarpsstöðva, en margar þeirra hafa tök á að framleiða verulegt magn sjónvarpsefnis. Þegar svæðissjónvarp á Norðurlöndum eykst ætti norræn dagskrár- stofnun að geta séð svæðisstöð- vunum fyrir fjölbreyttri og sveigj- anlegri en þó sameiginlegri dagskrá. Stofnunin ætti að að- stoða stöðvarnar við að fjármagna meiriháttar verkefni í dagskrár- gerð og hafa uppi á samstarfsaðil- um — kvikmyndafélögum, öðrum sjónvarpsstöðvum og myndbanda- fyrirtækjum. Nákvæmlega þannig starfar PBS. Munurinn á starfsemi PBS og norrænnar dagskrárstofnunar yrði í sambandi við fjármögnun. PBS er háð fjárveitingum frá ríkisvaldinu og atvinnuvegunum. Norræna dagskrárstofnunin gæti sem hægast starfað með greiðslu- fyrirkomulagi að hluta til þannig að svæðisstöðvar sem sendu út í gegnum kapalkerfi fengju sinn hluta af ágóðanum. Mikilvægur liður í því fyrirkomulagi sem er hjá PBS eru einmitt svæðisstöðv- arnar, en þær ákveða hvað skuli sent áfram til almennings úr gervihnattardagskránni. Þetta gerir þá kröfu til dagskrárstofn- unarinnar að hún sé í sambandi við neytendur á hverjum stað og taki tillit til óska þeirra en verði ekki einvaldur sem skammtar sjónvarpsefni. 2A dagskrárefnis norrænt efni Vitanlega á norrænt sjónvarp að taka þátt í samkeppni um beztu framhaldsþætti og vinsælustu íþróttaviðburði. Þáttur sem unn- inn er í sameiningu eins og Car- ola-þátturinn á dögunum ætti að sjálfsögðu heima í dagskrá hinnar norrænu rásar. Stefnt skyldi að því að % af öllu dagskrárefni væru norrænt efni en það hlutfall ætti raunar að vera í dagskrám þeirra sjónvarpsstöðva sem þegar eru starfandi. Verulegur hluti hins norræna efnis yrði keyptur á venjulegum viðskiptakjörum af sjónvarpsstöðvum einstakra landa. „Hin skapandi athöfn á sér ekki dularfullan aðdraganda heldur er hún afleiðing þess að andagift og möguleiki eru fyrir hendi á sama tíma,“ segir hin bandaríska Carn- egie-nefnd í skýrslu sinni um möguleika sjónvarpsstöðva sem byggja afkomu sína á öðru en auglýsingum, en störf þessarar nefndar eru einhver merkasta til- raun sem um getur til að kanna hvernig auka megi listrænt gildi sjónvarps. Meðal spakmæla nefndarinnar er þetta: „1 stað þess að umturna sjón- varpsstöðvunum þarf að komast að niðurstöðu um hvað það er sem skapandi einstaklingar þurfa til að geta búið til sjónvarpsefni. Það eru ekki stofnanirnar sem búa til dagskrárefnið heldur einstakl- ingarnir. Það þarf sem sé að búa til stofnanir sem veita skapandi einstaklingum stuðning." Listamaður er hinn náttúrulegi óvinur sérhverrar sjónvarpsstöðv- ar, — nokkurs konar vargur í vé- um. En norræn dagskrárstofnun með sterka og hugmyndaríka for- ystu og stjórn sem hefur skiling á eðli listræns frelsins getur látið listamanninum í té algjörlega nýja aðstöðu. 1 fyrsta skipti yrði þeirri þvingun aflétt af sjónvarpi að vera miðill blaðamennskunnar og stprfa samkvæmt aðferðum sem fengnar eru að láni í blaða- heiminum. Þjónusta við minnihlutahópa Hin raunverulega listræna þíða gæti hafizt þegar kapalkerfin verða svo víðtæk að það verður fjárhagslega mögulegt að raða saman dagskrám sem sniðnar eru að þörfum minnihlutahópa. Svo notað sé bandarískt orðalag mundi „broadcasting" breytast í „narrowcasting“ [útvarp yrði inn- varp?]. Þá neyddist sjónvarpið ekki lengur til að laga sig að hin- um almenna smekk og tilraunir með framúrstefnulist yrðu mögu- legar. Samstarf myndlistarm- anna, kvikmyndagerðarmanna og tónlistarhópa frá öllum Norður- löndunum gæti borið þann árang- ur að við fengjum áður óþekkta tegund sjónvarpsefnis sem síðan mætti auðvitað dreifa á mynd- böndum. Þar sem markaðurinn væri um öll Norðurlönd yrði fjár- hagslega kleift að þjóna jafnvel mjög fámennum minnihlutahóp- um. Sjónvarpið gæti orðið tengi- liður fyrir slíka aðila. En jafnvel án „narrowcasting" gæti norræn dagskrárstofnun komið nýjum myndum á markað í gegnum norræna allsherjarrás og sama er að segja um beztu upp- færslur stóru leikhúsanna á m.a. revíu og óperum, svo ekki sé minnzt á hvers konar tónlist. Slík stofnun hefði tök á að gera þann hóp sem tekur þátt I menningar- lifi á Norðurlöndum mun fjöl- mennari og fjölbreyttari en nú er, auk þess sem menningarstarfsemi fengi algjörlega nýjar tekjulindir. Ég læt sjálfsagðar mótbárur lönd og leið. Það sem máli skiptir er það hvort Norðurlandaþjóðirn- ar verða færar um að taka undir sig stökkið inn í nýja fjölmiðlaöld án þess að láta utanaðkomandi öflum eftir frumkvæðið. Ég er sannfærður um að þetta muni okkur takasi bezt með því að styrkja það sem í senn er norrænt, þjóðlegt og bundið átthögunum. Vandamál upplýsinga- þjóðfélags — norræn lausn Af hærri sjónarhóli séð þá snýst þetta mál um hæfni hinnar nor- rænu heildar til að endurnýja sig. Framundan er e.t.v. það að sjón- varpið komist af bernskuskeiði. Sjónvarp getur orðið alveg jafn- mikilvægt afl í því að koma á upp- lýstu þjóðfélagi og hinir prentuðu fjölmiðlar voru þegar iðnaðaröld gekk i garð. Nútímabyltingin í norrænu menningarlífi varð við þær sjald- gæfu aðstæður þegar andagift og möguleiki voru fyrir hendi á sama tíma. Fjölmiðlamenn þeirra tíma, svo og bókaútgefendur á borð við Frederik Hegel og Karl Otto Bonnier bjuggu rithöfundum eins og Ibsen, Strindberg, Brandes og Topelius aðstæður sem gerðu þeim kleift að vinna afrek. Þeir leystu úr læðingi öfl sem ruddu hinum norrænu gullaldarhöfundum braut og þeir veittu þeim markað og þar með viðtakendur. Norræn lausn á vandamálum upplýsingaþjóðfélagsins gerir þá kröfu að útsjónarsamir, víðsýnir og áhugasamir menn, sem jafn- framt hafa áhuga á listrænni sköpun, ráði ferðinni. Eru til slíkir brautryðjendur? Það er ekki mjög líklegt, en komi þeir ekki til skjal- anna von bráðar sitjum við uppi með innantóm svör án þess að nokkur hafi spurt. Svo vikið sé að því sem við blas- ir þá felur skýrsla forystuhópsins um samvinnu á sviði sjónvarps þrátt fyrir allt í sér einn nothæfan möguleika. Með dreifingu um gervihnött til reynslu væri unnt að stuðla að samvinnu í dagskrár- gerð eins og ég hef rakið hér að framan. Forystuhópurinn hefur fengið umboð til að fjalla um möguleika á gervihnattarrás sem nota mætti til að endursýna það bezta úr dagskrárgerð á Norður- löndum. Það yrði hin svokallaða úrvals- rás sem forráðamenn sjónvarps virðast þó allt annað en sáttir við. Það þarf að sigrast á þeirri and- stöðu. Slík rás gæti orðið undan- fari nýrrar fjölmiðlaaldar á Norð- urlöndum. Aðalfundur Slátur- félags Suðurlands: 15 millj. kr. tap í fyrra — Ákveðið að hefja starfrækslu fram- leiðslueldhúss í Reykjavík REKSTUR Sláturfélags Suður- lands gekk illa á síðastliðnu ári. Um 15 milljóna kr. tap varð á rekstrinum sem er um 1,4% af rekstrartekjum. Þetta kom fram í skýrslu forstjóra SS, Jóns H. Bergs, á aðalfundinum sem hald- inn var fyrir skömmu. Ástæður rekstrarhallans eru margvíslegar. Halli varð á sauðfjárafurðaframleiðslu árs- ins vegna vanreiknaðs slátrun- ar-, heildsölu- og vaxtakostnað- ar í verðlagningu afurða haustið 1982, en við verðlagningu slátr- unar- og heildsölukostnaðar á sl. hausti voru rangar forsendur frá haustinu 1982 ekki endurskoðað- ar eða leiðréttar. Einnig var slátrunar- og heildsölukostnaður nautgripa og hrossa vanreiknað- ur í verðlagningu eins og undan- farin ár. Slæm afkoma varð á sútunarverksmiðju vegna verð- falls á gæruskinnamörkuðum erlendis. Þá má einnig rekja rekstrarhalla Sláturfélagsins til fremur lélegrar afkomu mat- vöruverslana félagsins og til mjög aukins fjármagnskostnað- ar. Þetta voru þær skýringar sem forstjórinn gaf á slæmri rekstrarafkomu á síðastliðnu ári. Heildarrekstrartekjur félags- ins á árinu 1983 urðu rúmlega 1.077 milljónir kr., höfðu þær aukist um rúmlega 63% frá ár- inu 1982. í árslok voru 634 starfsmenn í þjónustu SS, en voru flestir í sláturtíð haustið 1983, 1.246 talsins. I sláturhús- um SS var á síðastliðnu hausti slátrað 159 þúsund fjár, þar af rúmlega 139 þúsund dilkum. Er það 9 þúsund fjár færra en árið áður. í sláturhúsum Sláturfé- lagsins var einnig slátrað á sl. ári 6.300 nautgripum, 2.300 hrossum og rúmlega 5.000 svín- um. Sala svínakjöts hjá SS jókst um 15% frá árinu á undan. Sauðfjárafurðasala SS gekk vel á árinu og varð Sláturfélagið að kaupa um 300 tonn af dilkakjöti af öðrum sláturhúsum, til að anna eftirspurn viðskiptavina sinna. Framkvæmdum við byggingu nýs sláturhúss félagsins á Hvolsvelli miðar vel áfram, og verður væntanlega hægt að slátra stórgripum þar næsta vet- ur og er gert ráð fyrir að húsið verði að fullu tekið i notkun haustið 1985, og verði þá hætt að slátra í sláturhúsi félagsins í Djúpadal og e.t.v. víðar. Undir- búningsframkvæmdum vegna byggingar kjötstöðvar SS í Laugarnesi í Reykjavík hefur verið haldið áfram. Vinna við grunn undir afgreiðslubygging- una var boðin út í marsmánuði sl. Kostnaðaráætlun var rúmar 7 milljónir kr., en lægsta tilboð var að upphæð 3,7 milljónir kr. Áætlað er að bjóða út næsta framkvæmdaáfanga við upp- steypu afgreiðslubyggingarinnar í júní nk. Gert er ráð fyrir að þeim áfanga verði lokið á árinu 1986. Stjórn Sláturfélagsins hef- ur nýlega samþykkt að setja á stofn framleiðslueldhús. Hefur verið tekið á leigu húsnæði til bráðabirgða, þangað til hægt ■ verður að hefja þessa starfsemi í 3 nýbyggingunni í Laugarási.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.