Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 18
 66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Einstæður dómur í Svíþjóð: Óbeinar reyking- ar leiddu til dauða — eftir Ingimar Sigurðsson Á Alþingi íslendinga er nú til umfjöllunar stjórnarfrumvarp til laga um tóbaksvarnir. Frumvarp þetta var samið fyrir tilstuðlan fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svavars Gestssonar, en flutt af núverandi heilbrigðisráðherra, Matthíasi Bjarnasyni, þannig að ekki hafa þeir vísu menn gert ágreining í þessu máli, enda málið hafið yfir alla flokkadrætti. Yfir- Ieitt eru menn sammála um gagn- semi þess, ef möguleikar yrðu á að framkvæma það samkvæmt orð- anna hljóðan. Það sem einkum hefur verið fundið að frumvarpinu er eitt af meginmarkmiðum þess, en það er að vernda þann sjálf- sagða rétt manna að mega anda að sér reyklausu andrúmslofti, t.d. á vinnustöðum, í almenningsfarar- tækjum, og í opinberum bygging- um. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að þessi grundvallarregla verði leidd í lög. í sjálfu sér ætti ekki að vera þörf á þessu í þjóðfé- lagi, sem kosið hefur að búa eins vel að þegnum sínum hvað snertir heilsugæslu og raun ber vitni. All- ir vita hinsvegar hversu rík venj- an er og það var mat þeirra, er að frumvarpinu unnu, að til þess að rýma henni út þyrfti lagaákvæði. Sumir hafa haldið því fram að ógerningur sé að framfylgja regl- um, er verndi þann sjálfsagða grundvallarrétt, sem greint er frá hér að framan. Að beygja sig und- ir þessa röksemd er hrein uppgjöf og ekki frekar orðum að því eyð- andi. Sú röksemd, sem fram hefur komið og það frá ábyrgum aðilum, að ósannaö sé að óbeinar reyk- ingar valdi heilsutjóni, er þó öllu hættulegri, ekki síst þar sem hún lýsir ótakmarkaðri fáfræði við- komandi aðila um þessa hættu. Það er ekki síst vegna þessa, sem ég hefi tekið penna í hönd og lang- ar að gera grein fyrir tímamót- andi dómi, sem fallið hefur í máli sem þessu í Svíþjóð nýlega, og ég held að öllum sé hollt að kynna sér. Hér er að vísu ekkert nýtt á ferðinni, heldur eingöngu viðleitni í þá átt að viðurkenna það, sem sérfróðir aðilar telja löngu sann- að. Skal mál þetta rakið hér stuttlega: Á öndverðu ári 1982 lést í Sví- þjóð 55 ára gömul kona af völdum krabbameins (smáfrumu illkynja lungnaæxli), sem er tegund krabbameins, sem næstum ein- göngu leggst á reykingamenn. Læknar konunnar og aðstandend- ur hennar voru sannfærðir um orsakir sjúkdómsins og að þeirra væri að leita á vinnustað hennar, þar sem hún í 14 ár mátti sæta því að anda að sér reykmettuðu and- rúmslofti frá sígarettum. Þetta leiddi til þess að þessir aðilar hófu baráttu fyrir því, að sjúkdómur- inn yrði viðurkenndur sem at- vinnusjúkdómur og því bótaskyld- ur sem slíkur. Nýlega felldi tryggingaréttur- inn í Suður-Svíþjóð úrskurð í þessu máli þar sem sjúkdómurinn er viðurkenndur sem atvinnusjúk- dómur. Lítum nánar á þau rök, er að baki úrskurðinum liggja: Samkvæmt skýrslum sjúkra- húss þess, sem konan var vistuð á, kom fram að af 204 sjúklingum sem þjáðust af þessari tegund krabbameins, höfðu aðeins 7 aldr- ei reykt og af þeim höfðu 5 mátt þola stöðugan tóbaksreyk í lífi sínu um langan tíma. Konan, sem hér um ræðir, var ein þeirra. Ekk- ert kom fram, sem gaf til kynna að hún hefði orðið fyrir öðrum þekkt- um krabbameinsáhrifum og ekki var neitt óvanalegt bundið erfð- um. Konan hafði verið við góða heilsu til ársins 1980 og aldrei kennt sér meins að neinu ráði, fyrr en þá. Á árunum 1962—1976 vann kon- an í skrifstofuherbergi með 10 öðrum og af þeim reyktu 6 við- stöðulaust við vinnu. Þeir, sem ekki reyktu, gátu ómögulega hjá því komist að draga að sér reyk- inn, bæði vegna návistar við reyk- ingamennina og vegna þess að loftræsting var léleg. Á þessu 14 ára tímabili var konan talin hafa verið í um 20 þús. klukkustundir í reykmettuðu andrúmslofti. Rétt er að geta þess að sannað þótti að um óverulega áhættu hafði verið að ræða utan vinnustaðar. Til þess að geta úrskurðað að hér væri um bótaskyldan sjúkdóm Ingimar Sigurðsson „Á öndverðu ári 1982 lést í Svíþjóð 55 ára gömul kona af vöidum krabbameins (smá- frumu illkynja lungna- æxli), sem er tegund krabbameins, sem næst- um eingöngu leggst á reykingamenn. Læknar konunnar og aðstand- endur hennar voru sannfærðir um orsakir sjúkdómsins og að þeirra væri að leita á vinnustað hennar, þar sem hún í 14 ár mátti sæta því að anda að sér reykmettuðu andrúms- lofti frá sígarettum.“ að ræða, stóð tryggingarétturinn frammi fyrir tveimur spurning- um, þ.e.a.s. hvort konan hefði mátt þola skaðleg áhrif, sem ótví- rætt gátu gefið til kynna, að sjúk- dóminn mætti rekja til aðstæðna á vinnustað, og væri svarið já- kvætt, hvort nægjanlega sterk rök fyndust, er mæltu gegn því að sú væri ástæðan í þessu tilviki. Þrír af fjórum sérfræðingum trygg- ingaréttarins litu svo á, að orsaka- sambandið væri eins skýrt og hægt væri að krefjast og ekki væri til nein haldbærari skýring á sjúkdómnum en óbeinar reyk- ingar, sem konan fékk ekki við ráðið á vinnustaðnum. Sá fjórði efaðist ekki um orsakasamband milli óbeinna reykinga og sjúk- dómsins, en taldi að 18 ár, þ.e.a.s. tímann frá því að konan hóf vinnu þar til hún veiktist, of skamman til þess að það gæti átt við í þessu tilviki. Lögfræðingar réttarins féllust á rök meirihlutans og úr- skurðuðu að um atvinnusjúkdóm af völdum óbeinna reykinga væri að ræða. Þessum úrskurði hefur verið áfrýjað til tryggingayfirdómsins, sem samkvæmt sænskum rétti fer með æðsta dómsvald í slfkum mál- um. Bíða menn með óþreyju eftir úrslitum, þar sem ekki er ólíklegt að þau kunni að hafa áhrif víðar en í Svíþjóð. Vonandi þarf engan slíkan dóm til þess að opna augu okkar hér á landi og vonandi sjá alþingismenn sóma sinn í því að afgreiða tób- aksvarnafrumvarpið þegar á þessu þingi og jafnframt að gera heilbrigðisyfirvöldum kleift að framfylgja lögunum með því að setja fé í framkvæmdina. Upp- rennandi kynslóðir íslendinga eiga heimtingu á því að stemmt sé stigu við þessum ófögnuði. Heimild: Vi gor hell om halsa nr. 1/1984. Ingimar Sigurðsson er lögfræðing- ur og deildarsljóri i heilbrigðis- og tryggingariðuneytinu. Reynslan af áfenga ölinu talar skýru máli — eftir Pál V. Daníelsson „Við Finnar erum ekki verri en aðrir“ en fyrirsögn greinar, sem Marjatta ísberg ritar í Morgun- blaðið 23. mars sl. Hafi mátt skilja orð mín í umræðu um bjór í sjón- varpinu á þann veg, er ég vitnaði til hörmulegrar reynslu Finna af áfenga ölinu, að þeir væru verri en aðrir menn, þá er það hinn mesti misskilningur. Sannleikurinn er sá, að ég hefi alla tíð frá því ég á unga aldri Ias kvæðið „Svein dúfu“ eftir Runeberg litið til Finnlands sem þar byggi harðdugleg og sam- hent þjóð og það sem ég hefi heyrt um og lítillega kynnst Finnum síð- an hefur ekki breytt því áliti mínu heldur miklu fremur staðfest það. Og sannarlega hefi ég fagnað góð- um fréttum frá Finnlandi og mig hefur tekið sárt, þegar verr hefur farið. Áfengi bjórinn hefur orðið mikið böl þar i landi eins og alls staðar þar sem við hann hefur verið gælt. Um það þurfum við ekkert að halda eða álíta þvi þar tala opinberar skýrslur sínu máli og það þarf ekki annað en að kynna sér þær. Að hlaupa á bak við það, að allt velti á því hvar og hvernig bjórinn er seldur er ekk- ert annað en fyrirsláttur, því kraf- an um sem „besta þjónustu" í því efni heldur áfram og bjórunnend- ur vilja hafa sem minnst fyrir því að ná í sinn bjór. Áfengisverslunin er því bara byrjunin. En hvers vegna þessi ótti við bjórinn, sem á að vera svo „góður" og „hollur" að það megi helst ekki vera hægt að ná til hans? Það er heldur ekki tilgangurinn, hér er um lævísa blekkingu bjórunnenda að ræða til að fá bjórinn löglega í sölu, þeir óttast ekki dreifitæknina á eftir. Verst er hve margir saklausir og trúgjarnir láta blekkjast af slík- um áróðri. Staðreyndirnar í Finnlandi Áður en sala ölsins var leyfð í Finnlandi var áfengisneýslan 2,6 lítrar af hreinum vínanda á mann að meðaltali. Þetta var árið 1967. Var þetta minnsta vínneysla á Norðurlöndum að íslandi undan- skildu. Árið 1968 var sala áfenga ölsins leyfð og strax 1969 var meðal- neyslan komin í 4,2 lítra eða hafði aukist um 61,5%. Nú hefði mátt ætla að þetta mundi jafnast og bjórinn kæmi í staðinn fyrir sterku drykkina. Nei, áfengis- neyslan óx enn og var komin í 6,3 lítra 1982 af hreinum vínanda á mann að meðaltali. Er það 142,3% aukning frá 1967. Og hvað kom í kjölfarið? Árið 1967 voru 140 þús- und handtökur vegna ölvunar en 1974 voru þær orðnar um 300 þús- und. Ofbeldisglæpir voru um 7 þús. 1967 en höfðu tvöfaldast, voru um 14 þús. 1974. Ölvun við akstur var um 7 þúsund tilfelli 1967 en um 18 þúsund 1975. Margt fleira mætti telja. Ég veit að þú, Marj- atta ísberg, villt ekki að eitthvað þessu líkt hendi íslensku þjóðina. Reynslan í Svíþjóð Þá má mikið læra af reynslu Svía. Árið 1964 er meðalneysla hreins vínanda á mann 4,3 lítrar. Milliölið kom 1965 og neyslan jókst mikið og var orðin 6,1 lítri 1976. Milliölið var bannað 1977 og árið 1982 var heildarneyslan kom- in niður í 5,2 lítra hreins vínanda að meðaltali á mann. Þessar tölur tala sínu máli. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er nú að koma í ljós stórfellt heilsufarstjón á fólki um þrítugsaldur, sem rakið er til neyslu ungmenna á bjór á milli- ölsárunum. Það er „hollusta" áfenga ölsins. Hvernig gekk á íslandi? Samkvæmt rökum bjórunnenda hefði nú allt átt að síga miklu meira á ógæfuhliðina hér heima á (slandi. Þar hefur að vísu margt farið úrskeiðis, sem byggist á því að stjórnvöld hafa nánast farið eftir óskum vínsölumanna. En á árunum 1%7—1982 jókst áfeng- isneysla íslendinga úr 2,4 í 3,1 lítra hreins vínanda að meðaltali á mann eða um 29,2%. Aukningin í Finnlandi þetta sama tímabil var 142,3%. Þetta eru staðreyndir. Nú sýna allar rannsóknir, að tjónið af völdum áfengisneyslu er í beinu hlutfalli við magn þess hreina vín- anda, sem neytt er, og hefur þar engin áhrif hvort vínandans sé neytt í bjór, veikum vínum eða sterkum. Það þarf miklar öfgar og ófyr- irleitni til þess að neita þeim stað- reyndum, sem rannsóknir og reynsla hafa leitt í ljós. Páll V. Daníelsson „Að hlaupa á bak við það að allt velti á því hvar og hvernig bjórinn er seldur er ekkert ann- að en fyrirsláttur, því krafan um sem „besta þjónustu“ í því efni heldur áfram ... “ „Góður bjór“ En fólki finnst bjórinn góður. Við það er ekkert að athuga. Áfengismagnið ræður ekki bragði bjórsins. Við rannsókn hafa bjórmenn ekki þekkt í sundur óáfengan bjór og áfengan. Það er því ekki rétt að fólk sé að sækjast fyrst og fremst eftir bragðinu heldur vímunni. Og það er víman, sem er hinn hættulegi þáttur bjórsins. Það er víman, sem veldur því að bjórinn verður ávanadrykk- ur og hann veldur fíkn. Þannig brýtur hann leiðina fyrir aukna neyslu, fyrir síneyslu, fyrir sterkari drykki, fyrir önnur vímu- og fíkniefni. Ennþá hefur enginn treyst sér til þess að gefa fólki haldbær ráð um það hvaða áfeng- isskammtur sé hæfilegur til þess að öruggt sé að viðkomandi drekki sér ekki til tjóns. Eigum samleiö Verðstefnu ætla ég ekki að ræða að sinni. Mér sýnist að íslenska verðstefnan sé sú að hafa magn hreins vínanda eftir því ódýrara, eftir því sem drykkurinn er veik- ari. Þvert á það, sem sumir bjór- unnendur halda fram. En vilji Marjatta ísberg kynna sér margþættar rannsóknir, sem fram hafa farið í sambandi við áfengisneyslu og afleiðingar henn- ar og þá ekki síst, hvernig ein- staklingar og fjölskyldur hafa brotnað niður, þá er ég þess full- viss að hún mundi vilja neita sér um einn bjór ef það mætti verða til þess að bæta eitthvað úr. Það er enginn vafi á því að við eigum samleið í þessum málum. Við vilj- um ekki áfengisbölið. Við viljum ekki leiða hættu yfir börn og ungl- inga. En til þess að það megi verða þurfum við að þekkja hætturnar og leiða fólk frá áfengisveginum Á honum eru þær hættur, sem áfengisbölinu valda, þ.e. lögbrot, sjúkdómar, upplausn heimila, slys, örorka og dauði alltof margra. Allt gerist þetta á áfeng- isveginum og þar sem allar bjór- slóðir liggja inn á þann veg eru þær einungis til þess að auka á hætturnar og þá ekki síst á vegi barna og ungmenna. Pill V. Daníelsson er riðskipta- fræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.