Morgunblaðið - 10.05.1984, Page 32

Morgunblaðið - 10.05.1984, Page 32
80 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1984 Nyleió til að mæta óvæntum útgjöldum Hlaupareikningur fyrir launafólk með allt að 10.000 króna yfirdráttarheimild. Öll þekkjum við það vandamál þegar óvænt útgjöld koma upp á t.d. þegar bíllinn bilar og þarf á verkstæði eða einhver í fjölskyldunni á stórafmæli. Eins vitum við að sumir mánuðir eru ein- faldlega erfiðari fjárhagslega en aðrir og oft getur reynst erfitt að ná endum saman í mánaðarlok, þegar engin innstæða er eftir á tékkheftinu. Þá væri gott að eiga varasjóð til að grípa til. ADt að 10.000 króna varasjóður. Slíkur varasjóður stendur þér nú til boða. Eftir að ávísana- og hlaupa- reikningar hjá okkur verða sameinaðir í eitt reikningsform, áttu kost á að sækja um stöðuga yfirdráttarheimild, allt að 10.000 krónum, á hlaupareikning þinn ef þú ert í föstum launareikningsviðskiptum. Með föstum launareikningsviðskiptum er átt við að laun þín eða tryggingabætur séu greidd reglulega inn á innlánsreikning í sparisjóðnum. Nýir viðskiptavinir fá yfirdráttarheimild um leið og þeir geta sýnt fram á föst launareikningsviðskipti. Þinn kostnaður. Ef þú notfærir þér yfirdráttar- heimildina er kostnaðurinn sem af því hlýst 6% heimildargjald á ári auk 12% vaxta sem reiknast á yfirdráttarstöðu hvers dags. Þessi kostnaður er svo skuld- færður á reikning þinn í lok hvers mánaðar. Fyrstu yfirdráttarheimildimar verða veittar frá og með 15. maí. Þú getur sótt um strax. Þú getur fengið nánari upplýsingar um yfirdráttarheimildina ásamt um- sóknareyðublöðum í hlaupareiknings- deildum okkar að Skólavörðustíg 11 og í Sparisjóðnum, Seltjamamesi. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Skólavörðustíg 11, sími 27766 Austurströnd 3 Seltjamamesi, sími 25966

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.