Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 Sjálfstæðisflokkur- inn og húsnæðismálin — eftir Friðrik Friðriksson Hart er deilt á mannamótum og langhundar eru settir á í blöð- um um réttarstöðu félagasam- taka sem byggja leiguíbúðir. Á alþingi er deilt um túlkun á 33. gr. frumvarps til laga um Hús- næðisstofnun ríkisins, en sú grein skilgreinir hvaða aðilar eigi rétt á lánum úr Byggingarsjóði verka- manna. Mikið er í húfi, hags- munalega séð fyrir marga. Ef félagasamtök sem byggja leigu- íbúðir, s.s. Búseti, fá lán úr Bygg- ingarsjóði verkamanna er verið að tala um 80% verðtryggð lán til 42 ára með '/2 % vóxtum. Ef félög eins og Búseti falla á hinn bóginn utan við verka- mannabústaðakerfið þurfa þeir að sæta kjórum hins almenna húsnæðislánamarkaðar, þar sem lánin eru nú tæplega 30%, til 26 ára, verðtryggð með 2,5% vöxt- um. Stefna Sjálf- stæöisflokksins Grundvallarstefna Sjálfstæðis- flokksins í húsnæðismálum er sú, að sérhverri fjölskyldu verði gert kleift að eignast og búa í eigin húsnæði. Aðgerðir allra vinstri stjórna á íslandi hafa verið and- stæðar þessari stefnu. Stefna fé- lagsmálaráðherra síðustu ríkis- stjórnar var að knýja ungt fólk til þess að leita á náðir ríkiskerf- isins. Dregið var verulega úr lán- um til þeirra er vildu kaupa eða byggja sjálfstætt og fólki beint inn í hið svokallaða félagslega kerfi. Það er stefna Sjálfstæðis- flokksins, að lán til þeirra ein- staklinga sem eignast íbúð í fyrsta sinn verði í áföngum hækkuð í 80% af kostnaðarverði, og lánstími lengdur, hvort sem um er áð ræða nýbyggingu eða kaup á eldra húsnæði. í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa spor verið stigin í þessa átt. Hin almennu lán Byggingarsjóðs ríkisins hafa hækkað úr 19,7% í 29,1% af staðalíbúðarverði. Það er því mikið verk enn óunnið, fólk bíður of lengi eftir afgreiðslu lána, allt lánið kemur til útborg- unar á of löngum tíma. Þetta þarf að bæta og Sjálfstæðisflokkurinn leggur höfuðáherslu á, að til þess að ofangreint meginmarkmið ná- ist þurfi umfram allt að bæta fjárhag Byggingarsjóðs ríkisins. Einungis á þann hátt verður lánshlutfall til húsnæðismála hækkað og afgreiðslu flýtt. Ef t.a.m. Búseta er hleypt inn í hið félagslega kerfi gerist annað tveggja: Að færri verkamannabú- staðir eða húsnæði á almennum markaði verður byggt á meðan. Tökum fyrra tilvikið. Að því gefnu að peningarnir spretta ekki á trjánum munu 100 nýjar Bú- setaíbúðir fela í sér að 100 færri íbúðir eru byggðar í verkamanna- bústöðum. Vilja menn það? Hitt tilvikið leiðir til svipaðrar niðurstöðu að því gefnu að fram- lög til Byggingarsjóðs verka- manna verði óskert, þrátt fyrir Búseta. Þá kemur þessi viðbót niður á hinu almenna kerfi. Það vill segja, að hækkað lánshlutfall, sem er okkar markmið, næst seinna, tafirnar á afgreiðslu lán- anna lengjast. Getur flokkur einkaframtaks og eigin húsnæðis staðið að lagasetningu sem hyglir einum aðila á kostnað annars, á kostnað einstaklinganna sem vilja eignast eigið húsnæði? Nei. Og það er af þessum sökum sem Sjálfstæðisflokkurinn skapar sér sérstöðu innan þingsins við af- greiðslu þessa frumvarps. Tvö kerfi í stað þriggja Við höfum tvö kerfi í húsnæðis- málum í dag. Hið almenna lána- kerfi Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóð verkamanna. Til þess að njóta sérkjara Bygg- ingarsjóðs verkamanna verða umsækjendur að uppfylla tvö meginskilyrði. Tekjumörk eru til- tekin og umsækjandi má ekki eiga íbúð fyrir. í lögum Búseta er Friðrik Friðriksson „Grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum er sú, að sérhverri fjölskyldu verði gert kleift að eign- ast og búa í eigin hús- næði." ekki að finna ákvæði af þessu tagi. M.ö.o. félagar í Búseta geta bæði verið hátekjumenn og íbúð- areigendur. Ef Búseti fær aðgang að útsölufjármagni úr Bygg- ingarsjóði verkamanna opnast allar flóðgáttir og kerfin verða þrjú í stað tveggja. Þá geta í raun hverjir sem vilja stofnað með sér svipuð félög og fallið undir hið félagslega kerfi, alþingismenn jafnt sem kennarar, ungir sjálf- stæðismenn jafnt sem ungir framsóknarmenn. Er ekki nær að efla kerfin tvö sem fyrir eru og efna loforðin um að kjörin á al- raennum lánum Byggingarsjóðs ríkisins batni. Búseti á fullan rétt á sér, en ... í sjálfstæðisstefnunni felst frelsi til að velja um gerð hús- næðis jafnt öðru. Sigtúnshópur- inn sem hávær var sl. haust var hópur húsbyggjenda, hann krafð- ist hærri lána í hinu almenna kerfi í samræmi við kosningalof- orð stjórnarflokkanna. Búseta- hópurinn sem nú er hávær krefst aðildar og aukinna framlaga til hins félagslega kerfis. Hann vill láta lögbinda mismunun sér til handa og maður spyr: Hvar er Sigtúnshópurinn nú? Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki snúist gegn Búseta. Hann styður framtak fólks og sjálfs- bjargarviðleitni, en ekki á kostn- að annarra. Sjálfstæðisflokkur- inn vill að kerfin verði tvö, al- mennt kerfi og félagslegt kerfi. Búseti verður að ganga til þessa leiks samkvæmt sömu leikreglum og aðrir, mismunun ber ekki að líða. Með jafnri aðstöðu og aðgangi að fjármagni kemur í Ijós hverjir vilja búa í eigin húsnæði og hverjir vilja leigja. Þá er ég viss um að margir munu velja Búseta- fyrirkomulagið, frjálst val án mismununar. Á þessu grundvall- ast afstaða Sjálfstæðisflokksins á túlkun 33. gr. frumvarpsins um Húsnæðisstofnun ríkisins. Frá þeirri afstöðu verður ekki hvikað. Fríðrík Fríðríksson er fram- kvæmdastjórí þingflokks sjilt- stæðismanna og 1. raraformaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna. 68-77-68 FASTEIGÍM AMIÐ LUN <*> Sverrir Kristjánsson Hús Verslunarinnar 6. hæö Logm. Hafsteinn Baldvinsson hrl. "i <& Háaleitisbraut Til sölu 127 fm 4ra herb. ibúð á 4. hæö Rúmg. innb. bílskúr. Stórar suöursvalir. Mikið útsýni. Ibúðin 1 m/ög góðu ástandi. Ákv. sala. Margar aörar eignir á söluskrá Engihjalli — 4ra herb. Til sölu ca. 100 fm ibuö á 7. hæð. Skipti á 2ja—3ja herb íbúö i austurbæ koma mjög vel lil greina. 3ja herb. íbúðir Einbýli Heiðvangur Hf. — Einb. Ca. 290 fm hús á tveimur héeöum ásamt 45 fm bílskúr. A hæoinni er forstofa, gesta wc, hol, stofa, eldhús, búr. A sérgangi er þvottaherb., stórt bað, lin- herb., 3 svefnherb. I kjallara 3 herb., stofa, sauna, geymslur o.fl. Möguleiki á séríbúð. Tíl greina kemur aö taka minni eign uppi Vantar — Vantar Hef kaupanda aö góöu einbýlishúsi i Reykjavík. Raðhús Kjarrmóar — Raðhús Ca. 170 tm fallegt raðhús m. 4 svefn- herb Utsýni. Bárugata — 3ja herb. Til sölu nýuppgerð og glæsileg 3ja herb. íbúö á 1. hæö i steinhúsi. 1. flokks innr. m.a. á gólfum, flísar. marmari. parket. Fallega innréttaö baö og eldhus. Engihjalli — 3ja herb. Falleg 3ja herb. íbúö á 8. hæð. Tvennar svalir Mikið utsyni Langholtsv. — 3ja herb. Ca 80 fm jarðh. Laus fljótt. Vantar — Vantar Hef kaupanda að góðri 5 herb. ib. eða hæð innan Elliöaáa. 5 herb. íbúðir Skipholt — 5 herb. Góö íbúð á 1. hæð. Suðursvalir. Laus i ag . sept. Breiðvangur Hf. - 5 herb. Til sölu 122 fm góð íbúð á 3 hæð Suðursvalir. Þvottaherb. og búr innaf eldhúsi. Utsýni. Laus fljótt. Ákv. sala Gaukshólar — 5 herb. 135. fm á 4. hæö í lyftuhúsi ásamt bíl- skúr. 4 svefnherb 4ra herb. íbúðir Ugluhólar — 4ra herb. Til sölu mjög rúmgóö 4ra herb. íbúö á 2. hæð Baldursgata — risíbúð Falleg nýendurb. 3ja herb. íbúð suöursvalir, arinn í stofu. Laus fljótlega. 2ja herb. íbúðir Einstakl.íbúðir viö Álfhólsveg Kóp. og Lindargötu. Reykás — 2ja herb. í smídum Ca. 80 fm. Afh. tilb. undir tréverk. Verð 1400 þús. Efstaland — 2ja herb. Ca. 50 fm jaröhæö Sér lóð. Laus. Austurberg — 2ja herb. 65 fm 4. hæð suður svalir. Laus fliótt. Verð 1350 þús. Vantar eignir í sölu Sumar-vetrarbústaöur Vorum að fá til sölu óvenju vandaðan bústað í nágrennl borgarinn- ar. Um er að ræða 45 fm bústaö og 19 fm hús sem er smíöastofa, geymsla og rými fyrir sauna-bað. Stór verönd. 4ra ha eignarland. Vegna staðsetningar er auövelt að stunda vinnu í bænum en njóta alls þess er sveitin býður upp á. Gæti verið kjörið fyrir hestamenn. Verð aðeins 1 millj. sem má greiöa á nokkrum árum. Fasteignaþjónustan Austurstræh 17, s. 26600 Kán F. Guðbrandsson Þorsteinn Stemgrímsson lögg. fasteignasali. / % Raöhús viö Hlíöarbyggö Garöabæ Vorum aö fá til sölu 137 fm vandaö raöhús. Húsiö skiptist m.a. í rúmgóöa stofu, vandaö eldhús meö þvottaherb. og búri innaf. 3 góö svefnherb. Vandaö baöherb. Gesta baö. Innb. bílskúr. íbúöarherb. og wc. í kjallara. Fallegur garöur. Verö 4 millj. 'QiFASTEIGNA *F Í^EJ MARKAÐURINN Oomsgötu 4, tímar 11S40—21700. Jón GuömundM.. L«ó E. Lov« loyfr Ragnar Tómatson hdl. 0 xxsaiva FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Snorrabraut 2ja herb. kjallaraíbúö. Ný teppi á stofu og gangi. Nýr dúkur á svefnh. Sér geymsla. Eigna- hlutdeild í þvottah. Laus strax. Verö 900 þús. Hveragerði Raðhús við Heiðabrún. Tilbúin undir tréverk og máln. 5 herb. Bílskúr. Skipti á ibúð í Reykja- vík kemur til greina. Einbýlishús í Vogum á Vatnsleysuströnd 5 herb. 140 fm. Bílskúr 50 fm. Verötilboð óskast. Hesthús í Mosfellssveit fyrir 6 hesta ásamt hlööu. Sumarbústaður Til sölu sem er skammt frá Hálsi í Kjós, 35 fm. 2 herb. og eldhús. Lóð Vz hektari. Halgi ólafsson, löggíltur fa»teigna«ah. kvöWmími. 21155. Þú svalar lestrarþörf dagsins á^tóum Moggans! Tilboð sem verður ekki endurtekið Gildir til 19. maí '84. 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verzlunarinnar ATH: Tílboöiö verður ekki endurtekið. OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 12.5 og 19.5 opiö frá kl. 10—3 e.h. K.M. Húsgögn Langholtsvegur 111 - Símar 3701 0- 37144 - Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.