Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 Gunnhildur Sigur- jónsdóttir Minning Fsedd 23. september 1902 Diin 5. maí 1984 Hún Gunnhildur á Sveinsstöð- um er dáin. Stórbrotinn persónu- leiki sem setti svip á umhverfi sitt, hefur kvatt þennan heim og losnað við líkamsþjáningar sínar. Það var hennar ósk að þurfa ekki að bíða mikið lengur eftir því að hverfa á braut til feðra sinna og vina. Þá veit ég að hann Ævar litli, sem kvaddi okkur fyrir um það bil ári síðan, kemur á móti langömmu sinni og fagnar henni með sínu blíða brosi eins og hon- um var lagið þegar einhver kom til hans. Þegar við kveðjum Gunnhildi, renna minningarnar gegnum hug- ann, hver af annarri. Það eru nú næstum 50 ár síðan ég sá hana fyrst, en það var stuttu eftir að við systkinin ásamt foreldrum okkar fluttum að Hjallalandi, næsta býli við Sveinsstaði. Það var í þá tíð sem húsin í „Skjólunum" hétu öll eitthvað og áður en þar byggðist upp og allir fengu sitt húsnúmer við ákveðna götu eða veg. Þó hafa Sveinsstaðir enn haldið sínu nafni og reisn, að minnsta kosti hjá okkur nágrönnunum og þar hefur Gunnhildur setið í öndvegi. Það leið ekki langur tími frá komu okkar í „Skjólin" að við syst- urnar vorum komnar inná gafl hjá Gunnhildi á Sveinsstöðum og hennar fjölskyldu, og þar tengdust vináttubönd sem ekki hafa rofnað þar sem við systurnar eignuðumst okkar vinkonur. Ég man það eins og það hefði skeð í gær, fyrsta skiptið sem ég steig innfyrir þröskuldinn hjá Gunnhildi. Svona hressa og að- sópsmikla konu hafði ég aldrei fyrir hitt, og þannig var hún ætíð, þrátt fyrir veikindi og lífsins reynslu, en hún hefur mátt horfa uppá eiginmann sinn Steingrím Sveinsson, fyrrverandi verkstjóra, svo árum saman, sjúkan mann. + NÍELS CARLSSON, Laugavegi 39, lést 9. maí. Fyrir hönd aöstandenda. Arndía L. Nielsdóttir. t Astkær eiginmaöur minn, SÉRA GARÐAR SVAVARSSON, lést 9. maí í Landakotsspítala. Fyrir hönd ástvina, Vivan Svavarsson. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, MAGNEA HALLDÓRSOÓTTIR fra Síglutiröi, Seljavegi 31, Raykjavík, andaöist í Sunnuhlíð, Kópavogi, 9. maí. Bðrn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför FINNBOGA HELGA MAGNUSSONAR, •kipstjóra, Patreksfiröi, fer fram frá Patreksfjaröarkirkju laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag islands. Dómhildur Eiríksdóttir, Kristín Finnbogadóttir, Raynir örn Finnbogason, Hafrún Finnbogadóttir, Kristin Fmnbogadóttír, Steinunn Finnbogadóttir, Sigurey Finnbogadóttir, Þorvaldur Finnbogason, Hafdís Fínnbogadóttir, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö • og vinarhug viö andlát og jarð- arför AUOAR SIGURPÁLSDÓTTUR, Ranargötu 28 Akureyn. Guö blessi ykkur öll. Jón Þorvaldsson, Sigurlína Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jón Stefánsson, Ólafur Jónsson, Marselía Gísladóttir, Indíana Jónsdóttir, Gunnar Mattason, Kristjana Jónsdóttir, Skarphéöinn Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Guöni Þorsteinn Arnþórsson, Sigurpáll Jónsson, Anna Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þar hefur hún sýnt styrk sinn og dugnað ásamt börnum sínum. Þá mun ég lengi sjá hana í huga mínum sitjandi við eldhúsborðið hjá Foldu vinkonu minni, þangað sem ég hefi komið í tíma og ótíma gegnum árin. Þessar fáu og fátæklegu minn- ingar eru settar á blað sem kveðja og þakklæti fyrir að hafa kynnst svo stórbrotinni konu. Blessuð sé minning hennar. Þóra Þorleifsdóttir Þann 5. maí sl. lést Gunnhildur Sigurjónsdóttir frá Sveinsstöðum við Nesveg í Rvík. Hún fæddist 23. september 1902 í Keflavík, dóttir Guðrúnar Jónsdóttur og Sigurjóns Arinbjörnssonar. í nóvember 1922 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Steingrími Sveinssyni, sem nú er vistmaður á Hrafnistu. Þau bjuggu allan sinn búskap að Sveinsstöðum og varð þeim sex barna auðið, sem öll eru á lífi, en þau eru: Sigurjóna, Guðný Hulda, Hildur fsfold, Guðrún Sveinbjörg, Guðrún Lilly og Sveinn Berg- mann. Hún Gunnhildur amma var al- veg sérstök, því hvar sem hún kom ríkti glaðværð, hressileiki og um- fram allt hreinskilni. Þ6 svo að hún kæmi margsinnis á dag inn á heimili foreldra minna, var alltaf sami gusturinn í kringum hana og glaðværð, enda hafði hún mikið yndi af prakkaraskap hjá barna- börnunum. Ef hægt var að leika á hana þá hló hún mest sjálf. Þegar horft er til baka er ánægjulegt að hafa fengið að alast upp í næsta húsi við ömmu, en slíks njóta allt of fá börn nú á tímum, miðað við þróun í þeim efnum. Ekki er síður ánægjulegt að eiga börn, sem urðu þess að- njótandi að kynnast henni og eignast góðar minningar um hana. Langamma var alltaf fyrst nefnd, þegar bjóða átti í afmæli, enda lét hún sig aldrei vanta. Alla tíð fylgdist hún vel með barnabörn- unum og langömmubörnunum og vildi allt fyrir alla gera, þó að efn- in væru ekki mikil. Aldrei bar hún erfiðleika sína á torg við aðra, og fáir trúðu, hve mikinn dugnað hún sýndi og um- hyggju fyrir sínum nánustu. Um tíma leit út fyrir bjartari tíð í lífi hennar, en þá gaf heilsan sig. Allt fram í febrúar sl. var hún heima og naut mikiliar umönnunar barna sinna. Heimili afa og ömmu var stórt og var þar mikið fjöl- menni, er börnin voru í æsku. Á heimili þeirra ríkti ætíð mikill skörungsskapur og gestrisni og vafalaust eiga margir góðar minn- ingar frá því heimili. Um ömmu lifir góð minning. Hilraar og fjölskylda. Amalía Björnsdóttir frá Myrum — Minning Við sátum þögul og létum hug- ann reika um farinn veg að morgni 3. maí, er við fréttum and- lát elskulegrar ömmu okkar, Am- alíu Björnsdóttur, en hún andaðist á Sjúkrahúsi Egilsstaða þann sama morgun eftir stutta legu, þá 92 ára gömul. Þessi morgunn var einn sá fegursti sem völ er á fyrir þennan árstíma. Dalurinn skart- aði sínu fegursta og austurfjöllin sendu frá sér logabirtu eins og þau vildu segja „þökk fyrir allt og allt"! Margs er að minnast liðinna ára og ótal, ótal margt að þakka, ekki síst forsjóninni þá gæfu að hafa fengið að njóta þessarar göfugu persónu sem amma var. Það sem einkenndi hennar persónuleika var að „sælla er að gefa en þiggja", sjálfsagi svo undrum sætti, trygg- lyndi, fórnfýsi og viljastyrkur, enda máttarstólpi heimilisins á hverju sem gekk. Ama var mikil hæfileikakona, minnug með afbrigðum og mundi nánast allt sem hún einu sinni las eða heyrði. Og ekki var ónýtt fyrir systkinahópinn að meðtaka þann mikla fróðleik sem hún bjó yfir að ógleymdum mætum heilræðum sem henni var mjög svo hugleikið að Iáta í té, sem síðar leitar svo ótrúlega oft til hugans á hinum ýmsu stundum. Amalía Björnsdóttir fæddist á Vaði í Skriðdal þann 21. des. 1891, dóttir hjónanna Björns ívarssonar og Ingibjargar Bjarnadóttur á Vaði. Snemma tók amma til við störf sem til féllu á heimili foreldra hennar enda bæði ósérhlífin og samviskusöm svo til var tekið og var það einnig einkennandi fyrir líf hennar allt til hinstu stundar. Árið 1909—10 stundaði hún nám í 3. og 4. bekk við Kvenna- skólann í Reykjavík, sem ekki var algengt á þeim árum. Því námi lauk hún með ágætum. Þessi tími var ömmu ákaflega dýrmætur og vitnaði hún oft til þeirra daga. I Reykjavík dvaldi hún hjá Guð- rúnu systur sinni og Ólafi Halls- syni, manni hennar. Mikill kær- leikur ríkti með þeim systrum enda töluvert líkt með þeim. Einn- ig var henni tíðrætt um móður- bróður sinn, doktor Björn Bjarna- son frá Viðfirði, og konu hans, Gyðu. Björn kenndi þá íslenzku við Kennaraskóla íslands. Með þeim tókst mikil vinátta, enda Björn valmenni. Árið 1913 giftist hún afa okkar, Einari Jónssyni frá Vallaneshjá- leigu, en hann lést árið 1975. Sam- band þeirra var mjög gott. Þar var ást, virðing og umhyggja í fyrir- rúmi og mættu margir taka sér það til fyrirmyndar. Þau eignuð- ust eina dóttur, Ingibjörgu, móður okkar. Lengst bjuggu þau í Geit- dal, en fluttu árið 1941 til Mýra þegar móðir okkar og faðir, Zóph- ónías Stefánsson, hófu þar bú- skap. Mikil væntumþykja, vinátta og tryggð ríkti milli foreldra okkar og ömmu og afa svo að aldr- ei bar skugga á eina einustu stund. í dag þegar við kveðjum ömmu í hinsta sinn er söknuður okkar sár. En hún er komin til fegri heima og við biðjum almáttugan góðan guð að varðveita hana, en vonin um endurfund vermir hjarta okkar. Vertu Ijós á vegum þinna, vafin hrósum mærin svinn indæl rós sem allir hlynna að, og kjósa í garðinn sinn. (Páll Jónsson.) Systkinin frá Mýrum. Fjármálaráðherra á Alþingi: Vafasamt að Flugleiðir hafi haldið hlutafélagalög Fjármálaráðherra telur vafasamt, að Flugleiöir hafí haldið skilyrði 107. greinar hlutafélagslaga, er félagið tók ákvörðun um að greiða hluthöfum sín- um, m.a. ríkinu, arð í formi útgáfu afsláttarmiða. I'á sagði fjármálaráð- + Eiginmaöur minn og faöir okkar, KJARTAN JÓNSSON. Garðsenda 5, éður bóndi í Bitru. er lést 4. maí sl., veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju þriöjudag- inn 15. maí kl. 13.30. Sesselja Gísladóttir og börn. herra að hann teldi ekki réttlætanlegt að fyrirtæki í taprekstri, sem nýtur rík- isstuðnings, greiði hluthöfum sínum arð. Þetta kom fram í svari við fyrir- spurn Stefáns Benediktssonar í sameinuðu þingi sl. þriðjudag. Fyrirspurnin varðaði arðgreiðslur til hluthafa Flugleiða. Þá upplýsti ráðherrann einnig, að ríkissjóður hefði nýtt afsláttarmiðana til handa ríkisspítölunum. Á aðalfundi Flugleiða 1981 var stjórn félagsins heimilað að veita hluthöfum afsláttarmiða fyrir allt að 50% af gildandi verði sem arð- greiðslu. Ríkissjóður hefur móttekið slíkar greiðslur í því formi fyrir tæpar 3 milljónir króna. + Dóttir okkar. ÞÓRUNN FINNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 12. maí kl. 2 e.h. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Sigríður Erlendsdóttir, Finnur Eyjólfsson. Röng fyrirsögn FYRIRSÖGN greinar Dagrúnar Kristjánsdóttur í biaðinu í gær átti að vera „Ágirnd vex með eyri hverjum", en fyrir mistök birtist greinin undir fyrirsögn annarrar greinar eftir Dagrúnu, sem býður birtingar hjá blaðinu. Biðst blaðið velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.