Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 18
1« MÖKGtJNBLA'ÐlÐ, POSTUÐAGURll.'MAÍ MMi Efst í huga að reyna að verða íslenskum rithöfundum að liði - segir Sigurður Pálsson, nýkjörinn formaður Rithöfundasambands Islands „EFST í huga er mér að sjálfsögðu að reyna að verða íslenzkum rithöfundum að liði. Starfsskilyrði þeirra eru vissulega nátengd menningu okkar og bókmenntum og á því hafa menn smám saman verið að átta sig. Bókin sem fyrirbrigði og söluvara fyrir jólin er samskiptaform, sem nú er í hættu. Bókmenntir eru mjög nátengdar menn- ingararfleifð okkar svo við getum ekki annað en haft áhyggjur af stöðu bókaútgáfu og bókmenntasköpunar í dag," sagði Sigurður Páls- son, nýkjörinn formaður Rit- höfundasambands íslands, í samtali við blm. Morgun- blaðsins. „Með þetta í huga verðum við að gera auknar kröfur til okkar og til þess að geta það verðum við að hafa viðunandi skilyrði. Það er ánægjulegt, að menn eru farnir að hafa áhyggjur af þróun tungunnar og þar með stöðu bókmennta og það er Alþingi til sóma, að hafa fjallað um málið nýverið. Þarna gætu rithöfundar og Rithöfunda- samband íslands orðið að verulegu liði, til dæmis með umfangs- miklum bókmenntakynningum í skólum, á vinnustöðum og hvers konar samkomum. Ég er sann- færður um, að það er hlutur, sem fólk vill. Þó menn séu oft tor- tryggnir er þetta vinsælt. Annars hefði okkur fyrir nokkrum árum, átta skáldum, aldrei dottið í hug, að bjóða fólki upp á að hlusta á lestur úr verkum okkar í Háskóla- bíói. Þar á ég við „listaskáldin vondu", sem nánast sprengdu utan af sér Háskólabíó. Kjarabarátta og kynningarstarf eru dæmi um það, sem mér er nú í huga, ennfremur varðveizla tung- unnar og bókarinnar, en á eftir að ræða öll þessi mál betur við stjórn og félaga sambandsins. Ég mun reyna að hafa sem mest samstarf og samvinnu við félaga í samband- inu og virkja þá til starfa í þágu þess, því ég hef trú á því, að valddreifingin skili sér bezt. Kynningarstarfsemi hlýtur að vera tengd tilveru bókarinnar og ætti síður en svo að skaða bóksöl- una. Sömuleiðis hlýtur það að vera lesendum áhugavert að kynnast höfundum og högum þeirra frek- ar. Það er mikilvægt að almenning- ur átti sig á því, að rithöfundar eru ekki baggi á þjóðfélaginu. miklu fremur hið gagnstæða. í tengslum við umræðu undanfar- inna ára vegna úthlutunar úr sjóðum rithöfunda, hefur þessi misskilningur komið upp. Eini umtalsverði ritlaunasjóðurinn, sem greitt er í af almannafé, er Launasjóður rithöfunda. Á síðasta ári komu 4,6 milljónir króna til úthlutunar úr honum, en sölu- skattur af bókum er margföld sú upphæð. Þar fyrir utan eru svo öll hin vinnuveitandi svið, sem starf rithöfunda er grundvöllur að. Þá hef ég mikinn áhuga á því, að sem allra flestir rithöfundar séu sameinaðir í stéttarfélagi sínu, sem er Rithöfundasamband ís- lands. Þeim, sem gengu út fyrir þremur árum, er að sjálfsögðu opin leiðin inn að nýju. Það er mikilvægt að við stöndum saman í hagsmunamálum okkar," sagði Sigurður Pálsson. Hver er skoðun þín á þeim klofningi, sem upp hefur komið í Rithöfundasambandinu? „Ég tel, að í raun sé ekki um klofning að ræða þó 22 félagar hafi kosið að segja sig úr Rithöf- undasambandinu, sem nú telur 207 félaga. Það hefur verið sam- þykkt innan stjórnar sambands- ins, að óski þeir aðildar á ný, þurfi þeir ekki að ganga í gegnum venjuleg inntökuskilyrði, þ.e. gegnum inntökunefnd og aðal- fund, enda hafa þeir áður verið samþykktir inn í sambandið. Þeir þurfa því aðeins að greiða félags- gjöld til þess að öðlast aðild á ný. Rithöfundasamband íslands er löggilt stéttarfélag rithöfunda og þar njóta allir félagslegra rétt- inda. Rithöfundasambandið gerir alla samninga við bókaútgefendur, ríkisútvarpið, leikhúsin og svo framvegis fyrir hönd rithöfunda. Það er vilji minn, að rithöfund- ar beri gæfu til að standa saman í stéttarfélagi sínu. Mér finnst ekki verjandi eins og staðan er nú, að ekki sé eining meðal rithöfunda, og held að þetta lagist allt með tímanum. Ég hef ennfremur afar lítinn áhuga á því, að flokkspóli- tískur litur verði á sambandinu og mun eftir beztu getu reyna að stuðla að því, að hver og einn njóti réttar síns. Raunar er ekki óeðlilegt að um ólgu og titring meðal rithöfunda sé að ræða. Það er í raun eðli starfsins, því það er erfitt og framtíðin ávallt óörugg. Þetta starf, eins og önnur listsköpun, er byggist á framtaki hvers og eins, er einstaklingsframtak, sem þýðir ekki að menn verði ekki að standa saman heldur einmitt þeim mun frekar. Allir búa við svipaða óvissu og óöryggi hvað snertir framtíðina. Það er vitað að mjög erfitt er að lifa af ritstörfum en árangur í þeim næst ekki nema að gefa sig að því heill og óskiptur," sagði Sigurður Pálsson. Komið að vissum þáttaskilum í hagsmunabaráttu rithöfunda - segir Njörður P. Njarðvík, fráfarandi formaður Rithöfundasambands íslands „ÉG VAR búinn að sitja í stjórn Rithöfundasambands íslands í 8 ár, þar af 6 sem formaður. Ég gaf því ekki kost á mér til áframhaldandi formennsku, bæði vegna þess, að þetta er býsna lang- ur tími og starfið erfitt og vanþakklátt og einnig lít ég svo á, að ekki sé hollt að sami maður gegni for- mennsku of lengi. Það er reyndar heldur ekki hollt að skipta of ört um formennsku, því það tekur sinn tíma að komast inn í starfíð. Þá tel ég einnig, að komið sé að vissum þáttaskilum í hags- munamálum rithöfunda og þess vegna hef ég litið svo á, að það væri heppilegt, bæði fyrir mig og Rithöfunda- sambandið, að ég gæfí ekki Iengur kost á mér," sagði Njörður P. Njarðvík, fráfar- andi formaður Rithöfunda- sambands íslands, í samtali við Morgunblaðið. Hver eru þessi þáttaskil i hags- munamálum rithöfunda? „Nú eru um 10 ár síðan íslenzkir rithöfundar gerðu Rithöfunda- samband íslands að stéttarfélagi sínu og sameinuðust þar. Fyrir þann tíma allt frá árinu 1945 voru félög rithöfunda tvö og Rithöf- undasambandið var eins konar samstarfsaðferð þessara tveggja félaga. Fyrir sameininguna náðust fram tvö baráttumál rithöfunda, Rithöfundasjóður íslands, sem greiðir fyrir afnot af bókum höf- unda í bókasöfnum, og svokölluð viðbótarritlaun, sem síðan urðu að Launasjóði rithöfunda. Ég held að árangurinn í þessum málum hafi sýnt mönnum úr báðum félögun- um fram á hvað hægt var að gera með sameiginlegu átaki og að fyrri ágreiningur, sem fyrst og fremst var undir pólitísku yfir- skini, hafi í raun og veru verið mikil hindrun í sameiginlegum baráttumálum rithöfunda. Þannig yar staðan 1974, þegar Rithöf- undasamband íslands verður að sameiginlegu stéttarfélagi. Þá hafði til að mynda aldrei verið gerður neins konar samningur milli rithöfunda og útgefenda. Fyrsti útgáfusamningurinn leit dagsins ljós 1975. Af þessu leiddi, að stjórn sambandsins hlaut fyrst og fremst að einbeita sér að til- tölulega þröngum, faglegum bar- áttumálum, bæði vegna þess að það var brýnust nauðsyn og hins vegar til þess að forðast átök á víðari, menningarlegum og póli- tískum grundvelli. A þeim tíma, sem ég hef verið formaður, hefur þessi fyrsti útgáfusamningur ver- ið endurnýjaður og endurbættur. Það hefur verið gerður annar út- gáfusamningur um þýðingar, sem gerir það að verkum, að nú í fyrsta sinn er hægt að segja að mann- sæmandi laun fáist fyrir þýðingar. í honum felst ennfremur það eins- dæmi, að þar er í fyrsta sinn við- urkenndur höfundarréttur þýð- enda. Yfirleitt hefur verið greitt fyrir þýðingar eins og þýðandinn sé í vinnu hjá útgefandanum, sem síðan hefur getað gefið verkið út eins oft og hann hefur viljað án þess að nokkur viðbótarþóknun komi fyrir. í þessum samningi er afnotaréttur útgefenda takmark- aður við 3.000 eintök. Á þessum tíma hefur þrisvar sinnum verið gerður samningur við útvarpið, tvisvar við leikhúsin, endurnýjaður og endurbættur samningur við Námsgagnastofnun og síðast en ekki sízt hefur verið ráðið til lykta einu mesta baráttu- máli rithöfunda á síðustu árum, að fá samninga við yfirvöld og greiðslu fyrir fjölföldun verka rit- höfunda í skólum, sem hefur verið stunduð með ólögmætum hætti allt frá því að núverandi höfund- arlög tóku gildi 1972. Þetta er ekki aðeins efnahagslegur sigur, þó miklu muni um hann, heldur einn- ig siðferðislegur sigur, sem ég held að eigi eftir að hafa mikil áhrif á virðingu manna fyrir höfundar- rétti. Það er eins og ýmsum mönnum hafi gengið illa að átta sig á því, að höfundarréttur er jafngildur eignarrétti á sýnilegum hlutum. Af þessari upptalningu ætti tvennt að sjást: Að áþreifan- legur árangur okkar í stéttarlegri baráttu er tiltölulega nýlegur mið- að við ónnur stéttarfélög og hitt, að nú er búið að tryggja réttar- stöðu okkar með viðurkenndum opinberum samningum við alla okkar viðskiptaaðila og þar með eru í raun komin ákveðin þáttaskil og góður tími til að skipta um for- ystu." Hvað telur þú þá helzt framund- an? „Það er kannski kominn tími til að víkka starfssviðið út, en að sjálfsögðu verður að gæta þess, að endurnýja og endurbæta gerða samninga, en það er ekki eins flók- ið verk og upphafleg gerð þeirra. Ég minnist í því tilefni ráðlegg- ingar fyrrverandi formanns sænska rithöfundasambandsins til mín: „Fyrst þarf að gera mönnum ljóst að þeir eigi að borga, síðan hvað þeir eigi að borga." Þá má nefna tvö mál, sem við höfum bryddað upp á, en ekki komið í höfn. Breytt fyrirkomulag á greiðslum frá bókasöfnum, þar sem við höfum óskað eftir nýrri lagasetningu, sem meðal annars snertir það, að ekki er greitt fyrir afnot bóka í skólabókasöfnum og að þýðendur fá ekki greiðslu fyrir afnot af verkum þeirra. Hitt málið snertir það, þegar höfundarréttur fellur úr gildi 50 árum eftir dauða höfundar. Þá verða verk hans svo- kölluð almenningseign, en það gildir ekki um annan eignarrétt. Ætli það kæmi ekki svipur á suma, ef erfingjar fengju ekki að halda fasteignum nema í 50 ár? Annars meina ég með útvíkkun, að kannski sé kominn tími til að Rithöfundasambandið eyði meiri kröftum til að mynda í baráttuna fyrir tilvist bókarinnar og fyrir tilvist og varðveizlu íslenzkrar tungu. Það er okkur rithöfundum að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni, hve mikið bóksala dróst saman í fyrra. Þetta ætti raunar ekki að- eins að vera áhyggjumál rithöf- unda, því missi bókin sinn sess, er öll okkar hefðbundna menningar- arfleifð í veði. Það hefur verið sett á laggirnar, að okkar frumkvæði, samstarfsnefnd allra þeirra, sem eiga hagsmuna að gæta í þessu sambandi og ég bind miklar vonir við það samstarf." Hefur ekki flísazt út úr Rithöf- undasambandinu vegna ósam- lyndis á formennskuárum þínum? „Ég lít svo á, að sameining rit- höfunda hafi gengið nokkuð vel. Að vísu gerðist það í hitteðfyrra, að um 20 höfundar sögðu sig úr sambandinu með yfirlýsingu um það, að endurvekja Félag ís- lenzkra rithöfunda sem hags- munafélag. Það er atburður, sem ég harma. Ég varð ekki var við annan ágreining við þessa menn, en vegna úthlutunar úr Launa- sjóði rithöfunda. Þeir höfðu uppi ásakanir á stjórn sambandsins um pólitíska misnotkun sjóðsins. Það eru ásákanir, sem ég vísa algjör- lega á bug. Við höfum einungis til- nefnt fulltrúa í stjórn sjóðsins og engin afskipti haft af stórfum þeirra. Brotthlaupsmenn hafa stundum látið í veðri vaka, að þeir væru talsmenn manna, sem nú eru í Rithöfundasamhandinu og er það fráleitt. Félag sitt geta þeir ekki endurvakið sem hagsmunafélag því Rithöfundasambandið hefur löggildingu sem stéttarfélag rit- höfunda og lögin leyfa ekki stofn- un annars slíks félags. Það er frá- leitt að tala um það, að Rithöfundasambandið sé einhvers konar vinstrimannafélag, þar sem allir helztu höfundar, sem orðaðir hafa verið við borgaralegar skoð- anir, eru félagar í því," sagði Njörður P. Njarðvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.