Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, FOSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 f }9M AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUDM. HALLDÓRSSON Figueiredo Maluf Chaves Hægfara þróun til lýðræðis í Brazilíu ÞINGIÐ í Brazilíu hefur fellt tillögu andstæðinga stjórnarinnar um að forseti landsins verði kosinn beinni kosningu á þessu ári. Tillagan þurfti tvo þriðju atkvæða og aðeins skorti 22 til þess að hún næði fram að ganga. Rúmlega 50 stjórnarsinnar greiddu atkvæði með stjórnarandstæð- ingum. Atkvæðagreiðslan fylgir í kjölfar þeirrar ráðstöfunar Jose Figueiredo forseti að lýsa yfir takmörkuðu neyðarástandi vegna mikilla mótmælaaðgerða milljóna manna, sem hafa kraf- izt beinna forsetakosninga á þessu ári. Kjörmannasamkunda á að kjósa nýjan forseta 15. janúar 1985 og Figueiredo lætur af störfum í marz. Figueiredo hét því að gera Brazilíu að lýðræðisríki á ný skömmu eftir að hann tók við embætti 1979 og hefur aftur komið á flestum mannréttindum (sem nú hafa verið skert um tíma). En hann hefur sagt að beinar kosningar séu „ekki eina lausnin" á vandamálum landsins og hvatt til sátta og málamiðl- unar. Stefnt hefur verið að því að forseti verði kosinn beinni kosn- ingu 1990, en vegna mótmæl- anna að undanförnu hefur Figu- eiredo lagt fyrir þingið breyt- ingarfrumvarp þess efnis að beinar kosningar fari fram 15. nóvember 1988 og kjörtímabil forseta verði fjögur ár í stað sex nú. Ef sigurvegarinn fær ekki hreinan meirihluta verður nafn þess frambjóðanda, sem fær yfir 40% atkvæða, lagt fyrir þingið. Ef hann fær ekki 50% atkvæða og einu atkvæði betur í þinginu kýs þjóðin um þá tvo frambjóð- endur, sem fengu flest atkvæði. Mótmælin í Brazilíu hófust skömmu eftir að Raul Alfonsin var kjörinn forseti Argentínu í októberlok 1983. Mótmælin eiga rætur að rekja til vaxandi óánægju almennings með 40% atvinnuleysi og 230% verðbólgu. Meirihluti verkamanna fær inn- an við 4.500 kr. í laun á mánuði. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur krafan um beinar forseta- kosningar stuðnings 80 af hundraði landsmanna, sem eru 131 milljón. Forseti var síðast kosinn í Brazilíu 1960. Sigurvegarinn, Janos Quadros, sagði af sér ári síðar og varaforseti hans, Joao Goulart, tók við. Herinn steypti Goulart af stóli 1964 og síðan hafa fimm herforingjar setið á forsetastóli. Bæjarfulltrúar, flestir borgar- stjórar, fylkisþingmenn, fylkis- stjórar, fulltrúadeildarþing- menn og öldungadeildarmenn eru nú kosnir beinni kosningu, en hvorki forsetinn né varafor- setinn. Borgarstjórar í fylkishöf- uðborgum og mikilvægum bæj- um nálægt landamærum og hernaðar- og iðnaðarmannvirkj- um eru heldur ekki kosnir beinni kosningu. Brazilíumenn eru skuldugasta þjóð heims. Skuldir þeirra við erlendar lánastofnanir nema rúmum 100 milljörðum dollara og eru að sumu leyti sök leiðtoga þeirra, sem sáu ekki fyrir olíu- kreppu og samdrátt í heiminum. En þeir skella einnig skuldinni á vestræna banka, sem lögðu fast að þeim að taka lán í stað þess að fjárfesta, og á efnahagsstefnu Reagans. Hætt hefur verið við margar stórframkvæmdir, sem kosta marga milljarða dollara, m.a. lagningu vegar gegnum frum- skóginn til Perú. Brazilíumenn væru gjaldþrota ef erlendir bankar héldu ekki áfram að lána þeim, en þótt dregið hafi úr ugg um að þeir komist í greiðsluþrot munu þeir hafa mikla þörf fyrir ný lán og fyrirgreiðslu á næstu árum. Ef horft er til Iengri tíma gæti framtíð Brazilíu orðið björt. Margar auðlindir eru ónýttar, t.d. báxít, kol, dálítið af gulli, geysimikið fosfat, úraníum og pottaska. Verðmæti útflutnings á pottösku nemur einum millj- arði dala á ári. Brazilíumenn framleiða 500.000 tunnur af olíu á dag og þeir gætu orðið sjálfum sér nógir eftir 10 ár. Þeir fram- leiða einnig kaffi, sykur og silki. Framleiðsla þeirra á háþróuðum tæknibúnaði er í vexti. Um 50 milljónir landsmanna eru vannærðar. Glæpir hafa aukizt og hálfgert stjórnleysi hefur ríkt í nokkrum borgum. Færzt hefur í vöxt að menn taki lögin í sínar hendur. í norðaust- urhéruðunum hafa milljónir manna misst uppskeru sína og atvinnuna og búa við hungur. Þrír menn keppa að kjöri for- seta á kiörmannasamkundunni í marz. Oánægjan með ástandið bitnar á þeim manni, sem stjórnin styður, Marioa Andre- azza. Hann lætur af starfi inn- anríkisráðherra í september og talið er að úrsögn hans úr stjórninni muni veikja stöðu hans. Það háir honum líka að hann hefur verið sakaður um að hafa verið viðriðinn meiriháttar fjármálahneyksli. Þó kveðst hann hafa tryggt sér fleiri full- trúa á kjörmannasamkundunni en keppinautarnir. Paulo Maluf, fyrrverandi fylk- isstjóri Sao Paulo, er talinn sig- urstranglegri. Hann kveðst einn- ig hafa tryggt sér flesta kjör- menn. Hann nýtur stuðnings ýmissa áhrifamanna, en forset- inn og hluti stjórnarflokksins munu vera honum andsnúnir. Maluf, sem er af líbönskum ættum, hefur barizt gegn út- þenslu ríkisbáknsins og er talinn njóta stuðnings Bandaríkja- manna. Stjórnarandstæðingar segja að hann sé samvizkulaus og óttast að hann gæti orðið ein- ræðisherra. Þriðji frambjóðandinn, Aur- eliano Chaves varaforseti, hefur áhuga á beinum kosningum og hefur tryggt sér töluverðan stuðning meðal almennings, þótt hann þyki skorta hæfileika til að ávinna sér lýðhylli. Hann er hófsamur og almennt talinn heiðarlegur, en það kann að mæla gegn honum að hann hefur gegnt starfi varaforseta undir forystu forseta, sem er hershöfð- ingi. Chaves nýtur stuðnings þess arms stjórnarflokksins, sem er undir forystu Geisels fyrrum forseta, og er talinn andvígur Bandaríkjamönnum. Þar sem dregið hefur úr sigurlíkum Andreazza að undanförnu getur farið svo að Figueiredo forseti neyðist til að styðja Chaves. Stjórnarflokkurinn hefur klofn- að í stuðningsmenn og andstæð- inga hans. Beinar kosningar njóta ekki stuðnings allra leiðtoga stjórn- arandstöðunnar. Ef þær verða teknar upp telja margir að vinstrisinnaður fylkisstjóri fylk- isins Rio de Janeiro, Leonel Brizzola, mundi hagnast mest á því. Margir herforingjar óttast að reiði almennings geti leitt til þess að beinar kosningar komi vinstrisinnuðum manni á borð við hann til valda. Þeir óttast að hann kynni að feta í fótspor Alf- onso, forseta Argentínu, sem hefur skorið upp herór gegn mannréttindabrotum þarlendra herforingja. Ef stjórn Figueiredos tekst ekki að tryggja kjör Andreazza er talið að hún geti sætt sig við Maluf, sem hefur lofað því að ekki þurfi að koma til uppgjörs við fortíð herforingjastjórnar- innar. Hins vegar veldur Chaves hernum áhyggjum. Stuðningur sá, seni hann hefur hlotið meðal almennings, á rætur að rekja til samanburðar, sem hann hefur gert á ástandinu í Brazilíu og Argentínu. Þótt sá samanburður hafi ekki verið réttur hefur hann haft áhrif. Endurbygging nauð- synleg í Reykjadal Hjólað í þágu þeirra sem geta ekki hjólað Á MORGUN, laugardag, er hjól- reiðadagur á vegum Kvennadeildar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og verður „hjólað í þágu þeirra sem geta ekki hjólað". Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi grein af þessu tilefni. „Að eiga fatlað barn er dásam- leg lífsreynsla, en jafnframt er það mikið álag á fjölskyldu barns- ins, sem verður að vera samhent um að sinna þörfum þess, jafnt á nóttu sem degi. Þess vegna er staður eins og Reykjadalur nauð- synlegur. Þangað hafa foreldrar fatlaðra barna getað sent þau að sumrinu, sér og þeim til hvíldar og hressingar. Dóttir mín hefur dvalið þar í mánuð í senn, síðastliðin sumur. Þar hefur samhent og gott fólk lagt sig fram um að láta henni líða vel. Á hverjum degi er farið með börnin út í leiki og gönguferðir. Sund er einnig stundað daglega og nokkrum sinnum er farið með þau er það geta á hestbak. Þarna koma líka sjúkraþjálfarar og þjálfa börnin, en það er mjög þýð- ingarmikill þáttur í starfinu. Nú er svo komið að húsin og aðstaðan í Reykjadal eru orðin lé- leg, svo nauðsynlegt er að endur- byggja staðinn og stækka svo hægt sé að leyfa öllum, sem þess óska, að dvelja þar einhvern tíma á sumri hverju. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur ákveðið 1984 að hefja framkvæmdir í Reykjadal í vor og munu allir peningar, sem safnast á hjólreiðadaginn, renna til þeirra framkvæmda. Með sameiginlegu átaki okkar allra verður hægt að búa fötluðum börnum á Islandi góðan og skemmtilegan sumardvalarstað. E.B." Háskólafyr- irlestur á laugardag TIMO Airaksinen, prófessor í heimspeki við háskólann í Hels- inki, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands laugardaginn 12. maí 1984 kl. 14:00 í stofu 101 í Lög- bergi. Fyrirlesturinn nefnist „Exploitation and Coercive Offers" og fjallar um þau sið- ferðilegu vandamál er upp rísa þegar fólk er kúgað eða notað í einhverju skyni. Hann verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur. (Fréll frá lláskóla íslands). Mæðrakaffi í Kópavogi Kvenfélagasamband Kópavogs býður að venju til mæðrakaffis á alþjóðlega mæðradaginn, sunnu- daginn 13. maí frá klukkan 15—18. í sal Félagsheimilis Kópavogs verður sýning á verk- um Gerðar Helgadóttur er fjiil- skylda hennar gaf Kópavogsbæ. Kaffinu fylgir happdrætt- ismiði og verður dregið um fjölda smávinninga á hálftíma fresti. Einnig verða merki seld í bænum fóstudag, laugardag og sunnudag. Allur ágóði rennur til hjálparstarfs Mæðrastyrks- nefndar. Dregiö í happ- drætti Frið- arviku '84 DREGIÐ hefur verið í Listaverka- happdrætt: Friðarviku '84. Vinningar, sem allt eru verk eftir íslenska myndlistarmenn komu á eftirtalin númer: 862 — 627 - 812 - 1108 - 2335 - 1429 - 2492 - 15 - 2003 - 1909 - 2351 - 658. Vinninganna má vitja á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga, Hafnarstræti 9, Reykjavík, sími 16974. Húnavaka ÚT ER kominn 24. árg. Húnavöku. í ritinu eru að vanda þættir með fróð- leik úr héraði, fornum og nýjum, auk skáldskapar í lausu máli og bundnu. Meðal ritgerða má nefna Spak- mæli í Grettlu eftir Hermann Páls- son, prófessor í Edinborg. Minnst er Húnvetninga sem létust á liðnu ári. Ennfremur er þarna saman- tekt um menn og málefni líðandi stundar undir fyrirsögninni Fréttir og fróðleikur. Fjölmargar myndir eru í ritinu. Húnavaka er 242 bls., útg. Ungmennasamband Austur-Hún- vetninga, ritstjóri Stefán Á. Jónsson. Ritið er prentað í Prent- verki Odds Björnssonar hf. á Ak- ureyri. Kápumynd er af minnisvarða um Gretti Ásmundarson á Bjargi í Miðfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.