Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 4

Morgunblaðið - 17.05.1984, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 52 Hornstrandaþankar - eftir Jóhannes Jakobsson Nú þegar félög og skrifstofur eru í óða önn að ganga frá ferða- áætlun sumarsins, er ekki úr vegi að hugleiða öryggismál ferða- manna, sem leggja leið sína á Hornstrandir. Eins og flestir vita er þar aðeins hægt að ferðast fót- gangandi á landi. Þar eru allar ár óbrúaðar frá Ófeigsfirði og vestur að ísafjarð- ardjúpi. Þessar ár eins og margar aðrar geta orðið með öllu ófærar á einni nóttu, ef svo háttar veðráttu. Þær vatnsmestu á austanverðum Ströndum eru Eyvindarfjarðará, Meyjará, Bjarnafjarðará og Reykjafjarðarós, þær tvær síðast- nefndu jökulár. Það hefur nokkr- um sinnum hent að fólk hefur snú- ið við í Reykjafirði vegna vatns- flaumsins í tjeðum ám, að ráði kunnugra. Einn hópur ferða- manna kom norður Strandir 1982 frá Ófeigsfirði og útbjó fleka úr rekaviði og tókst að ferja fólkið, 8 manns, áfallalaust yfir Eyvind- arfjarðará. Ekki vil ég ráðleggja - að treysta á slíkt. Svo verður að geta þess að frá Dröngum var fólkið flutt framhjá Meyjará og Bjarnafjarðará. Við í Reykjafirði fréttum af ferðum hópsins og bóndinn í Ófeigsfirði hafði af því áhyggjur hvernig úr rættist hjá fólkinu. Höfðum við bát til taks og fórum til móts við hópinn þegar til hans sást og ferjuðum hann framhjá Reykjafjarðarós, sem var í svo miklum vexti þessa daga að ég minnist ekki að hafa séð hann meiri. Nú voru þessir júlídagar, sem hér um ræðir, bestu og blíð- ustu dagar þess sumars. Hlý suð- vestanátt, nokkuð hvöss stundum og sól skein nótt sem dag. Ein- hverjum kann að finnast að svona lagað geti ekki staðist, en það er satt' samt. Viðbrögð náttúrunnar eru stundum torskilin, en þessir miklu vatnavextir í ánum eiga sér eðlilegar forsendur. Það er mín reynsla af íslenskum ferðamönn- um nú til dags að þeir séu mjög óglöggir að velja sér vöð á ám, vaða helst þar sem styst er yfir. Húsnæðismál ferðamanna á Hornströndum þarf líka að taka til umfjöllunar og úrbóta. Til er ætlast að fólk búi í tjöldum og er það gott svo langt sem það nær. Skýli SVFÍ eru aðeins heimil í neyðartilvikum eins og það er orðað í tilkynningum. Nú er þetta teygjanlegt hugtak, telst það neyðartilvik þegar fólk kemur í náttstað holdvott en hresst og heilbrigt? Ég veit af reynslu að fólk færi í skýli SVFÍ ef til staðar væri, þótt ástandið væri ekki svo vont sem hér er nefnt. Þetta ieiðir til misnotkunar og of mikils álags á skýlin. Leyfi mér að birta orðrétt línur úr skýrslu minni til Náttúru- verndarráðs 1982: „Ég var að tala um skýlið í Furufirði og er best að ljúka því. 12. ágúst kom ég þar. síðast, þá er stödd þar ensk fjöl- skylda, doktor með konu og 4 dæt- ur, giska á aldur 10—20 ára. 3 þær yngstu sátu í hnipri á gólfinu í svefnpokum upp að höndum. Það rétt sást lífsmark í eldavélinni, sem er í mesta óstandi, ekki hægt að loka eldhólfi og gat á hnéröri úti, en hefur verið vafið með ál- pappír, umbúðum af matvælum. Eldiviður var nægur inni en renn- andi blautur og sviðnaði því í eldstæðinu. Húsið fullt af raka, þungu lofti og óvistlegt á ailan máta.“ Sundlaugin í Reykjafirði. „Ég lít svo á að tímabært sé að hæstvirt Alþingi og þeir, sem skipuleggja ferð- ir á Hornstrandir, fari nú að huga að öryggismálum ferðalanga um þennan landshluta. Með vaxandi umferð skapast aukin hætta á slysum ..." Þeir sem hafa eftirlit með skýl- unum kenna ferðamönnum um slæma umgengni og mætti hún að vísu vera betri. En mér virðist stundum gæta nokkurrar óvildar í garð ferðamanna hjá eftirlits- mönnum skýlanna og því er stund- um trassað að gera við það sem mætti kalla eðlilegt slit. Eldstórn- ar endast mjög illa í þessum köldu húsum. Ljóst er að aldrei ætti að beina fleiru fólki vísvitandi á einn stað á Hornströndum, að ekki sé hægt að koma því í húsaskjól þegar slag- veður geisa. Ég hef fyrir satt að oft á undanförnum sumrum hafi verið 60—70 samankomið í Horn- vík. 9. ágúst 1982 varð 35 manna hópur að flýja tjöld sín undan óveðri, í skýli SVFÍ í Höfn í Hornvík og þótti þá þröngt á þingi. Fólk getur ekki sest í bíl sinn og ekið heim þegar illa viðrar á Hornströndum. Það verður að sitja þar sem það er statt, uns veðrinu slotar. Það hefur verið hljótt um þetta friðland á Alþingi síðan lög um það voru sett og ákveðið var að beina aukinni um- ferð á það svæði m.a. til að létta á ofsetnum stöðum á hálendinu og sunnanlands. Ég lít svo á að tímabært sé að hæstvirt Alþingi og þeir sem skipuleggja ferðir á Hornstrandir, fari nú að huga að öryggismálum ferðalanga um þennan landshluta. Með vaxandi umferð skapast auk- in hætta á slysum. Að fara að und- irbúa að setja göngubrýr á vatnsmestu árnar nú þegar og vinna að því verkefni áfram. Beita sér fyrir byggingu ferða- mannaskála á aðaláningarstöðum ferðafólks á þessu stórbrotna, há- lenda og svipmikla landsvæði. í þeirri góðu trú eru þessar hugleið- ingar fram settar. „Sundlaugin í Reykjafirði“ Sundlaugin í Reykjafirði var byggð á árunum 1937—1938 og vígð 2. júlí það ár. Það var eins með þetta fyrirtæki og svo mörg önnur á þessum tíma, sem ung- mannafélögin og einstaklingar beittu sér fyrir, voru af vanefnum reist. I stuttu máli, af áhuganum einum. Laugin er 8x20 m og mesta dýpi er 1,70 m. Á síðastliðnu ári voru 45 ár liðin síðan hún var tek- in í notkun. Má undur kalla að hún skuli enn halda vatni, að vísu hafa heimamenn lagt á sig nokra fyrir- höfn ár hvert til að svo mætti vera. Nú verður ekki lengur kom- ist hjá því að hefja endurbætur sem duga til frambúðar. Það er andleg og líkamleg hressing þreyttum ferðamanni að komast í heitt bað. Kannski má segja að þetta sé „perla í eyði- mörkinni", eða þannig hafa mér komið fyrir sjónir viðbrögð og undrun ferðafólks þegar því hefur gefist kostur á að njóta þessarar heilsulindar á svo afskekktum stað. En endurbætur kosta peninga og það vefst fyrir manni hvernig þeirra skal aflað. Vil ég hér beina þeirri ósk til stofnana og félaga sem um ferðamál fjalla, að gefa góð ráð og leggja okkur lið. Mætti þar nefna Ferðamálaráð, ferðafé- lögin og ferðaskrifstofur, sem skipuleggja ferðir um Horn- strandir. Þá má ekki gleyma því

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.