Morgunblaðið - 27.05.1984, Page 13

Morgunblaðið - 27.05.1984, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 61 SKEMMTANALIFIÐ Ef drengirnir stóöu sig ekki í vinnunni eöa kvört- uöu voru þeir baröir meö stöfum, stungnir meö skærum eöa brenndir meö heitu járni. SJÁ: Barnaþrælkun Disney heitinn meö einni vinsælustu „stjörnunni" sinni, Andrés önd. Disney kastar klæðum Mikki Mús er löngu oröinn ábatasamasti skemmtikraftur allra tíma og er lítiö lát á vinsæld- um hans. Nú ætlar hann aö færa út kvíarnar og hasla sér völl í Evrópu. Frá því var skýrt í febrúar sl., aö áætlanir væru uppi um aö reisa fyrsta Disney-landiö í Evrópu, þótt ekki væri endanlega ákveöið hvar því yröi valinn staöur. Jafnframt bárust fróttir um aö Disney-fyrir- tækiö væri óöfluga aö færa út kví- arnar í öörum skllningi og fram- leiösla þess yröi í dálítiö öörum dúr en viö eigum aö venjast. Mikki og félagar hans hafa ekki komiö sér saman um, hvar í Evr- ópu þeir ætla aö setjast aö, en skemmtigaröur þeirra verður væntanlega opnaöur eftir fjögur til fimm ár og líklega í Suður- Frakklandi eöa á Noröur-Spáni. Samhliöa skemmtigaröinum veröa reist hótel og útbúin öll sú aöstaöa önnur, sem nauösynleg þykir. Fyrsti Disney-skemmtigaröurinn var opnaöur suður af Los Angeies áriö 1955. Staöurinn reyndist fljót- lega of lítill en meö honum var lagöur grunnur aö stórveldi sköp- unarverka Walt Disney. Áriö 1971 var mikiö landflæmi á Flórída- skaga, tvisvar sinnum stærra en Manhattan-eyja, lagt undir næsta skemmtigarö, sem gefið var nafniö Disney World. Fyrsti Disney-skemmtigaröurinn utan Bandaríkjanna var reistur f Tókýó og reyndist hann vinsæll og góö tekjulind. Forstjóri Disney-fyrirtækisins heitir Ron Miller og er honum greinilega umhugaö aö framleiösla fyrirtækisins tolli í tískunni en dagi ekki uppi sem fornaldarfyrirbæri á breytilegum tímum. Fram aö þessu hefur öll fram- leiösla fyrlrtækisins veriö miöuö viö skemmtun handa ailri fjölskyld- unni og hefur gott siögæöi í hví- vetna veriö haft aö leiöarljósi. Fyrir bragöiö hefur veldi fyrirtækisins ekki veriö hrunahætt og nýjar kynslóöir hafa stööugt streymt á sýningar hinna sígildu teikni- mynda, t.d. Mjallhvít. En nú viröist kominn timi til aö gera einhverjar breytingar. Fyrir- tækiö hefur tapaö hundruöum milljóna á síöustu níu kvikmyndum sínum, og ekki má viö svo búið standa. Fyrir skömmu var frum- sýnd síöasta kvikmynd Disney- fyrirtækisins. Nefndist hún „Splash" og er ástarsaga hafmeyj- ar. Þar bregður svo kynlega við aö í Disney-mynd er mannslíkami sýndur i allri sinni nekt. Kvikmyndir sem fyrirtækiö hefur látiö gera fyrir unglinga eru nú líka meö grófara oröbragöi en áöur hefur tíökast. Ron Miller segir um þetta: „Disney hefur jafnan veriö fulltrúi siögæðis og drengskapar. Við ætlum aldrei aö breyta út frá því, en viö veröum aö játa aö þaö hefur oröið breyting í þá átt aö gera kvikmyndir, sem eru meira viö hæfi ungs fólks nú á tímum. Sumt fólk þolir hvorki Ijótt orö- bragö né nektarsenur, en þaö er hægt aö gera slíka hluti á smekk- legan hátt. Miller ætlar samt aö fara aö öllu með gát. Disney-myndir fyrir ungl- inga eru nú framleiddar undir sór- stöku vörumerki — Touchstone Films. SVIK OG PRETTTR Listin að stela skipum Alþjóöleg sjóferöastofnun var sett á laggirnar í Genf fyrir þremur árum til aö rannsaka þjófnaö og misferli í kaupskipaút- gerö, en aö sögn stofnunarinnar er stigamennska á höfum úti ört vax- andi atvinnugrein. Hún er nú stunduö í allt aö tvisvar sinnum ríkara mæli en fyrir fjórum árum og veldur tugmilljaröa tjóni á ári hverju. Þaö er nær daglegt brauð aö skipum sé sökkt, aö eldur komi upp í þeim meö dularfullum hætti ellegar aö skipsfarmar hverfi og aö skipum sé siglt í strand aö yfir- lögöu ráöi. Verst er ástandið í Suöur-Kínahafi, þar sem lætur nærri aö sjórán upp á gamla móö- inn séu stunduö. Þar ráöast ræn- ingjar til uppgöngu í skipin eins og sjóræningjarnir fyrrum. Sjóferöastofnunin hefur nú í hyggju aö gefa höfnum einkunnir eftir því hversu öruggar þær séu á sama hátt og gert er meö flugvelli. Þótt formælendur stofnunarinnar vilji ekki nefna nein nöfn, má ætla aö höfnin í Lagos í Nígeríu hafni mjög neðarlega á listanum og trú- lega er Bombay á Indlandi litlu skárri. Þetta vandamál er tröllaukiö og víöfemt og þaö var því ekki aö ófyrirsynju aö þaö bæri á góma á ráöstefnu Sameinuöu þjóöanna hægar um vik. um verzlun og þróunarmál. Menn töldu aö ef til vill yröi unnt aö gera einhverjar umbætur meö því aö fyrirskipa betri skráningarreglur. Þær reglur, sem nú eru viö lýöi, eru gamlar og úreltar og sam- kvæmt þeim er jafnauövelt aö skipta um nafn á skipi og aö mála þaö á þaö. Hjá tryggingafyrirtækinu Lloyds í London uppgötvuöu menn fyrir skömmu aö skip, sem sökk í spánsk-bandaríska stríöinu á 19. öld er enn á skipaskrá! Á fyrr- nefndri ráöstefnu komu fram hug- myndir um níu stafa skráningar- númer skipa. Samkvæmt því fengi skip ákveöiö númer um leið og því yröi hleypt af stokkunum og þaö breyttist ekki þrátt fyrir eigenda- skipti, nafnbreytingu og nýja heimahöfn. Þessi númer væri unnt aö tengja viö kallmerki hinnar al- þjóölegu fjarskiptastofnunar, sem tekur þegar til 200.000 skipa og báta. Greiðsla fyrir skipsfarma miöast fremur viö farmskrárnar en viö þann varning sem skipin flytja í raun og veru. Þar af leiöir aö mörgum finnst freistandi aö falsa skrárnar enda falla menn æöi oft í þá freistni. En þaö er erfitt aö lögsækja menn og fá þá dæmda fyrir mis- ferli á hafinu. Ástæöan er sú aö afbrot af þessu tagi eru utan allra landamæra og oft leikur vafi á um lögsöguna. Eftirfarandi dæmi lýsir því hversu erfið viöureignar svona mál geta verið. Eigendur viökomandi skips voru grískir, en þaö sigldi undir fána frá Hondúras. Farmi var skipaö um borö í Trieste, Limassol og Höföaborg, en svo átti aö heita aö skipið heföi sokkiö undan ströndum Kýpur, þótt raunar sé taliö aö því hafi veriö siglt til Líban- on. Skipstjórinn var grískur, fyrsti stýrimaöur tyrkneskur og áhöfnin frá Gambíu, en skipiö var tryggt hjá brezku tryggingarfyrirtæki. Hvert er nú lögsagnarumdæm- iö? — LIESL GRAZ ÞETTA GERÐIST LIKA ... Dularfulla frímerkið Frímerkiö hér til hliöar, sem skreytt er mynd af Karli Breta- prins og Díönu prinsessu, er ekki gefiö út í Bretlandi eöa einhverju samveldislanda bresku krúnunn- ar. Hér er semsé maðkur í mys- unni. Þaö eru tyrknesk yfirvöld á noröurhluta Kýpur, sem gefa frí- merkið út, og tilgangurinn er að blekkja póstbera í Evrópu. Grikkir, sem neita aö viöurkenna einhliöa sjálfstæöisyfirlýsingu Tyrkja í noröurhluta Kýpur, hafa beöiö póstyfirvöld í Evrópu aö standa meö sér í þessu efni og neita aö bera út póst frá Tyrkjum á Kýpur. Líklega er þaö von Tyrkjanna aö myndin af Karli og Diönu veröi til þess aö slá ryki i augu pósta, sem halda aö bréfiö sé frá Bretlandi og bera þaö út í góöri trú. Varla veröa póstar á Islandi blekktir svo auöveld- lega ... Refsing „við hæfi“ Herréttur í Súdan fann á dög- unum Ali nokkurn Abuanga sek- an um vopnaö rán og kvaö upp yfir honum dóm, sem þar í landi er talinn „viö hæfi“. Af Ali á aö höggva tvo útlimi, hægri hönd og vinstri fót. Aö auki á hann aö endurgreiöa súdönsku pundin 600 (jafnviröi um 8.500 (sl. króna), sem hann haföi þvingað kaupmann til aö láta sig hafa meö því aö ota aö honum skammbyssu. Helg kúla Jóhannes Páll páfi hefur gefiö byssukúluna, sem skotiö var á hann á Péturstorgi í Róm fyrir tæpum þremur árum. Þaö var biskupinn i Leiría og Fatíma í Portúgal, sem tók viö kúlunni er hann sótti páfa heim í Vatíkaniö fyrir stuttu, og stendur til aö varðveita hana á helgistaö rómversk-kaþólskra manna í Fatíma. „Rauða línan“ Fyrir nokkrum dögum upp- götvaöist aö á ný var hægt aö hringja beint til Moskvu og nokk- urra annarra borga í Sovétríkjun- um. .Rauöa linan“ var þó ekki opin nema í tvo daga og síöan hefur ekki veriö unnt aö velja nema fáein símanúmer sjálfvirkt þangaö austur. Sjálfvirka valiö til Sovétríkjanna var fyrst tekiö í notkun vegna Ólympíuleikanna áriö 1980, en tveimur árum síöar var lokaö fyrir það. Yfirvöld sögöust vera aö endurnýja franska tæknibúnaöinn. Heimild- armenn í Moskvu segja aö kerfiö hafi sannarlega veriö endurnýjaö — meö sovéskum tækjum — og nú sé hægur leikur fyrir erind- reka Kremlverja aö hlusta á hvert einasta símtal sem valiö er sjálf- virkt. Þeir sem vita af beinni línu opinni í austurveg og hyggjast slá á þráöinn ættu aö hafa þetta í huga ... SITT LÍTTÐ AF HVERJU Fyrir stuttu skutu franskir sjó- liðar á fiskimenn frá Spáni, sem voru á veiðum í Biskayaflóa. í hefndarskyni hefur forlag nokk- urt í Barcelóna sent frá sér bók, sem þegar er oröiö metsölurit, þar sem því er haldið fram, aö faöir Adolfs Hitlers hafi veriö Frakki ... Á næstu fjórum árum hyggjast kommúnistar ( Kína endurbæta og opna á ný 200 musteri og helgihús Búddhatrú- armanna í Tíbet, en fram aö þessu hafa þeir reynt aö uppræta „trúvillu" í landinu, sem þeir hersitja .. . Fyrsta bókin um Bítl- ana, sem gefin hefur veriö út í Austur-Þýskalandi, kom út fyrir nokkru og áöur en mánuður var liöinn voru öll útgefin eintök, fimmtíu þúsund aö tölu, uppseld. Önnur útgáfa i sama upplagi er væntanleg í júlí ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.