Morgunblaðið - 27.05.1984, Page 20

Morgunblaðið - 27.05.1984, Page 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 LL tiFIMI LVrMyNLANNA Wílliam Hurt. ■ om Dwivngvr. Jobetn wiiuams. Mary Kay Place. Stjörnubíó: The Big Chill Næsta mynd sem Stjörnubíó sýnir nefnist The Big Chill, og var með vin- sælli myndum síðasta árs í Bandaríkjun- um. Myndina gerði Lawrcnce Kasdan, en aðalhlutverkin eru hvorki fleiri né færri en átta. Meðal leikara eru William Hurt, Kevin Kline, Jobeth Williams og Tom Berenger. The Big Chill verður sýnd strax og Educating Rita rennur sitt skeið í A-sal. Leikendur Myndin fjallar um hóp fólks, sem var mjög nánir vinir meðan það var saman í Michigan-háskólanum, en hefur ekki hist í nokkur ár. Það kemur saman á ný við jarðarför eins úr hópnum, og endurnýja gömul kynni. Kevin Kline er tiltölulega nýtt nafn í heimi kvikmyndanna. „The Big Chill" er þriðja myndin sem hann lék í; áður hafði hann leikið á móti Lindu Ronstadt í skylminga- og söngvamyndinni „Pirates of Penzance", en það var leikur hans í „Sophie’s Choice" sem gerði hann fræg- an. Glenn Close er mjög hátt skrifuð leik- kona í Bandaríkjunum, þótt „The Big Chill" sé aðeins önnur kvikmyndin sem hún leikur í. Sú fyrri var „The World According to Garp“. Á undanförnum mánuðum hefur Glenn vakið feikna at- hygli fyrir leik sinn í leikriti Tom Stopp- ards „The Real Thing" á Broadway. Meg Tilly leikur vinkonu mannsins sem deyr. Meg Tilly er lítt þekkt ennþá, en íslendingum gafst kostur á að sjá hana í „Psycho II“. William Hurt er örugglega þekktasta nafn myndarinnar, þótt hann hafi ekki hlotið alþjóðlega frægð á borð við Rich- ard Gere. Hann er þekktastur fyrir leik sinn í mynd Lawrence Kasdans „Body Heat“, en nýjasta mynd hans nefnist „Gorky Park“, og var frumsýnd vestan- hafs um síðustu jól. Tom Berenger á heldur skrykkjóttan feril að baki; sumum mynda hans hefur verið mjög vel tekið, öðrum hallmælt heldur betur. Hann lék m.a. í „Butch and Sundance: The Early Days“, einnig í „Dogs of War“. Jobeth Williams hefur leikið í a.m.k. Jeff Goldblum. tveimur stórmyndum án þess að hljóta mikla frægð. Fyrst lék hún aukahlutverk í „Kramer gegn Kramer", en fólk man eflaust betur eftir henni sem móðurinni í „Poltergeist". Tveir aðrir leikendur koma við sögu: Mary Kay Place og Jeff Goldblum. Mary lék í Private Benjamin, en Jeff í Annie Hall. Leikstjórinn Kasdan Það tók Lawrence Kasdan mörg ár að hasla sér völl í heimi kvikmyndanna. Hann stúderaði við Michigan-háskólann. kynnti sér sérstaklega nútímaleikritun. I sjö ár skrifaði hann kvikmyndahandrit án þess að selja nokkurt þeirra. Það var ekki fyrr en 1979 að hann komst í kynni við Steven Spielberg og George Lucas. Fyrsta handritið sem hann seldi var „Continental Divide" sem Michael Apted kvikmyndaði með John heitnum Belushi í aðalhlutverki. En það var George Lucas sem gaf Kasdan fyrsta alvarlega tækifærið, þeg- ar Kasdan bauðst að skrifa handritið að „The Empire Strikes Back“ og síðan „The Return of the Jedi“. Þar á eftir skrifaði hann handritið að mynd Spielbergs „Ra- iders of the Lost Ark“, og þarf ekki að vekja athygli lesenda á vinsældum þeirra mynda. En Kasdan sjálfur hefur ekki ýkja mikinn áhuga á ofannefndum myndum. Hann segir það ekkert tiltökumál að skrifa handrit að slíkum myndum, en aldrei dytti honum sjálfum í hug að kvik- mynda þær. En engu að síður lögðu þessi handrit grundvöllinn að velgengni hans í heimi kvikmyndanna. Kasdan skrifaði svo handritið að „Bo- dy Heat“ og setti hann það skilyrði að hann leikstýrði. Hann fékk því fram- gengt og hlaut mikið lof fyrir. Enn meira lof hefur hann hlotið fyrir „The Big Chill“: myndin var útnefnd til óskars- verðlauna sem besta mynd 1983, en mikla athygli vakti að Kasdan var hvergi nefndur við útnefningu leikstjóranna. „The Big Chill" var meðal vinsælustu mynda síðasta árs. Kasdan hefur mestan áhuga á per- sónulegum kvikmyndum, og eitt einkenni mynda hans er hve samtöl skipa þar veg- legan sess, en að sjálfsögðu gætir þar áhrifa frá leikritun. „The Big Chill" er persónuleg mynd og það þykir ekki lítið afrek á stað eins og Hollywood. HJÓ. Nýja bíó: The Entity Árið 1976 leitaði kona að nafni Carla Moran aðstoðar sálfræðinga í Los Angeles. Það út af fyrir sig er ekki svo fréttnæmt í Bandaríkjun- um, nema hvað þessi kona taldi sig vera ofsótta af einhverju óþekktu afli sem vildi kvelja hana andlega sem líkamlega. Sálfræðingar fóru að rannsaka þetta mál og reyndist það hið furðulegasta. Var þessi Carla einfaldlega trufluð á geðsmunum eða var hún í raun fórnarlamb yfir- náttúrulegs afls, kannski draugs, sem m.a. vildi nauðga henni? — Frank DeFelitta skráði sögu Clöru sem nú hefur verið kvikmynduð og Nýja bíó tekur til sýninga. „The Entity" er skálduð útgáfa af atburðunum sem áttu sér stað. Frank DeFelitta, sem hefur ritað heilmikið sálfræðilegs efnis, til dæmis handritið að „Audrey Rose“, hitti hina raunverulegu konu sem átti í útistöðum við drauginn (Carla Moran er ekki hennar rétta nafn), fyrst þegar hann skráði bókina, og aftur þegar hann skrifaði kvikmyndahandrit- ið. Þegar Frank kom til sögunnar höfðu nokkrir sálfræðingar rann- sakað konuna og líf hennar. Þeir töldu sig hafa í höndum gögn um drauginn, meðal annars ljós- myndir. Engu að síður voru settar fram þrjár skýringar á þessu fyrirbæri: í fyrsta lagi gæti konan hafa gert sér allt þetta upp. 1 öðru lagi gæti það hafa verið algjör dáleið- ing og í þriðja lagi gabb. Sumir sálfræðingar héldu því fram að vandræði konunnar ættu rætur að rekja til truflaðrar undirmeðvit- undar sem nú tæki upp á því að ofbjóða sjálfri sér. En þeir sál- Barbara hershey f hlutverki konunnar sem verður fyrir heldur en ekki óþægilegum heimsóknum einhvers yfirnáttúrulegs afls, sem m.a. vill naugða hennL fræðingar eru til sem töldu kon- unni stafa hætta af einhverju yfirnáttúrulegu afli. Hvað sem öllum sálfræðilegum útskýringum líður réðust þeir fé- lagar Frank DeFelitta, Harold Schneider og Sidney J. Furie í gerð kvikmyndar um þetta efni, enda hefur óskiljanlegt og ótút- skýranlegt tema alltaf höfðað til kvikmyndagerðarmanna. Harold Schneider er duglmikill framleiðandi kvikmynda, sú nýj- asta var „War Games", sem án efa er hans allra vinsælasta mynd. Hann hefur staðið að öðrum merkum myndum, t.d. mynd Jack Nicholsons „Goin’ South" og myndinni sem gerði Richard Gere frægan, „Days of Heaven". Sidney J. Furie er nokkuð þekkt nafn án þess að vera stórt nafn innan kvikmyndaheimsins. Hann reið á vaðið fyrir mörgum árum með „Lady Sings the Blues" með Díönu Ross, og nokkrum árum síð- ar gerði hann mynd um Víetnam- stríðið, sem nefndist „The Boys in Company C“. Aðalleikkonan heitir Barbara Hershey, og er hún sennilega eft- irminnilegust fyrir leik sinn í myndinni „The Stunt Man“, sem Bíóhöllin sýndi fyrir rúmu ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.