Morgunblaðið - 27.05.1984, Page 25

Morgunblaðið - 27.05.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 73 gróður eða tré á þéttara landi. Og það er einmitt þróunin, ef þessu manngerða landi er ekki haldið við með því að slá alltaf sefið. Hvað gerist má t.d. glöggt sjá ef lagst er að bakka við Hoveton Great Broad nálægt bænum Wrox- ham, því þar er tiltölulega stuttur „fræðslustígur" um náttúruvernd- að svæði með öilum stigum þessar- ar þróunar, sem vísindamenn eru að skoða. Það sem gerist ef sefið er ekki slegið er í stuttu máli það að stráin sem vaxa upp úr vatninu þéttast og mynda þúfur. Þær eru þyngri og stráin ná dýpra ofan í vatnið. Við það næst festa f jarð- veginum, og úr því er landið orðið nógu þétt til að trén ná fótfestu. Þau bora rótunum niður og fyrr en varir er fenjalandið orðið að skógi. Fyrst nær víðirinn fótfestu í leðj- unni áður en furan heldur innreið sína. Þegar siglt er upp Bure-á og nálgast Wroxham er laufskrúð mikið á bökkum og fjölbreyttur trjágróður, sérlega fallegur á vorin meðan lauf trjánna er svo fagur- grænt. Með því að ganga í hálftíma eftir fræðslustígnum, sem er rimlapallur með hænsnaneti svo maður ekki renni til og sökkvi um- svifalaust niður í meira en tveggja metra djúpa vatnsósa leðjuna, þá hefur maður fyrir augunum breyt- inguna á jarðvegi og allar jurtirnar á breytingaskeiði. En þarna er líka fuglaskoðunarskýli, sem gefur tækifæri til að sjá úti á vatninu ýmsa stygga fugla og því gott að hafa með sér sjónauka. Ástæðan fyrir því að landið er ekki allt orðið að skógi er sú að íbúarnir hafa alltaf slegið sefið til að nota stráin í sfn frægu stráþök, sem fyrrum voru á hverju húsi og nú má sjá á stöku húsi. Víða sáum við meðfram ánum hvar menn voru að slá stráin, binda þau í stór búnt og hlaða upp, til þess að flytja þau á bátum eða byttum í burtu. En líka sá maður falleg hvít kalk- steinshús með stráþaki, gerð af listfengi því hver stráþakamaður hafði sitt mynstur áður fyrr. Hvaða mynstur skyldi þakgerðar- maðurinn, forfaðir Margrétar Thatchers, hafa haft? En gallinn er bara sá að títt kviknar í þessum þurru þökum, þarf ekki nema neista úr reykháfi, og tryggingar- félög taka mun hærri iðgjöld af þeim. Á tveimur stöðum var verið að byggja upp eftir bruna, gamla kirkju í Reedham og veitingahús sem brunnið hafði á gamlaárskvöld í Ranworth, þar sem er annað nátt- úruverndarsvæði. Fjölbreytt fuglalíf En af hverju skyldu menn endi- lega vilja halda í þetta iandslag? Fuglalífið og gróðurinn er þarna alveg einstakt og svo ótrúlega fjöl- breytt. Enda fjórar tegundir af kjörsvæði: opið samtengt vatn, svampland með sefi og aðliggjandi fenjalandi, beitiland sem oftast OPIÐ VATN ViÐITRÉ Bleshænan er kolsvört með hvítan blett á höfði og er því mjög áberandi fugl á vötnunum. Kanadagæsin sker sig úr vegna skrautlegs litar, en hvít bringan og blettirnir á höfðinu prýða hana. Kanadagæsin kom frá Amer- íku og hefur nú haslað sér völl í Bretlandi. Hegrinn stendur á sínum háu fótum hreyfingar- laus við árnar og bíður eftir að fiskur syndi hjá. Stundum er erfítt að koma auga á hann í sefínu. Gróðurinn breytist, ef ekkert er að gert, úr vatni í skóg. Sefíð safnast í þúfur, sem eru nægilega þungar tii að ná niður í jarðveg, og í þær kemur fyrst víðir og svo veigameiri tré þegar víðirinn hefur náð festu á botni. Ef sefíð er slegið, eins og gert hefur verið um aldir, breytist þetta ekki. an að sjá kvenfuglinn liggja á hárri hreiðurhrúgu sinni í sefinu við bakka. Vitanlega sáum við á siglingu á báti mest af þeim tegundum sem eru úti á vatninu eða við það. Og einhvern veginn fannst mér þarna litskrúðugri fuglar en ég hefi áður átt að venjast. Á kannski þátt í því sá mikli fjöldi af toppgoða, sem á vegi okkar varð, svo og svartá bleshænan með mjallahvíta blett- inn ofan á nefinu eða sefhænan svarta með hárauða blettinn á sama stað. Toppgoðinn er talinn ein mesta prýði Nordfolk-vatn- anna. Hann er hreinasta augna- yndi þar sem hann syndir um með hvítan reistan hálsinn, úfinn lit- fagran kraga um hálsinn og reistan toppinn upp af höfðinu um fengi- tímann. Um þetta leyti hefur hann verið búinn að gera sér hreiður úr fljótandi sefi og skorða milli strá- anna, en í maí er hann farinn að synda um með unga sína á bakinu. Þetta er sumarfugl þarna á ánum. Bleshænan virðist alls staðar til augnayndis, þar sem hún stingur sér eftir æti. Við sáum tvo fugla í hörkuslagsmálum á vatninu ná- lægt Wroxham, líklega um kven- fugl. Þeir risu upp hver gegn öðrum í öllu sínu veldi, svo aðeins fætur virtust ofan í vatninu. Fögur sjón! Fyrir utan allar villiendurnar er bleshænan algengasti fuglinn sem maður sér syndandi úti á vatninu og hún gerir sér líka flothreiður í sefinu. Himbrima sáum við en ekki marga. Endur eru þarna mjög fjöl- breyttar. Stokköndin, sem er mjög algeng, virðist þó svolítið öðru vísi á litinn en við eigum að venjast, einkum kvenfuglinn sem er mólitur eða gulur og litskrúðugri að mér sýndist. Skeiðendur eru miklu færri, en minnsta andategundin á svæðinu, urtöndin, er algeng. Allar þessar tegundir eru algengastar í nánd við Ranworth, sem er nátt- uruverndarsvæði. Ekki verður reynt að fara lengra út í lýsingu á andategundunum, aðeins má nefna rauðhöfðaöndina sem er til prýði. Ekki er síður úrval af gæsum á vatninu og sker Kanadagæsin sig þar úr fyrir fegurðar sakir með sína hvítu bringu og sérkennilegu hvítu bletti upp með eyrunum. Þessi fugl, sem mun hafa sést hér sem flækingur, er ættaður frá Am- eríku og var sestur að i Bretlandi um miðja 18. öld. Talning fór fram á honum 1953 og voru þá um 3000 pör i landinu, þar af meirihlutinn á vatnasvæði Norfolk. Einn var sá fugl sem þarna á að vera en við sáum aldrei. Það er Kingfisher, sem kallaður hefur verið þyrill eða bláþyrill á fslensku. Rómaður fyrir fegurð, þegar sólin skín á heiðbláar fjaðrir hans er hann svífur yfir vatnsborðinu í leit að físki. Ekki er ætlunin að fara að tina upp alla þá fugla sem fyrir augun bar á þessari bátsferð. Kunnugleg var krian, þótt önnur tegund væri en okkar og sýndist þyngslalegri. En erfitt var að greina hana á flugi frá algengri svarthöfðamávategund, enda sást hún mest nær sjónum. En hegrinn fór ekki á milli mála, þar sem hann stóð grafkyrr við vatnið og hreyfði sig ekki fyrr en hann snögglega stakk sér eftir fiski. Svartstarri er áberandi, en þvarann sem líkist hegranum mátti sjá á stöku stað. í fjölda fugla má heyra inni í sefinu og þeir sjást skjótast þar um. Bunt- ing, sem kallaður hefur verið korntittlingur, er algengur og má sjá hann hanga þar á stráunum. Læt ég svo útrætt þetta heillandi fuglalif, vona að rétt sé með farið um þá fugla sem nefndir eru. Við höfðum ekki tekið með okkur nægi- lega góðar handbækur og vorum að tina upp ófullkomna bæklinga með fuglamyndum á leiðinni. En ég vil Toppgoðinn er hreinasta augnayndi með Ijósan hálsinn og reisulegan topp á höfði. Hann býr sér til fjótandi hreiður og skorðar í sefínu. Skeiðöndin er skrautlegur fugl, sem setur svip á vatnasvæði Norfolk. —ít « v Um aldaraðir hafa menn slegið sefíð meðfram ánum til þess að nota það í stráþöRin á húsin sín. Enn vilja margir nota þessi fallegu stráþök þótt eldfim séu. Ef hætt verður að slá sefíð, breytist gróðurinn í skóg á 25 árum. liggur að baki sefinu meðfram án- um og loks kjarr og skógur. Hvert þeirra bfður upp á mismunandi fæðu og hreiðurstaði. Fjölbreytnin í fuglalífínu er því geysimikil. Að sigla þarna um á báti að vori er ákaflega skemmtilegt. Og þar sem tekist hefur að varðveita kyrrðina nokkurn veginn, lætur fulglasöngur jafnan ljúflega í eyr- um. Þótt maður sé ekki fróður um fugla, fer ekki hjá því að þetta mikla fuglalíf allt um kring í kyrrðinni veki áhuga og bátverja fari að langa til að vita hvaða fugl- ar það eru sem mest sjást. Sumir eru mest á opnu vatni og á ánum, aðrir skjótast um f sefinu, en þegar nálgast sjó eins og í Breyton Wat- er, iðar allt af skemmtilegri blöndu af sjófuglum og vatnafuglum. Og eins breytist svolítið fuglalffið eftir því hvar maður er. Forvitnilegast fannst mér i upphafi að koma auga á fasana f öllu sínu litskrúði f lauf- inu með Chet-ánni. En það er hnúðsvanurinn sem f rauninni er alls staðar nálægur. Kom syndandi að bátnum þegar sest var að. Þessi glæsilegi fugl hefur í aldir notið aðdáunar og var á sfnum tíma talinn svo verðmætur að hann var eignaður konungsfjöl- skyldunni. Nú verpa svanir í þús- undavís f Bretlandi. Ekki sfst á vatnasvæðinu f Norfolk, enda lifa þeir á vatnagróðri. Og það er gam-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.