Morgunblaðið - 27.05.1984, Side 26
74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984
Þar hefur
maðurinn
skapað
landið
ráðleggja þeim sem ætla að sigla
um Norfolk Broad að taka með sér
góðan sjónauka og fuglabók, því
áhuginn og spurningar vakna þeg-
ar á staðinn er komið.
Dýralíf er ekki auðugt fyrir utan
skordýr á fenjasvæðinu. Þó er þar
eitt dýr óvelkomið, svonefnd
Coypu, er líkist stórri rottu og gef-
ur í búrum af sér dýrmæt nutriask-
inn. En það er einmitt meinið.
Þetta dýr slapp úr búri í nánd við
Norwich 1937 og tók að fjölga, enda
á það sér engan óvin í landinu.
Samkvæmt talningu 1980 voru þeir
taldir 10 þúsund, þegar ákveðið var
að reyna að eyða þeim. Þeir eru
mikill skaðvaldur þarna, því þeir
lifa í holum og grafa sundur bakk-
Gömlu flutningabátarnir, sem voru um aldir samgöngutæki á vatnasvæðinu.
Við sáum einn, sem haldið er við og leigður í ferðir, koma eftir ánni.
Báturinn er mjög flatbotna og stórt seglið svart. Borin í það blanda af tjöru,
sfldarlýsi og lampasvertu til að verja það fyrir veðrum.
Við árbakkana eru víða gamlar rústir. Hér eru rústir af St. Benets-klaustri. Klaustrið var í fyrsta sinn lagt í rúst af
dönskura víkingum árið 870. Mylla var byggð í rústunum fyrir 200 árum.
Hásetinn við stjórnvölinn. Sakir anna þegar lagst var að eða haldið af stað
gafst skipstjóra ekki tími til að taka af honum mynd í sínu aðalhlutverki, að
stökkva í land eða út í bátinn snarlega með kaðalinn.
ana, sem vatnið vinnur svo á, og
eyðileggja uppskeru bænda. Ég
nefndi skordýrin, sem ég kann eng-
in skil á, en geta má þess að á
vatnasvæði Norfolks er að finna
eitt sjaldgæfasta og fegursta fiðr-
ildi Bretlands, að nafni Swallow-
tail, með 90 mm vængjahafi. Og
áður en skilið er við dýralífið á
svæðinu, ber að geta þess að þar
eru uglur, m.a. þekkt hvít ugla, sem
við bátverjar á Mayfly sáum vit-
anlega aldrei, enda annaðhvort að
horfa á frábærar kvikmyndir
BBC-sjónvarpsins í bátnum fyrir
svefninn eða steinsofnaðar í kyrrð-
inni við árbakka um það leyti sem
ugla kemur á kreik.
En á náttúruverndarsvæðunum
fara fram rannsóknir á einstökum
dýrategundum eins og á öllu svæð-
inu, m.a. á fiðrildunum og copu-
dýrinu.
Það er ekki að undra þótt Nor-
folk-vatnasvæðið hafi löngum verið
talið tilefni eins allsherjar þjóð-
garðs. Það er það þó ekki, en viss
dýrmæt svæði tekin frá sem rann-
sókna- og náttúruverndarsvæði og
þá gerð aðgengileg almenningi, en
reynt með stjórnunaraðgerðum að
halda öllum þessum löngu vatna-
leiðum kyrrlátum og óskemmdum.
Þótt hámarkshraði sé 7 mílur á
bátaferðum, og engir hraðbátar
leyfðir, þá vill öldugangur frá þeim
rífa upp bakkana. Og þótt ekkert
skolp fari frá bátum, berst áburður
frá bændunum og þvottaefni i árn-
ar og hefur að einhverju leyti
breytt lífríkinu. Norfolk Naturalist
Trust hefur undir sinni umsjá
nokkur vernduð svæði. Eitt þeirra
er í Ranworth Broad, skammt frá
Wroxham, og nær yfir stórt fenja-
svæði. Við komum þar við.
Ekki er leyfilegt að leggja beint
upp að við náttúruverndarsvæðið
nema á árabátum, og í bátalæginu
við stöðuvatnið fyrir framan var
þétt setinn bekkurinn, svo að ein-
asta leiðin til að komast þar upp að
reyndist að bakka bátnum inn milli
tveggja annarra báta. Skipstjórinn
hikaði og fór hringi fyrir framan,
en góðhjartaðir Bretar kölluðu
hvatningarorð og voru tilbúnir tii
aðstoðar þegar klaufinn kæmi inn
til lendingar. Þar létum við í fyrsta
sinn faila þungt lóð úr stefni, sem
sekkur í leðjuna og er notað sem
akkeri til að halda bátnum. En
reynslan af Bretum var á þessu
ferðalagi öll á sama veg. Allir
reiðubúnir til hjálpar. Notalegt
fólk. Þarna er verslun og ágætt
veitingahús. En í þorpinu 1000 ára
gömul kirkja, einstaklega falleg.
Að náttúruverndarsvæðinu er
gengið eftir tréstíg á leðjunni, og
samskonar sýning meðfram honum
á jarðvegi og gróðri svamplandsins
sem við Hoveton, aðeins ítarlegra.
En þarna er fljótandi safnahús á
bakkanum, einstaklega falleg
bygging með stráþaki. Þaðan má af
efri hæðinni skoða fuglallfið á
vatninu og niðri er frábærlega ein-
föld og góð sýning á náttúrufari
svæðisins, og margvíslegur fróð-
leikur um náttúru þess og vernd
hennar. Þeir sem fara um Broad-
land ættu ekki að láta það fram hjá
sér fara. Þarna er líka einstaklega
yndislegt að vera. Rétt utan við
dyrnar lá svanur á háu hreiðri, sem
er merki um kyrrðina sem þar er.
Því miður var nú kominn tími til
að snúa við niður eftir Bure-ánni
og ekki tími til að sækja önnur slík
svæði við árnar Ant og Thurne
heim. Fleyið Vorflugan tók því
stefnuna til baka til heimahafnar i
Brundall, með viðkomu í bæjum og
sveitakrám á árbökkunum. Bátum
á vikuleigu á að jafnaði að skila kl.
9 á laugardagsmorgni. Við komum
inn í bátalægið hjá BB í Brundal á
föstudagskvöldi, til að geta pakkað
og þrifið áður en við færum frá
borði að morgni. Enda er Brundal
ákaflega skemmtilegur litill bær og
þar er ein notalegasta breska
sveitakráin sem við komum í.
Bjórstofa með viðarklæðningu og
mörgum gömlum fallegum munum,
og sýnilega fastir viðskiptavinir.
Og þar er líka, eins og á flestum
slíkum stöðum, ágætan mat að
hafa. Vert að geta þess að í þessari
ferð skipti ég alveg um skoðun á
bresku mataræði, sem ég hafði í
áratugi talið með því versta i heim-
inum. Allt sem við fengum á þess-
um sveitastöðum við árnar og
skurðina reyndist afbragðs matur.
Og er þá ekki eftir annað en slá
botn í frásögnina af tveimur á báti
á Norfolk-vatnasvæðinu.
NV Gellux LfMBÖND
AGNAR K.HREINSSON Hf.
Sími: 16382 • HAFNARHÚS
Pósthólf 654 • 121 REYKJAVIK
Skóli til sölu
Ef viðunandi tilboö fæst er Mímir til sölu (mála-
skólinn, einkaritaraskólinn, skrifstofuþjálfunin).
Skólinn gengur vel, er skuldlaus og í fullum rekstri.
Auövelt væri aö bæta viö kennslugreinum eftir
þörfum. Þau félög, stofnanir eöa einstaklingar, er
óska þess aö reka þróttmikla skólastarfsemi og
taka þátt í þeirri fulloröinsfræöslu sem nú stendur
fyrir dyrum, eru beöin aö hafa samband viö okkur.
Einkum skal þeim kennurum bent á þetta, er
heföu hug á aö skapa sér starfsvettvang og at-
vinnu viö nýjungar í kennslu. Traustir aöilar gætu
fengið skólann meö góöum afborgunarskilmálum.
Útborgun er ekki meginatriöi, heldur hitt, aö
kaupandi sé líklegur til aö efla skólann í samræmi
viö kröfur nútímans. í sölunni er innifaliö sérhann-
aö kennsluhúsnæði rétt viö Hlemmtorg.
Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast sendi skriflegar
upplýsingar til Mímis, Brautarholti 4, Rvík, póst-
hólf 5031.