Morgunblaðið - 27.05.1984, Síða 32
f *0rtr ♦ Mí »W» rnT^ ArTTTf/T/TTQ riTrt A TCTT/TTnor\?if
80 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ1984
Um spænskar ástríður
Plötuumslagið
Sígíldar
Konráö S. Konráösson
Georges Bizet: Carmen.
Einsöngvarar: Julía Migenes John-
son, Placido Domingo, Ruggero
Raimondi o.fl.
Orchestre National de France.
Stjórnandi: Lorin Maazel.
Choeurs & Maitri.se de Radio
France.
ERATO NUM 751133.
Það var Nietzsche, sem sagði
þegar hann á sínum tíma hafði
snúið baki við Richard Wagner
og óperubáknum hans: „Með
Carmen förum við úr súldarveðri
norðursins. Látum á eftir okkur
þokumistur Wagner-hugsjónar-
innar. Höldum á vit tónlistar,
sem hefir í sér hið tæra og þurra
loftslag heitari landa."
Latneska orðið „carmen"
merkir söngur eða ljóð. Hvort
það var af því eða öðru þá valdi
Georges Bizet síðustu óperu
sinni þetta nafn. Bizet, sem
bráðger var í tónlist sinni og
vann til ýmissa alþjóðlegra við-
urkenninga þegar á unga aldri,
reyndist erfitt að ná almennri
hylli sem óperutónskáld. Óper-
una Carmen skrifaði hann eftir
samnefndri sögu Merimeé. Við
frumsýninguna í París 1875 voru
móttökur og gagnrýni blönduð.
Létu raunar fleiri i ljós hneyksl-
an sína en hrifningu. Fór svo að
Bizet, sem lést aðeins 3 mánuð-
um eftir frumsýningu, langt
fyrir aldur fram aðeins 37 ára að
aldri, naut aldrei þeirra vin-
sælda, sem Carmen vann sér þó
um síðir. Hvað það er sem valdið
hefir sífelldum vinsældum
Carmen: Ljúf, en grípandi tón-
list, hið rómantíska raunsæi eða
svellandi ástríður undir brenn-
andi sól, skal ekki reynt að skýra
hér. Aðeins bent á þá staðreynd
að ópera Bizet hefir e.t.v. aldrei
verið jafn vinsæl og einmitt nú.
Peter Brooks, sá breski leik-
húsfrömuður, hefir í túlkun
sinni og uppfærslu á Carmen
umbreytt og sveigt söguþráð
Bizet að eigin geðþótta svo til
sanns vegar má færa að gerð
hans eigi aðeins nafn og tónlist
sameiginlegt með samnefndri
óperu. Hefir hann allt umstang
sem minnst. Eru t.d. allir kórar
felldir niður. Má vera að með
slíkri einföldun verði raunsæið
meira og rómantíkin minni, en
hvaða tilgangi það þjónar að
breyta gestgjafanum Lilas Pas-
ita í melludólg eða töfra fram
Lorin Maazel hljómsveitarstjóri
kokkálaðan eiginmann Carmen
líkt og skrattann úr sauðar-
leggnum, skal ósagt látið.
Ein af útgáfum Brooks hefir
verið sýnd í sjónvarpi hér í
Skandinavíu og er sem slík at-
hyglisverð. Leikarar Brooks
njóta sín hins vegar siður á
hljómplötu, þar sem uppfærsla
hans er fyrst og fremst „leikhús-
verk“, þar sem notast er við
valda kafla úr tónlist Bizet.
Engu að síður hefir uppfærslan
verið gefin út á hljómplötu (EMI
165 4403).
Sú hljómplötuútgáfa sem hér
er til umfjöllunar er texti og tón-
list úr kvikmyndagerð Francesco
Rosi. Var þessi kvikmynd raunar
meðal þeirra, sem nýverið
kepptu um óskarsverðlaunin, en
laut í lægra haldi fyrir verki
Ingmars Bergman: Fanny og Al-
exander. Tónlistarstjóri við upp-
færslu þessa er Lorin Maazel,
sem annars er kunnur sem stjóri
Vínaróperunnar og okkur að
góðu kunnur sem stjórnandi i
beinum sjónvarpsútsendingum
þaðan á nýársdag.
í bæklingi þeim sem skífunum
fylgir og telur 63 síður, er að því
vikið að reynt hafi verið í upp-
færslu þessari að fylgja upphaf-
legri gerð Bizet svo nákvæmlega
sem kostur var og til þess farið í
handrit höfundar, sem geymt er
á bókasafni óperunnar í París.
Voru þess vegna gerðar ýmsar
breytingar á óperugerð þeirri
sem hefðbundin er, þó smávægi-
legar væru. Má telja, að hér sé
hvað uppfærslu varðar stefnt i
þveröfuga átt ef litið er til upp-
færslu Brooks, sem áður er að
vikið. Hér er ekki farið með
veggjum. Kórar og hljómsveit í
fullri stærð og stórstirni fylla
flokk söngvaranna.
Það heyrist strax er hlýtt er á
Carmen með Maazel við stjórn-
völinn, að hér er ekki um að
ræða innihaldslausa skrautsýn-
ingu. Tónlistin streymir fjörlega
og með eindæmum hrífandi,
gædd þrótti og þrungin þeirri
tilfinningu sem svo nauðsynleg
er.
Bandaríska söngkonan Julia
Migenes Johnson er af púertó-
ríkönsku og grísku foreldri.
Enda þótt hún hafi þegar á
fjórða ári tekið þátt í óperuupp-
færslu hefir hún hingað til ekki
talist í hópi stórstirna, enda þótt
frammistaða hennar hér muni
reynast henni drjúgur vegsauki.
Placido Domingo syngur hér
Don José í þriðja sinn á hljóm-
plötu. Er ástæðulaust að ausa
hann frekara lofi, svo vegsamað-
ur sem hann hefir verið fyrir
söng sinn hvarvetna. Escamillo í
flutningi Ruggero Raimondi er
hins vegar nokkur ljóður á þess-
ari annars gagnmerku upp-
færslu. Er raddbeiting hans
varla sem búast mætti við hjá
svo frægum söngvara og túlkun
hans þurr.
Upptakan fór fram i desember
1982 í hljóðveri franska útvarps-
ins. Eru skífurnar samt sem áð-
ur nýkomnar á markaðinn og
mun þar ráða samræming við
frumsýningu kvikmyndarinnar.
Má hvað upptöku snertir tína til
nokkra agnúa og sem dæmi
nefna er Carmen dansar fyrir
Don José í II. þætti. Er þá söng-
ur hennar framarlega í hljóm-
myndinni, en kastanettusmell-
irnir heyrast miklu aftar, frá
hljómsveitinni, þannig að ímynd
hinnar syngjandi og dansandi
tatarastúlku smellandi kastan-
ettum verður hálf hjákátleg og
miður sannfærandi. Sömuleiðis
stinga í eyru raddir söngvaranna
í töluðum köflum, svo gerólíkur
sem raddblærinn er, og ræður
því eflaust mismunandi fjarlægð
til hljóðnemans við söng og tal.
Vindgnauðið í III. þætti minnir
og á útvarpsleikrit liðins tíma.
Burtséð frá slíkum hortittum er
upptakan, ef á heildina er litið, í
háum gæðaflokki. Pressun og
frágangur ekki heldur aðfinnslu
vert.
Þegar upp er staðið hlýtur að
telja hér eina athyglisverðustu
útgáfu á óperunni Carmen, sem
er á markaðnum í dag, enda þótt
þar sé fyrir að finna ágætar upp-
færslur þeirra Solti (DECCA
Dll D3), Abbado (DG 2709 83),
og nýlega útkomna uppfærslu
von Karajans (DG 2741 025).
Svo ágæt sem uppfærsla þessi
er tónlistarlega hlýtur hún að
vekja áhuga áheyrandans á
kvikmyndinni sjálfri. Verður að-
eins að vona að lélegur hljóm-
flutningur kvikmyndahússins
verði ekki til að kæfa þá eldfjör-
ugu tónlist sem hér er framin.
ÓSA
RIO
Pessi skottlausi!
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200