Morgunblaðið - 27.05.1984, Page 39

Morgunblaðið - 27.05.1984, Page 39
' MOÍítl'OMBCSÐlÖ^WWUDÁGUR ^. MÁl lð&4 H87 Neskaupstadur Krakkar í Neskaupstað ÞAÐ VAR mikið um að vera í leikskólanum í Neskaupstað þegar Morgunblaðsmenn voru þar á ferð fyrir nokkru. Foreldrar voru með kaffisölu og ágóða er varið til kaupa á leikröngum til leikskólans og dagsferðar foreldra og barna. „Arið 1982 heimsóttum við börn á Eskifirði, Reyðarfirði og Egilsstöð- um og í fyrra var farið með nesti, gítar og harmoniku upp í sveit. Þetta voru dýrlegar ferðir fyrir börnin,“ sagði Kristín Gylfadóttir, forstöðukoma leikskólans, í sam- tali við blaðamann. Hún sagði að um 70 börn væru í leikskólanum. í Oddsskarði voru nemendur í Grunnskóla Neskaupstaðar á skíð- um. „Ég renni mér oft á skíðum og keppi oft. Hef keppt við Eskfirð- inga,“ sagði Grétar Jóhannsson, en hann er átta ára gamall. Grétar hafði í nógu að snúast ásamt félög- um sínum, þeim Steingrími Stef- ánssyni, Vali Þórssyni og Ásmundi Helga Steindórssyni. Og stelpurnar báru sig ekki síð- ur faglega þegar þær renndu sér niður brekkurnar í Oddsskarði. Þær Rán Kristinsdóttir, Þórey Hrólfsdóttir og Sigrún Haralds- dóttir brostu sína blíðasta þegar þær stilltu sér fyrir framan Júlíus Ijósmyndara Mbl. Og síðan var haldið af stað upp brekkuna. svæðis á Austfjörðum og í alla staði ákjósanlegt. Krakkar vilja ólmir komast í þessa paradís," sagði Gunnar Ólafsson. Kristín Gylfadóttir ásamt Einari, Maríu, Sesselíu Maríu og Þórunni Benný í leikskólanum. „Oddsskarð er hreinasta skíða- paradís. Hér er ákaflega sólríkt og skjólgott. Fjöllin mynda skeifu og opnast mót suðri,“ sagði Gunnar Olafsson, fyrrum skólastjóri í Nes- kaupstað, en hann hefur átt drjúg- an þátt í uppbyggingu svæðisins. „Hingað kemur fólk alls staðar að af Austfjörðum. Svæðið er mið- Að föndri — allt er á tjá og tundri, en það kemur ekki að sök. Einbeitnin skín úr hverju andliti. Steingrímur, Valur, Ásmundur og Grétar. Þeir báru sig faglega strákarnir — enda koma þeir Rán, Þórey og Sigrún. oft í Oddsskarð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.