Morgunblaðið - 27.05.1984, Page 44

Morgunblaðið - 27.05.1984, Page 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 ~i /-------------zmcxm Ei n epyjcisamLoka. ósamt undirleik: geör 3?s kr." ... snerting TM Rag. U.S. PH Off.—al rlghts r>wrvad • 1981 Los Anpaées Timas Syndlcatt Óþekktarormur. Ég skal kenna þér að stela ekki frá öðru fólki! HÖGNI HREKKVÍSI Hugleiðingar að lokinni skemmtun á Broadway Bencdikt Sigurjónsson skrifar: Fimmtudaginn 12. apríl, á 62 ára afmæli mínu, tókum við kona mín og ég það fyrir, til að punta upp á daginn, að fara á skemmtun í Broadway. En þetta var sú þriðja í röðinni af skemmtunum sem ætl- aðar eru fólki komnu yfir sextugt og haldnar eru á þessum stað. Eft- ir þessa uppákomu get ég ekki orða bundist vegna þess að þetta er með því besta af skemmtana- tagi sem ég hef upplifað, og er að mínu viti með þvi þarfasta sem gert hefur verið síðan þetta svo- kallaða kynslóðabil var fundið upp af einhverjum misvitrum mönnum, sem ég og kannski eng- inn kann að nefna. Á skemmtun þessari var saman komið það fólk sem er að miklu leyti og i mörgum tilfellum komið út úr hringrás daglegs amsturs til viðhalds velgengni í landinu. En það að ég nefni þetta þarft, er vegna þess að margt fullorðið fólk sem búið er að skila sinu dagsverki og þar með komið út úr hringrásinni vill oft gleymast, þvi miður, þvi að þetta er sko ekki síður lifandi fólk en annað. Ekki er það síst þessi svokallaði skemmtanaiðnaður sem er hald- inn þessari gleymsku og þvi er mjög miður farið. Kannski eru þær orsakir fyrir þessu að skemmtanaiðnaðurinn er dýr. En fullorðið fólk, sem man tvenna tímana, er kannski ekki neitt út- ausandi á fé til að gleðja sjálft sig. Það hefur ekki vanist því hvað sem um efnahaginn er að segja að öðru leyti. En þetta fólk veit vel hvað það hefur kostað að vinna fyrir sér og sínum, og vill því fara vel með fjármuni. Enginn má skilja orð min svo að ég viti ekki um þá félagslegu starfsemi fyrir aldraða, sem er í gangi bæði hér i borg og úti á dandsbyggðinni. En það þarf bara að gera miklu meira. Ekki veit ég hver var upphafsmaður að þessum skemmtikvöldum á Broadway, en hann og aðrir þeir sem að þeim hafa staðið eiga miklar þakkir skildar fyrir þetta framtak. Og þá vil ég síst undanskilja Hermann Ragnar Stefánsson sem stjórnar þessum skemmtunum með þeim hætti sem ég tel frábæran. Ég hef verið á margskonar skemmtunum um dagana en ég þori að fullyrða að ég hef ekki áður séð jafn fals- lausa gleði f hverju andliti hvert sem litið var i salnum á öðrum skemmtisamkomum, nema að vera kunni á jólatrésskemmtun sem ég var á sem barn. Bara af þessu geta aðstandend- ur þessara skemmtana séð að þeir eru á réttri leið. Borðfélagi minn kynnti sér lft- illega bæði hjá skemmtunarstjór- anum og öðru starfsfólki þessa húss hvernig væri að fá svona full- orðið fólk á skemmtistaðinn. Svör- in voru á einn veg, að það væri mjög gott. Ekki síst vegna hirð- ingar á húsinu, þvi að þetta fólk gengi svo vel um að til mikillar fyrirmyndar væri. Segja mætti að varla þyrfti að ryksuga gólf. Það má sjálfsagt deila um það með hvaða hætti svona samkomur eiga að vera. Ég fór nú að hugleiða það að þetta væri kannski of fjöl- mennt, en komst að þeirri niður- stöðu að þær skemmtanir sem fé- lagsmálanefndir hinna ýmsu byggðarlaga stæðu fyrir hver hjá sér fullnægðu kannski þeirri þörf, ef einhver er, að hafa ekki of mik- ið fjölmenni hverju sinni. En eitt held ég að væri gott að viðhafa, en það er það sem ég kalla frjáls tími. Þar á ég við að á einhverjum ákveðnum tíma væri gert hlé á prógrammi, mætti þó vera létt tónlist, til þess að gefa samkomugestum betra tækifæri en ella til að hittast og talast við. Þetta tel ég vera mjög gott, því að þessi aldurshópur er oft og einatt lítið á faraldsfæti og væri þetta þá ágætt tækifæri til að hitta gamla kunningja og jafnvel eignast nýja. Því að það er nú svo að maður er manns gaman. Að minnsta kosti væri ekki úr vegi að prófa þetta því að mér skilst að framhald verði á þessum skemmtunum. Um skenntiatriðin vil ég segja að þau voru öll mjög góð og ég trúi því að allir hafi notið þeirra vel. Að endingu vill ég segja við að- standendur þessara skemmtana, — hafið heila þökk fyrir. Þið eruð á réttri leið. Arni kann mörg lýsingarorð Siggi flug skrifar: Kæri Velvakandi. Ég þakka þér fyrir birtingu pistils míns um legu eyjar okkar sem ég býst við að hafi hlotið einhverja athygli. Nú langar mig til þess að skrifa þér nokkuð um bjórmálið svokallaða, en það er nú efst á baugi, og eru and-bjórmenn að mér finnst fremstir í flokki í áróðri sínum gegn bjórnum. Ég les að öllu jöfnu allt það sem Árni Helgson í Stykkis- hólmi skrifar um ýmis efni, þyk- ir mér maðurinn stundum vera ansi heilbrigður en því miður keyrir hann gersamlega út af teinunum þegar bjórmálið er annars vegar. Ég er reyndar al- veg hissa hvað hann Árni kann mikið af lýsingarorðum þegar hann andmælir bjórnum. Ég hefi það á tilfinningunni að hann noti t.d. rugl á milliölinu og „starköl" sem hann leggur Jóni óttari í munn, hann talar um kraftaverk (sem bjórinn muni skapa), hann talar um bjórfroðusnakka, og svo auðvit- að drykkjusjúklinga o.s.frv. Ég hef miklar mætur á Árna Helgasyni þótt ég hafi mér vit- andi aldrei talað við hann eitt orð, og allra síst um bjórinn þann voðalega. Það er margt sem Árni skrifar sem er athygl- isvert, en eins og segir keyrir hann alveg út af sporinu þegar bjórinn er á dagskrá. Ég dvaldi nærri tvö ár í Þýskalandi á námsárum mlnum og var þar að sjálfsögðu drukk- inn mikill bjór, en aóeins bjór, og var þó nóg til af öðru. Árni ruglar því greinilega saman að hvorki ég né einhver annar er að krefjast þess að hann (Árni) fari að drekka bjór; eða er hann kannski hræddur við freistinguna. Ég ætlast ekki til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.