Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 123. tbl. 71. árg.____________________________________FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Forseti Ólympíunefndarinnar: Við berjumst tii síðustu stundar Moskvu. 30. maí AP. JUAN Antonio Samaranch, forseti Al- þjóða Ólympíunefndarinnar, kom til Moskvu í dag og hugðist þar með gera síðustu tilraun sína til þess að fá sov- ézk stjórnvöld til að falla frá þeirri ákvörðun að hætta við þátttöku í Ólympíuleikjunum f Los Angeles. Þegar Samaranch var spurður, hvaða líkur hann teldi á árangri af för sinni, svaraði hann aðeins: „Við Infuðum að berjast til síðustu stundar." Saramanch sagðist flytja bréf frá Ólympíunefndinni til sovézkra vald- hafa. ólympíunefndin vaeri fús til þess að framlengja frestinn til að tilkynna þátttöku í leikjunum fram yfir 2. júní, ef sá möguleiki væri fyrir hendi, að Sovétríkin og fylgi- ríki þeirra breyttu um afstöðu. Arthur Scargill, forseti sambands námaverkamanna í Bretlandi, sést hér í fylgd lögreglumanna, eftir að hann var handtekinn í gærmorgun. Scargili stóð fyrir aðgerðum verkfallsvarða fyrir utan koksverksmiðju í Sheffield, er hann var handtekinn. Sjá frétt á bls. 14. Andrei Sakharov á sjúkrahúsi í Gorkij Moskvu, 30. maí. AP. HAFT var eftir heimildum í Moskvu í dag, að eðlisfræð- ingurinn og friðarverðlauna- hafinn Andrei Sakharov væri á sjúkrahúsi í borginni Gorkij vegna veikinda í kjölfar hung- urverkfalls, er hann hóf 2. maí sl. Ekkert hafði frést um aðsetur Sakharovs síðan 19. maí, en þá barst börnum hans í Moskvu símskeyti frá konu hans, Yelenu Bonner, þess efnis, að hann hefði verið fluttur burt frá heimili sínu 2. maí sl. arovs og Yelenu konu hans. Sagði Heyden, að Gromyko hefði borið því við, að Sovétmenn vildu ekki að aðrir segðu þeim fyrir um hvað gert skuli við Sakharov-hjónin. Þar væri al- farið um sovéskt innanríkismál að ræða. Sovéska fréttastofan Tass skýrði svo frá í dag, að Sakharov liði vel og að hann nærðist reglu- lega. Jafnframt var því vísað á bug, að Yelena Bonner, kona hans, þyrfti á því að halda að fara til útlanda til læknismeð- ferðar. Sovésk læknavísindi væru þess megnug að láta henni í té nauðsynlega læknisaðstoð eins og milljónum annarra, sagði Tass. Geir Hallgrímsson, utanríkisráöherra íslands og Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráöherra Danmerkur ræöa saman fyrir fund utanríkisráðherra aöildarríkja NATO í gær. Fundur utanríkisráöherra NATO: Andrei Sakharov Bill Hayden, utanríkisráð- herra Ástralíu, sem nú er í heimsókn í Sovétríkjunum, tók í gær upp mál Sakharovs á fundi sínum með Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna. Sá síðarnefndi brást hins vegar öndverður við og neitaði algerlega að ræða um mál Sakh- Afstaðan til Sovétríkjanna rædd á lokuðum fundi í gær Washington, 30. maí. AP. Utanríkisráöherrar 16 aðildar- ríkja NATO héldu með sér „alger- lega lokaðan fund“ á afviknum stað í Maryland í dag. Á þessum fundi var aðallega rætt um stefn- una gagnvart Sovétríkjunum í víg- búnaðarmálum. George P. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði þar að stjórnvöld í Wash- ington væru reiðubúin til þess að taka upp viðræður við Sovétstjórn- ina á þessu sviði. Var þetta haft eftir taísmanni bandaríska utanrík- isráðuneytisins í dag. Samtímis lét Shultz í ljós þá skoðun, að tilslakanir í því skyni að fá Sovétstjórnina til viðræðna um fækkun kjarnorkuvopna að nýju, kynnu að verða túlkaðar sem „veikleikamerki". í óformlegum viðræðum utan- ríkisráðherra NATO í kvöldverð- arboði í gær gerðu Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, Giulio And- reotti, utanríkisráðherra Ítalíu og Fernando Moran Lopez, utan- ríkisráðherra Spánar, grein fyrir I skömmu við Konstantin Chern- skoðunum sínum varðandi af- enko, forseta, og Andrei Grom- stöðu sovézkra valdhafa á yko, utanríkisráðherra Sovétríkj- grundvelli viðræðna þeirra fyrir I anna. Harðnandi átök á Persaflóa: Loftárás Iraka á risaolíuskip Minimi Hnhrnin 3fl maí AP Manama, Bahrain, 30. maí. AP. STJÓRN fraks tilkynnti í kvöld, að íraskar herþotur hefðu gert loftárás á „stórt skip“ fyrir sunnan Kharg-eyju í íran. Sagði talsmaður íraksstjórnar, að þessi árás væri sönnun þess, hve ákveðnir írakar væru í að herða sigl- ingabannið á Kharg-eyju, sem er að- alolíuhöfn írans í Persaflóa, en einn- ig á allar aðrar olíuhafnir írana. Þetta var í þriðja sinn í þessari. viku, sem herþotur íraka gera loft- árás á olíuskip á Persaflóa. Er talið líklegt, að loftárásin nú hafi verið gerð á risaolíuskip. Er fjöldi þeirrra skipa, sem írakar segjast hafa valdið tjóni á, nú orðin 32. Jafnframt var tekið fram, að allar flugvélar þeirra hefðu snúið heilu og höldnu heim aftur eftir loftárás- ina í dag. Ayatollah Khomeini, leiðtogi fr- ans, sagði í dag, að Bandaríkja- menn „skorti kjark" til þess að hefja afskipti af Persaflóastríðinu. Engar líkur væru á afskiptum Bandaríkjamanna, „hvorki á sjó né landi", var haft eftir Khomeini. handtekinn Scargill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.