Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 Elín Þorsteins- dóttir — Minning Fædd 19. febrúar 1912 Dáin 22. maí 1984 Á morgun, föstudag, fer fram útför húsfrúar Elínar Þorsteins- dóttur, Fáfnisnesi 11 hér í borg, en hún varð bráðkvodd á heimili sínu 22. maí, sjötíu og tveggja ára að aldri, eftir langa og erfiða van- heilsu. Elín var fædd hér í borg 19. febrúar 1912. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Ásbjörnsson tré- smíðameistari og Jónasína Guð- laugsdóttir kona hans. Þorsteinn var sonur Ásbjörns, f. 1835, d. 1919, bónda í Andrésfjósum á Skeiðum Eiríkssonar og konu hans, Sigríðar Þorsteinsdóttur frá Brúnavallakoti. Eiríkur faðir Ásbjörns, bóndi á Reykjum á Skeiðum, f. 1807, d. 1893, hrepp- stjóri og dannebrogsmaður, stund- um nefndur Eiríkur yngri, var eitt af sjð börnum Eiríks eldra hrepp- stjóra og dannebrogsmanns á Reykjum, d. 1839, Vigfússonar bónda á Reykjum Gíslasonar prests á Ólafsvöllum Erlingsson- ar. Kona Eiríks Vigfússonar var Guðrún eldri, d. 1836, Kol- beinsdóttir prests í Miðdal Þor- steinssonar, en til hennar og um hana orti Kolbeinn faðir hennar hina alþekktu og vinsælu Gils- bakkaþulu. Frá Eiríki Vigfússyni er kölluð Reykjaætt, kynsæl ætt og fjölmenn (Ættarskrá Bjarna Þorsteinssonar). Jónasína móðir Elínar var fædd 1880 í Miðbýliskoti í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Þorsteinsson og Margrét Guð- mundsdóttir, f. 1846 í Kálfatjarn- arsókn. Guðlaugur var fæddur í Gröf í Hrunamannahreppi, sonur Þorsteins Jónssonar bónda þar 1845 og enn 1860 og seinni konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Jón- asína ólst upp í Hruna hját séra Steindóri Briem og Kamillu konu hans. Þar eystra kynntust þau Þorsteinn. Þau fluttust að austan (frá Stokkseyri) „suður", fyrst til Hafnarfjarðar og síðar til Reykja- víkur og áttu þar heima síðan. Tvö börn sín lét Jónasína heita nöfn- um fósturforeldra sinna, Steindór, múrari, látinn, og Kamiíla, húsfrú á Akureyri, en Elín hlaut nafn jafnOldru móður sinnar og fóst- ursystur, Elínar dóttur prests- hjónanna. Elín ólst upp í Reykjavík í hópi sjö systkina. Hún giftist 11. nóv- ember 1936 Benedikt Jónssyni. Benedikt var fæddur 1910 á Ás- gautsstöðum í Flóa, sonur Jóns Jónatanssonar búnaðarráðunauts og síðar verkstjóra í Reykjavík og konu hans, Kristjönu Benedikts- dóttur, en fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur er Benedikt var á barnsaldri. Benedikt vann sem verkstjóri út um land við ýmiskonar fram- kvæmdir og var því mikið fjarver- andi frá heimilinu. Uppeldi og um- sjá barnanna hvíldi því mjög á t Konan mín. SVEINBORG KRISTJÁNSDÓTTIR BERGMAN, Tacoma, Bandaríkjunum, er látin. Nói Þ. Bergman. t Utför ELÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR. Fáfmsnesi 11, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. júni kl. 13.30. Benedikt Jónsson. Björg Benediktsdóttir, Jón Benediktsson, Áslaug Benediktsdóttir, Þór Benediktsson, Kristjana Benediktsdóttir. Hafdís Benediktsdóttir, Elín Benediktsdóttir, Haraldur Skjóldal, Jónína Jónsdóttir, Sæmundur Bjarnason, Sólrún Guöjónsdóttir, Garoar Ingólfsson, Guðmundur Grettisson. Sævar Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t jarðarför Þökkum innilega auösýnda samúo við andlát og eiginmanns míns, föður, tengdafööur, afa og langafa, BJÖRNS BJÖRNSSONAR fré Svínadal, Kirkjuvegt 4, Vík ( Mýrdal. Sniófríður Jónsdóttir, Sigurbjörg B|örnsdóttir, Jóna Björnsdóttir, Ólafur Jónsson, barnabörn og barnabarnaborn. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÁRNÝJAR GUDMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Vifilsstaðaspitala. Ragnar Knstjansson. Siguröur Ragnarsson, Unnur Ragnarsdóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir, Ragnar Finnsson og bamabörn. herðum Elínar, en vinnusemi, bjartsýni og glaðværð hennar sáu alltaf leið út úr erfiðleikunum. Benedikt og Elín fluttu um nokkurra ára skeið heimili sitt til Stokkseyrar, en þá vann Benedikt við virkjanir í Soginu og einnig við hafnarframkvæmdir í Þorláks- höfn. Nú um alllangt árabil hefur hann unnið hjá Framkvæmda- stofnun byggingariðnaðarins á Keldnaholti. Elín og Benedikt eignuðust sjö börn sem öll hafa stofnað eigin heimili. Þau eru: Björg, húsfrú á Akureyri, gift Haraldi Skjóldal, starfsmanni hjá KEA. Jón, járn- smiður, virkjanastarfsmaður og bóndi á Velli á Rangárvöllum, kona Jónína Jónsdóttir. Áslaug, húsfrú í Borgarnesi, gift Sæmundi Bjarnasyni starfsmanni hjá Kf. Borgfirðinga. Þór, strætisvagna- stjóri í Rvík, kona hans er Sólrún Guðjónsdóttir. Kristjana, húsfrú í Rvík, gift Garðari Ingólfssyni strætisvagnastjóra. Hafdís, hús- frú í Kópavogi, gift Guðmundi Grettissyni vélstjóra og Elín, hús- frú í Rvík, gift Sævari Einarssyni vélsmið. Barnabörnin eru tuttugu og fjögur, barnabarnabörnin sjö. Fyrir rúmlega tuttugu árum fékk Elín heilablæöingu. Lamaðist hún svo að hún missti málið og gat ekki lesið, og varð að mestu til- finningalaus hægra megin. Þrátt fyrir þetta áfall lét Elín ekki bug- ast. Hún var glöð í skapi og hafði óbilandi trú á bata. Sýndi hún ótrúlegt þrek og dugnað við að þjálfa sig og endurhæfa. Hún náði þeim árangri að geta farið ein með strætisvagni í Sundlaugarnar í Laugardal og það fór hún næstum daglega í mörg ár. Hún var mjög vinnusöm þrátt fyrir að hægri handleggurinn væri að mestu stjórnlaus, og stundaði m.a. handavinnu. Síðustu árin, eitt eða tvö, var Elín á dagvistardeildinni í Hafn- arbúðum og féll það mjög vel. Það var nýlega búið að flytja hana heim til sín þaðan að áliðnum degi, þriðjudaginn 22. maí, og Benedikt maður hennar fyrir stuttu kominn heim, er hún lést snögglega úr hjartaslagi, þar sem hún lá fyrir og hvíldist. Hún hafði látið það f Ijós, að hún óskaði að hún fengi að kveðja skjótlega og þrautalaust, og sú ósk gafst henni. Hér er góð kona kvodd er aldrei gerði kröfur vegna sjálfrar sín en vann heimili, eiginmanni og börn- um allt er hún mátti. Bjartsýn og vonglöð brást hún eins og hetja við hörðum örlögum er brugðu skugga yfir síðari hluta ævinnar. Elsta dóttir hennar, er leit hér inn til mín þegar ég var að ljúka þessu skrifi, sagði mér frá litlu tilsvari móður sinnar frá ungl- ingsárum sínum, er sér væri í fersku minni þótt áratugir væru liðnir síðan. Það voru snjóar og frosthörkur að liðnum áramótum og ekkert lát á, og undan þessu kvartaði hún við móður sína. — Þetta er ekkert væna mín. Bráðum er janúar búinn, svo er það bara febrúar, mars og apríl og þá er vorið komið — og þegar hún sagði þetta brosandi, þá var eins og vor- ið væri alveg á næstu grösum, sagði dóttir hennar, þessu get ég aldrei gleymt. Mörg urðu þau árin sem Elín varð að þreyja þorrann og góuna og það í tvennum skilningi. En nú eru allir vetrarmánuðir að baki. Hún Elín fékk að deyja inn í vorið. Indriði Indriðason r'ædd 19. febrúar 1912 Dáin 22. maí 1984 Elín fæddist 19. febrúar 1912 og var því á 73. aldursári er hún lést skyndilega 22. maí sl. Foreldrar Elínar voru hjónin Þorsteinn Ásbjörnsson, trésmíða- meistari í Reykjavík og kona hans Jónasina Guðlaugsdóttir. Elín giftist eftirlifandi manni sínum Benedikt Jónssyni verk- stjóra (Jóns Jónatanssonar al- þingismanns og konu hans Krist- jönu Benediktsdóttur) árið 1936. Nokkrum árum áður höfðu þau eignast sitt fyrsta barn, og á næstu árum fjölgaði börnunum uns þau voru orðin 7. Árið 1950 fluttu þau Elín og Benedikt til Stokkseyrar og Bene- dikt hóf vinnu við virkjanir að mestu samfellt um árabil, fyrst við Sogið og síðan við Þjórsá. Það kom því að mestu í hlut Elínar að sjá um uppeldi barnahópsins, en yngsta barnið fæddist skömmu eftir að þau fluttust til Stokkseyr- ar. Árið 1961 fékk Elín blæðingu á heila og lamaðist að nokkru leyti og missti málið. Með tímanum fékk hún nokkurn bata, en náði sér þo hvergi nærri að fullu. Nokkrum árum eftir að Elín veiktist fluttu þau Benedikt aftur til Reykjavíkur og bjuggu þar uppfrá því. Eg kynntist Elínu fyrst eftir að hún veiktist og af þeim sokum gátu kynni okkar aldrei orðið náin því málleysi hennar kom í veg fyrir það. Það vakti þó strax at- hygli mína með hve miklu æðru- leysi hún bar sinn þungbæra kross. Aldrei varð ég var við von- leysi eða uppgjöf hjá henni gagn- vart þeim takmörkum sem fötlun hennar setti henni, þvert á móti mátti margt af henni læra um jákvætt lífsviðhorf og skapstyrk og sjálfsstjórn andspænis óyfir- stíganlegum erfiðleikum. Eg votta Benedikt og öllum 'að- standendum innilega samúð mína. Sæmundur Bjarnason. Kveöjuorð: Elínborg Boga dóttir, Skarði Fædd 28. júní 1895 Dáin 13. maí 1984 Hún Ella er dáin — hún var reyndar orðin fjörgömul mann- eskja, en fyrir mér var hún síung. Ég var í sveit á Skarði á Skarðsströnd þegar ég var stelpa og það var ævintýri sem ég vildi t Þökkum auösýnda samúö vlö fráfall og jaröarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur og ömmu, GUOMUNDU ERLENDSOÓTTUR, Smáratúni 36, Keflavík Júlíus F. Óskarsson, börn, tengdabörn og barnaborn. t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför systur okkar og mágkonu, INGIBJARGAR GÍSLADÓTTUR, fyrrv. kaupmanns. Sérstakt þakklæti er fært læknum og hjúkrunarfólki á B-deild Borgarspitalans fyrir frábæra umönnun. Kristín Gisladóttir, Gisli Gíslason, Áslaug Benjamínsdóttir, Ágústa Gísladóttir, Davfð Ólafsson. t Viö þökkum innilega öilum þeim sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö fráfall JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR, Þrastarhrauni 1, Hafnarfirði. Þórunn Jóhannsdóttir, Jónina Jónasdóttir, Steinn Jónsson, Hallgrímur Jónasson, Ingibjörg E. Ásgeirsdóttir, Jónas Þór Jónasson, Bjarnheiður Gautadóttir, Edda Jóna Jónasdóttir. ekki vera án. Ella var mikill per- sónuleiki, ef ég væri skáld mundi ég elska að skrifa um, ekki bara Ellu — heldur líka Kristin bónda hennar, sem var alveg stórkostleg- ur maður, og dæturnar þrjár. Hvílíkur ævintýraheimur var mér ekki Skarð! Ég man aldrei eftir nema sól og aftur sól. Þegar ég fór að sofa var alltaf sagt „Guð gefi þér góða nótt." Ef maður gerði viðvik þá hét það „geymt en ekki gleymt" og yf- irleitt var ekki talað til mín öðru- vísi en „gullið mitt". Allt stafaði sól. Við grétum öll í troðunum á Skarði þegar ég fór heim að hausti. Þorbjörg Piladóttir