Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 23 Steingrímur Sigurðsson sýnir í Eden: „Leitast við að kalla stemmningu í hverri ----------- \ fram Flaggstengur myndu fyrir þjóðhátíð Þessi mynd var tekin fyrir framan Innrömmun Renate á Laufásvegi 58 í Reykjavík, en þar vann Steingrímur af kappi að því að ramma myndir sínar inn fyrir sýninguna. Þau málverk sem sjást á þessari mynd eru „Frá Höfnum á Reykjanesi“ og „Frá Reykjanesvita". Ljósm. Mbi. köe. fíTEINGRÍMUR StTh. Sigurðsson opnaði í gærkvöldi málverkasýningu í Edcn f Hveragerði. Sýningin sem stendur til II. júní er tileinkuð einka- dóttur Steingríms, Halldóru Maríu Margréti Steingrímsdóttur sem á 18 ára afmæli í dag. Þetta er 53. málverkasýning Steingríms heima og erlendis, og sú áttunda sem hann heldur í Eden. Alls eru til sýnis og sölu um 60 myndir, flestar vatnslitamyndir og nokkrar olíumyndir. Flestar eru myndirnar málaðar á siðastliðnu ári og nú i ár. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Steingrím að máli og spurði hann meðal annars hvert hann sækti yrk- isefni sitt. „Ég sæki yrkisefni meðal annars vestur á Granda, í Breiðholtið, á Reykjanes og einnig á austurstríind- ina, Stokkseyri og Eyrarbakka. Ennfremur eru nokkrar myndanna gerðar í Þýskalandsferð 1983. Ég tel að á Suðurnesjum sé ein mesta orkustöð á íslandi að Snæfellsnesi, undir Jökli, og ýmsum stöðum á Vestfjörðum ólöstuðum." Eru þær myndir sem þú sýnir núna að einhverju leyti frábrugðnar hinum fyrri sem þú hefur sýnt? „Svo er mér tiáð af óvilhöllum og trúverðugum. Eg hef gengið nær sjálfum mér í vinnubrögðum en oft áður. Sennilega eru myndirnar mót- aðar af nýjum lífsstíl, „prógram- inu“, eins og ég kalla það. Ég get til að mynda ekki hugsað mér að senda frá mér eina einustu mynd, fyrr en ég er kominn að mestu leyti í sátt við hana.“ Hvað áttu við? „Ég hef orðið að gera kyrfilega i'.tfobt á siálfiim mér undanfarin gjöri án þess að gefa sjálfum mér grið sem ábyrg manneskja. Þetta hlýtur að hafa áhrif á myndgerð mína, það fer ekki hjá því. Ég reyni eftir fremsta megni að tjá mig með þeim hætti að viðhorf mín gagnvart lffinu og tilverunni speglist í gegn- um verkin." Er ekki hætta á að listmálari sem málar svo mikið og hefur haldið svo margar sýningar staðni og taki að endurtaka sama hlutinn og hann var að gera fyrir mörgum árum? „Að sjálfsögðu er hætta á því og það er ábyrgðarhluti að gefa sig út Eftir þvf sem tfminn líður og full- gerðum myndum fjölgar eru vax- andi kröfur gerðar til manns. Það reynir óneitanlega meira á mig nú en áður varðandi endurnýjun, en ég leitast við að kalla fram stemmn- ingu í hverri einustu mynd. Sem betur fer finnst mér lífið ennþá vera barmafullt af lífi og stemmningu og þess vegna ætla ég að halda áfram að mála og skrifa," sagði Stein- grímur St.Th. Sigurðsson að end- ingu, en sýning hans var opnuð sem fyrr segir f Eden í Hveragerði f gær- kvöldi. Henni lýkur 11. júní nk. kl. I Við eigum ávallt til flaggstengur (hvítar eða lakkaðar), flaggstangafcetur, fána og línur. Efni: Oregonpine eða greni. Lengdir: 6 m, 8V2 m, 11 m, 12 m. Aðrar stærðir sérsmíðaðar. 'IMBURSALA SLIPPFELAGSINS Mýrargötu 2 - simi 10123 aÁeimi//S Stflhrein form í þýsku gæðastáli 30 stvkki í glæsilegum gjafakassa spegilslípað. Juwel 6000. Verð kr. 3.510,- 30 stk. f kassa. 3 stk. kr. 442,-. Spegilslípað með 23 Kanada. Verð kr. 3.510,- 30 stk. í kassa. 3 stk. kr. 442,- spegilslípað. karata gyllingu. RAMMAGERDIN HAFNARSTRÆTI 19 sImar 17910& 12001 Sendum í póstkröfu. Athugið að allar gerðir hnífaparanna eru seld í stykkjatölu, þannig að hægt er að fylla uppí eða auka við eftir þörfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.