Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 32
OPIÐ ALLA DAGA FRA KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SÍMI 11630 ttgtmMafcffr OPIÐ ÚLL FIMMTUDAGS-. FÖSTUDAGS; LAUGARDAGS-. OG SUNNUDAGSKVÖLD. AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SÍMI 11340 FIMMTUDAGUR 31. MAI 1984 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. Comedie Francaise ekki á Listahátíð EKKERT veröur af komu leik- ara frá Parísarleikhúsinu Comedie Francaise á Listahátíð eins og auglýst hafði verið. Áttu tvær sýningar að vera á verki Moliere, Kvennaskólanum, en þær falla niður. Að sögn Guðbrands Gísla- sonar, blaðafulltrúa Listahá- tíðar, reyndist ekki unnt að tryggja leikurunum flutning til Kanada í tæka tíð, þar sem þeir áttu að sýna tveimur dög- um eftir sýningarnar hér á landi. „Við getum ekki annað en harmað hvernig fór en það reyndist ógjörningur að tryggja hópnum far til Montreal í tæka tíð, þar sem hann átti bókaðar sýningar. Við getum hins vegar huggað okkur við, að Comedie Franca- ise hefur boðist til að senda okkur gestaleik á næstu Lista- hátíð," sagði Guðbrandur. Dorgað á bryggjusporði Morgunblaðið/ Lárus Karl. Við stefni togarans dorga strákarnir á bryggjusporði í Hafn- arfirði. Ekki er vitað um aflabrögð, en sjálfsagt hefur aflinn verið margbreytilegur og veiðiskapurinn skemmtileg til- breytni á góðviðrisdegi. Erill á Reykjavíkurflugvelli TÓLF ERLENDAR flugvélar voru á Reykjavíkurflugvelli seint í gærkvöldi. Þar á meðal voru tvær flugvélar, sem British Aerospace framleiöir og nú eru mikið að ryðja sér rúms. Flugmenn British Aer- ospace eru að reynslufljúga annarri hér við land og hin er í eigu Royal Air Force. Þá voru tvær glæsilegar einkaþotur og Fokker F-28 þota í eigu kanadíska flugfélagsins Piedmont, en það mun hafa keypt 20 slíkar frá Hoilandi. Einnig voru nokkrar litlar vélar, sem verið er að ferja milli Ameríku og Evrópu, og bandarískir Rotary-félagar voru á nokkrum flugvéium á leið á Rotary-þing í Evrópu. Skuldbreyting í sjávarútvegi: 150 milljónir til að minnka lausaskuldir — Hjálpar, en dugar þó skammt í erfiðri stöðu segir formaður LÍÚ „ÞESSAR RÁÐSTAFANIR verða vonandi til þess að koma þess- um málum eitthvað á rekspöl," sagði Halldór Ásgrímsson, sjá\- arútvegsráðherra í samtali við blm. Morgunblaðsins um breyt- ingar á viðskiptaskuld sjávarútvegsfyrirtækja í lengri lán, sem ákveðin var í gær, og verður til þess varið 150 milljónum króna, sem aflað hefur verið með erlendri lántöku. Halldór sagði að hálfhægt hefði gengið að ákveða þær breytingar sem nú hefðu verið ákveðnar, en niðurstaða lægi nú fyrir, og yrði vonandi til góðs. Engu er líkara en ríkisstjórnin telji að hægt sé að hækka út- gerðarkostnað án hækkunar tekna þótt það sé gert samfara minnkandi afla. Slík þróun hlýt- ur að leiða til uppgjafar. Skuld- breyting er engin lausn á núver- andi vanda," sagði Kristján Ragnarsson. Sjá fréttatilkynningu sjávarút- vegsráðuneytisins á miðopnu. Kristján Ragnarsson, formað- ur Landssambands íslenzkra út- vegsmanna, sagði að þessi ákvðrðun ráðuneytisins væri efnd á loforði frá því að fiskverð Hagnaður Hafskips 22,2 milljónir króna Tap félagsins af Eddunni var rúmar 19 milljónir HAGNAÐUR Hafskips hf. af reglulegri starfsemi félagsms á síðastliðnu ári nam 41,5 milljónum króna. Tap félagsins af Farskip hf., sem gerði út farþegaskipið Edduna síðastliðið sumar, nam nímlega 19 milljónum króna og var hagnaður félagsins því 22,2 milljónir. „Síðastliðið ár var gott í sögu Hafskips að flestu leyti. Rekstrartekjur jukust meira en rekstrargjöld og hagnaður varð á rekstrinum," sagði Páll Bragi Kristjónsson, framkvæmda- stjóri fjármála- og rekstrarsviðs félagsins, í samtali við Mbl. Aðalfundur félagsins verður á morgun í Domus Medica. Rekstrartekjur Hafskips námu á síðastliðnu ári rúmlega 580 milljónum króna, sem er 76,1% aukning frá árinu 1982 á sama tíma og rekstrargjöld félagsins jukust um 67,5%. Hagnaður af rekstri félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld nam tæpum 128 milljónum króna, sem er 22% af rekstrartekjum. Hafskip hefur nú 7 skip í föstum áætlunarferðum. f tilefni 25 ára afmælis Haf- skips hefur félagið meðal annars látið Erik Smith, listmálara, myndskreyta ársskýrslu félagsins, sem lögð verður fram á aðalfund- inum á morgun. var ákveðið í febrúar. Þetta hjálpaði útgerðarfyrirtækjum vissulega, en dygði þó skammt. Þau fengju með þessum aðgerð- um þriðja hluta ógreiddra skulda lánaðan til lengri tíma af fyrrnefndum 150 milljónum, en þyrftu síðan að semja um % hluta lánanna við fyrirtæki, t.d. veiðarfærasala, olíufélög, smiðj- ur og fleiri. Nú stæðu yfir viðræður um nýtt fiskverð og þyrfti það að hækka talsvert til að skipum yrði ekki lagt eins og Austfirð- ingar hefðu talið óumflýjanlegt á fundi sínum með ráðherra á dögunum. Þar hefðu þeir talað fyrir munn flestra útgerðar- manna, sem einfaldlega sæju ekki út úr vandanum. Yfirvof- andi væri olíuverðshækkun, veiðarfæri hefðu hækkað um 4% hjá Hampiðjunni í gær og svo væri um fleiri kostnaðarliði. „Á sama tíma aflast yfirleitt illa og veiðar eru takmarkaðar. Grænmeti flutt inn með leyfí ráðherra Landbúnaðarráðherra veitti Eggerti Kristjánssyni hf. síðdegis í gær leyfí til innflutnings á grænmeti. Er hér um tuttugu feta gám að ræða með 8—10 tegund- um af grænmeti, og var það væntanlegt til landsins seint í gærkvöldi. Að sögn Gísla V. Einarsson- ar, framkvæmdastjóra Eggerts Kristjánssonar hf. er von á annarri sendingu i næstu viku. Aðspurður sagðist Gísli líta svo á að með heimild landbún- aðarráðherra í gær hefði fyrir- tækið í raun fengið leyfi til innflutnings á grænmeti.