Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984
Sýndi Jörund
hundadaga-
konung á ír-
landi við góð-
ar undirtektir
LEIKFÉLAG Selfoss flutti leikritið
Jörund hundadagakonung á ensku á
Dundalk leiklistarhátídinni á írlandi
sunnudaginn 27. maf, og var Einar
Benediktsson sendiherra þar viðstadd-
ur. Á ensku nefnist leikritið „Jókers
and Kings" og er þýðingin eftir Molly
Kennedy en leikstjórn annaðist Viðar
Eggertsson.
Skemmst er frá að segja aö flutn-
ingur ieikritsins tókst með ágætum
og var ðllum, er þar áttu hlut að
máli, til mesta sóma. Islenska leik-
ritið var annað í röðinni á þessari
hátíð, sem stendur frá 24. ma! til 3.
júní, en þar eru flutt ýmis verk af
írskum Ieikflokkum auk erlendra
gesta frá Bretlandi, íslandi, Banda-
ríkjunum og ísrael. Á eftir sýningu
„Jokers and Kings“ var strax gefin
umsðgn af dómara, sem var Betty
Ann Norton frá Guild of Drama
Adjudicators. Voru þau ummæli
mjög jákvæð, bæði fyrir verkið sem
slikt og flutning þess og var klykkt
út með því að segja að það hefði
verið „lively with style“, sem er
hverju orði sannara. Sýningargestir
voru og mjög jákvæðir í sínum um-
mælum og stemmning í salnum góð.
Einari Benediktssyni sendiherra
var gefinn skjöldur leiklistarhátíð-
arinnar af forseta hennar, Stephen
Burns, og ávarpaði hann leikhús-
gesti.
Þá var setið einkar skemmtilegt
hóf með leikflokknum og ieikstjór-
anum, sem mikiö hafði lagt á sig
undanfarna 9 mánuði við að æfa og
undirbúa flutning þessa ágæta
verks á ensku. Var árangurinn að
verðleikum og sýningin um leið
landkynning fyrir ísland svo sem
hún best má verða.
(KrétUtilkynning)
INNLENT
Karlakór Keflavíkur heldur tónleika í Færeyjum
Vojjum, 30. maí.
KARLAKÓR Keflavíkur heldur í
tónleikaferö til Færeyja á upp-
stigningardag. Alls 120 manns
taka þátt í ferðinni, liðlega 40
söngvarar, eiginkonur og fleiri.
Ferðin stendur f eina viku.
Kórinn heldur a.m.k. þrjá
konserta f Færeyjum, á föstudag
í Norræna húsinu f Þórshöfn,
þar sem fram koma auk þeirra
færeyskur kór og kirkjukórar, en
um helgina verður haldið kirkju-
kóramót í Þórshöfn. Þá verður á
laugardag farið til Klakksvíkur,
en þann dag verða mikil há-
tíðahöld þar, og heldur kórinn
konsert, auk þess að koma fram f
skemmtidagskrá um kvöldið. Á
sunnudag fer kórinn til Suður-
eyja, en karlakórinn mun syngja
í kirkjunni í Vogi, þar sem
viðstaddir verða færeyski bisk-
upinn og danski biskupinn, en
þann dag er kór kirkjunnar á
kirkjukóramóti í Þórshöfn. Þá
heldur kórinn konsert í Vogi.
Keflvíkingurinn Sævar Hall-
dórsson sem búsettur er f Fær-
eyjum hefur verið kórnum innan
handar um skipulagningu ferð-
arinnar í Færeyjum, og reynt að
gera ferðina sem skemmtileg-
asta.
Kórinn fer frá Keflavíkur-
flugvelli með tveimur flugvélum
Flugleiða hf. til Egilsstaða, en
þaðan verður ekið til Seyðis-
fjarðar og siglt með Norröna til
Þórshafnar, en þangað verður
komið á föstudagsmorgun.
Stjórnandi Karlakórs Kefla-
víkur er Steinar Guðmundsson,
undirleikari er Ragnheiður
Skúladóttir.
E.G.
Albert Guðmundsson um fríhafnarbækling:
Ekki ástæða
til að kvarta
— segir Guðmundur Eiríksson skipstjóri
á Haukafelli um humarvertíðina
Humarvinnsla í frystihúsi KASK á Höfn í Hornafirði. MorgunblaAið/Steínar.
„ÉG SÉ nú ekki ástæðu til að
kvarta eins og þetta gengur á humr-
inum núna. Við höfum farið í þrjá
róðra og fengið að meðaltali 2 lcstir
í róðri. Verðið er þokkalegt og verði
matið gott ætti afkoman að verða
þokkaleg, náum við þeim 18,4 lest-
um, sem okkur er heimilað að
taka,“ sagði Guðmundur Eiríksson,
skipstjóri á Haukafelli SF 111, frá
Hornafirði, er Morgunblaðið ræddi
við hann um humarvertíðina.
Guðmundur sagði ennfremur,
að dauft hefði verið yfir veiðinni
fyrsta sólarhringinn, en síðan
hefði hún verið jöfn þar til nú, en
aöeins væri farið að draga úr
henni, enda mikið dregið yfir
bleyðurnar. Aflinn væri því
þokkalegur og svipaður og á sið-
ustu vertíð.
Hann sagðist vera sáttur við
þann kvóta, sem hann hefði feng-
Leikfélag Selfoss:
Vöruskiptajöfnuður fyrstu fjóra mánuði ársins:
Ohagstæður um
685 milljónir
Vöruskiptajöfnuður íslands við út-
lönd var óhagstæður fyrstu fjóra mán-
uði þessa árs um 685 milljónir og 674
þúsund, en á sama tíma í fyrra var
hann óhagstæður um 431 milljón og
842 þúsund krónur. Hafa ber í huga
að meðalgengi erlends gjaldeyris f
janúar til aprfl 1984 er talið vera
38,4% hærra en það var fyrir sama
tímabil 1983. Þetta kemur fram f frétt
frá Hagstofunni.
Þar kemur jafnframt fram að
vöruskiptajöfnuður við útlönd var
óhagstæður um 198,5 milljónir f
aprflmánuði f fyrra, en f áprflmán-
uði í ár var hann óhagstæður um
143,7 milljónir króna. Á fyrstu fjór-
um mánuðum þessa árs var útflutn-
ingsverðmæti okkar íslendinga alls
6,75 milljarðar, en á sama tíma
1983 4,4 milljarðar. Á1 og álmelmi
var í apríl sl. flutt út fyrir 301,78
milljónir en í apríl í fyrra fyrir
382,5 milljónir. Fyrstu fjóra mán-
uði þessa árs var flutt út ál og ál-
melmi fyrir 1,05 milljarða, en
fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra
voru þessar vörutegundir fluttar út
fyrir 888,7 milljónir króna.
Innflutningur fyrir íslenska ál-
félagið vegur þyngst bæði tímabil-
in, en í fyrra var hann fyrir rétt
tæpar 500 milljónir janúar til apríl
og í ár nemur hann fyrstu fjóra
mánuðina tæpum 650 milljónum
króna.
Skólalúðrasveit Seltjarnarness ásamt stjórnanda.
Skólalúðrasveit Sel-
tjarnarness með tónleika
Skólalúðrasveit Seltjarnarness
heldur tónleika í Félagsheimilinu á
Seltjarnarnesi fimmtudaginn 31.
maí kl. 15.
Efnisskráin er fjölbreytt, bæði
innlend og erlend lög. Sveitina
skipa 30 hljóðfæraleikarar á
aldrinum 9—17 ára. Þeir eru á
förum til Danmerkur og Svíþjóð-
ar í vinabæjaheimsóknir. Sveitin
hefur aflað fjár til ferðarinnar
með ýmsu móti, m.a. leikið við
fjölda verslana. Þá hafa allmörg
fyrirtæki og félög styrkt sveitina
og er þeim þakkaður sá stuðning-
ur.
Á tónleikunum verða kaffiveit-
ingar í hléi.
(FróUatilkynning)
Prófprédik-
anir á morgun
EMBÆTTISPRÓFI f guðfræði ljúka
á þessu vori fjórir guðfræðinemar.
Þeir flytja prófprédikanir sínar í
kapellu Háskólans á morgun, föstu-
dag, og hefst athöfnin, sem er öllum
opin, kl. 16. Guðfræðingarnir eru:
Baldur Kristjánsson, Baldur Rafn
Sigurðsson, Gunnlaugur Garðars-
son og Helgi Hróbjartsson.
Yfir mig hissa á þessum
fordómum og kreddum
— audvitað er tvískinnungur í þessu
,*-■ r ■>.,
Humarinn er þokkalega stór
matið gott.
ið, verð hefði hækkað um 23% og
ef það dygði ekki hjá sér, dygði
það ekki hjá neinum. Það væri á
hinn bóginn erfitt að humarver-
tíðin, aðeins um tveir mánuðir,
þyrfti að standa undir þessu að
mestu allt árið, þar sem sfldin
kæmi orðið illa út fyrir báta frá
Höfn og vetrarvertfðin væri orðin
óttalegur ræfill.
„AUÐVITAÐ er tvískinningur f því.
Þetta er ekkert öðru vísi en í inn-
flutningi á erlendum tímaritum og
blöóum. Það eru áfengis- og tóbaks-
auglýsingar í þeim öllum. En við þurf-
um alltaf að gera eitthvað sérstakt.
Hollenzk
flotaheimsókn:
Freigáta til
sýnis almenn-
ingi um helgina
ÞRJÍJ hollenzk fley úr flota þar-
lendra koma til íslands um næstu
helgi. Verður eitt skipanna, freigát-
an HNLMS Evertsen, til sýnis fyrir
almenning í Sundahöfn iaugardag-
inn 2. júní og sunnudaginn 3. júní
frá kl. 14 til 16.
Auk Evertsen koma til landsins
kafbáturinn Tijgerhaai og rann-
sóknarskipið Tydeman. Skip þessi
eru f flotadeild Atlantshafs-
bandalagsins en heimsóknin er á
vegum Hollendinga að sögn Árna
Kristjánssonar aðalræðismanns
Hollands.
Við höldum alltaf að við séum sér-
stök, en högum okkur svo eins og við
séum svo veiklynd að við þorum ekki
að vera eins og aðrar þjóðir," sagði
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra, er hann var spurður hvort
ekki fælist nokkur tvískinningur f
því, að gefnir eru út tveir bæklingar
af Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli,
annar á íslenzku án áfengis- og
tóbaksauglýsinga, en hinn á ensku
með auglýsingum um báðar þær vöru-
tegundir.
Albert var spurður, hvort hann
myndi beita sér fyrir afnámi banns
á áfengis- og tóbaksauglýsingum.
Hann svaraði: „Ég er búinn að gera
það, áður en ég varð ráðherra og
áður en ég fór í pólitík og ég er
löngu orðinn yfir mig hissa á þess-
um fordómum og kreddum í hóp-
um, sem halda sig vera að gera
gagn, en gera það ekki.“
Nú hefur þú valdið, ert ráðherra?
„Ég hef alls engin völd, enda
heyrir Keflavíkurstarfsemin að
öllu leyti undir utanríkisráðuneyt-
ið, þó það eigi kannski lagalega séð
að heyra undir fjármálaráðuneyt-
ið.“