Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 17 MorgunblaJið/ KÖE. hefði ekki verið tekið að lengja eftir framanum eftir áratugastrit í listinni. „Nei, í sjálfu sér ekki. Ég komst fljótt að raun um að það er ekki alltaf nóg að vera góður listamað- ur til að vekja eftirtekt. New York er stór borg og heppnin getur oft skipt sköpum. Hvað mig snertir var mig ekkert tekið að lengja eft- ir viðurkenningu. Mér finnst svo skelfing gaman að mála að ég held að það eitt hefði dugað mér. Hins vegar er svo ósköp gaman að geta selt verk sin." — Gerðist þessi breyting á listamannshögum þínum skyndi- lega? „Nei alls ekki. Þetta hefur verið að breytast smám saman, hægt og hægt. En þetta hefur óneitanlega verið skemmtilegt." — Hefur ekki hvarflað að þér að flytja til Islands aftur? „Nei, ég er ósköp ánægð með þetta eins pg það er nú. Eg kem hingað á sumrin en dvel annars í New York og kann vel við þetta. Ég held ég flytji ekki heim í bráð." Myndir Louisu á sýningunni eru um 50 talsins og allar málað- ar hér á landi á undanförnum ár- um. Fyrirmyndirnar eru í mörg- um tilvikum úr náttúrunni en viðfangsefnin eru annars hin fjöl- breytilegustu. Ijósm. Kristján Injji Einarsson. Verk i sýningunni Lff í leir '84 ( Lista- safni ASI hennar og sýnir verk sem unnin voru i tímabilinu frá 1956 til 1967. Þrettán af fimmtán félögum Leirlistarfélagsins taka þátt í sýn- ingunni. Þeir eru: Borghildur Óskarsdóttir, Edda óskarsdóttir, Elísabety Haraldsdóttir, Gestur Þorgrímsson, Guðný Magnúsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Jóna Guð- varðardóttir, Jónína Guðnadóttir, Kolbrún S. Kjarval, Kristín fs- leifsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Sóley Eiríksdóttir og Steinunn Marteinsdóttir. Hlutirnir á sýning- unni eru unnir í steinleir, postulin, jarðleir og ýmis önnur efni. Líf í leir '84 í. Listasafni ASÍ Leirlistarfélagið opnar sýningu í Listasafni ASÍ nk. sunnudag klukkan 15 í tilefni Listahitíðar. Sýningin ber heitið Líf í leir '84 og er önnur sýning félagsins frá stofnun þess írið 1981. Ragnar Kjartansson er heiðursgestur Á sýningunni verður sýndur lit- skyggnuþáttur um sögu leirlistar á tslandi og í sýningarskrá er ágrip þeirrar sögu. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14 til 22 og mun standa til 24. júní næstkomandi. Myndir Erró koma ekki í tæka tíð — bíða enn í Antwerpen vegna mistaka í flutningi VEGNA MISTAKA í flutningum verða verk Erró ekki i meðal verka 10 lista- manna, sem sýna á Kjarvalsstöðum þegar sýningin hefst á laugardag. Von var i myndunum 5 til landsins í fyrradag en það var ekki fyrr en í gær að mistökin uppgötvuðust eftir að Rangi hafði verið affermd. Um leið og mistökin komu í ljós voru gerðar ráðstafanir til þess að koma myndunum, sem nú eru í Antwerpen, til landsins með flugi en sökum umfangs þeirra reyndist það ókleift. Þær koma því ekki til landsins fyrr en á þriðjudag, Að sögn Þóru Kristjánsdóttur, listráðunauts Kjarvalsstaða, verður a.m.k. mynd af Erró á sýningunni þótt verk hans hafi ekki náð í tæka tíð fyrir opnunina. „Það er dálítið skondið en sem ég var að reyna að fá myndirnar sendar til landsins með flugi kom maður til mín upp á Kjarvalsstaði og hafði meðferðis ljósmynd af málverki Kjarvals af Erró. Það varð úr, að ég fór þess á leit við Þorvald Guðmundsson, eig- anda myndarinnar, að hann lánaði okkur hana yfir helgina og féllst hann góðfúslega á það. Myndin af Erró mun því hanga á veggnum, þar sem ein mynda hans átti að vera," sagði Þóra. Jón Helgason, landbúnaðarráðherra: „Verður að vera heild- areftirlit með kart- öfluinnflutningi hingað Segir ráðuneytið ekki hafa neitað einni einustu beiðni innflytjenda um innflutning á kartöflum „ÉG SÉ EKKI hvernig innflytjendur gætu tryggt það með samvinnu við einstaka kartöfluframleiðendur, að ekki væri framboð i erlendum kart- iiflum hér i markaðnum, þegar ís- lensk ga'oaframleiosla kemur i markaðinn," sagði Jón Helgason, landbúnaðarriðherra, í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður álil.s i þeim orðum innflytjendanna sem rituðu honum bréf og sögðust mundu tryggja að erlendar kartöflur væru aðeins i boðstólum hér i landi, þegar íslensk gæoaframleiosla væri ekki fianleg. Landbúnaðarráðherra sagðist telja að eitthvert heildareftirlit með slíkum innflutningi yrði að vera, þvi þessir 6 innflytjendur sem ritað hefðu bréfið, gætu eng- an veginn ákveðið hvað eða hversu mikið aðrir innflytjendur flyttu inn eða hvenær. Nefndi ráðherra sem dæmi að hann fengi ekki séð hvernig þessir innflytjendur gætu ábyrgst hversu mikið magn Grænmetisverslun landbúnaðar- ins flytti inn. Landbúnaðarráðherra var spurður hvað hann vildi segja um orð Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í Morgun- blaðinu sl. sunnudag, þar sem hann sagði er hann var spurður hvort hann teldi að samkomulag um skynsamlegar tillögur sem sættu sjónarmið neytenda og bænda gæti náðst við framsókn- armenn: „Það verður að koma í ljós. Þeir hafa gefið yfirlýsingar um stefnumótun í landbúnaði sem ekki er unnt að skilja á annan veg en svo að þeir vilji breytingar. Svo hafa þeir til dæmis undirritað yf- irlýsingu um að aflétt skuli einok- un í kartöfluverslun. Því er ekki að neita að framkvæmd landbún- aðarráðherra á samkomulagi stjórnarflokkanna um að leyfa innflytjendum kartöflukaup er- lendis á meðan innlendar kartöfl- ur eru ekki á markaðnum hafa valdið miklum vonbrigðum. Ráð- herrann hefur gengið á svig við það sem um var talað á milli flokkanna í þessu efni." „Mér eru þessi orð með öllu óskiljanleg," sagði landbúnaðar- ráðherra, „því hér hefur engri beiðni um innflutning á kartöflum verið neitað. Ég veit því ekkert hvað maöurinn er að fara. Sann- leikurinn er sá að við óskuðum eft- ir því að fá upplýsingar frá inn- flytjendunum um það hversu mik- ið magn þeir vildu flytja inn, en því höfnuðu þeir. Þá settum við fram áætlun til þess að reyna að tryggja að ekki yrði hér kartöflu- laust, en síðan hafa flestir inn- flytjendanna komið með áætlanir um það hvað þeir hyggist gera á næstunni." Viðskiptaskuldum sjávarútvegsfyrirtækja breytt í lengri lán: 150 milljónir til skuldbreytinga Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneytinu um breytingu viðskiptaskulda sjáv- arútvegsfyrirtækja í lengri lán. Með hliðsjón af erfiðri fjár- hagsstöðu sjávarútvegsins um sl. áramót og fyrirsjáanlega þrengri rekstrarafkomu á árinu, hefur sjávarútvegsráðuneytið beitt sér fyrir, að bæði stofnlánum og viðskiptaskuldum sjávarútvegsins verði breytt í lengri lán, með það fyrir augum að létta greiðslubyrði fyrirtækjanna. Hefur sjávarút- vegsráðuneytið skipað sérstakan vinnuhóp til þess að fylgjast með skuldbreytingu viðskiptaskulda sjávarútvegsins og vinna að sam- ræmingu hennar. Auk ráðuneytis- ins eiga Seðlabanki, Landsbanki og Útvegsbanki fasta aðild að vinnuhópnum, en gert er ráð fyrir, að aðrir bankar og sparisjóðir taki þátt í umfjöllun mála sem þá varða, auk þess sem Landssam- band íslenskra útvegsmanna mun hafa aðstöðu til að fylgjast með starfi vinnuhópsins. Viðskiptabankar sjávarútvegs- ins munu á næstunni vinna að því að breyta skuldum sjávarútvegs- fyrirtækja við þá í lengri lán, að því tilskildu að fullnægjandi tryggingar séu fyrir hendi og horfur séu á, að reksturinn geti staðið í skilum með greiðslur af lánunum. Að uppfylltum sömu skilyrðum, munu bankarnir jafnframt veita liðsinni sitt til samsvarandi leng- ingar lausaskulda við viðskiptaað- ila og opinbera innheimtumenn. Til þess að greiða fyrir slíkum samningum í þágu útgerðaraðila sérstaklega, munu verða til ráð- stöfunar sérstök útgerðarlán alls að fjárhæð 150 millj. kr. af því fé, sem aflað verður af opinberri hálfu til skuldbreytingar í sjávar- útvegi. Verða lán af því fé bundin því skilyrði, að viðkomandi út- gerðaraðili sýni fram á, að hann geti fengið breytt lausaskuldum sínum, miðað við efnahagsreikn- ing í árslok 1983 hjá helstu við- skiptaaðilum sínum um fjárhæð, sem sé a.m.k. tvöfalt hærri en hið sérstaka útgerðarlán, með sömu eða hagstæðari lánskjörum og á því eru. Það er ennfremur skilyrði, að skuldbreyting þessi í heild verði hvergi meiri en svo, að eftir standi eðlilegar og venjulegar viðskiptaskuldir að mati við- skiptabanka. Lánin verði yfirleitt til 5—7 ára, eigin lán banka og viðskiptaaðila með verðtryggingu og lögleyfðum vöxtum, nú 4%, en útgreidd lán með gengisbindingu og hliðstæðum vöxtum við erlend lán til þeirra nota. Viðskiptabankar sjávarútvegs- fyrirtækja munu hver um sig kanna þörf viðskiptamanna sinna fyrir umrædda skuldbreytingu samkvæmt þeim heimildum, er þar liggja fyrir. Forráðamenn fyrirtækja verða hins vegar sjálfir að taka frumkvæði að samningum gagnvart öðrum skuldheimtu- mönnum sínum og koma gögnum þar að lútandi á framfæri við viðskiptabanka sinn eða sparisjóð, en framkvæmd skuldbreytingar- innar verður í hverju tilviki háð því, að viðunandi heildarniður- staða náist að því er varðar trygg- ingar og möguleika fyrirtækjanna til að standa í skilum. Sj ávarútvegsráðuney tið, 30. maí 1984. íðaliundur Félags íslenskra rithöfunda: Skorar á ríkisstjórnina að bjóða Sakharov landvist „AOALFUNDUR Félags islcnskra . prkuver af neinu tæi og verða ekki skipti ei^spr^staðjnjun^jóð^nna^ Askorunin til utanríkisráðherra „RÍKISSTJÓRNIN hefur ekki fjall að um þessa askorun Félags ís- lenskra rithöfunda, en hún hefur verið send utanríkisriðherra," sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isriðherra er blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hann í gær hvort fjallao hefði verið um iskorun aðal- fundar Félags íslenskra rithöfunda til ríkisstjórnarinnar i ríkisstjórn- arfund. Áskorunin er eins og kunn- ugt er þess efnis að ríkisstjórn ís- lands lýsi því yfir að hjónunum Andrei Sakharov og konu hans sé heimil landvist á íslandi.