Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984
15
Noregur:
„NATO hefur tryggt
okkur frið í 35 ár“
Stjórn og stjórnarandstaða sameinast um stefnuna í varnarmálum
Indira Ghandi heimsækir særðan hindúa á sjúkrahús í Punjab.
Shikar myrða
tólf manns
Amritsar, Indlandi. 30. maí. AP.
Öfgasinnaðir hryðjuverkamenn úr
röðum shika höfðu sig mikið í fram-
mi í dag, myrtu 12 manns og Isærðu
marga fleiri í allmörgum skyndiárás-
um í Punjab, þar sem fórnarlömbin
voru augljóslega valin af handahófi.
í flestum tilvikum voru komu
shikarnir þjótandi á léttum skelli-
nöðrum, skutu fórnarlömb sín og
flúðu síðan af hólmi. í borginni
Tarn taran var þó hafður annar
háttur á. Þar geystust nokkrir
shikar vopnaðir löngum bjúg-
sverðum inn í matvöruverslun og
klufu í herðar niður. Viðskiptavin
einn særðu þeir hræðilegum sár-
um. í sömu borg drápu shikar þrjá
og særðu fimm er þeir rændu
áfengisverslun.
Shikar létu ekki við þetta sitja,
heldur hótuðu að stöðva alla mat-
vælaflutninga til Punjab og knýja
þannig á kröfur sínar með hung-
urvofunni. Er mikill viðbúnaður
við því að koma í veg fyrir að shik-
ar láti verða af hótuninni.
ösló, 30. mai. AP.
NORÐMENN eru staðráðnir í að
standa við skuldbindingar sínar
gagnvart Atlantshafsbandalaginu og
er um það mikil samstaða milli
stjórnar og stjórnarandstöðu. Kom
þetta vel fram á Stórþinginu í
gærkvöldi.
Varnarmálanefnd þingsins, sem
er ein af fastanefndum þess, hefur
mótað stefnuna í norskum varnar-
málum næstu fjögur árin og var
hún tekin til umræðu á Stórþing-
inuT gær. Urðu um hana litlar
umræður og hún að lokum af-
greidd án atkvæðagreiðslu.
Stefnumótunin gegnir fyrst og
fremst því hlutverki að vera til
viðmiðunar þegar rætt verður um
fjárframlög til varnarmála á
hausti komanda.
Stjórnarflokkana og Verka-
mannaflokkinn, sem er í stjórnar-
andstöðu, greinir aðeins á um ár-
lega aukningu framlaga til varn-
armála en þeir fyrrnefndu vildu,
að þau ykjust um 3,5% en sá síð-
arnefndi um 3%. Varnarmála-
Óeirðir
Port Au Prince, 30. maí. AP.
MIKLAR ÓEIRÐIR brutust út í
borginni Cap Haitien í norðurhluta
Haiti í morgun og tók þaö lögregl-
una nokkrar klukkustundir að koma
friði á að nýju. Tveir létu lífið og
margir særðust, þar af nokkrir sem
leggja varð inn á sjúkrahús. Allt at-
hafnalíf borgarinnar lagðist niður á
meðan ófriðurinn geisaði.
Matarskortur er talinn hafa
nefndin leggur áherslu á, að
„þátttaka Norðmanna og sam-
starfið innan Atlantshafsbanda-
lagsins hefur tryggt friðinn í
okkar heimshluta í 35 ár“.
á Haiti
verið kveikjan að hinum mann-
skæðu áflogum, þannig hófust
lætin er hundruð fátæklinga úr
hverfi nokkru reyndu að ryðja sér
leið inn í matarskömmtunarmið-
stöð. Lögreglumenn á verði
hleyptu af skotum upp í loftið til
að styggja fólkið, en það var eins
og að skvetta olíu á eld, fyrr en
varði logaði allt í óeirðum og kalla
varð út fjölmennt varalið lögreglu.
Vísvitandi ögranir
við fullveldi Svía
Gelli ber hendur
fyrir höfuð sér
Rómarborg, 30. maí. AP.
— segir sænski herinn um pólsku flugvélina
Stokkhólmi, 30. maí. Frá Erik Lidén, fréttaritara Mbl.
PÓLSKA njósnaflugvélin, sem á mánudag reyndi fjórum sinnum að fljúga
inn í sænska lofthelgi, tók þátt í vel skipulögðum njósnaæfingum á Eystra-
salti sunnanverðu og voru ögranirnar við Svía liður í þeim. Yfirmenn sænsku
ratsjárvarnanna og eftirlitsstöðvar Atlantshafsbandalagsins á Borgundar-
hólmi hafa greint frá þessu.
LICIO GELLI, miödepill hneykslis-
máls í Ítalíu, sem snýst um P-2-leynifé-
lagið og meinta meðlimi þess, sendi í
dag bréf til rannsóknarnefndar þeirrar
sem krufið hefur málið ofan í kjölinn
síðustu tvö árin. Þar segir Gelli, að
nöfn þau sem fundust á meintu „fé-
lagataii" P-2 árið 1981 séu ekki nöfn
félaga eins og talið sé, heldur nöfn
velunnara samtakanna.
Tina Anselmi, formaður rann-
sóknarnefndarinnar sagði, að það
segði sig sjálft, að bréf, ritað í æs-
ingi á síðustu stundu, myndi ekki
kollvarpa tveggja ára rannsóknum
nefndarinnar. Frú Anselmi staðfesti
innihald bréfsins frá Gelli, en sagði
jafnframt, að ekkert nýtt kæmi
fram, ekkert sem varpaði öðru ljósi á
P-2 en nú léki um félagsskapinn. 953
nöfn voru á umræddum lista, mörg
þeirra nöfn mikils metinna ítala, úr
röðum stjórnmálamanna, hershöfð-
ingja, útgefenda og iðnjöfra svo
eitthvað sé sagt.
Fabio Dean, einn af lögfræðingum
Gelli, sagði að þrátt fyrir þrotlausa
vinnu heillar nefndar í tvö ár hefði
ekki tekist að sanna á Gelli eina ein-
ustu hinna „hlægilegu gróusagna".
Sagt er að P-2-leynifélagið hafi m.a.
haft það að markmiði að fella
óhagstæðar stjórnir og eyðileggja
mannorð óþægilegra stjórnmála-
manna til að ryðja þeim úr vegi. De-
an sagði slíkt hreint fáránlegt og
endurtók að ekkert sem rannsóknar-
nefndin hefði grafið upp styddi þá
trú.
Tvær sænskar Viggen-þotur
stugguðu fjórum sinnum við
pólsku njósnavélinni yfir skerja-
garðinum í Blekinge en auk henn-
ar tóku þátt í ögrunaraðgerðunum
stór herflugvél, þrjár þyrlur og
fimm skip. Forsvarsmenn sænska
flughersins þóttust strax vita
hvers kyns var og að flugmaður
pólsku vélarinnar væri ekki að
reyna að flýja til Svíþjóðar.
Strax snemma á mánudags-
morgni fylgdist sænski herinn
með þegar pólsku skipin, þyrlurn-
ar og flugvélarnar hófu æfingarn-
ar og var F-17-flugdeildin í Ronn-
eby höfð til taks. Um klukkan níu
um morguninn gerði pólska
njósnaflugvélin fyrstu tilraunina
til að rjúfa sænsku lofthelgina og
síðan þrjár að auki.
Þetta er í fyrsta sinn, sem her-
ráðið getur lagt fram fullgildar
sannanir fyrir vísvitandi ögrunum
erlends ríkis gegn fullveldi Sví-
þjóðar. Utanríkisráðuneytið hefur
enn ekki fengið skýrslu um málið
en herinn segist hafa undir hönd-
um ratsjármyndir og myndir, sem
teknar voru úr Viggen-flugvélun-
um, og sanna fullyrðingar hans.
Trúlegt þykir, að borin verði fram
mótmæli við pólska sendiráðið í
Stokkhólmi.
Nýtt lyf veldur fósturláti
Tókýó, 30. maí. AP.
JAPANSKA stjórnin gaf nýlega
grænt ljós á nýja tegund fóstureyð-
ingarlyfs, hið fyrsta sinnar tegund-
ar. Getur það valdið fósturláti eftir
allt að 6 mánaða meðgöngu. Ekki
verður hægt að kaupa lyfið hjá
lyfsölum, læknar einir munu hafa
það undir höndum og veita eftir
þörfum og aðstæðum.
Hið nýja lyf heitir preglandin
og framleiðir vissa tegund af
fitusýrum sem valda fósturláti á
innan við sólarhring eftir að það
er tekið inn. Konur sem neyta
lyfsins munu einungis þurfa
þriggja sólarhringa sjúkrahús-
legu í stað vikulangrar áður.
Heilbrigðisyfirvöld í Japan sam-
þykktu að leyfa notkun lyfsins
með þeim ströngu skilyrðum að
farið verði með þau eins og
ávanalyf, það er að segja, læknar
munu hafa í hendi sér hvenær
það er notað og hvenær ekki.
Fyrirtækið Ono Pharmaceut-
ical framleiðir preglandin og það
var talsmaður þess sem greindi
frá þessu í dag. Hann gat þess
einnig að aðilar í Kína og Bret-
landi hefðu lýst yfir áhuga á því
að fá lyfið til reynslu.
Dollarinn
fellur
I/ondon, 30. maí. AP.
BANDARÍKJADOLLAR féll mjög I
verði í dag gagnvart flestum helztu
gjaldmiðlum heims nema sterlings-
pundinu. Gerðist þetta í kjölfar fregna
um að Rolivia hefði að svo komnu
frestað endurgreiðslum á erlendum
bankalánum.
Viðskiptahalli Bandaríkjanna við
útlönd í apríl er einnig talinn hafa
ráðið miklu um versnandi stöðu doll-
arans, en þá nam þessi halli rúmlega
12 milljörðum dollara og var þannig
meiri en nokkru sinni áður. Var
viðskiptahallinn 2 milljörðum meiri
en gert hafði verið ráð fyrir.
Talið er þó, að staða dollarans eigi
aftur eftir að styrkjast bráðlega og
ráða horfur á vaxtahækkunum í
Bandaríkjunum þar mestu.
Nýtt símanúmer!
Frá og með 1. júní bætist 6
f raman við gamla númeriö
JJ á HAGTKVGGING HF
VV^ TAKTU TRYGGINGU-EKKI ÁHÆJTU