Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 Ungfrú Hollywood og Sólarstjama Úrvals: Úrslit kynnt annað kvöld í Broadway ÚRSLITIN í keppninni um titilinn ungfrú Holrywood og sólarstjarna Úrvals fara fram annað kvöld, föstudagskvöld, í veitingahúsinu Broadway, en sigur- vegari í keppninni um titilinn ungfrú Hollywood verður fulltrúi íslands í keppninni IVliss Young International. Þátttakendur í keppninni eru sex stúlkur, sem kynntar hafa ver- ið undanfarnar vikur í veitinga- húsinu Mollywood, og fá allir þátttakendur vikuferð til Ibiza í verðlaun, nema sigurvegarnir fá þriggja vikna ferð, auk þess sem stúlkurnar fá föt, ilmvötn og ým- islegt fleira. Húsið opnar kl. 19.00. Boðið verður upp á þríréttaða máltíð, auk ýmissa skemmtiatriða. Á matseðlinum er koníakslöguð rjómahumarsúpa, grísahnetusteik og stjörnuísdesert. Stúlkurnar koma fram þrívegis um kvöldið, á síðkjólum og í baðfötum, en úrslit verða kynnt á miðnætti. Norska hljómsveitin Four Jets leikur um kvöldið, en hún verður hér á landi einungis þessa helgi. Þá verður tískusýning frá versluninni Goldie og dans frá dansstúdíói Sóleyjar. Kynnir á kvöldinu verður Páll Þorsteinsson og heiðursgestur Berglind Johansen, nýkjörin feg- urðardrottning íslands. Frá blaðamannafundi Samhygöar. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Samhygð með undirskriftasöfnun Félagsmáladeild Samhygðar gengst um þessar mundir fyrir und- irskriftasöfnun undir heitinu „Her- ferð með atnnnu og gegn atvinn-i- leysi", og hafa nú safnast um 40 þúsund nöfn. Söfnun þessari lýkur 4. júní og verða undirskriftirnar þá afhentar ríkisstjórn íslands og Sam- einuðu þjóðunum, en þangað mun Samhygðarfólk í Evrópu einnig senda samskonar undirskriftir. Á blaðamannafundi Samhygðar 30. maí sl. kom meðal annars fram að ýmis verkalýðsfélög og lands- sambönd launþega s.s. Dagsbrún, Félag byggingarmanna, ASÍ og BSRB, styðja söfnunina. Þeir Jón S. Halldórsson og Bragi Guömundsson hafa keypt þennan 180 hestafla Opel Kadett og munu nota hann í Skoska alþjóðarallinu. Bfllinn er enskur en stýrið hefur verið fært á réttan stað... Birgir Bragason og Eiríkur Friðriksson leigja 260 hest- afla Ford Escort RS frá Jeff Churchill Motorsport í Englandi, en það er eitt virtasta leigufyrirtæki Bretlands. Bíllinn er samskonar þeim er þeir sigruðu JóJó-rallið á, en þó mun aflmeiri. Morfrunblaðia/Gunnlaugur. Kallakstur: Skotlandsfarar í vandræðum Tveir keppnisbílanna ónothæfir eftir óhöpp „ÉG ER MARGSINNIS búinn að hætta við og ákveða síðan aftur að fara, eftir að vandræðin með Talbot bílana komu upp. Núna er ég þó ákveðinn í að fara, enda búinn aö finna góðan keppnisbíl," sagði Birgir Bragason, í samtali við Morgunblaðið, en hann er einn átta ökumanna sem hugðist keppa í alþjóðlegri rallkeppni í Skotlandi í júní. Ein áhftfn hefur orðið að hætta við þátttöku, vegna óhapps er henti Talbot-bOa, sem þrjár áhafnir hugðust nota í keppninni. Tveir Taibot Sunbeam Ti bílar, sem íslensku keppendurnir ætluðu að leigja frá Nichols Motorsport í Glasgow urðu fyrir alvarlegum óhöppum í rallkeppni fyrir viku. í samtali við Morgunblaðið sagði Charlie Nichols, eigandi bílanna: „Þetta var dæmalaus óheppni, annar bíllinn valt í keppninni, en hinn bíllinn ók útaf eftir aðeins 500 metra á fyrstu sérleiðinni og gjöreyðilagðist! Þann fyrri er hægt að lagfæra, en vegna timaskorts er ekki hægt að færa stýrið yfir fyrir íslendingana." Eins og kunnugt er hafa Bretar stýrið hægra megin i bílunum, í stað vinstra megin eins og hérlend- is. Þótti engum íslensku keppend- anna ráðlegt að aka slíkum bíl og því stóð aðeins einn nothæfur Talbot Ti keppnisbíll eftir. Þann bíl fengu Ásgeir Sigurðsson og Logi Einarsson, eftir miklar vangaveltur um hver skyldi næla í farkostinn. Eftir fjölmargar hring- ingar til Englands í rallbílaleigur í leit að bíl fannst Ford Escort RS keppnisbíll, með stýrið vinstra megin, en á háu leiguverði enda vel útbúinn. Eftir að hafa hugsað mál- ið fram og aftur ákváðu þeir Birgir Bragason og Eiríkur Friðriksson að leigja bílinn. Þeir Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurðsson hættu hinsvegar við þátttöku vegna vandræðanna, en ekki þó fyrr en að hafa athugað hvort lög- legt væri að aka Lada Sport í keppninni. Það mun hinsvegar ekki löglegt vegna nýrra keppnisreglna. Fjórði keppnisbíllinn er Opel Kad- ett þeirra Jons S. Halldórssonar og Braga Guðmundssonar, sem þeir hafa fest kaup á í Englandi. Hefur stýrið í þeim bíl verið flutt á réttan stað. Um tíma töldu þeir bílinn ekki löglegan vegna nýju reglanna, en í gær kom í ljós að ekkert var því til fyrirstöðu að bíllinn tæki þátt í keppninni. Öll þessi vandræði hafa breytt málunum töluvert fyrir íslensku keppendurna, en Talbot-bílarnir þrír áttu að keppa undir merki Talbot-umboðsins hérlendis og bera sömu auglýsingar. „Þessi vandræði hafa klúðrað dæminu fyrir okkur, en bílarnir áttu að vera eins í útliti og með sömu aug- lýsingar. Þetta mun því koma þyngra við budduna en við gerðum ráð fyrir," sagði Ásgeir Sigurðsson um málið, en allir kapparnir eru þessa dagana að reyna að safna auglýsingum til keppninnar í Skotlandi og undirbúa ferðina. G.R. Lisser Frost-Larsen mun leiðbeina íslendingum í líkamsrækt í næstu viku. Lisser Frost-Larsen til íslands á ný LISSER Frost-Larsen, ein fremsta líkamsræktarkona heims, kemur hingað til lands eftir helgina og þjálfar hjá Lfkams- og heilsuræktinni Borgartúni 29. Lisser verður viku hér á landi, frá 2. júní til 7. júni. „Lisser kom hingað til lands í vetur og vakti óskipta hrifningu og aðdáun. Hún er ákaflega alúðleg og þægileg kona og verður öllum, sem stunda líkams- og heilsurækt í Borgartúni, til aðstoðar með ænngar. I'á mun hún leiðbeina fólki með mataræði, en hún er vel að sér í þeim fræðum og sérfræðingur í að ná fitu af fólki," sagði Finnur Karlsson, einn eigenda l.íkams og heilsuræktarinnar í samtali við Mbl. Fyrirhugað er að Lisser haldi sýn- ingar og fyrirlestra fyrir meðlimi Likams- og heilsuræktarinnar. Liss- er heldur síðar í sumar til Banda- ríkjanna í boði bandaríska blaðsins „Muscle and fitness" til viðtala og í myndatökur. Blaðið býður árlega fremsta líkamsræktarfólki heims, og þykir mikill heiður að hljóta boð blaðsins. Sölufélag garðyrkjumanna: Ekkert því til fyrirstöðu að garðyrkjubændur skipti beint við verslanir MORGUNBLAÐINU hefur borist frétUtilkynning frá Sölufélagi garðyrkju manna, þar sem sagt er frá einróma samþykkt stjornar félagsins þann 30. maí sl „Stjórn Sðlufélags garðyrkju Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 manna ítrekar það sem þegar hefur komiö fram m.a. í grein framkv.stj. félagsins, sem birtist í Morgunblað- inu í dag, að á því eru engir ann- markar í samþykktum félagsins, að þeir félagsmenn sem þess óska segi sig úr félaginu og hefji viðskipti beint við smásöluverslanir eða við þá heildsöludreifingaraðila, sem að undanförnu hafa lýst áhuga sínum á sölu og dreifingu innlendrar græn- metisframleiðslu." I grein Þorvaldar sem vitnað er til segir hann m.a. að Sölufélag garð- yrkjumanna hafi ekkert einkaleyfi, hvorki til sölu á innlendu grænmeti né innfluttu og sé þar af leiðandi enginn einokunaraðili.