Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 25 hæfi þótti því að spyrja hver væri munurinn á hinni gömlu íhalds- stefnu og nýgræðingunum. „Þeir sem kenna sig við „nýja íhaldsstefnu" eru flestir fyrrver- andi jafnaðarmenn, New York- búar og gyðingar. Þeir gáfust upp á sósíalismanum á hádögum ný- vinstristefnunnar á árunum kringum 1966. Irwing Kristol er einna kunnastur i þessum hópi. „Nýju hægristefnuna" má rekja til ársins 1974 og menn sem telja sig til þeirrar hreyfingar hafa mestan áhuga á ýmsum félagslegum mál- um, eru t.d. miklir andstæðingar fóstureyðinga. Þetta eru menn, sem eru raunverulega virkir í stjórnmálum frá degi til dags, sitja á þingum, í ráðum og nefnd- um o.s.frv. Loks get ég nefnt hóp hægri manna, sem lætur sér mjög annt um trúarleg efni, hinn svonefnda „siðaða meirihluta". Milli þessara hópa er ekki ágrein- ingur um nein grundvallaratriði, en skoðanir eru skiptar um ýmsa hluti," segir Rusher. Sem fyrr segir er William Rush- er útgefandi tímaritsins National Review, sem hann skilgreinir sem Journal of opinion", en í því felst að það er eingöngu vettvangur greina af ýmsu tagi þar sem menn fara ekki í launkofa með skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Við tímaritið starfa engir blaðamenn, en ritstjóri þess er hinn kunni rit- höfundur William Buckley. Rush- er heldur því fram að National Reviewsé höfuðrit hægri manna í Bandaríkjunum og kannski er það til að leggja áherslu á það, að hann segir mér að Ronald Reagan forseti sé áskrifandi og hafi verið það í aldarfjórðung! Auk þess að skrifa í eigið tímarit er Rusher það sem þar vestra er kallað „syndicated columnist", þ.e. grein- ar sem hann skrifar eru keyptar og birtar samtímis í mörgum blöð- um um Bandaríkin þver og endi- löng. Einnig kemur hann reglu- lega fram í útvarpi og sjónvarpi, þfa m. í hinum víðfræga sjón- varpsþætti ABC „Good Morning America". Hann er ennfremur höfundur nokkurra bóka og sú síð- asta The Making of the New Maj- ority Party, sem kom út 1975, seld- ist í fleiri en 250 þúsund eintökum. GM ef uppskeru á að vænta um mitt sumar. Svar 4: Engar matjurtir gera minni kröfur til ljóss en rabar- bari, en mat sinn heimtar hann ef hann á að skila uppskeru. Hús- dýraáburð sem borin er að honum á haustin launar hann ríkulega og gefur þá grautarefni i mai, en sé af honum tekið þarf að bæta við hann næringu af og til yfir sumar- ið svo að hann skili góðum hlut í frystikistuna eða til sultugerðar sem vetrarforða. Svar 5: Oft er fáanlegt í blóma- búðum fræ af jarðarberjum, en fæstum mun það vel gefast og þarf langvinna þolinmæði til að bíða eftir að sjá árangur þeirrar rækt- unar og endast fáir til, nema ræktunarmenn með vísindabakt- eríu í blóðinu. Þetta eru villiber eða næstu afkomendur þeirra og ekki eftirsóknarverð fyrir þá sem stefna að því að fá hin ljúffengu jarðarber, sem eru komin af margra alda kynbættum stofnum og ávallt fjölgað með blaðskotum frá jarðrenglum, sem leyft er að vaxa frá móðurplöntunni þegar stefnt er að fjölgun, en annars skornir af, því að þessar renglur draga nokkuð úr berjauppsker- unni, einkanlega með því að berin verða þroskaminni. Jarðarber eru ekki kröfuhörð um jarðveg en mikilvægt er að þau fái nægan raka og að jörð sé vel undirbúin með nægum húsdýra- áburði fyrir gróðursetningu. Sem minnst ætti að hreyfa við jarðvegi eftir að plöntun hefur átt sér stað. Annars er þess enginn kostur að gefa fullnægjandi leiðsögn um ræktun jarðarberja í þeim svörum sem hér er hægt að veita og aldrei geta orðið tæmandi leiðbeiningar um meiri háttar ræktun. Faröu ekkí í útilcgu án litla ljósálfsíns Sumariö er komið og framundan eru ferðalög og útilegur. En hvert sem leið þín liggur, skaltu hafa með þér góða bók og birtugjafa af bestu gerð; litla ijósálfinn. Þegar aðrir tjaldbúar eru komnir í fastasvefn, þá skalt þú festa litla Ijósálfinn á bókina og lesa síðan í ró og næði, án þess að trufla svefnfriðinn. Einn stærsti kostur litla Ijósálfsms er að hann getur notast við rafhlöður og þannig lýst þér við lesturinn, í bílnum, bátnum, flugvélinni, tjaldútilegunni, sumarbústaðnum, - hvar sem er! f Borgartúni 22, sími 24590, Reykjavík Fæst einnig í boka- og gjafavöruverslunum Splunkunýtt og smart! Kynnum nýjar vandaðar innréttingar. Skoðið eldhús sem er „öðruvísi", svo eigum við allt í stíl, frá smáhlutum upp í næstum allt sem þér dettur í hug. ,t; Borgartúni27 Sími 28450 fe. OHKIN %T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.