Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 „Mestu skiptir að Vestur- landabúar haldi siðferðis- legum styrk sínum“ — segir William A. Rusher, einn helsti talsmaður bandarískra íhaldsmanna William A. Rusher, útgefandi bandaríska tímaritsins National Review, sem margir íslendingar kannast við, var staddur hér á landi á dögunum í boði Menningarstofnunar Bandaríkjanna, og átti þá blaðamaður Morgun- blaðsins stutt spjall við hann um bandarísk stjórnmál og stjórnmálaviðhorf íhaldsmanna, en Rusher, sem er lögfræðingur að mennt og hefur einn um sextugt, er í hópi kunnustu talsmanna ur, hnittinn og vel aö sér. Kosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember nk. eru ofarlega í huga margra og þótti við hæfi að spyrja Rusher fyrst hvort hann teldi sennilegt að Ronald Reagan yrði endurkjörinn forseti. „Já, ég er fullviss um að hann verður kosinn á ný með miklum meirihluta atkvæða," sagði Rush- er. „Og mér þykir sennilegt að Repúblikanaflokkurinn haldi meirihluta sinum í öldungadeild- inni, þótt hann verði kannski naumari nú en eftir síðustu kosn- ingar. Líklega verða demókratar áfram í meirihluta í fulltrúadeild- inni.“ Reagan hefur verið mjög um- deildur forseti, en Rusher hélt því fram að hann nyti mikilla vin- sælda meðal bandarískra kjós- enda. Hann væri fulltrúi íhalds- samra viðhorfa, sem ættu rík tök í bandarísku þjóðinni. „Reagan er íhaldsmaður og skoðanir hans eru yfirleitt afdráttarlausar og það kann fólk að meta.“ Ég spurði í hverju íhaldssemi forsetans væri einkum fólgin. „Það má orða það svo, að hann sé ekki sérlega áhugasamur um að beita ríkisvaldinu," sagði Rusher, „og í utanríkismálum aðhyllist hægristefnu í Bandaríkjunum, rökfast- hann þá stefnu, að vera á varð- bergi gagnvart Sovétríkjunum." Rusher kvað Walter Mondale, sem um þessar mundir er líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins, fylgja öndverðri stefnu. „Mondale finnst sjálfsagt að auka útgjöld ríkisins og umsýslu þess í þjóðfé- laginu og hann hefur nokkra til- hneigingu til að taka mark á frið- artali Kremlverja." Ég spurði Rusher hvert yrði að- almál kosninganna í nóvember. „Án nokkurs vafa verða efna- hagsmálin í brennidepli," sagði hann. „Þau hafa yfirleitt skipt mestu máli. En auðvitað snúast kosningarnar líka um önnur mál, þ.á m. utanríkismál." Eru Bandaríkjamenn fylgjandi þeirri utanríkisstefnu sem Reagan fylgir? „Ef unnt er að tala um al- menn viðhorf í utanríkismálum þá held ég að segja megi, að Banda- ríkjamenn fylgi skoðunum Reag- ans. Almenningur er t.d. ánægður með hve staðfastlega forsetinn gætir hagsmuna okkar á erlendum vettvangi," sagði Rusher. Hann kvað á hinn bóginn skoðanamun um stefnu í einstökum málum. Ef tekið væri dæmi af Mið-Ameríku, en viðburðir þar hafa verið mikið í William A. Rusher Mbl./Emilía. fréttum um hríð, þá virtust Bandaríkjamenn þeirrar skoðun- ar, að koma yrði í veg fyrir að ný Kúba yrði til og jafnframt að bandarísk hernaðaríhlutun kæmi ekki til greina. Það kynni að vera vandi að sameina þessi viðhorf og engin lausn í sjónmáli. Ákveðni gagnvart Rússum { skýrslu, sem breska herfræði- stofnunin (IISS) í Lundúnum sendi frá sér fyrir nokkrum dög- um, kom fram það álit að sambúð austurs og vesturs hefði ekki verið verri í tvo áratugi og sérfræðingar stofnunarinnar töldu að ráðamenn í Moskvu og Washington yrðu að deila ábyrgð á því í sameiningu. Að vonum var Rusher ekki á sama máli. „í fljótu bragði kannast ég ekki við þessa stofnun," sagði hann. „Þær eru æði margar sem heita svona nöfnum. En hvað sem því líður er ég ósammála þessu mati. Ef eitthvað er búum við nú við meira öryggi en á dögum Kúbudeilunnar og það má þakka það Reagan forseta." Rusher benti á, að það viðhorf, að taka mark á friðartali Kreml- verja og leggja ofurkapp á vin- samleg samskipti við þá, hefði beðið skipbrot. Hvað sem fögrum orðum og fyrirheitum Sovét- manna liði settu þeir hagsmuni kommúnismans ofar öllu. A dög- um slökunarstefnunnar hefðu þeir aukið kúgunina i Sovétríkjunum og brotið alla frelsisviðleitni í Austur-Evrópu niður með valdi. Slökunarstefnan hafi ekki getað stöðvað innrásirnarí Tékkóslóvak- íu og Afganistan eða ofbeldis- verkin í Póllandi og Vesturlanda- búum því í reynd einskis virði. Hvaða stefnu á þá að fylgja? Hvernig er unnt að koma Sovét- ríkjunum á kné? „Ef Sovétríkin líða á annað borð undir lok þá ger- ist það smám saman en ekki í einu vetfangi. Tíminn — og þá á ég ekki við blaðið — er bandamaður okkar," sagði Rusher. „Það mikilvægasta fyrir okkur Vesturlandabúa er að við höldum siðferðisstyrk okkar og samfélög okkar verði áfram aðlaðandi. Við verðum að vera áfram frjálsar þjóðir og ögra þannig einræðinu í kommúnistaríkjunum." Bandarískir íhaldsmenn Það er alkunna að hugtök og heiti í stjórnmálaumræðu eru mjög á reiki og rétt að vekja at- hygli lesenda á því, að menn sem t.d. eru kenndir við frjálslyndis- stefnu í Bandaríkjunum mundu í Evrópu vera kallaðir jafnaðar- menn eða kenndir við vinstri stefnu af einhverju tagi. íhalds- maður þar vestra gæti allt eins heitið frjálshyggjumaður á Is- landi. Og það kom raunar á daginn að Rusher hafði hitt að máli nokkra íslenska frjálshyggjumenn og var sammála viðhorfum þeirra. „Þeir leggja mesta áherslu á markaðsfrelsi," sagði hann, „og það er mikilvægt að gera, en við í Bandaríkjunum, sem köllum okk- ur íhaldsmenn, teljum ekki síður þýðingarmikið að fjalla um ýmis siðferðileg og félagsleg efni. I því efni byggjum við á bandarískri hefð og kennum hana við breska stjórnspekinginn Edmund Burke." William A. Rusher er félagi í Repúblikanaflokknum, en sú stjórnmálahreyfing, sem hann tel- ur sig einkum til, nefnist „Americ- an Conservative Movement" og er rösklega þriggja áratuga gömul. í fjölmiðlum er oft minnst á „nýja hægristefnu" og „nýja íhalds- stefnu" í Bandaríkjunum og við ^ spurt og svarad I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINSI Eins og undanfarin ár svarar Hafliði Jónsson garð- yrkjustjóri spurningum lesenda um garðyrkjumál. Hægt er að koma spurningum á framfæri í síma 10100 klukkan 13 til 15 alla virka daga. Kristín Friðriksdóttir spyr: 1. Steinselja Mig langar til að spyrja um nokkur atriði viðvíkjandi ræktun grænmetis. Er betra að sá steinseljufræjum innanhúss? Ef svo er, hvenær er þá heppilegt að flytja plönturnar út í garð? Éf steinselja er ræktuð í plastkössum innanhúss, getur maður þá ræktað hana allan árs- ins hring? Og að lokum: Hvaða jarðvegur er heppilegastur fyrir steinselju og er æskilegt að til- búinn (kemískur) áburður sé bor- inn í jarðveginn? Ef svo er, þá hvaða tegund áburðar? 2. Gulrætur Ég hef heyrt að heppilegt sé að leggja gulrótarfræ í bleyti í einn sólarhring til að þau spíri. Er það rétt? Gæti hið sama gilt um steinselju? Er heppilegt að láta gulrótarfræin liggja lengur en einn sólarhring í bleyti? Hvaða jarðvegur er heppilegastur fyrir gulrætur? Er gott að gróðursetja gulrætur í sendinn jarðveg? 3. Tómatar og paprika Hvenær á að sá fyrir tómat- og paprikuplöntum sem ræktaðar eru innanhúss? Þurfa þær að vera í glugga? 4. Kabarbari Er nauðsynlegt að hafa rabar- bara á sólríkum stað í garðinum? 5. Jarðarber: Er hægt að sá fyrir jarðarberj- um? Ef svo er, hvenær á að sá fyrir þeim og hvernig á að með- höndla plöntuna? Hvers konar jarðvegur er heppilegastur fyrir jarðarberjaplöntur og hvaða áburð er best að setja í jarðveg- inn? Svar 1: Steinseljan er tvíær og þarf langan vaxtartíma áður en hún ber nægilegt af blöðum til að hægt sé að fara að neyta þeirra. Til að lengja vaxtartímann er hyggilegt að sá fræinu í skálar eða potta og hafa í góðri birtu innan- húss og heppilegur sáningartími er eftir miðjan mars, en þá þarf að gera ráð fyrir því að hægt sé að planta ungplöntunum í gróðurreit seinast í apríl eða byrjun maí og þurfa þær 10x10 sm vaxtarrými sem algert lágmark, en ekki er þó ástæða til að hafa mikið bil milli plantna. Vonlítið er að fá verulega uppskeru sé ræktað á opnu landi, en hinsvegar getur steinseljan gegnt því hlutverki á góðu sumri að vera bæði nytja- og skrautjurt í trjábeðum. Eftir að farið er að taka blöð og stilka til neyslu, þarf að gefa aukaskammt af köfnunar- áburði öðru hvoru til að örva áframhaldandi blaðvöxt hjá plönt- unum. Að sjálfsögðu er hægt að lengja vaxtartímann langt fram eftir vetri með ræktun þeirra inn- anhúss við góða birtu, en það er einnig hægt að yfirvetra þær í gróðurreit úti, ef moð eða létt skjólefni er lagt yfir og þær eru varðar fyrir raka, meðan þær hvíl- ast fyrir næsta vaxtarskeið. Mörg- um hefur vel gefist að sá fyrir steinselju í gróðurreit að haustinu og hafa glugga yfir reitnum allan veturinn. Steinseljan þarf frjóa og létta garðmold og nægir tún- áburður til að góður árangur ná- ist. Svar 2: Gamalt og gott ráð er að leggja gulrótarfræ í bleyti í einn eða tvo sólarhringa fyrir sáningu, það flýtir fyrir spírun þess um tvær til þrjár vikur. Ekki má þó setja fræið í of mikið vatn. Láta aðeins fljóta yfir fræið eftir að það hefur allt blotnað. Rétt er að hræra í því tvisvar eða þrisvar sinnum á dag, og leyfa fræinu síð- an að þorna lítið eitt á dagblaði eða öðrum heppilegum pappír sem tekur vel við raka, eða þar til fræ- ið hefur náð að þorna nægilega til að það loði ekki saman og að auð- velt sé að sá því. Gott ráð er að blanda fræinu saman við sand eða þurran kaffikorg til að fyrir- byggja of þétta sáningu. Varast ber að sá of djúpt — aðeins tvisvar sinnum þykkt fræsins, eða sem næst því. Gildir sú regla fyrir flest fræ. Tilgangslítið er að færa eða planta gulrótarplöntum, en mörg- um hefur hinsvegar vel gefist að sá í mjólkurhyrnur í janúar eða febrúar og rækta í gróðurskálum fram til vors, en þá eru þær flutt- ar út í garð og grafnar niður hlið við hlið og verða þannig til raðir með 15 sm millibili. Þetta er þann- ig gert að skorinn er botninn úr hyrnunum og þeim raðað á fjöl eða plastdúk. Góð mold sett í þær og fræinu sáð í eina röð í hverja kyrnu. Við útplöntun er þess gætt að moldin losni ekki úr ílátunum meðan verið er að koma þeim ör- ugglega fyrir í beðinu. Eftir að uppskeru lýkur eru hyrnuleifarn- ar fjarlægðar úr garðinum og má sem best nota þær aftur næsta ár, ef vel er með þær farið í vetrar- geymslu. Besti jarðvegur fyrir gulrætur er sandblandin garð- mold. í þéttum jarðvegi hættii gulrótunum til að greina sig í rót- ina og verða kubbslegar í vextin- um. Svar 3: Bæði paprika og tómatar þurfa alla þá birtu sem völ er á og ekki eru þær heppilegar til stofu- ræktunar. Þeim fylgir ekki sérlega ljúfur ilmur að flestra dómi, en hafa hinsvegar þann kost að fæla á brott húsflugur og fleiri hvim- leiða gesti. Til þessara plantna þarf að sá í desember eða janúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.